Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.09.1904, Blaðsíða 3
239 útbúnaði og flutningstækjum á landi bæði á fúngeyri og Vatneyri (við verzl- un þá og fiskiútveg, er Pétur A. Ó- lafsson veitir forstöðu). Eg man eftir því, er eg sá Reykja- vík í fyrsta sinn, fyrir 41 ári, að þá voru járnbrautarteinar neðan af bryggju upp í kjallaraun undir Glasgow eitt furðuverkið, sem mér varð starsýnt á. En langt er síðaD, er það framfara s p o r hvarf úr sögunni aftur. Reykjavík má vara sig, að verða ekki aftur úr hinum kaupstöðuuum Og kauptúnunum sutnum í fleira en vatnslindar umbúnaði og hafskipalend- inga með sporbrautum. Húsagerð á Akureyri t. d. séleg>i og smekklegri en hér gerist enn yiirleitt. Hún hefir grætt það ábrunanum meðfram. Veit- inga og gistihúsið nýja (Vigf. Sigfús- sonar) þar er viðhafnarmeira og veg- legra sýnum en nokkurt hús annað þess kyns á landinu. Kauptúnamergðin á landinu er ein- hver mestu nýbrigðin frá því sem gerð ist fyrir einum mannsaldri. þetta 3—4 kauptún £ héruðum þar, sem áð- ur var 1 eða ekkert. Og þaðan af fleiri kaupmenn í hverju, þótt 1-—2 dygði áður í þessu eina, sem til var. Hægð fylgir því til viðskifta og aukin híbýlaprýði allvíða. En tvískiftar skoðanir um veigamikla framför þar eftir. Breytingin sú mest, að nú er eins og alt, sem landsmenn hafa handa í milli, smátt og stórt, þurfi þráðnauð- synlega að fara inn og út um ein- hverjar búðardyr. |>að er eins um kauptúnin og aðra bygð landBÍns, að í sumar-sólskins blíðu verða þau flest svipfríð til að sjá. Svo aðkrept sem er á Seyðis- firði, þá er aðalkaupstaðargrundin sjálf, Aldan, býsnafögur, og Búðareyrin snotur hjáleiga þaðan. En Vestdals- eyri er ofaukið. Dáfallegt sveitabæj- arstæði og annað ekki. Inn Eyjafjörð þykír alment vera fegurst innsigling á landinu. þar fríkk- ar æ því lengra sem dregur inn eftir, og er þar sízt undan að skilja bæjar- stæðið, Oddeyrina með hlíðarbrekk- unni þar innar af og fitinni, sem gamla kaupstaðarbygðin (Akureyri) stendur á, og breiðum hjalla upp yfir. En sveitin fram af, dalbygðin eyfirzka, einhver hin friðasta á landinu. Málmey, Drangey og þórðarhöfði, þriðja eyin til að sjá, gera Skagafjörð merkilega skemtilegan umferðar. TimburibúðarhÚ8 til sveita fá nú orðið miður gott orð hjá húsgerðarsér- fræðingum vorum. En myndarsvip veita þau bygðinni meiri en moldar- bæirnir, og eru órækur vottur um virð- ingarverða viðleitni að komast áfram og upp á við í áttina til rneiri sið- menningar. Eg var að hugsa um það á leiðinni út Arnaifjörð, fram hjá dölunum þar, við hann sunnan- verðan, skápunum níu, öllum bygð- um nema einum, hinum yzta. Eg hafði farið þar um landveg einu sinni, fyrir 36 árum, og verið að því meiri hluta dags, sæmilega vel ríðandi þó. Nú skreið Ceres þar fram hjá á liðugri klukkustund. |>að e r frítt þangað heim að sjá í sum- ar-sólskins blíðu. B. J. Teitur minn. Hann verður ekki fyrir mikilli náð hjá ritdómendum blaðanna. f>ó er það virðingarvert að sjá annan eins ritdóm og þann, sem hr. X hefir skrifað í ísafold. Hann ber vott um meiri mentun og meiri kurteisi en al- ment eigum vér að venjast, og jafn- framt um það, að höf. hefir þó lesið ritið. En það efast eg um að einn annar ritdómari hafi gert. Aðal-villan er í því fólgin, að Teiti er skipað í flokk, þar sem hann á ekki heima. HaDn er ekki söguleikur, og það er ónákvæmni, að berja því fram þvert ofan í yfirlýsingu mína í athugasemdunum,—ónákvæmni, sem eg hélt að enginn mundi gera sig sekan í nema Hafnarfjarðar-Bjarni og þjóð- ólfnr. Hr. X líkar ekki pórdís. f>að er bágt. En eg vona að hann fyrirgefi, þótt eg gangi þar mína götu. Hann þekkir sjálfsagt hugarástand þar, sem tvær sterkar tilfinningar v e g a j a f n t, þ. e. vippa huganum sitt á hvað, eins og tvær metaskálar, sem geta ekki kornist í jafnvægi. Svo er t. d. um