Ísafold - 12.11.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.11.1904, Blaðsíða 2
286 fara fram, en eagði svo og vottaði sem dómari, að Lárusi hefði verið það kunnugt, með því að húsið hefði verið valið eftir samráði eða samkomulagi við hann. En Lárus mótmælti því afdráttar- laust, og segir yfirdómurinn, að þá verði vottorð setudómarans ekki álitin »nægi- leg sönnun* að svo vöxnu máli. Dæmdi því héraðsdóminn ómerkan og alla meðferð málsins í héraði. Landsyfirrétturinn leiðir auðvitað engum getum að því, hvor þeirra sýslu- mannanna muni segja ósatt, og hvað þeim hinum sama muni hafa til þess gengið. Lætur hvern ráða sinni skoð- un um það. Hitt er vicaskuld, að skamt býr að þessum dómi. Málið verður óðara rifjað upp aftur, og þá loks dæmt að efni til sjálfsagt. Minning próf. Niels Finsens. jþað er nú afráðið, að reisa houum minningarmark i Khöfn með almenn- um samskotum. J>að verður mann- líkan hans, og á að standa á almanna- færi; og er jafnvel ráðgert, að kenna við hann torg það eða skemtigarð, þar sem minningarmarkið verður látið standa. það gerðist nú við þingsetningu í báð- um deildum ríkisþingsins, að forset- arnir fluttu nokkur hjartnæm og veg- samleg minningarorð um þann hinn mesta afreksmann, er Danir h'kfa átt að baki að sjá um langan aldur. f>að var eitt í ræðu fólksþingisfor- setans, Herm. Triers, að svo hægur og yfirlætislaus sem hann hefði verið, hefði í honum búið eitthvað af ás- megni hins bjargstudda feðrafróns hans — einbeittur vilji, er lét aldrei sveigjast frá fyrirætluðu markmiði, og það þrek, er bauð byrginn dag frá degi þeirri fyrirstöðu, er óstyrkur líkami veitti honum. Meðal fyrstu stjórnarfrumvarpa á þingi var eitt um beiðurseftirlaun handa ekkju próf. Finsens, 3,600 kr. á ári frá 1. okt. þ.á. því voru for- mælendur allra þingflokka meðmæltir þar, og Iét forseti með samþykki þingsins lúka við allar 3 umræður um frumvarpið aamdægurs, á y2 klukku- stund alls; að eins 5 mínútur milli funda. Samþykt í einu hljóði. Næsta dag var það lagt fyrir landsþingið. |>ar var búist við sama byr. En þá reis upp einn Estrups-liði gamall, (.Ten- sen) með andmæli, en virtist vera alveg hjáróma. Honum þótti þetta óþarfa-bruðl, með því að ekkjan væri vel efnuð, maðurinn hefði látið eftir sig 70,000 kr. og hefði hún auk þess ýmsar tekjur aðrar. En fjárveiting þesBÍ hafði aldrei átt að vera styrkur, heldur gerð til sæmdar minningu hins mikla og heimsfræga velgerðamanns þjóðarinnar. Hann hafði tekið þetta fram berum orðum í upphafi, kenslu- og kirkjumálaráðgjafinn, og bent á það um leið, að fjárveitingin væri þre- falt hærri en lög leyfa að ekkjueftir- laun megi vera hæst (1200 kr.), enda hefði prófessor Finsen heitinn alls ekki embættismaður verið. Gengið var að því vísu, að fjárveit- ingin mundi verða samþykt í lands- þinginu óbreytt, þrátt fyrir ámínsta hnekkingartilraun. Mesta skáld Dana nú á dögum, Holger Drachmann, orti eftir hann þessi fögru minningarljóð, sem ekki hefir verið hægt að fá þýdd á ís- lenzku : Naar en Helt der. Saa sov han ind med et Smil om Mnnd — nden Trommer og Dren af Granater: han menstred en Yerden af Syge kun som sine Stridskammerater. For dem han kæmped, med dem han led fra Morgen til Nattetide: for Haabet han kæmpet, mod Merket han og Lyset stod Vagt ved t.ans Side. [stred, Yel saa han over en Valplads hen, hvor Rædsler hans 0jne madte — men han læged tusinde Kvinder og Mænd, mens selv han stille forblodte. Ej nogen Stund lod han ubrugt gaa, for Andre at redde og styrke........... Blot Eders Hoveder, Store og Smaa, som plejer en Krigsgud at dyrke! Vind om hans Kiste det trofaste Plor og tænd saa den straalende Bavne: med F i n s e n er faldet en Helt í Nord — han lyset hlandt Yerdens Navne! Hugvitssmiðurinn Ólafur Hjaltested, semhefirhaft lengi í smíðum yfirburða-vatnsdælu meðal annars, og