Ísafold - 05.10.1904, Page 1

Ísafold - 05.10.1904, Page 1
Kemur út ýmist einu einni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan ;úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti & XXXI. árgr. Reykjavík miðvikudaginn 5. október 1904 65. blað. JíuáJadi JúiAyœsliiv J. o. 0 F. 86l078‘/2 Augnlœkning ókeypis 1. og 8. þrd. á hverjum mán. kl. 11—1 í spltalanum. Forngripasafn opið á miðvikud. og ld. U-12. Hlutabankinn opinn kl. 10—3 og .«!/,—7‘/ K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- ■in á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsíðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og aunnudagskveldi kl. 8'/s siðd. Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9 ng kl. 0 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravitj- endur kl. lO'/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Bankastjóri við kl. 11—2. Landsbókasafn opið hvern virkan dag -kl. 1_—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafni.ð opið á þrd., fimtud. «>g ld. kl 12—1. Náttúrugripasafn, i Vesturgötu 10, opið .4 sd. kl. 2-3. Tannlœkning ókeypisiPósthússtræti 14b t og d. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Ritsímamálið. j>að mun vera miður ljóst almenn- ángi, hvernig háttað er ritsímalagnjng þeirri hingað til lands m. m., sem nú er fullyrt að sé að eins ókomin og að fullgerð muni verða jafnvel bingað til Reykjavíkur að fám missirum liðnum, fyrir árslok 1906. Loftriti er það ekki, heldur ritsími. |>að mun vera hvorttveggja, að ekki þykir enn fengin vera f u 11 trygging fyrir, að notast megi almennilega við þráðlausa firðritun svo langa leið, enda þar að lútandi tilboð frá Marconi- félaginu í Lundúnum bæði dýrt og ó- aðgengilagt að öðru leyti. Farið fram á að sögn allhátt fjérframlag héðan eitt skifti fyrir öll, 3—400 þús. kr., og 36,000 kr. árstillag að auki; og það að eins fyrir firðritun milli Ianda, en engan spotta innan lands. Hann kvað hafa skroppið til Lund- úna á leiðinni héðan síðast, ráðgjafinn vor, og hr. Zöllner frá Newcastle með honum, til viðtals við Marconifélagið; en ekkert hafst upp úr þeirri ferð. Víðara mun ekki hafa verið fyrir sér leitað um það mál. þess er getið hér vegna þess, að til eru fleiri loftritun- araðferðir en sú, sem kend er við Marconi, meðal annars á f>ýzkalandi. Bn þjóðverjar nú orðið orðlagðir fyrir framfara-atorku, hugvits-frækleik og greiðskap í viðskiftum. Tvent hefir verið til um það, hvern- ig hagað yrði ritsímalagning hingað, og sitt Býnst hverjum. Onnur tilhögunin er sú, að sæsími ýrði lagður hingað beint til höfuðstað- arins eða í nánd við hann, og þá landsími heðan vestur, norður og auBt- ur. Hitt er, að sæsíminn komi á land á Austfjörðum, og að lagður sé landsími þaðan norður um land hingað til Reykjavíkur, með kvísl úr honum til tsafjarðar. Flestum mun verða það fyrir í fljótu bragði, að telja íyrri tilhögunina sjálf- sagða. Höfuðstaðinn og stjórnarsetr ið béri mest að meta. En sá meinbugur er á því, að með því lagi verður landið að kosta sjálft að öllu leyti landsímana vestur, norð- ur og austur, en fær hins vegar all- mikinn styrk til þeirra, ef sæsíminn er ekki lagður nema til Austfjarða. Ritsímafélagið norræna vill láta oss fá kostnaðarmuninn þann, og telur hann 300,000 kr. Landssjóð munar um þá fúlgu. f>að eru líkur til, að hún hrökkvi all-Iangt upp í allan