von og kvíða, ótta og fögnuð, — og svo er einnig ást sumra kvenna farið, þar til er eitthvað ríður baggamuninn og dregur aðra hvora metaskálina nið- ur. þesBÍ tvískifting á sálarlífinu er það kvalræði, að það er hún, sem rekur marga til að stytta sér aldur, eða útrýmir öllum ótta við dauðanum. Sálarlífi þórdísar er svo komið, og hana skortir það, sem getur hrifið hana út úr þessu aumlega ástandi, en það er öflugur vilji. þessi tvískifting á tilfinningum hennar kemur auðvitað aldrei betur í ljós en þegar kraftar hennar eru þrotnir og hún blaktir til eins og fjöður fyrir hverju því, sem henni er ríkast í hug þá stUDdina. f>ess vegna eru orð hennar og gjörðir sífelt hvað í móti öðru. Hvort þetta sé eðlilegt sálarástand eða hugsanlegt, það læt eg hvern mann segja um það, sem honum sýnist. petta verður erfitt að hrekja eða verja, því hér verður hver maður að fara eftir sjálfs sín at- hugunum. Hvort pórdís vekur sam- kend manna, eins ng hún er, það ligg- ur mér í léttu rúmi. þannig gerðar persónur eru óvanalegar í skáldritum, og er það ekki þess vegna, sem hún sætir mótmælum? Eg held minn góði vinur hr. X sé ekki fyllilega búinn að átta sig áfjhenni. En Teitur dettur ekki í stafi. þótt á hann sé andað. Hann á eftir að koma fyrir fleiri dómendur. Hann breytist ekki, en dómarnir um hann g e t a breyzt. Um leið og eg þakka hr. X fyrir SÍnar kurteisu aðfinslur, nota eg og tækifærið til að þakka hr. Teiti eða Ajax, sem ritaði f Fjallkonuna, fyrir velvildarþel til mín og ritsins, og lýsa því yfir, að því fer fjarri, að eg hafi reiðst orðum hans. Til Hafnarfjarðar- Bjarna mun eg hugsa einhvern tima seinna. Svo eyði eg ekki fleiri orðum til að verja Teit. G. M. Austfjörduin (Mjóafirði) 24. ágúst: Hér má heita hin mesta árgæzka bæði til lands og sjávar. Vorið var hart og hryðjusamt fram undir hvitasunnu, eins og flestum mun vera f minni. En þá skifti um, og það að marki; kom mesta og hezta hita- og gras- sprettutið, og spratt þá gras svo ótt, að eg minnist eigi að hafa séð slík umskifti á arstuttum tíma. Tún hafa sprottið i meðallagi, og há verður töluverð hjá mörgum, einkum þsim er sléttað hafa og horið vel undir þökurnar. N ý t i n g hin bezta það sem af er; að vísu þurkdeyfur þennan mánuð, en alls engar rigningar. Góð u 11 hefir komist hér eystra í hO til 85 aura pd. Svona er nú til landsins. Til sjávar iná heita góðæri líka. Hér kom i maímán. töluvert a f 1 a h I a u p, en svo var freinur dauft um afla i júnim. og fram- an af júli. Síðan allgóður afli; og þá spillir ekki verðið til: málfiskur 20 aura puudið, að minBta kosti sumsíaðar. S í 1 d fór að veiðast i miðjum þ. m., var sögð óvanalega mikil úti fyrir, Enda hefir mikil síld hlaupið hér í fjörðinn og hún óvanalega mikið og jafnt aflast alveg inn í fjarðarbotn, þrátt fyrir alla hvalveiði, sem hefir verið hér með mesta móti jafn- stuttan tima og á henni hefir staðið. Já, slik sildarganga hefir eigi komið mörg ár, 10—12 ár, og vér höfum aldrei fylt frystihús vort hreppsbúa síðan það var reist, fyr en nú. Stórkostlega mikil hvalaveiði og síldar- veiði á sama firðinum, sama blettinum — hvar skyldi nú verða eftiraf kenningu síld- arveiðamanna? Sannleikurinn mun vei-a sá, að *ti það, er síldin lifir á, mun berast með straum- um, og er þá alt undir því komið, hvern- ig þessir straumar liggja það og það árið, þann og þann árafjöldaun, hvort nær eða fjær landi, oss í hag eða óhag, strandbú- unum, — Þetta mun alt sannast á sínum tima með rakilegri rannsókn sjávar og strauma þar. Þess væri óskandi, að slik rannsókn yrði gerð sem fyrst. Hafið umhveifis Island mun vera órann- sakaður geimur enn sem komið er. H e i 1 s a og heilhrigði mun yfirleitt í meðallagi; þó hefir gengið hér fyrri part s.mars þungt. kvef, er likst hefir inflúenzu að mörgu leyti. Treystiö varlega tímanum