Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 1
'Kemnr út ýmist einu sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */, doll.; borgist fyrir miðjan ’úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við íramót, ógild nema komin eé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austuratræti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 10. september 1904 60. bíað. Hvers vegna eg kýs Jön Jensson A f þ ví að hann er maður vitur og vel að sér, einarð- ur og stefnufastur, réttsýnn og ö 11 u m óháður. A f þ v í a ð hann er r e y n d u r á þingi að slíkum og öðrum þingmannskostum. A f þ v í a ð hann ber einlæglega fyrir brjósti landsrétt- indi vor og vill ekki láta rýra þau eða hnekkja þeim á nokkurn hátt. A f þ v í a ð hann heldur fram óskoruðu þingræði og þjóðræði. A f þ v í a ð hann vill ekki láta þjóð vora verða undir- lægju d a n s k r a stjórnarvalda fyrir ábyrgðarlaus áhrif þeirra á skipun landsins æðsta valdsmanns. A f þ v í a ð hann vill vernda sjávarútveginn gegn yfir- gangi landbúnaðarins og hlutdrægni þings og stjórnar honum í vil (landbúnaðinum). A f þ v i a ð eg sem verzlunarstéttarmaður treysti honum manna bezt til að fá lagaða verzlunar- og siglingalöggjöf vora, með því að hann er ágætur lagamaður. A f þ v í a ð eg, sem er bindindismaður, veit að hann vinnur bindindismálinu meira gagn á þingi, eins og þar er flokkum háttað, heldur en hvað góður bindindismaður sem er, ef sá íyllir stjórnarflokkinn. A í þ v í a ð hann vill ekki láta leggja neina ójafnaðar- tolla á sjávarmenn, og s í z t matvörutoll. Af því að hann vill hlynna að þilskipaútvegnum, hinum helzta lifsbjargarvegi þessa bæjar, með hagíeldum atvinnu- lánum. Af því að hann vill forða landssjóði við óþörfum og hóflausum útgjöldum. Gamall kjósandi. I. 0. 0. F. 869169 Augnlœkning ókeypig 1. ag 3. þrd. á hverjnm mán. kl. 11—1 i spltalannm. Forngripasafn opifJ mánnd., mvd. og ld M—12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og -61/*—71/*. K. F. U. M. Lestrar- otr skrifstofa op- in á bverjnm degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og mnnudagskveldi kl. 8‘/a siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspitali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. 10'/a—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag fcl 11—2. Bankastjórn við ki. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opiÖ hvern virkan dag n. 12—3 og kl. 6—». Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud. 4>g ld. kl 12—1. Ndttúrugripasafn, í V esturgötu 10, opið a sd. kl. 2—3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtrseti 14b i. og ó. manuU. nvers mau. ki. 11—1. Mikilsverð fyrirmynd. Tvent sr það, sem gerir kosninguna í dag stórum merkilega, bæði hér og í hinum kjördæmum landsins þremur, sem eins stendur á fyrir; í 4. kjör- dæminu utan Reykjavíkur, Beyðisfjarð- arkaupstað, er kosning sama sem löngu um garð gengin og þjóðkunn orðin. Annað er það, að nú eiga islenzkir kjósendur í fyrsta sinn kost á að neyta atkvæðisréttar síns með fullu frelsi, eftir sannfæring sinni og sam- vizku, gersamlega óháðir öllum annar- legum og ótilhlýðilegum áhrifum, með þeirri tilhögun, sem fengin er næg reynsla fyrir um hinn mentaða heim víðast hvar, að bezt tryggir kjörfrelsi almennings. Nú er þá að neyta þessa nýfengna freUis svo vel og sleitulaust, að fyrir- mynd sé að. f>á gera þeir sér og bænum og landinu sóma, en vansæmd með hinu, að smá þennan frelsiskjör- grip með því að láta haun ónotaðan. Hitt er það, að nú á þjóðin, eða þetta brot af henni, er á að kjósa f þetta sinn, í fyrsta skifti kost á að segja til með atkvæðagreiðslu, hvort henni líkar eða líkar ekki það tilræði við nýfengið þingræði vort, er felst í ólöglegri skipun hins fyrsta íslands- ráðgjafa, með þar af leiðandi voða fyr- ir stjórnfrelsi það, er þjóðin hefir lagt svo mikið í sölur fyrir, — langa og harða baráttu. Hér er e k k i úr vöndu að ráða. Hér er að eins um að velja tvö þingmannsefni, er annað vill ekkert gera úr þessum voða, en hitt hefir opnað augu þjóðarinnar á honum og berst gegn honum af öllum mætti. Hér á höfuðstaður landsins kost á að vinna sér