land- símakostnaðinn. f>ví er von, að runnið hafi á þing- menn og aðra tvær grímur. Mikill meiri hluti þingmanna varð þó á því hér á þingi bæði 1899 og og 1901, að heimska væri að hafna þessum 300,000 kr. styrk. f>ar bæri meira að meta sparnaðinn fyrir lands- sjóð en hagræðið fyrir höfuðstaðinn, eða hlunnindin þau, að sitja fyrir hraðskeytum handan um haf. Full- trúar hinna fjarlægari kjördæma ótt- uðust og, að þá yrðu þau látin bíða von og úr viti eftir landsíma þangað héðan, er landssjóður ætti að bera þann kostnað einsamall. En hins veg- ar mundi verða undinn bráður bugur að landsímatengslum milli Austfjarða og Reykjavíkur, er h ú n ætti i hlut, og þess nyti þá bæði Akureyri og ísafjörður. Enginn getur sagt, að þetta væri heimskulega hugsað eða talað. f>að eitt gátu þeir fyrir sig borið hér í móti, er Reykjavík báru mest fyrir brjósti, að landsímatengslin við Austfirði mundu geta orðið stopul, einkum í vetrarhörkum og illviðrum; mjög hætt við bilun á staurum og strengjum á fjöllum og öræfum. En því var svarað svo, að í öðrum löndum lægju landsímar víða um enn meiri fjöll og öræfi, og blessaðist sæmi- lega. Svona gekk þingið frá málinu þá, fyrir 3 árum. En þá kemur þingið í fyrra. f>að hverfur alveg frá þessari skoð- un, og tekur hinn kostinn, að fyrir- hugað hraðskeytasamband við önnur lönd skuli haft milli þeirra og Reykja- víkur, en áskilur um leið, að við hina 3 kaupstaðina skuli slíkt samband komast á fyrir lok fjárhagstímabils- ins, á n aukins tillags frá íslandi. f>etta var vitanlega æskilegast. En það var gert alveg út í bláinn. Eng- inn hafði komið með neitt tilboð í þá átt. Enginn vissi slíks tilboðs neina von. f>etta var sett í fjárlögin eftir tillög- um samgöngumálanefndar í neðri deild, en höfuðmaður í henni (formaður) var ráðgjafinn, sera nú er orðinn. f>að var gert að skilyrði fyrir, að 35 þús. kr. fjárveitingin fengi að standa þar áfram. f>eir sem heyrt hafa eða lesið lof- dýrð stjórnarblaðanna um afrek ráð- gjafans í þessu ritsímamáli, en eru málinu ekki fullkunnugir að öðru leyti, gera sér sjálfsagt í hugarlund, að þ é 11 a sé það nú einmitt, sem hann hefir fengið framgengt. Hann hafi fengið framgengt vilja sínum og þings ins frá í fyrra. En því fer harla fjarri. Yfir þá ályktun, yfir nýnefnt skil- yrði i fjárlögunum er slegið stóru striki orðalaust. Svo er látið sem það skilyrði væri alls eigi til, hefði aldrei til verið. En það er þá kannske haft eins og ráðgjafinn, sem nú er, vildi hafa það og barðist fyrir a þinginu 1901, að leggja sæsfmann til Reykjavíkur beint, og þar með búið ? Nei, ekki heldur. Engan veginn. f>að á að hafa það eins og hann barðist á þinginu 1901 óvægur í m ó t i að það væri haft. f>að á að leggja sæsímann til Aust- fjarða og bjóða þinginu áðurnefnt fjár- framlag til landsímans. f>að er alt og sumt. f>að er því öðru nær en að málið sé það sem kallað er kotnið í kring. f>að verður fyrst og fremst að bíða alþingis 1905. f>ví næst verður það þing að ónýta eða taka aftur ályktun sína frá í fyrra, Bkilyrðið, sem það setti þá í fjárlögin fyrir 35 þús. kr. ársstyrknum til rit- símans. f>að fór þá fram á í einu hljóði hraðskeytasamband bæði milli útlanda og Reykjavíkur og milli Reykjavíkur og hinna kaupstaðanna þriggja án 1 eyris kostnaðar fyrir landssjóð fram yfir þessar 35 þús. á úri í 20 ár. En í stað þess er nú ætlast til, að það leggi fram allan kostnað til land- símans umfram téðar 300 þús. kr., sem Ritsímafélagið sparar á því að” þurfa ekki að fara með sæsímann til Reykjavíkur, hvort sem sú viðbót verður mikil eða lítil, auk viðhalds á landsímanum og kostnaðar við að nota hann, en það hefir félagið áætl- að fyrir nokkrum árum 33,000 kr. um árið (Alþtíð. 