í Hér vantar, eins og kunnugt er, alla reynslu um pað, hve langur tínii muni Jara til kosningarinnar í dag, par sem liér verður höjð i jyrsta sinn alveg ný kosningaraðjerð. Liklega er hún seinlegri en sú eldri. En sá er ajtur munurinn, að nú er kjósandaliðinu prískijt, i stað pess að haja pað alt i einu lagi. Enginn skyldi pví treysta pvíojjast- lega, að kosning geti ekki orðið búin kl. 2 í hans deild. Það er vel hugs- anlegt,,ej t. d. mjög margir skyldu vera fjarverandi einmitt aj peim jlokki. En sama regla sem áður um pað, að slíta má kosningu x/4 stundar ejtir pað, er kjósendur liaj'a liœtt að geja sig jram í striklotn og sé kl. orðin meira en 2. Því kl. 12 byrjar kosningin. Treystið þvi varlega tim- anum svona að óreyndu! Fækkun prestakalla. í 30. bl. Fjallkonunnar þ. á. hefir •sveítapresluri gefið talsverðar bend- ingar um, hvar tiltækilegt sé að fækka prestaköllum hér á landi. Slíkar bend- ingar eru nauðsynlegar og ættu að koma úr flestum sýslum, því það eru lítil líkindi til, að einn »sveitaprestur« sé svo kunnugur um alt land, að bendingar hans stefni allar í rétta átt, þótt þær séu gerðar i bezta tilgangi. |>ess vegna leyfi eg mér að fara nokkr- um orðum um brauðafækkun þá, er hann telur hæfilega i Skagafjarðar- sýslu, af því eg þekki þar bezt til. Hann vill láta leggja uiður 2 brauð- in og sameina sóknirnar við önnur prestaköll með þeim hætti, að Éípur- sókn leggist til Viðvikur, en Glaum- bæjarbrauð skiftist milli Reynistaðar- brauðs og Mælifells. Hér er eg á gagnstæðri skoðun. Eg vil ekki bæta við Viðvík, af því það er þriggja kirkna brauð, og þess vegna ófært að bæta þeirri fjórðu við. En eg vil láta Rípursóko leggjast til Glaumbæjarbrauðs, og að það hald- ist óskert að öðru leyti. Til Mælifells sýnist mér að Goð- dala og Abæjar sóknir ættu að leggj- ast; mætti þá ef til vill taka yzta bæinn af Ábæjarsókn (Merkigil) til Silfrastaðasóknar; þá verður Ábæjar- kirkja óþörf. 28. ágúst 1904. Skagfirðingur. Tví ekki komingkjörinn? Eg skil ekki, hvers vegna stjórnin þarf að láta sér svona óðslega með að troða hinum nýja dýrling sínum, héraðsl. Guðm. Björnssyni, upp á kjós- endur hér í Reykjavík. J>ví getur hún ekki gert hann konungkjörinn? Er hann of góður, eða ekki nógu góð- ur til þess? • Eg skil það hvorugt. Eg skil ekki aDnað en að hann sé mætavel til þess fallinu. Fylgispektina vantar hann ekki. Henni hefir hann lýst yfir og heit- ið hátíðlega. Er þessa áleitni rneð manninn við oss Reykvíkinga svo að skilja, að hon- um 8é að vísu fyrirhugað sæti í hinni útvöldu, ódauðlegu sveit, ásamt þeim uppgjafarektor B. M. Ólsen, ráðherra- frændanum á Oddeyri (Oddeyrarkon- súlnum) og hirðblaðsritstjóra Jóni Ó- lafssyni, auk hinna tryggu leifa frá fyrri tíð (E. Br. og Jul. H.), en að hafa eigi oss fyrir nokkurs konar vara- skeifu, og vita, hvort vér viljum ekki vera svo greiðviknir við stjórnina, að hjálpa henni um hann (G. B.) svo sem hinn sjöunda. En mér finst vér Reykvíkingar get- um verið góðir vinir stjórnarinnar, þó að vér séum ekki að þeim leikaraskap, heldur látum hana fá manninn (G. B.) óvolaðan af okkar höndum. N ærgætinn. V edurathuganir i Reykjavik, eftir Sigrídi Björnsdóttur. 1904 ágúst — sept. Loftvog millim. Hiti (C.) b- CT Ct- < (T> OX P ** er s « Skýmagnl Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld 3.8 752,9 8,6 0 8 4,4 2 752,8 10,8 W í 7 9 752,6 8,6 0 5 8d 4.8 753,4 6,2 E8E 1 3 1,3 2 750,6 12,7 E 1 5 9 747,8 9,3 0 6 Md 5.8 741,9 9,8 NE 1 10 0,2 2 739,5 11,6 E 1 10 9 738,4 11,7 0 í bd 6.8 739,8 11,1 NE 1 10 4,3 2 740,6 12,6 NE 1 10 9 742,4 11,1 N 1 9 Md 7.8 748,1 7,5 0 4 2 747,2 12,0 N 1 3 9 748,2 9,7 0 1 Kd 8.8 749,7 8,2 NE 1 9 2 749,6 11,6 NW 1 7 9 750,5 10,7 0 7 Ed 9. 8 756,9 8,5 0 9 2 759,8 10,4 NW 1 5 9 761,4 8,8 N 1 io|

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.