Ísafold - 07.09.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.09.1904, Blaðsíða 2
234 Egill Jacobsen verzlm., frú Sigriðar Jóns- dóttir, frk. Gnðrún Daníelsdóttir og Haf- liði Bjarnason prentari. Erá Ameriku kom Sigurður Bjarnason söðlasmiður, en frá Yestmanneyjum frk. Gruðrún Oddgeirsdóttir. Mikil einfeldni er það af templurum hér eða öðrum bindindisvinum, að í- mynda sér, að þeir séu hóti bættari, þó að þeir fái héraðsl. Guðm. Björns- son kosinn á þing, af því að hann er bindindismaður. J>að vita allir um ráðgjafann, sem nú er, að hann er magnaður bindind- isóvinur. f>að hefir hann verið alla tíð og er enn, eða var á síðasta þingi að minsta kosti. Líklega er ekki hægt að benda á nokkurt mál, þar sem hann hafi verið jafn-stefnufastur. Sama er að segja um ýmsa aðra höfðingja stjórnarliðsins. En nú er það kunnugt um stjórnar- liðið, að það hefir þann aga á sínum mönnum, að þeim helzt eigi uppi að greiða öðru vísi atkvæði en samþykt er þar á flokksfundum utan þings, ef málið þykir nokkru skifta. Hvaða gagn er þá að fá á þing bindindis- mann, sem þann flokk fyilir? f>að er nærri því verra en ekki. f>að eru og ekki einungis höfðingjar stjórnarliðsins, sem eru bindindi mjög svo andvígir, heldur mun svo vera um mikinn meiri hluta alls flokksins. f>að var tilrætt um á þinginu í fyrra vínveitinga-hneykslið á gufuskip unum, sem fara kringum land, hversu þar er veitt á höfnum hvers konar áfengi eins og hafa vill, ekki síður handa mönnum úr landi en farþegum, eftir- litslaust og eftirgjaldslaust, þó að hátt gjald sé lagt á alla slíka sölu og veit- ingar á landi. Sumir þingmenn vildu láta reyna að taka fyrir þetta. f>eir, sem verst tóku í það, voru einmitt ráðgjafinn, sem nú er, og landshöfðinginn, með öðrum orðum: meunirnir, sem mestu réðu í flokkn- um þá og mestu ráða þar áfram sjálfsagt. |>eir eru báðir þingmenn, eins og kunnugt er. Framsögumaður málsins, sem þá var verið að ræða, f>órh. Bjarnarson, talaði eitthvað utan að því, með þeirri hógværð, sem honum er lagin, hvort ekki mætti minnast á þetta við erindreka Samein. gufuskipafélagsins, sem þá var hér staddur (kapt. Jakobsen). »Kvaðst ekki geta betur séð, en að þessi strand- ferðaskip gætu hlýtt landslögum í þessu efni inni á höfnum, eins og hver önn- ur skip«. Hannes Hafstein var formað- ur í samgöngumálanefnd og hafði því orð fyrir henni við erindrekann. — Helzta afrek þeirrar nefndar eða þingsins eftir hennar tillögum var 50 þús. kr. hækkun á styrknum til gufuskipafélagsins. — En þessari mála- leitun, sem nú var nefnd, svaraði hann svo, að hann kvað »nefndinni ekki hafa komið til hugar að hreyfa neinu slíku«, og að »ef nefndin hefði nokkuð hlutast til um þetta mál, þá hefði það líklega verið fremur í mótsetta átt við það, sem h. framsm. (|>órh. Bjarnarson) ætlast til». Við sama tækifæri komst J a n d s - höfðinginn, sem er, eins og kunnugt er, þingmaður Rangæinga, svo að orði meðal annars: »Eg get heldur ekki séð, hvað þing- ið varðar um þessa hlægilegu við- kvæmni, sem sprottin er af þessum Goodtemplara-gorgeir og ákafa hér í bænum, og sem eg vill ekki taka hinn minsta þátt í« (Alþt. B 1342). Eg ítreka það: vita templarar, hvað þeir eru að gera, ef þéir neyta nú kosningarréttar síns til að fylla flokk þeirra manna, þeirra höfðingja, er þannig hugsa og tala í þeirra garð? T e m p 1 a r . Kosningarathöfiiin. Yfirkjörstjórnin hér hefir nú auglýst fyrir löngu, á götuhornum, hvernig eigi að skifta sér í deildir eftir staf- rófsröð og hvar hver deild á að kjósa. það er svo greinilegt, að þar getur enginn vilst. Enda alt, sem að kosn- ingarathöfninni lýtur, mjög svo einfalt og vandalaust. það er einn kostur á nýju kosning- artilhöguninni, að ekki þarf að bíða eft- ir því, að komið sé að manni f staf- rófsrödinni. Kjörskrá er alls ekki les- in upp, og hver kjósandi kemst að, þegar hann fýsir. Hann getur því lokið sér af á svipstundu, þarf svo sem ekkert að tefja