Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 2
23« við sjómannastéttina, þá er ekki ósennilegt að geta til, að sjávarút- veginum hafi verið ætlað að leggja það fé fram í auknum tollum á þeim vörum, sem sjávarmenn nota me8t. 4. f»egnskylduvinnunni og smjörlíkistollinum vildu stjórn- arflokksmenn koma á, þó það næði ekki fram að ganga á því þingi, en stjórnarflokksmenn voru flytj- endur þeirra frumvarpa (Hermann Jónasson og Eggert Pálsson). 5. Hlutabankann viii þessi stjóm hefta, en þrif sjómannastéttarinn- ar, ekki síður en annarra stétta, eru undir því komin, að hann fái að starfa sem hindrunarminst. En, eins og kunnugt er, hefir stjórnarflokkurinn fyr og síðar reynt að spilla sera mest fyrir þeirri stofnun. Fleira mætti til tína, sem sýnir, að núverandi stjórnarflokkur er rammur andstæðingur sjó- mannastéttarinnar • Hvers vegna ættum vér sjómenn þá að styðja til kosninga eindreginn flokks- mann stjórnarinnar, hr. G. B.? Að styðja h a n n til kosninga væri að eins til að sýna, að vér vissum ekki neitt um, hvað gerist í kringum oss eða á alþingi. Béykjavík 9. september 1904. Þorsteinn Egilsson skipstjóri. Vandalaust val. Um tvo er að velja hér í bænum, sem bjóða sig fram til þings. Annar er eindreginn Btjórnar3Ínni, sem engan blett eða hrukku getur séð á fram- kvæmdum stjórnarinnar, sem vill að stjórnin ráði, ef hún ekki rekur ver umboð sitt en hún hefir gert. Hitt þingmannsefnið leggur enga á- herzlu á, að fylgja stjórhinni í gegn- um þykt og þunt, heldur vill tryggja það, að þau réttindi, sem hin nýja stjórnarbót hefir veitt, verði ekki fót- um troðin. En þau aðalréttindi eru þingraeðið. þingræðið er sú bezta eign, sem þjóð getur átt í eigu sinni, það er: að þjóðin fyrir milligöngu þingmanna sinna geti ráð- i ð því, semhúnvill, í staðinn fyrir að stjórnin geti ráðið eftir sínum geðþótta, tollmálum og öðru, þó ráð hennar séu þvert ofan í vilja þjóðarinnar. Að geta notað sér þessi dýrmætu réttindi, þ i n g r æ ð i ð, er undir því komið, að ekki sé sá flokkur þing- manna of stór, sem fylgir stjórninni að málum í gegnum þykt og þunt, hvaða fjarstæðu sem hún að hefst. Bezt að flokkarnir séu sem jafnastir, meðan stjórnin gerir ekki mikið fyrir sér. f>egar litið er til flokkaskipunarinn- ar frá síðasta þingi, og tekið er tillit til þess, að stjórnin hefir á valdi sínu að kjósa 6 konungkjörna já-bræður sína, þá getur naumlega hjá því farið, að ráðgjafinn verði mikils til of lið- sterkur á þingi, og að hann því geti ráðið öllu, sem hann vilf, en þjóðin ekki neinu. Meðan svo stendur, að stjórnar- flokkurinn er í stórum meiri hluta, getur þjóðin ekki ráðið, held- ur stjórnin. Og þá kemur þingræði eða þjóðræði ekki til greina, á meðan svo stendur. Eg vil tryggja þjóðinni yfirráðin yf- ir stjórn sinni til þess ítrasta; annars getur hún hindrunarlaust unnið fyrir Dani, enekki íslendinga, ef henni ræður svo við að horfa og hún sér sér hag í því, til þess að geta haldið völdunum. Og þegar svo stendur á, sem hér hefir verið tekið fram um flokkaskip- unina á þingi, þá væri eg ekki vinur föðurlands míns, ef eg kysi ein- dreginn stjórnar’sinna, í stað- inn fyrir yfirdómara Jón Jensson. f>ví ersjálfsagt, aðkjósa Jón Jensson. Rvík 9. sept. 1904. Pótur .lónsson. Lögunin á atkvæðiskrossinum. f>að þreytist ekki gott að gera, stjórnarliðið hérna í bænum: að f æ 1 a kjósendur frá að kjósa. Veit sig vera hér í minni hluta og telur sér enga sigurvon öðru vísi en að sem flestir sitji heima af andstæðingum þess. f>ar að rær það því ö 11 u m árum. Eitt ráðið er látlausar fortölur um, að kosningaraðferðin só svo ákaflega vandasöm, og er nýjasta blekkingin sú, að krossinn, sem kjósandinn gerir við nafn þingmannsefnis þess, er hann vill hafa á þing, megi til að vera svona: x, en ekki svona: +. f>etta er tóm