Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.10.1904, Blaðsíða 2
266 Fe r ð með hafrannsöknaskipinu Thor. Eftir Bjarna Sæmundsson. I. Eg aagði stuttlega frá ferð miuni með »Thor« í fyrra í 61. og 62. tbl. ísa- foldar og lýsti þá nokkuð áhöldum þeim og veiðarfærum, er notuð voru við rannsóknirnar, ásamt daglegum störfum á skipinu. Tel eg því óþarft að endurtaka það nú. En tek það fram, að rannsóknirnar í sumar voru framhald þess, er gert var í fyrra. Fyrst verð eg að minnast stuttlega á rannsóknir þær, er gerðar voru í vor, áður en eg steig á skip. Skipið lagði á stað frá Kaupmanna- höfn snemma í apríl, miklu fyr en í fyrra, af því að nú átti það að koma hingað í tæka tíð til að rannsaka hrygningu fiakanna, einkum hinna merkari, svo sem þorsks, ýsu, flyðru og kola, en hún stendur einmitt hæst í marz og apríl. f>að fekk illviðri í hafi, en kom þó með heilu og höldnu hingað undir land við Ingólfshöfða laust eftir miðjan mánuð (apríl). Milli Færeyja og íslands gerðist sá merkilegi atburður, að þar veiddist á 1 s-l i r f a, hin fyrsta, er fundist hef- ir í norðlægum höfum. f>að er nú kunnugt, að állinn gýtur í sjó, og lík- lega langt úti í djúpum; eggin hafa eigi fundist neinstaðar enn, en lirf- urnar hafa fundist 1 Miðjarðarhafi í Messinasundi, en hvergi annarsstaðar, og eru eigi nema 10 ár síðan. Lirfur þessar eru mjög frábrugðnar foreldr- unum: þunnvaxnar, og synda á rönd, ekki ósvipaðar vogmeri í laginu, en eru ekki nema 3" langar og vatnstærar; síðar breytast þær í álsmynd og minka við breytinguna. fessir smáálar eru 2j/2—3" á lengd og gagnsæir. feir ganga upp í ósalt vatn, oft í stór- torfum. Úti fyrir Ingólfshöfða fengust nokkr- ar nýklaktar flyðrulirfur við yfirborð sjávar. |>að var í fyrsta skifti, er þær hafa fundist. Skipið kom til Keykjavíkur 22. apr- íl og hélt áfram vestur um land og norður alt til Seyðisfjarðar. |>á var í þeirri ferð kríngum landið gætt að því sérstaklega, hvar ýmsir fiskar hrygna, og reyndist það svo, sem mátti sjá í fyrra, að flestallir þeir fiskar, er gjóta fljótandi hrognum og oss varða mestu, hrygna að eins við suður og vesturströnd landsins (í heita sjónum), frá Hornafirði og norður fyrir Aðalvík, en minna þó, er kemur norður fyrir Breiðafjörð. Hitt eru ekki nema fáir fiskar, sem gjóta jafnt alt í kringum landið, svo sem loðna, sandsíli og skrápkoli. Síldin, sem gýtur hrogn- um aínum í botni, hrygnir og hvergi nema í heita sjónum. Eg sagði svo frá í fyrra, að vér hefðum fundið síld- arlirfur úti fyrir Austfjörðum. En það reyndust að vera loðnulirfur. I kalda sjónum norðanlands og austan hrygna aftur ýmsir íshafsfiskar. jpetta staðfestu og rannsóknir á ferð skipsins austan og norðan um land í maí og júní, um það, hvar fisk- seiði fyrir hittast. Skipið fór frá Seyðisfirði til Færeyja til hafrannsókna seint í apríl, kom aftur undir Ingólfs- höfða snemma í maí, fór þaðan norð- ur og vestur um land og dvaldist Iengi við fiskirannsóknir á Vestfjörð- um; meðal annars var þar mælt mjög mikið af þorski á ýmsum aldri. Til Eeykjavíkur kom það aftur 28. júní, og var ráðið að eg færi þá með þvf. Meðan skipið beið þess, að eg væri ferðbúinn, 30. júní, fór það inn í Hval- fjörð, til að kanna hann. Eftir göml- um og nýjum