Ísafold - 31.08.1904, Síða 1

Ísafold - 31.08.1904, Síða 1
Kemur nt ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa A’/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Dppsögn (skrifleg) bnndin vi8 áramót, ógild nema komin sá til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXXI. árgr. Reykjavík miðvikudaginn 31. ágúst 1904 57. blað. JluJstadi JtaAýaAMv I. 0. 0 F. 86929 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 i spltalannm. Forngripasafn opifr mánud., mvd. og Id. 11—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og ’ð>/2-7>/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á ’uverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fnndir á hverjn föstndags- og ••snnnndagskveldi kl. 8*/2 siðd. Landakotskirkja. Gnðsþjónusta kl. 9 ag kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opiun -fyrir sjákravitj- •endnr kl. 10>/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag >kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag »kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. ag ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið 4 sd. kl. 2—3. Tanntœkning ókeypisiPósthússtræti 14b 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Af ófriðinum. Vikugömul ensk blöð, er hingað bár- Tist í gær, segja Port Arthur þá enn óunna, 24. þ. m. Fregnin frá 16. þ. m., að borgin væri þá fallin, hefir því verið tóm vit- leysa, eins og fyr. Eússar fullyrða heima í Pétursborg, að hún muni fá varist 2 mánuði enn. En ekki munu þeir kunna nein rök fram að færa fyrir því. Japanar einir vita, hvað umsátinni líður. En þeir eru ekki að flíka því. J>að eitt vita aðrir, að þeir sækja vasklega, og eins hitt, að Eússar verj- ast vasklega. Eiga ýmsir högg í ann- ars garð. Eússar ná stundum aftur virkjum þeim, er Japanar hafa unnið. Japönum sækist jafnt og þétt, þótt seint gangi. f>að ber öllum sögum saman um, að þeir séu komnir fast að borginni. Manntjón bafa þeir beð- ið geysimikið, nær 36,000, þykjast ensk blöð geta staðhæft. En þeir horfa ekki í það. Kuropatbin hefir látið það síðast frá sér heyra, að hann hugsi til að sæta nú fyrsta færi að ráðast á Jap- ana, þá Kuroki og hans menn, með þvf að hann (Kuroki) hafi orðið að miðla af sínu liði suður að Port Arthur til viðbótar við umsátarberinn þar. Aðrir Begja, að Kuropatkin hafi verið kominn á undanhald norður í Mukden. Fyrra laugardag, 20. þ. m., hafði japönsk tundurbátadeild ætlað að læð- ast inn á innri höfnina í Port Arthur, en varð að hörfa út aftur undan land- virkjum Eússa. Miðvikudaginn að var, 24. þ. mán., réðst eitt höfuðorustuskip Eússa, Sevastopol, lít af höfninni í Port Arthur, en rakst á tundurdufl og var dregið inn aftur óvígt. Einn rússneskur bryndreki, Aekold, bafði leitað sér griða undan Japönum inni í Shanghai, helztu alþjóða- verzlunarhöfninni f Kfna. Kfnverjar áttu að leggja löghald á hann og kyr- setja, eftir alþjóða-lögum, en þora ekki fyrir Eússum. það láta Japanar sér illa líka, sem vonlegt er, og búast að ráðast til og taka skipíð með valdi nema stórveldin skerist í leik og láti Kínverja gera skyldu sfna. Teitur, Ijöðleikurí fimm sýningum. Eftir Gnðm. Magnásson. það er kunnugt orðið, að einmitt vegna ljóðleiks þessa var höf. hans veittur styrkur til utanfarar á síðasta þingi. þingmönnum hafði gefist kost- ur á að lesa hann f handriti, og með- al annars fór Hannes Hafstein, ráðgjafi vor Rem nú er, mjög hlýleg- um orðum um hann, eitt sinn þá er fjárlögin voru til umræðu í neðri deild; þau ummæli skáldsins H. Hafsteins munu öllu öðru framar hafa stutt þá styrkveiting til sigurs. Nú hefir hinn góðkunni bóksali Sigurður Kristjánsson látið prenta rit þetta, og gefst nú lands- mönnum kostur á að lesa það. Utgáf- an er einkar-snotur, prentið skýrt og pappír ágætur. Höf. hefir skygnst aftur í tímann og valið sér að yrkisefni viðureign