Ísafold - 27.08.1904, Page 3
223
ur upp eiun og einu kjörseðil í einu,
les upp nafnið eða nöfnin, sem við er
merkt á hverjum seðli, og réttir hann
jafnótt þingmannaefnum eða umboðs-
mönnum til athugunar«.
-------
f>að er viðurvist þingmannaefna eða
umboðsmanna þeirra, sem er alveg ó
brigðul trygging fyrir því, að engum
brellum verður beitt til að brjóta laun-
ungarfyrirmælin, sem eru auk þess
býsna-örugg, eins og allir sjá. Gerum
t. d., að undirkjörstjórn og yfirkjör-
stjórn séu báðar úr sama flokki og
v i 1 j i beita ólögum hlifðarlaust. f>að
er sýnilega lítt kleift, þ ó a ð kjör-
etjórnirnar ætti kost á að koma við
pukri, en alveg ókleift er það
fyrir þær, úr því að þingmannaefnin
eru viðstödd hvert viðvik, sem þær
gers, eða þá umboðsmenn þeirra í
þeirra stað.
Fyrir því er það, að hver sem 'gef-
ur í skyn, að fara megi á einhvern
hátt f kringum atkvæðalayndina, hann
beitir vísvitandi blekkingum.
f>ess er enginn kostur. f>ví er öll-
um óhætt að trúa.
Ritsíinamálid
er einhver hr6yfing að komast á nú
af nýju, hvað sem svo verður.
f>að hefir heyrst, að Svíar og Norð-
menn hafi sótt í sumar um leyfi til
ritsímalagningar hingað til lands styztu
leið, frá Björgvin helzt. En þá hafi
Eitsímafélagið norræna risið þar upp
í móti og sagst ætla nú að leggja
þráðinn sjálft. Vill ekki láta viðgang-
ast, að utanríkismenn geri það. Tel-
ur það þjóðarmÍDkun fyrir Dani.
f>á er í annan stað haft fyrir satt,
að Bretastjórn hafi gerst styðjandi
málsins með þeim hætti, að Eitsíma
félaginu hafi verið sett það skilyrði
fyrir lenging á leyfi fyrir ritsíma milli
Jótlands og EDglands, að það legði
ritsíma hingað til lauds, frá Hjalt-
landi. f>að er andróður hinna miklu
ritsímafélaga á Englandi gegn loftrita
Marconi, sem þar er á bak við sjálf-
sagt, og mætti kallast vel skipast, ef
það yrði oss að happi.
Eftirmæli
Hinn 5, april síðastliðinn andaðist að
heimili sinu Ljótarstöðum i Austur-Landeyj-
um fyrv. hreppstjóri Maynús Björnsson,
bróðir Horvalds á Eyri, mætur maður og
merkur fyrir margra hluta sakir. Hann var
fæddur 29. óg. 1828 í Stóradal undir Fjöll-
ura. Fluttist þaðan á ungum aldri mrð for-
eldrum sínum að Bergþórshvoli og ólst þar
upp. Kvæntist þaðan að Snotru i Austur-
Landeyjum 15. júlí 1853, tæpra 25 ára að
aldrh £>ar á Snotru hjó hann 8 ár. Þá
fluttist hann að Brekkum i Hvolhreppi; var
þar húandi 2 ár. Þaðan fór hann að
Stóru-Hildisey i Austur-Landeyjum, hjó þar
12 ár, en að þeim liðnum fór hann al-
farið að Ljótarstöðum, hjó þar og dvaldist til
dauðadags. Árið 1895 tóku þau tengdasonur
hans Guðni Þórðarson og dóttir M. sál.
Guðrún við húi af honura. Hafði hann
verið ú Ljótarstöðum 29 ár. Er hann
kom frá Brekkum, varð hann hreppstjóri og
oddviti Landeyjahrepps. Hann stóð vel og
dyggdega i istaði hrepps sins, virtur og
metinn að maklegleikum af hreppsbúum.