sig frá verki. því að eins, að þras verði út úr, hver fyrstur skuli fá að fara inn til að kjósa, sker stafrófsröð úr á kjörskrá. Að öðru leyti er engin regla um röð- ina. Sá getur eins kosið fyrstur, sem síðastur stendur á kjörskrá, þ. e. síð- astur í þeim kafla stafrófsins, sem fylgir hverjum kjörstað. f>egar inn kemur í kjörstjórnarher- bergið, er kjósanda afhentur kjörseðill, sem er svona útJítandi: ■ ■ Guðmundur Björnsson o Jón Jensson Hann fer með seðilinn inn í annað herbergi, kjörklefann. f>ar er borð og blýant. Hann tekur blýantinn og ger- ir kross í annanhvorn hringinn — við nafn þess þingmannsefnisins, sem hann vill hafa á þing. Sé það Guðm. Björnsson, verður seðillinn hjá honum svona: © Guðm. Björnsson ■ Jón Jensson w En vilji hann láta Jón Jensson verða fyrir kosningu, verður kjörseðill- inn hjá honum svona útlítandi: o Guðm. Björnsson © Jón Jensson Seðilinn brýtur kjósandi saman einu sinni, svo að letnð snúi inn, gengur með hann í hendinni fram í kjörstjórn- arherbergið, stingur honum niður í rifu á þar til gerðum kassa, er stend- ur á borðinu bjá kjörstjórninni, og gengur síðan út. f>ar með er alt búið. Blýantskrossinn á kjörBeðilinn á að gera svo, að strikin nái ekki út fyrir umgjörð hringsins, heldur að eins út í hana einhversstaðar. f>ess vegna er hann hafður svo breiður, að það sé vandalaust. Takist kjósanda samt sem áður þetta ekki fyllilega, fyrir vangá eða því um líkt, má hann e k k i ónýta seðilinn með því að rífa hann sundu* eða fleygja bonum, heldur fer hann og afhendir kjörstjórninni seðilinn saman brotinn, segir að hann hafi skemst hjá sér eða misritast á hann, og fær þá síðar nýjan seðil til að kjósa á aftur. Sama er, ef rispa kemur á seðilinn óvart eða hann merkist eitt- hvað skakt fyrir vangá, hvort heldur mikið kveður að eða lítið. Ekki má kjósandi heldur láta neinn sjá, hvað á seðli hans stendur; þá er hann ó- gildur. f>að segir sig sjálft, að kjósandiget- ur gert seðil sinn ógildan af ásettu ráði, t. d. skilað seðlinum eins og hahn tók við honum, þ. e. alveg ókrossuðum, eða með krossi við bæði nöfnin. f>á stingur hann seðl- inum sjálfur í kassann eins fyrir því og orðalaust. f>að er þá eins og hann hefði alls eigi kosið. f>að ber við, að þetta er gert þar, sem beitt er kúgun við kjósendur eða mútum, svo að þeir þora t. d. ekki að gera það, sem helzt fýsir þá, en það er að sitja heima. f>eir verða að láta sem þeir ætli að kjósa og geri það, til þess að þóknast þeim, er kúguninni beitir, og látast kjósa eins og sá vill. Vilji þá kjósandinn ekki gera honum þann grikk, sem hæfilegastur væri, en það er að kjósa andstæðing kúgunarvaldsins eða mútuveitandans, getur hann haft þetta ráð, að ganga svo frá seðlinum, að hann sé ógildur, en láta ekkert á því bera við kjör- stjórnina. Nægar leiðbeiningar standa hverjum kjósanda til boða í kjörstjórnarher- berginu, ef hann er í einhverj um vafa um eitthvað, smátt eða stórt. Slíka leiðbeining lætur eigi einungis kjörstjórnin sjálf í té, heldur einnig þar stödd þingmannsefhi eða þeirra umboðsmenn. Sérhver kjósandi á því alveg víst, að eiga hrauk í horni í kjörstjórnar- herberginu, hvernig sem kjörstjórnin er skipuð, einn eða fleiri; þeim er á- skilin lagaheimild til að gæta þess, að alt fari löglega fram við kosninguna. Fyrir því á enginn kjósandi að g e t a orðið feiminn við þessa athöfn, hvað lítilsigldur sem hann er. Ágreiningur um iögtaksrótt. Mál var dæmt í fyrra dag í lands- yfirrétti milli bóuda í Vestur-Landeyj- um (Alberts Agústs Eyvindssonar), og hreppstjóra og sýslumanns, út af því, að teknar höfðu verið lögtaki hjá bónda með öðru aukaútsvari fáeinar krónur (4 kr. 30 a.), er jafnað hafði verið á hann upp í kostnað við ítepputilraun- ir í Valalæk fyrir vatnaágangi. Bóndi bar fyrir sig, fyrir munn landshöfð- ingja M. Stephensen, er málið flutti fyrir hann fyrir yfirrétti, að gjaldið héfði eftir eðli sínu verið fríviljugt gjald, og að