vitleysa. f>að gildir alveg einu, hvernig krossinn er lagað- u r. f>að er e k k e r t fyrirskipað um það. Lögin heimta ekki annað en e i n- h v e r n veginn gerðan blýantskross i n n a n í hringinn við nafn þing- mannsefnisins, en að eins ekki utan við hann eða út úr honum. f>að er alt og sumt. Atkvæðismerkið, sem sýnt er í kosn- ingalögunum (3. okt. 1903), er að e i n s dæmi til skýringar, en ekkert boðorð um svofelda lögun á því. f>að sést greinilega á því meðal annars, að það merki er bæði miklu minna og með öðru hlutfalli milli umgjörðar hringsins og eyðunnar í honum en lögin mæla sjálf fyrir á öðrum stað. Lögin gera bæði hér á landi og annarsetaðar ráð fyrir ekki einungis ílla skrifandi,|heldur jafnvel ó s k ri f- andi kjósendum. f>au segja sem svo: e i n h v e r n v e g i n n lagaðan kross geta a 11 i r gert, i n n a n í svona gildan hring. f>að getur hver klaufi. f>au segja: vér höfum kosningar- handarvikið svo e i n f a 11 og óbrot- ið, að það geti hver klaufi gert. Að lögbjóða hnitmiðaða lögun á sjálfum krossinum væri sama sem að ætlast til, að kjósendur væri allir leikn- »r í dráttlist. Allir ajá, hvílík heimska það væri og tilgangslaus fjarstæða. Til þess að enginn dirfist að ve- fengja það, sem hér er sagt um lögun á krossinum: að hann megi vera hvern- ig sem vill, hefir yfirkjörstjórn Beykjavíkur leyft ísafold að bera sig fyrir því. Hún metur kross- inn gildan hvort sem hann er svona lagaður: x, eða svona: +, eða þá eitthvað þar í milli. Lög og kjörsttjórnir gera alt til þess, að kjósandum veiti sem allra-hægast að neyta kosningarréttar síns. L ö g i n vilja engan f æ 1 a frá því, heldur 1 a ð a til þess a 11 a kjósend- ur, lægri stéttar sem æðri, ófróða sem fróða, lítt mentaða sem vel mentaða. í sinnar-sölskins blíðu. n. (Síðari kafii). Nú erum vit vélt. f>etta er mjólk. Svo mælti f>orgerður Egilsdóttir, er h ú n hafði vélt föður sinn og ónýtt fyrir honum banaráð hans við sjálf- an sig. Nú erum vér véltir; þetta er r j ó m i, — lá mér við að segja, þótt ólíkt stæði á. Eg svalg stórum, ogvið lækn- irinn báðir, eins og Egill forðum, og veittum því ekki efoirtekt fyr en kom- ið var niður í miðja könnu, að það var rjómi, sem hún hafði borið okkur að drekka í mjólkur stað, blessuð prestsfrúin á Dvergasteini. Hún varð að gangast við þvi. f>að er skilvindu- rjómi, sagði hún, og hann er bvo þunnur, bætti hún við. Eg veit ekki nema það hefði mátt telja mér sem kauþstaðarbúa trú um þá heimsku, að svona kostgóð væri nú mjólkin á öðru eins búi og n ú er búið á Dvergasteini. Háin lá þar í leg á túninu rennsléttu öllu. f>að var 13. ágúst. f>að v a r öðru vísi fyrir 20 árum, er nafni minn prestur f>or- láksson kom þar. Töðufallið þá á að gizka J/4 á við það sem nú er, enda túnið ekki einungis kargaþýfi, heldur grjót í hverri þúfu hér um bil, ýmist í kafi eða upp úr. Sá væri þarfur maður landinu, er fundið gæti hagfelt ráð til að hvetja presta en letja ekki tii jarða- og húsa- bóta. Pre8turinn er ekki óvíða bezti bóndinn í sinni sveit eða með beztu bændunum. En hann á þetta á hættu, eins og leiguliðar yfirleitt raunar, að hafa of litlar nytjar fjár þess og fyrir- hafnar, er hann leggur í jarðarbætur einkanlega, nema hann verði bæði langlífur og stöðugur við sama brauð- ið. f>ví láta þeir það ógert margir, sem hafa hvað helzt bein í hendi til þess, til mikils meins og baga veslings fósturjörðunni, sem sárþarfnast þess, að hún sé grædd sem víðast, en ekki nöguð og rúin. Prescurinn á Dverga- steini er ekki í þeirra tölu. Hann hefir bæði húsað staðinn prýðilega og bætt jörðina stórum, utan túns og innau. Hann hefir lagt sig sjálfan í það. Hann var 2 manna maki orðinn í skóla. Ymsir af prestum vorum gera raunar að hans dæmi. En miklu fleiri mundu þeir verða, ef þeir hefðu þá hvöt til þess, er fólgin