Hann let af hreppstjórn 1892, er hann
hafði hana á hendi haft 22 ár. Hann var
og sáttasemjari, i safnaðarstjórn og póst-
afgreiðslumaður. Fóru honum störf þessi
vel úr hendi, með þvi að maðurinn var góð-
um hæfileikum gæddur og gætinn, en þó
fylginn sér. Hann eignaðist með áður lát-
inni konu sinni 7 börn; af þeim munu vera 4
lifs: Bjöm og Þorhjörn, háðir í Ameriku,
við Kyrrahaf og í Utah, og 2 dætur: Elín
kona Þorkels snikkara i Rvik, og Guðrún
kona á Ljótarstöðum áðurnefnd. Magnús
heitinn var fremnr heilsuveiil siðara skeið-
ið og sjónlaus 8 ár. Hann naut lofsverð-
rar og góðrar aðhjúkrunar og „mönnuuar
hjá sómahjónunum á Ljótarstöðum. Magn-
ús Björnsson á bezta orðstír að baii. Hanu
var höfðingi i lund og reynd, tryggur, vin-
fastur, hógvær, Ijúfmenni og prúðmeuni, vel
gjörðasamur, gestrisinn og greiðvikinn;
ávöxtur og árangur dagsverksins mikill á
heimili og utan. Hann var mentavinur og
sérlega guðrækinn, elskandi og eflandi alt
kristilegt og gott
M. Þ.
Hiun 18. mai þ. á. dó að beimili sinu
Sveinsstöðum í Húnava nssýslu Björn
Daníelsson, sonur Daníelb hónda Daníels-
sonar að Kolugili i Víðidal (d. 1900). Hann
var 24 ára að aldri (f. 1880) og lofaður
Gnðrúnu Jónsdóttur Ólafssonar að Sveins-
stöðum. — Hann var að allra dómi með
efnilegustu ungum mönnum þar í sveit.
■ ■ m
Ferð um Holland.
Eftir
Thora Friðriksson.
II.
Hollendingar matast vel og eru feifc
ir og þriflegir, einkum konurnar; það
þykir fallegt, að vera stór og gerðar-
legur, og þegar hollenzkur almúgamað-
ur ætlar að lýsa fyrirmynd kvenlegr-
ar fegurðar, segir hann, að sú kona
sé stór og digur eins og heilt hús.
Helzta strætið í Alkmaar heitir
Langestraat og er að því frábrugðið
hinum öllum, að þar er ekkert síki.
f>ó er það eifct með elztu strætum
bæjarins og húsið, er við gistum í, frá
15. öld. Við vorum gestir hjá yfir-
réttarmálaflutningsmanni, sem heitir
van der Hoeven, og er mikilsmetinn
borgari og maður lærður vel. Einka-
barn hans, ungfrú Elisabeth, er mikill
málfræðingur og hefir jafnvel lagt stund
á íslenzku. Með þeim fórum við og
skoðuðum ráðhús bæjarins, er stendur
einnig í Langestraat, og forngripasafn-
ið, sem geymt er í húsi áföstu þar við.
f>etta safn er hvorki stórt né mjög
merkilegt. En þar eru þó ymsar
fróðlegar leifar frá þeim tíma, er Eóm-
verjar áttu landið. En hið merkileg
asta, sem þar er að sjá, er stór og
fræg mynd af umsátinDÍ um Alkmaar
árið 1533. Myndin er fyrirtaks-vel
gerð, og má þar sjá konurnar koma
út úr húsunum með katla og potta
fulla af sjóðandi vatni, sem þær dembdu
ofan yfir Spánverja, umsátarherinn, og
urðu þeim eins skæðar eins og karl-
mennirnir, er vopnin báru á þa. Alk-
mæringar eru mjög hreyknir af að
hafa orðið fyrstir til að reka Spán-
verja af höndum sér, og 1873 var reist
þar líkneski sigurgyðjunnar til minn-
ingar um þann atburð. En þetta var
þó ekki í fyrsta sinn, er hollenzkar
konur börðust með mönnum sínum.
f>að gerðu og- konur á Fríslandi í forn-
öld, er Eómverjar börðust þar til
landa. f>ær báru hjálma á höfði af
sfcáli, eða úr skíru gulli jafnvel, þær
sem auðugar voru, að mælt er. jpegar
kristni kom í landið og skálmöld slot-
aði, þóttu hjálmarnir ókvenlegir. |>á
gerðu konur sér hvítar húfur kniplað
ar og höfðu utan yfir hjálmunum. f>ess
kyns höfuðföt hafa konur enn í Norð-
ur-Hollandi. Eg sá þau daglega á
torginu í Alkmaar. En nú er ekki
orðið úr hjálminum, nema breið gull-
spöng, er liggur um hnakkann og end-
ar ástórum hnöppum hjágagnaugunum.