1899, C. bls. 36). Tekj- ur af landslmanam koma vitanlega þar í móti. f>essir eru kostirnir, sem eru í boði, það er hér er frekast kunnugt. Hér skal ekkert um það sagt, hvort þeir eru aðgengilegir eða ekki aðgengi- legir, hvort þeir erulandsjóðs meðfæri eða ekki, heldur að eins bent á það, að þá fyrst, er alþingi hefir ráðið við sig, væntanlega á næsta sumri, hvort það sé tiltækilegt eða ekki tiltækilegt, og það hefir gengið ofan í sjálft sig og tekið aftur skilyrðið það í fyrra, um hraðskeytatengsli bæði milli landa og um landið þvert og endilangt án frek- ara tillags en 35 þús. 1 ’oa árgjalds- ins alls og alls, — þá fyrst er hægt að segja, að von sé á ritsfmanum á- reiðanlega, eða að hann sé að eins ó- kominn. En færi svo, að þingið hikaði við að hopa þetta á hæl frá kröfum sín- um í fyrra og að því yxi í augu land- sfmakostnaðurinn, sem enginn veit nú, hve mikill kann að verða, þá kippir Ritsfmafélagið vitaskuld óðara að sér hendinni. |>á segir það sig vera löglega afsak- að. Og þá kemur þ&ð ekki aftur næsta daginn, með ný tilboð. Sæmilega nákvæma áætlun um land- símalagningarkostnaðinn þarf þingið að fá, áður en það ræður af eða á um, hvort það ræðst í hann. Ritsímafé- lagið gerði fyrir nokkrum árum bráða- birgðaáætlun um þann kostnað, eftir lauslegri rannsókn A. P. Hansons hins ameríska frá Berlín, er fór hér um land sumarið 1898 í því skyni fótgangandi, Hún var 356 þús. Ef henni mætti treysta, mundi landssjóður ekki þurfa að leggja fram nema 56 þús. kr. En félagið hafði þar við svo marga fyrir- vara, að auðséð var, að það þorði alls ekki að treysta henni. Minni en 100 þús. er því naumast varlegt að treysta því að viðbótin úr landssjóði mætti vera. Hún getur vel orðið miklu meiri. jþetta þarf þingið alt að íhuga og rannsaka. Hraðskeytasamband við önnur lönd og landsborna í milli er ákaflega mik- iUvert og áríðandi framfaraspor. En ekki má þó rasa að því fyrir ráð fram. f>að tjáir þó ekki annað en að sjá landssjóði farborða. Hefði þráðlausa firðritunin ekki kom- ið í spilið, mundi þing og þjóð hafa miklu síður horft í að klífa þrítugan hamarinn til þess að koma sér upp ritsíma. En nú fer ekki hjá því, að sú nýbreytni valdi hiki, sem ekki er láandi. |>að er full vorkunn, þótt margur hugsi og segi sem svo: og svo skyldi það sýna sig eftir fáein missiri, að notast mætti fullvel við þráðlausu firðritunina og að henni fylgdi örlítill kostnaður til þess að gera á við þann, sem hin aðferðin hefir í för með sér. f>áværi betur farið en heima setið, eða hitt heldur! f>að er sannfrétt, að aðallega er það hræðslan um að fá ekki ella lengda heimildina fyrir ritsímanum milli Jót- lands og Englands, sem knúið hefir Ritsímafélagið til að taka nú rögg á sig og ráðast loks í ritsfmalagninguna hingað. ^að hefði að öðrum kosti fráleitt hreyit sig hót nú fremur en áður. Og hver er þá hreyfingin? Hve stórt er stökkið? f>að er frá voru sjónarmiði stökk aftur á bak, í sama farið sem

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.