þeirra Jóns biskups Gerrekssonar og höfð- ingjanna Teits Gunnlaugssonarí Bjarna nesi í Hornafirði og þorvarðar Lofts- sonar hins ríka á Möðruvöllum. En því miður hefir hann að eins að litlu leyti haldið sér við þær frásögur, er vér eigum um þá atburði, heldur að miklu leyti umsteypt þeim eftir geð- þótta sínum og lætur orsakirnar að at- burðunum vera alt aðrar eu vér vit- um að þær eru. Eaunar lætur höf. þess getið í athugasemdunum aftan við ritið, að ljóðleikurinn sé að eins »8ettur í samband« við þessa atburði, en »ekki beri að skoðahann sem sögu- leik«. En þess háttar fyrirvari er lít- ils virði, því að óneitanlega er leikur- inn söguleikur, úr því að aðalpersón- urnar og aðalviðburðirnir í leibnum eru hinir sömu sem sagan segir frá. En auðvitað er þetta auka-atriði, þótt leikurinn beri nafn Teits, þá er Teitur ekki þungamiðja hans, held- ur f>órdfs kona hans. Hún er að öllu leyti bugsmíð skáldsins; þar styðst höf. að engu leyti við söguna. þórdís hefir gifzt Teiti, án þess eiginlega að elska hann; hún var fátæk, en hann auð- ugur, og hún gerði það foreldrum sín- um til geðs, að eiga hann. Teitur er kaldlyndur og lítill ástamaður. Hjú- skapargleðin virðist því hafa verið lít- il fyrir þórdísi. Hinni instu kærleiks- þrá hjartans fekk hún aldrei fullnægt. Nú kemur Jón biskup Gerreksson á yfirreið sinni á heimili þeirra Teits og hennar. Hann berst mikið á og er þar mikið um dýrðir. — Höf. gjörir miklu meiri mann úr Jóni biskupi en hann nokkru sinni var. — Hann vill sameina hið veraldlega og andlega afl í landinu og læst vilja hefja þjóðina, og þórdís trúir orðum hans; hún finn- ur í honum »fullhugablóðið«, henni finst hann vaxa við hvert hans orð. J>að er útlenda menningin og skartið, sem g.engur í augu henni, ljóminn af glæsimenninu, 86m töfrar hana. f>á er sem öll hennar leynda kærleiksþrá vakni og hún sjái inn í nýjan heim. það er mikilmennið og glæsimennið— því að það virðist henni biskupinn vera, — sem vabið hefir kærleika henn- ar, án þess að hún verði sér þess með- vitandi. jþað er óafvitandi runnin á hana ástarvíma. þessa verður Jón biskup áskynja og gengur á það lagið. En Teitur hafði orðið fyrir vansæmd mikilli af biskupssveinum; hafði hann drukkið frá sér vitið í veizlu, er bisk- up hafði gjöra látið og sveinar biskupa sfðan fleygt honum þannig á sig komn- um inn f blautt hesthús. Ástarvíma þórdfsar og meðhald hennar með bisk- upi varnar henni frá að taka þykkjuna upp fyrirmann sinn. En fullurfjand- ekapur verður af þessu milli Teite og biskups; er Teitur tekinn höndum og fluttur til Skálholts; og með því að hann vill ekki láta auðmýkjast, er honum haldið þar lengi í varðhaldi. Loks kemur þórdís kona hans og frels- ar hann úr varðhaldinu, án þess að hann viti að það eraf hennar völdum. þegar Teitur er sloppinn úr varðhald- inu, kemst biskup þegar að því, en verður þess jafnframt ásbynja, að f>ór- dís 8é kona sú, er komið hefir honum undan. jpórdís ætlar nú að forða sér burtu, en biskup biður hana að vera kyrra, og heitir henni því, að Teiti skuli eigi verða veitt eftirför, ef hún verði kyr, Beinast liggur við að ætla, að það sé skyldutilfinningin, sem knúð hefir þórdísi til að losa mann sinn úr fang- elsinu; og þó er hún sjálf óviss í, hvað eiginlega hafi komið sér til að fara þá för, og lesarann grunar, að bin leynda þrá og ást hennar til biskupsins hafi verið þar þyngri á metunum. Afleið- ingin verður þá líka sú, að hún fellur fyrir tælingum biskupsins. Síðar fer þórdísi að renna grun í, að biskupinn sé eigi það mikilmenni, er hún hafði haldið hann vera. í lok þriðja þáttar hittum vér hana heima í Bjarnanesi. í eintali við sjálfa sig gjörir hún svo látandi játningu: Eg elti skýið rauða, sem sveif um loftið létt, en ei það reyndist annað en þoka köld og þétt. Eg elti örninn djarfa. unz eg komst honum nær, þá sá eg hann