sjóbréfum á að vera mikið dýpi, 100 fðm. eða meira, á dá- litlum bletti langt inn í firðinum, fram undan Brekku, en er úti í firðin- um víða ekki nema 20 fðm. Nú voru gerðar 40 dýptarmælingar á þess- um bletti, en hvergi fanst meira en 32 fðm.; hitt er þá hugarburður einn. Af fiski fekst þar ekki nema lftið eitt af smáþyrsklingi í botnvörpuna. Að kvöldi 30. júní steig eg á skip, Og var þegar haldið vestur á Svið. A leiðinni þangað notaði eg tímann til að litast um á akipinu. Var útbún- aður allur hinn sami og í fyrra, og skipshöfnin að mestu leyti. Vísinda- mennirnir voru og hinir sömu; þó var sú breyting orðin á Schmidt, að hann var orðinn doktor; hann dispúteraði í fyrra haust um mangrove-gróðurinn við strendur Austurindlands, því hann lagði fyrst einkum stund á jurtafræði, var eitt ár í Síam og hefir ritað í fé- lagi við annan mann danskan stóra bók um bakteríur. En nú er hann einnig orðinn flestum færari í því, að þekkja lirfur og seiði norrænna fiska, einkum þorskfiska og kola. Dr. Schmidt hafði nú fengið sér að- stoðarmann, náttúrufræðisstúdent, er Strubberg heitir. Við vorum því 5 alls, eu ekki ætlað rúm nema 3. En þröngt mega sáttir sitja. Strubberg hafði sína sæng uppreidda á legubekk þeim, er eg svaf á í fyrra. Handa mér var því ekki eftir nema káetu- gólfið. þar svaf eg 30 nætur í flat- sæng þverskipa. Ekki var hætt við að eg dytti hátt, þótt Thor velti sér; en það gerði hann oft ótæpt. En oft rann eg liðugt fram og aftur á dýnu minni. En sleppum því; eg svaf þar margan væran dúr. þegar vér komum á Sviðið var kast- að út vörpu, en lítið aflaðist. þar átti einkum að veiða þorsk til mæl- inga. Næstu daga verkefni var að mæla þorsk á ýmissi stærð og öllum aldri í Faxaflóa, til þess að fá aðvita um vöxt hans og stærð á ýmsum aldri. Til þess að þetta gengi sem fljótast, var tekíð það ráð, að senda 2—4 menn í botnvörpunga þá, er fiskuðu fyrir Edinborgarverzlun, og láta mæla þorsk- inn hjá þeim (alls mældir 9000 þorsk ar). En frá Thor var leitað að þorski á 2. og 3. ári (þaraþyrsklingi) með ádráttarvörpu, er dregin var að landi bæði í Hafnarfirði og á Akranesi, en svo lítið er af þessum fiski (eða svo ilt að ná í hann) í Faxaflóa, að í 26 ádrætti í Hafnarfirði fengust ekki nema 120 fiskar. Til samanburðar má geta þess, að i fyrra fengust um 11000 af sams kon- ar fiski (einkum á 2. ári) í Seyðisfirði í sömu vörpuna í 6 ádráttum. Að þessu var starfað fyrstu vikuna. þó var einu sinni farið út á Eldey- jargrunn. þar var lögð ensk lóð, langlína, af sama tægi og flyðruveiðarar nota, á7S fðm. dýpi, NV. af Eldey, 700 öngl- ar beittir síld, lágu í 4 tíma. Aflinn var 24 vænir þorskar, 7 löngur, 7 stofnlúður, 2 karfar, 11 ýsur og 10 stórar skötur, alls 61 fiskur. í maga þorskanna var mergð af »norskum« humar. Að kveldi hins 7. var loks haldið austur fyrir Eeykjanes og staðnæmst á Selvogsgrunni, 5 mílur undan þor- lákshöfn, á 60 fðm. dýpi. það átti að komast eftir þvi, hvort nú væri nokkurn fisk að fá á þeim ágætu vetrarfiskimiðum þilskipanna. þar var lögð lóð, 1000 önglar, beittir síld og smáufsa. Eftir 3 stundir var hún dregiu, og voru á henni 6 þorskar, 3 stórar löngur, 8 keilur, 24 stofnlúður, sumar vænar, 7 háfar og 16 skötur, alls 64 fiskar. í