til ágætis frammi fyrir allri þjóðinni og vera henni harla mik- ilsverð fyrirmynd. J>að getur hann með því, að kjósa nú á þing mann, sem er og ágætis- maður að öðru leyti, — hann getur það með því, að kjósa yfirdómara Jón Jensson. SjÓ8endafunður var haldinn hér í gærkveldi, al- mennur, í Iðnaðarmannahúsinu, að til- hlutun flokksmanna Jóns Jenssonar, aðallega í því skyni að veita almenn- ar bendingar og leiðbeiningar um koan- inguna í dag. f>ar var húsfyllir og meira en það. f>ar töluðu af þess fiokks hendi stúdent Ben. Sveinsson, sem setti fundinn, Björn Jónsson ritstjóri, Krist- ján f>orgrímsson kaupmaður, f>órður Sveinsson stúdent, Bichard prestur Torfason, Brynj. H. Bjarnason kaup- maður, Einar Benediktsson yfirréttar- málaflm., alþm. Björn kaupm. Kristj- ánsson, Sigurður Jónsson kennari, Magnús Benjamínsson úrsmiður, Pét- ur Jónsson blikksmiður, Jón Sigurðs- son skrifari. En af hinna hendi Hall- dór Jónsson gjaldkeri, Jón Olafsson ritstjóri, alþm. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, alþm. Jón Jakobsson forngripavörður, þingmannsefnið Guðm. læknir Björnsson og Hjalti Jónsson skipstjóri. Mjög var þingbeimur að heyra framar á bandi með Jóni Jenssyni. Að máli Einars Benediktssonar var sem fyr gerður hinn mesti rómur. Hann á fáa sína líka að fyndni og snjöllum svörum. Ræður lutu að þingmannshæfileik- um frambjóðanda og nokkrum áhuga- málum kjósenda, bæði almennum og bænum viðkomandi sérstaklega. Ef satt er sagði Isafold um daginn um kvitt þann, er þar getur um snertandi land- fógetastörfin eftirleiðis, að' íslands banki hefði boðist til að taka þau að sór fyr- ir ekki neitt. Bankastjórnin skýrir nú Isafold frá því bréflega, að svo sé ekki. En kveðst hafa boðist til að ávaxta pen- ingaforða landssjóðs með ákveðnum, uáu- ara tilteknum kjörum, en ekkert svar hafa feugið um það frá stjórninni að svo komnu. Ekkert skriflegt svar, á hún líklega við. Munnlegt nei getur vel verið kom- ið fyrir því, og skriflegt að eins ókomið. Heimildarmaður Isafoldar fyrir sög- unni um tilboð Hlutabankans viðvíkj- andi landfógetastörfunum er einhver hinn áreiðanlegasti maður hór í bæ, og hann hafði fyrir sór frásögn mauns, er varla var hugsanlegt annað en að vissi þetta gjörla. Þingkosningin og sjömannastéttin. Engri stétt í þessum bæ ríður meira á, að vel og rétt fari kosning sú á þingmanni, sem fram á að fara í dag, heldur en sjómannastéttinni íslenzku. Annað þingmannsefnið, G. B., sem hér býður sig fram, vill ein- dregið fylla þann flokk frá síðasta þingi, sem studdi að því, að Hannes Hafstein yrði ráðgjafi og því fylgir honum áfram, en sá flokkur var á síðasta þingi mikið liðsterkari en hinn. Gætum að, hvað þessi flokkur gerði á síðasta þingi fyrir sjómannastéttina. 1. Flokkurinn og ráðgjafinn, sem fyrir þeim flokki réð, kom því til leiðar, að þilskipa.lánin voru færð úr 6 0 þús. kr. á fjárhag- stímabilinu niður i 3 0 þús. k r ., þrátt fyrir það, þó að fram- sóknarmenn berðust fyrir því, að lánin ekki einungis stæðu í stað, svo kaupa mætti ný skip, heldur hækkuðu. Á sama þingi veitir þessi stjórnarflokkur landbúnað- inum aö g.jðf til að útrýma fjárkláðanum 94,500 kr, og til búnaðarfélaga 108 þús. krónur Ennfremur fyrir útflutt smjör 10 þús. Til kjötsölutilrauna 2000 kr, Til búnaðarskóla 25,500 kr., og margar aðrar smærri fjárhæðir. Svo var þessi flokkur, sem öllu réð á þingi, andstæður framförum sjómannastéttarinnar, að hann feldi þau hlunnindi, að fá 1 á n til þilskipakaupa, niður um helm- ing, vitandi þó, að þau hafa að eins verið lánuð til 10 ára gegn v ö x t u m, og vitandi, a ð s k i p i n g a n g a ó ð u m úr sér. 2. Framfaraflokksmenn börðust fyrir því, að vitar væru settir nú þegar á Vestmanneyjar, á Önd- verðanes og víðar, og þegar það fekst ekki, þá aðeins á V e 8 t- manneyjar. f>essu gat stjórnarflokkurinn af- stýrt. 3. Stjórnarflokkurinn samþykti, að verja hálfri miljón króna til g ad d a v í r s g i r ð i n g a . SHkar girðingar gátu auðvitað ekki komist á nema með auknum toll- um. Og eftir því sem reynslan hefir sýnt og eftir því sem stjórn- arflokkurinn kom fram á þinginu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.