var hru fugl, sem hafði nef og klær. Svo vaknaði egaf undrun ogórum minumvilt og fann þá loks að leið min og lif mitt alt var spilt. Já, yfirhorðsins fegurð er iðulega tál, og að eins gagnslaus gylling, sem glepur þina sál. Samt virðist ástin til biskupsíns enn hafa mest vald í huga hennar; hún vill ekki að maður sinn komi fram hefndum við hann, og þegar at- förin er gerð að biskupi í Skálholti og Teitur leggur til hans með sverði sínu inni í birkjunni, er þórdís þar komin og hleypur fyrir lagið og ber það af honum með handleggnum, en hnígur særð niður. Síðar er hún borin inn með blæðandi sár; verst hún þess að um það sé bundið, því að nú óskar hún helzt að deyja. Eétt í sama bili kemur maður inn hlaupamóður og segir frá afdrifum biskups, að þeir Teitur hafi drekt honum í Brúará. f>á sendir hún eftir manni sínum, er nú fyrst fær vitnesbju um, hvernig komið er. Deyjandi skriftar hún þar fyrir honum og — gerir þá grein fyrir gerðum sfnum, að hún hafi hvoru- tveggja förina til Skálholts farið af ást til Teits; já, hún segir honum þarna deyjandi, að hún hafi ávalt elskað hann. — Hér fæ eg ekki betur séð, en að höf. sé kominn í mótsögn við sjálfan sig. því fráleitt ætlast hann til, að orð hennar séu hræsni. Slík tvöfeldni eða tvískifting ástarinn- ar er næsta óeðlileg. Enda trúir Ies- andinn ekki lengi á þessa ástarjátning hennar fyrir Teiti, því að í óráðinu rétt á eftir er hugurinn allur hjá biskupnum; hún þráir að komaBt fram fyrir hástól Drottins, til þess að af- saka hann. þessi tvfskifting Ástalífs- ins hjá þórdísi gerir hana ónáttúrlega og lesarinn hefir enga meðaumkun með henni — hin sorglegu afdrif hennar vekja enga harmstilfinning. Og þetta rýrir gildi ljóðleiksins stór- kostlega. Lesaranum þykir ekki vænt um neina persónuna að lokum, stend- ur á sama um þær flestar. Tilfinning hans hlýtur að kólna við leikslokin, í stað þess að komast þar á sitt hæsta stig. það vantar hinar sterku og göfugu tilfinningar f persónurnar, sem lyfta og verma huga lesandans. Prestinum er bezt lýst, enda er hann göfugasta persónan f leiknum, |>ótt ljóðleikurinn hafi því mis- hepnast sem heild, eru samt margir kaflar góðir í honum. Eaunar eru fáar hugsanirnar verulega veigamiklar og lítið um neistaflug; en þó er þar margt vel sagt. Mjög góð er t. d. byrjunin á öðrum þætti, og samtal þeirra Jórunnar spákonu og biskups- sveinanna er sömuleiðis sérlega smelhð. En einkennilega minnir Jórunn mann á Eottujómfrúna í »Lille Eyolf« eftir Henrik Ibsen, og skal þó ósagt látið, hvort nokkurt samband se milli þeirra tveggja. í fögrum inngangsljóðum særir höf. »anda fræðanna, sagnanna og kvæð- anna«, að sýna sér myndir frá um- liðnum öldum og lýðinn, sem þá lifði. En andarnir virðast fremur hafa daufheyrst við bænum hans, því að vart verður því neitað, að persónurnar í leiknum eru um of nútíma-persónur, enda mun höf. hafa haft lítið færi á að kynna sér hugsunarhátt og líf manna á miðöldunum. Vonandi sækir hann því ekki efnið í næsta leikrit sitt aftur í liðnar aldir, heldur tekur það úr nútíðarlífi íslendinga. Má þá og vænta, að honum takist betur. Eitt hefir Guðm. Magnússon sýnt með ljóðleik þessum — að honum er létt um að yrkja. Og hann yrkir slétt og lipur ljóð. Skáldæð hans rennur ekki með neinni tregðu; hún bunar. Misminni er það hjá höf., er hann segir í athugasemdunum, að Jón Ger- reksson hafi verið erkibiskup í Lundi. íþar var hann aldrei; hann var erki- biskup í Uppsölum 1408—1422 og hét eiginlega Johannes Gerkesson. Tvær slæmar prentvillur eru í bók- inni á 135. bls., 12. 1. o. Nú, í stað: Nei, og á 177. bls. 7. 1. n.: Bamvizku- hjúp, í stað: vanvirðuhjúp. Auk þess hefir ein lína fallið úr á 58. bls., þriðja línan að neðan : Og við harð- fiskinn lærirðu þolinmæði. Vér ÍBlendingar finnum oft sárlega

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.