þorskmögunum var melt síld og kampalampi. þaðan var farið 10 mílum lengra suður á 375 faðma dýpi og þar einnig lögð lóð ; á hana fengust 2 flyðrur, 18 keilur stór- ar og smáar, og 2 blálöngur, auk þess margt af djúpháfiskum, þar á meðal nýþekt tegund, er Ad. Jensen dýra-' fræðingur í Khöfn hefir kent við þor- stein Jónsson lækni í Vestmanneyjum og nefnd Centrophorus Jons- 8 o n i i. Gaf dr. Schmidt safni voru einn af þeim. því næst var haldið suður og aust- ur í haf, 25 mílur suður af Dyrhóla- ey, þaðan 10 mílur í austur og þú upp undir Dyrhólaey. Tilgangurinn með þessum stóra krók var einkum sá, að fá að vita, hve langt ungviði grunnfiskanna færi til hafs. Djúpið á þessum slóðum var 1000—1200 fðm. þar sem dýpst var. Af hinum stærri veiðiáhöldum var að eins brúkuð síla- varpan, stundum niðri undir botni, og fengust þar í hana mörg fögur djúp- sævisdýr, og má nefna sérstaklega undurfagrar marglittur, blind krabba- dýr, smádjúpfiska, er laxsíldir nefnast; þeir eru að neðan alsettir gyltum deplum í röð, líkum hnöppum, er lýsa í myrkri. Stundum var hún dregin ofar í sjó, og fengust þá í hana karfa, keilu og blálöngu seiði, en engin grunn- fiska seiði. þau fengust ekki fyr en inni undir landi. Lengst úti sáust ekki aðrir fuglar en fýlar og þó mjög fátt af þeim. Svo sem 10 mílum nær landi sáust sæsvölur og stóra- skrofa, og meira af fýl, og þá því fleira af fuglum, sem nær dró landi. Tíu mílur SV. af Vestmanneyjum sáum vér allmikið af stórhvelum. Hinn 12. júlí vorum vér komnir upp undir Dyrhólaey og hóldum það- an vestur að Vestmanneyjum. þá var um nóttina leitað að fiska- 8eiðum inni undir Sandi og næsta morgun dregin botnvarpa fyrir austan Bjarnarey, á sama stað og í fyrra. þar veiddist mjög mikið af stórum karfa, langflúru, skrápflúru og stór- kjöftu, en lítið af öðrum fiski. Vér urðum svo að leita skjóls fyrir aust- anveðri á Bótinni vestan undir Stór- höfða. Morguninn eftir var lygnara og þá farið aftur vestur á Selvogsgrunn til að leita að fiskaseiðum, einkum keilu og löngu seiðum, og reyna betur fyrir stóran fisk. f>ar fekst nóg af margs konar fiska- seiðum í sílavörpuua, og þó fljótt færi að hvessa af nýju á austan, var lögð lóð á 55 fðm. dýpi, 400 önglar, beitt ir karfa, ýsu og keilu. Meðan hún lá, tók vindur og sjór að aukast og var ekki laust við að »Thor« færi að velta, þar sem hann lá ganglaus undir flötum sjó, meðan ver- ið var aö draga lóðina. Sjór gekk inn á bæði borð og fór flest á hreyf- ingu, er laust var. Ekki var þá vel þægilegt að sitja inni í rannsókna- húsinu, jafnþröngt og það var, og veiða með spaða eða peasli smáfiska- seiði úr grunnum skálum, hálffullum af sjó. Á lóðina fengust 17 þorskar vænir, 6 löngur, 8 stofnlúður, 4 háfar og 8 skötur. Sýnir þessi Iögn, eins og hin- ar, er áður ergetið um hór og á Eld- eyjargrunni, að töluvert er af ýmis- konar nytsömum fiski á djúpmiðum við Suðurland á sumrin, ekki sízt af heilagfiski, skötu og Iöngu, og virðist mundi mega afla til muna á enska lóð (langlínu), með góðri atorku. Væri ráð fyrir 1 eða 2 fiskiskúturúrEeykja- vík, að fara þangað á sumrum til að afla soðfisk handa bænum. Fiskinn mætti geyma í ís svo sem vikutíma. því næst héldum vér inn á Eyrar- bakkavík. þar var sjór og veður