er í trygg- ing fyrir að njóta ávaxtar iðju sinnar og fjárframlaga, sjálfir eða niðjar þeirra. Vandleg ræktun gæða-Iands samloð- andi eða í sem minstum tvístringi, í stað þess að elta óyrktar reitingsflesj- ar og óræktarmýrar og móa út um allar jarðir, upp um háfjöll og út á yztu annes, — það er búnaðarbylting- in, sem nú er í aðsigi og byrjuð er til muna hjá ýmsum beztu búmönnum landsins. Stefán kennari Stefánsson, sem býr stórbúi á Möðruvöllum íHörgárdal, þótt embætti sínu þjóni hann á Akureyri, fekk í sumar af túninu þar og dálít- illi hjáleigu 1100 hesta af töðu, tíu- fjórðunga bagga, en ekki átta, eins og tíðkast sunnanlands. Fráleitt eru 10 ár liðin síðan er þar var ekki helm- ings-töðufall á við það. Magnús Sigurðsson, kaupmaður og. 8tórbóndi á Grund, öðru eyfirzku höf- uðbóli og fornu höfðingjasetri, hafði hirt af því túm, öllu rennsléttu, nær 600 hesta af tólf-fjórðunga bandi, og átci óslegna hána mestalla. Hann fekk um 90 hesta af hálflendunni, þegar hann kom þar fyrst, en síðan eru raunar 30 ár. það.er frásagnarvert dæmi um höfð- inglega ósíngirni og göfugmannlegan hugsunarhátt, að nú hefir hann í smíð- um þar á bæ sínum á sinn kostnað nýja kirkju, sem verður líklega hin feg- ursta og veglegasca sveitakirkja lands- ins og mun kosta uppkomin nær 20 en 10 þús. kr., en tekjur Grundarkirkju sem svarar einföldum vöxtum af 3—4 þús., og varla nógar til að vátryggja kirkjuna fyrir eldsvoða. Hún er auðvit- að ætluð vel við vexti safnaðarins, eí t. d. ekki yrðu netna 3 kirkjur í öllum Eyjafirði, framfirðinum, í stað 7 nú, og ekki nema 1 prestakall. Stök og strjál dæmi eru annað en algild lýsing. En dæmi eru dæmi þó, og ánægja er að sjá þau, ef þau fara í rétta átt og æskilega. Stór og fölskrúðug tilraunastöð hjá Akureyri, og önnur á Húsavík allvæn- leg, til þess að gera, — það er einn myndarlegur ávöxtur af stofnun Bækt- unarfélagsins norðlenzka íyrir fám missirum. Nóg er boðið Beykvíking, að heyra slegið upp á því í hinum kaupstöðun- um, að senda einhvern bæjarfulltrúa þaðan suður til höfuðstaðarins til að kenna bæjarstjórninni hér aðferðina að því að koma bænum upp vatns- veitu eða hafskipabryggju. Hinir kaupstaðirnir allir 3, Akureyri, ísafjörð- ur og Seyðisfjörður, hafa aflað sér þess hvorutveggja, og orðið lítið fyrir. Höfuðstaðarbúar, 6—7 sinnum fjöl- mennari, þeir eru komnir það lengsL að ráðgera það og rífast um það. Hitt er satt að vísu, að örðugleikarn- ir eru hér meiri en 6- eða 7-faldir.. það munar um annað eins fulltingí og náttúran lætur í té hinum kaup- 8töðunum öllum 3, en hefir höfuðstað- inn svo miskunnarlaust út undan, sem hún gerir. En að reka sig á hafskipabryggju i öðru eins smákauptúni og Bíldudal, og hana eksi eina, heldur tvær. Og jafnvel vatnsveitu líka. Og þar með mörg hundruð faðma járnbraut, sem börn og liðléttingar geta ekið eftir stórum flutningsvögnum fullhlöðnum, í stað bins, að sjá kvenfólk rogast með á bakinu erfiðustu flutningsvöru, kol og salt m. m. fl., neðan af bryggju- sporði og lieim til kaupmanna. f>ar við bætist svo miklu meiri og betri útbúnaður til fiskverkunar. Og þetta alt eins manns verk, sem byrjar félaus fyrir 20 árum, tekur við 3 timburhúsum alls og þeim lélegum, en er nú búinn að koma þeim upp í 50—60, hann óg hans meDn, verzlun- arþjónar og verkamenn, þar af 30—40 íbúðarhús, og gerir út þar á ofan stærri þilskipaflota en nokkur einn maður annar á landinu, fram undir 20 skip alls. Hefir reist sér eitthvert til- komumesta og snotrasta íbúðarhús á landinu, með gosbrunni fyrir framan og upphlaðinni skál yfir í líking við marmaraþró. Vörugeymsluhúsið eitt 120 álnir, nær helmingi lengra en lat- ínuskólinn, en lágt og mjótt að vísu til þess að gera. Viðlíka myndarsnið er á fiskverkunar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.