hreppsnefndin hafi því eigi haft lagaheimild til að jafna því á hreppsbúa gegn vilja þeirra, og að það fyrir því hafi eigi haft lögtaksrétt (lög 1885), með því að það byggist eigi á lögheimilaðri niðurjöfnun eða mati, enda hafi gjaldi þessu verið jafnað sérstaklega eða sem einstöku gjaldi á hreppsbúa. En landsyfirréttur er á öðru máli. Hann segir svo meðal annars: »Af gjaldreikningi áfrýjandans (téðs bónda) haustið 1902 og af gjaldreikn- ingi stærsta gjaldandans í Vestur- Landeyjahreppi haustið 1902, sem frara hefir verið lagður og ekki vefengd- ur, Bést það þó, að gjaldi þessu hefir verið jafnað á hreppsbúa þannig, að það hefir verið innifalið í aukaútsvör- um þeirra, og hefir verið hluti af þessu aðalniðurjöfnunargjaldi hrepps- búa. Gjaldið hlaut því að hafa lög- taksrétt jafnt og aukaútsvarið yfirleitt, sera það var partur af. Og verður 8purningin þá eiugöngu sú, hvort hreppsnefndin hafi haft heimild til að leggja umræddan kostnað á hreppsbúa og jafna honum á þá með auka- útsvörunum. það leikur nú enginn vafi á því, að þegar kostnaðargjald þetta var ákveðið, hefir það verið á- litið nauðsynjamál fyrir hreppinn, að stöðva vatnságang úr þverá með því að teppa eða stífla Valalæk, og að það var svo litið á, að fé því, sem til þessa væri lagt, væri varið í þarfir hreppsfélagsins. Fjárframlag brepps- ins alls í þe8su skyni var nú 200 kr.; var það ákveðið af hreppsnefndinni með samþykki eða öllu heldur að til— hlutun sýslunefndarinnar, og verður fyrir því ekki skoðað sem »fríviljugt« gjald hvers einstaíiij gjaldaada. það verður nú eigi álitið, að svolöguðráð- stöfun sveitarstjórnarvaldanna komi, í bága við löggjöfiua um verksvið þeirra, sbr. tilsk. um sveitarstjórn 4. ma£ 1872, 21. gr., eða að hún verði úr gildi feld með dómsúrskurði. Fyrir því verður að staðfesta hina áfrýjuðu Iögtak8gjörð«. Málskostnað var og áfrýjandi (fyr- nefndur bóndi) dæmdur til að greiða, 20 kr. hvorum hinna stefndu, Magn- úsi sýslumanni Torfasyni og Einari hreppstjóra Jónssyni. Slæm samvizka. Einhvern veginn steudur á því, a& alt af þarf »hinn flokkurinn«, stjórnar- Jiðið, sem nú er, eða kosningaforsprakk- ar þess róttara sagt, að beita ö ð r u m ráðum til kosuingaáhrifa en ráðvandlegri útlistun síns málstaðar og þar á grund- völluðum fortölum 1 Hvernig stendur á því, að það telur sór nauðsynlegt að setja saman eintóma ósannindalokleysu og hafa í frammi hvers konar blekkingar, ljúga upp í op- ið geðið á mönnum, jafnvel um • það, sem hundrað vitni geta um borið? G e t u r það verið af öðru en því, að það veit sig eiga ekki góðan málstað og hefir því slæma samvizku. Er vonlaust um, að geta sannfært hugs- andi menti með rökum, og sór ekki annan kost vænni en að teyna að þyrla upp svo miklum lygarej’k, með rógi og æsingum, að fólk hálf-ærist, það sem er ekki því fastara fyrir og öruggara, og geti ekki litið rólegum augum á tiokk- urn hlut, á tiokkurn málstaðl Meinlítið var það eitt fyrir sig, en þó með ráði gert, er atkvæðasmalar stjórnarliðsins skiftu sér í sveitir þegar eftir þingmálafundinu 27. f. mán. og þutu út um öll holt og hverfi, að finna þá, er eklti höfðu á fundinn kornið, og tjáðu þeirn, að þar hefðu þ e i r r a rnenn, talsmenn stjórnarliðsins, ttnnið frægan sigur, en hinir, þeir Jótt Jens- son og Einar Benediktsson, orðið herfi- lega undir. Þetta var gert til þess, aö þeirra fylgifiskar »mistu ekki móðinn«, og svona bráður bugur að því undinn til þess, að þeim gæti ekki s a n n a r fréttir af fundinum borist áður. En hitt er ekki meinlítið, er söntu smalarnir tóku upp á von bráðara: að flytja þá lygi, að Jón Jensson hefði sagst á fundinum vilja leggja toll á matvöru. Fyrir því eru 3—400 vitni, þ. e. all ir þeir, er fundinn sóttu, að þetta er helber lygaspuni. Þingmannsefni það talaði ekki nokkurt orð í þá átt. Vitanlega kemur lygurunum sjálfum i koll, er þetta kemst upp. Þeir, sem>

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.