ró- legra. þar var lagst 1 mílufjórðung undan landi. þar var sjór skolgrár af leirnum úr Olfusá, og svo vatns- blandaður, að hann var látinn í gufu- ketilinn. þetta var þó ekki nema of- an á, því skrúfan hrærði upp tæran og fullsaltan sjó, þegar hún snerist. Vel varð vart við vænan skarkola og ýsu í sílavörpuna þar á víkinni undan árósnum — ekki langt íbjörg- ina fyrir Eyrbekkinga. Aftur var haldið út á Selvogs- grunn austanvert, en þar varð ekki Iengi næði, því hann rauk aftur upp bálhvass. En nú var hann á norðán. / En þó fekst þar mjög mikið af fiska- seiðum ýmis konar. þá leituðum vér í skjól til Vestmanneyja, lágum þar næsta dag til kvelds og héldum þá austur með landi. Vér komum aust- ur í Meðallandssjó að morgni hins 17. júlí. það stóð til, að þar væri gerðar rannsóknir og kringum Ingólfshöfða, en þá brast á stórviðri af suðvestri, svo að ekkert var hægt að gera, og var því haldið beina leið austur fyrir Hornafjörð, beint undan veðri og sjó. Hann fór að verða æðistór-sjóaður þegar kom austur á móts við Tvísker; en »Thor« rann undan sjónum, svo að varla kom deigur dropi inn á hannr þótt lágur væri að aftan. Sá Iengi. ekkert til lands, af því að stormurinnu þeytti upp miklu ryki af Meðallands- söndum og bar það austur með öllu landi. Loks undir miðaftan fór þver- ártindseggin (upp af Suðursveit) að gægjast upp úr mistrinu og smám- saman kom í ljós allur hinn svip- mikli fjallabálkur frá Oræfajöklí aust- ur að Vesturhorni, ein hin tilkomu- mesta tjallasýn hér á landi og ein- kennilegasta að því leyti til, að fjöll- in eru flest hálfsokkin ofan í hina feiknamiklu hjarnbreiðu Vatnajökuls. það er eins og þau teygi sig upp sem mest þau mega, til þess að kafna ekki alveg í jöklinum. Og þar sem þau spyrna ekki bökum við, sígur jökulbreiðan fram í feiknamiklum falljöklum; þeirra mestur og ófrýnileg- astur er Breiðamerkurjökull; þar er því líkara, að fallið hefðí fram úfið og sandorpið hraun, en ís; svo mikið er á honum af sandi og grjóti. þegar komið var fyrir Hornið, slot- aði veðrinu snögglega og lægði sjóinn. Vór vorum komnir úr riki hitastraums- ins í kuldastrauminn og hitinn á yfir- borði sjávarins var fallinn niður í 6,4® úr 11,2° í Meðallandssjó; ^/2 m^u uí af Gerpi varð hitinn jafnvel ekki nema 4,5°. í Lónsvík var sílavarpan dregin og fengust í hana nokkur loðnu, sandsfl- is, sprettfisks og skrápkola seiði. Enn rýrri varð veiðin út af Gerpi. þar feng- ust nokkur loðnuseiði og lítið af öðru. Sást fljótt hinn mikli munur hjá því sem var við suðurströndina. Við Gerpi fengust í tveim dráttum ekki nema 15 seiði, en á Selvogsgrunni austan- verðum meira en 1300 í jafnmörgum dráttum sams konar. Miltisbruni varð manni að bana nýlega austur í Selvogi, Árna bónda þorkelssyni í þorkelsgerði, nýtum manni á bezta skeiði og áður hreppstjóra þar. Hann hafði gert til hest, er drepist hafði úr miltisbruna, haft bólu eða rispu á and- liti og sóttkveikjan komist þar að vegna ónógrar varúðar. Með Ceres (da Cunha), sem lagði á staö í fyrra kveld vestur um land og aust- ur, tók sér far meðal annarra Guðl. sýslum. og hæjarfógeti Guðmundsson til Akur- eyrar húferlnm við 11. mann: konu og 8 hörn ásamt vinnukonu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.