Stærsta torgið og langmerkileg-
asta er Kaasmarkt. f>ar er markaður
haldinn á öilum þeim ostum, sem bún-
ir eru fcil á Norður Hollandi. f>að nem-
ur mörgum miljónum króna á ári
hverju. f>eir ostar, sem nefndir eru í
daglegu tali Eidammer ostar, koma í
rauninni frá Alkmaar, og er ákaflega
gaman á markaðsdögum að sjá þessi
ógrynni af gulum hnöttum, sem hlaðn-
ir eru upp á torginu, eða þá að li'fca á
sveitafólkið í þjóðbúnim>um, sem kemur
þangað á bátum, hlöðuum ostum, því
eksi er að spyrja að þvi, að Kaas-
markt er rétt hjá síki.
Oðrum megin við torgið stendur
merkilegasta húsið í AlkDiaar, d e
Waag, gamalt stórhýsi, gert af tigl-
steiui, í eudurreisnarstíl, með háum
turni, en í því eru allir o<tarnir
vegnir, og verða bæði bændur og osta-
kaupmeun að greiða bænum til-
tekið vigtargjald. þau hluuuindi fekk
Alkmaar 1573 í verðlaunaskyni fyrir
að bæjarmenn, ekki fleiri en 2,000,
sigruðust á 20,000 Spánverjum. í
turninum eru söngbjöllur, er leika lítið
lag á hverri klukkustund, og lýkst þá
upp hurð efst í turninum rétt hjá
stundaklukkuuni, en þar kemur ut
mannlíkan á hestbaki og þeysir út á
pall þar til gjörðan og þá inn aftur
jafnharðan. Markaðsdaga er þó leik-
ið á söngbjöllurnar heila klukkustund
um miðjan dag til þess að skemta
fólkinu. Við klifum eftir þröngum og
bröttum stigum upp í turninn. En sú
fyrirhöfn var vel til vinnandi, með því
að þar var ágæt útsjón og auk þess
stórmerkilegt að sjá, hvernig leikið
var á bjöllurnar og allan þann útbún-
að; en hann hefir haldist óbreyttur
síðan á miðöldum. Bjöllurnar eru
tengdar með járuvír við nótur, sem
eru svo stórar, að alla höndina þarf
til að þrýsta einni þeirra niður, eins
og var á gömlu orgönunum. Gamall
Gyðingur lék á hljóðfærið, og datt
maDni ósjálfrátt í hug, að þetta væri
Gyðingurinn gangandi, Ahasverus gamli,
og að hann hefði setið þarna mörg
hundruð ár. Hér átti orðið hljóðfæra-
s 1 á 11 u r vel við, því hann sló með
kreptum hnefunum á nóturnar, en sér
til hlífðar hafði hann leðurkodda
bundna á hendurnar. Hann var mjög
málreifur við okkur. Hann mun hafa
haldið, að við værum enskar, því hann
tók þegar til að leika: God save the
Queen, sama lagið og við Eldgamla
ísafold. |>að var skrítið að standa
þarna uppi í háum turn suður á Hol-
Iandi og heyra þetta Iag leikið í heið-
ursskyni við okkur.
þaðan gengum við til að skoða hinn
litfagra, laufgræna lund, sem Alkmær-
ingar nefna Hertenkamp, af því að
þeir friða þar hirti og dádýr, og er
mikil skemtun og prýði að þeim skógi,
þó lítill sé, enda er ekki mikið um
skóga á Hollandi.
Mikið er um Gyðinga áHollandiog
eru þeir þar í miklum metum fyrir
gáfur og lærdóm. Er svo sagt, að all-
ir lærðustu mennirnir séu af Gyðinga-
ættum, en lærdómur virtur mikils; og
þó að Hollendingar fylgi vel með tfm-
anum og séu vel að sér í nýju málun-
um, þá fyrirlíta þeir ekki guilaldar
mentun og sést það Ijóslega á því, að
alstaðar er latína skráð, ekki einung-
is á miðaldar-húsum, heldur líka á
þeim, sem verið er nú að reisa.
Meiri háttar vatnsveitur. Borgin
Birmingham á Englandi hefir kostað 108
milj. kr. til nýrrar vatnsveitn þangað vest-
an úr Wales, nær 20 danskar mllnr beina
leið. Lægsta vatnsþrúin þar er 770 fet
fet yfir sjávarmál.
Þá er i Vin nýbyrjað á vatnsveitu þang-
að frá Mariazall i Alpafjöllum i Austurriki,
rúmar 13 milur danskar.
Svo er sagt, að Vín sé eina borgin á
meginlandi álfunnar, er aflar sér vatns úr
sjálfgerðum vatnsþróm eða af manna höndum
tilbúnum uppi á fjöllum, langar leiðir. En
það gera 3 stórborgir enskar aðrar en
Birmingham, sem sé Liverpool, Manchester
og Glasgow. Lirerpool fær sitt sunnan úr
Wales, eins og Birmingham, Manchester
norðan úr Thirlemerefjöllum á Kumbara-
landi og Glasgow úr Katrinarvatni (Loch
Katrine) austur af Loch Lomond. Vatns-
veita Lundúnaborgar þykir vera ónóg orð-
in og á eftir timanum. Þar er verið að
hugsa um ný.ia vatnsveitu vestan úr fjöll-
unum I Wales sunnan til. Vegalengdin
þaðan er iram undir 30 mílur danskar, og
er búist við að það muni kosta ekki minna
en 401) milj. t r.
Síðdefíisguðsþjónusta
í dómkirkjunni á morgun kl. 5 e.
h. (síra B. H.).
Búnaöarfélag Islands.
Guðjón Guðmundsson búfræðiskandi-
dat er uýlega kominn hingað úr ferð
um Norðurland.
Hann lagði á stað héðan 23. júní
á búpeningssýningu, sem haldin var
í Vatnsdalnum 29. s. m. að Undir-
felii, þaðan fór hann á Sauðárkrók, á
sýningu, sem haldin var þar fyrir
Skagafjarðarsýslu 4. júlí, og var á aðal-
fundi Eæktunarfélags Norðurlands, sem
haldinn var þar um sama leyti.
A Vatnsdalssýningunni þótti Guð-
jóni sauðféð sérstaklega fallegt; hross
voru og þar jafnstærri en á hinum
sýningunum. Nautgripi segir hann
einnig stóra og föngulega í Vatnsdal,
en yfirleitt fremur holdakyn en mjólk-
urkyn.
Sauðárkrókssýningin hafði verið frem-
ur illa sótt enda á óhentugum stað,
fátt af nautgripum, en mun meira af
hros8um.
Eftir Sauðárkrókssýninguna ferðað-
isfc Guðjón um Skagafjarðar-og Eyja-
fjarðarsýslur, og hélt fundi á 5 stöðum
ásamt Sig. Sigurðssyni ráðunaut, sem
einnig var þar á ferð í búnaðarfélags-
erindum.
A suðurleiðinni hélt hann fund á
Sveinsstöðum í Húnavatnssýslu, ásamt
Sigurði skólastjóra á Hólum, sem var
þar á ferð fyrir Eæktunarfélagið.
Upphaflega var ákveðið, að Guðjón
ferðaðist í ágúst um Stranda og Isa-
fjarðar sýslur, en vegna mislinga-sótt-
kvíunarinnar varð hann að snúa aftur
á Óspakseyri í Strandasýslu, og fór
þaðan suður Dalasýslu.
Guðjón segir, að grasvöxtur sé yfir
höfuð í bezta lagi á Norður og Vestur-
landi þar sem haDn fór um; tún víð-
ast hvar mun betri en í meðalári; á
Norðurlandi var sumstaðar byrjað að
slá seinast í júnf.
þurkasamt hafði verið fyrir norðan
og vestan, en í Borgarfirði og hér
syðra skemdust töður víða nokkuð,
enda náðust ekki inn hjá mörgum fyr
en undanfarna daga, einkanl. þeim
sem byrjuðu seint að slá.
Stjórnarvalda-augl. (áijrip).
Skiftaráðandinn í Mýra og Borgarfjarð-
arsýslu kallar eftir sknldakröfum i dánar-
bú Hannesar Magnússonar frá Fróðastöðum
og í dánarhú Ingibjargur Teitsdóttur í
Sandabæ á Akranesi, bvorttveggja með 6
mán fyrirvara frá 20. þ. m.
Snemmbær kýr ung og góð, óskast
til kaups sem fyrst, semja ber við
G. Zoega kaupm.
Fyrirlestur
um Suður-Iótland og stríðið 1864
heldur Hans Reynolds í Iðnaðar-
mannahúsinu á morgun sunnudag kl.
9 e. m. (sjá götuaugl.)
Uppboðsauglýsing.
Kindur þær, sem kynbótabúið á
Breiðabólsstöðum hefir til sölu, verða
seldar í Eauðsgilsrétt i haust, fimtu-
daginn 29. sept. og þriðjudaginn 11.
oktbr.
Breiðabólsstöðum 16. ágúst 1904.
Ingólfur Guðmundsson.