verið alt að þvi eins lengi að basla við að útvega sér einka- sölurétt fyrir henni, er nú hingað kom- inn heim frá Khöfn með Vestu í bili, með góðum sigri að lokum, með því að hann hefir fengið einkaleyfi um öll Norðurlönd fyrir þessu nýja dælu-lagi, er hann hefir upp hugsað, og tekist að selja einkaréttinn til að smfða slík- ar dælur með svo góðum kostum, að hann hefir að öllum líkindum 5000 kr. í hreinar árstekjur af því, meðan einkaleyfið stendur, en það eru 15 ár. Hann segist eiga það að þakkahin- um góðkunna Islands-vin Alex. War- burg (Hlutabankastofnandanum öðrum), að þetta mál komst loks í kring. Hann gerði það á einum degi, sem hafði hvorki rekið né gengið svo miss- irum skifti áður en hann kom til skjalanna. Meðal annars gerðar ítrek- aðar tilraunir af miður hlutvöndum verksmiðjueigendum til að hafa út smíðaréttinn með smánarkostum eða fyrir lítið sem ekki neitt. þessi nýja dæla er svo hraðvirk og mikilvirk, að hún eys upp 14,000 pottum á kl.stund, og vinnur þó að eins með handafli — snúið sveif. Hún kvað vera rnesta þing á þil- 8kipum. Hún gerir hvorttveggja, að ná úr þeim austri, og að ausa inn sjó til þess að þvo þilfar m. m. Sömu- leiðis er hún ágæt til að afla slökkvi- vélum vatnsbirgða í snatri. Önnur nýjung hr. Ólafs Hjaltesteds er sláttuvélin íslenzka, sem hann telur sig nú vera búinn að koma á svo góðu lagi, að slegið geti fullsnögt, að ein8 '/4 þuml. frá rót, en Iyfta má hæfilega, þar sem gljúpt er undir. Hann hefir komist að góðum samn- ingum við verksmiðju í Khöfn um smíði á þessum vélum og ætlast til að þær flytjist hingað í verzlanir í vor. f>ær verða mjög vel viðráðanlegar ís- lenzkum hestum, og íslenzkum bænd- um ekki um megn að dýrleika. f>ær eru miklu léttari en útlendar sláttu- vélar, ekki nema 150 pd. Heimspekingurinn nýi, sem hér er að sýna sig um þessar mundir fyrir peninga Hannesar-styrkta- sjóðs, kvað hafa leikið þá list nýlega í éinhverju blaði, að setja þar sam- an þannig vaxna frásögu um hina al- kunnu f j á r d r á 11 a r t ilr aun bróð- ur síns, Stykkishólms-Lárusar, þá er hann hefir verið nýlega tvídæmdur sann- ur að sök um, að ekki kvað finnast þar nokkurt orð satt eða af viti talað. Dómana gerir hann ekki eínungis marklausa með öllu, heldur einnig alla sókn og vörn bróður síns í þeim málum, þessa sem hann hefir staðið í árum saman og sízt af sér dregið. Hér má segja, að frændur eru frænd- um verstir, og að ber er f á r á baki nema bróður eigi. Ranghermi hr. Jóns Ólafssonar ritstj. Tveim skjölclum lékk aldri. í 49. tbl. Eeykjavíkur, stendurgrein með yfirskriftinni: Árás framsóknar- flokksins á félög í Beykjavík. Vinur Jón Ólafsson ber það fram, að eg hafi verið sér samdóma um pólitík blaðsins Evíkur. |>etta er nú eftir því sem á það verður litið, þeg- ar sannleikurinn er sagður. Okkur kom báðum saman um það, að aðgerðir stjórnarinnar væri hvorki sera allra hyggilegastar né réttastar gagnvart latínuskólanum. Sama var að segja með skipun bankabókarans gagnvart hinum um- sækjendunum. En hvað segir svo vinur Jón um þessi tvö atriði í Beykjavíkinni skömmu seinna? Náttúrlega að alt Bé rétt, slétt og felt hjá stjórninni. Hann var þarna undir eins búinn að öðlast æðri og betri þekkingu, frá því við töluðum saman. Aldrei hefi eg getað felt mig við undirskriftina hans Deuntzers undir skipunarbréf ráðgjafans. Hvort sem svo skipunarbréfið er gefið út á með- an ráðgjafaefnið er að velkjast í hafi eða eftir að hann bom til Khafnar, eða það týndist og fanst eftir langa mæðu undir í skrifborðsskúffunni hans Deuntzers. f>að skifti svo litlu í flestra augum annarra en stjórnar- manna. Vitrir menn landsins kalla undir- skriftina stjórnarskrárbrot, en vinur Jón segir fyrir hönd og munn róðgjafans, að það sé ekki. Hvernig getur þá Jón ætlast til af mér, að eg geti gert mig bæran að dæma um það, hvorir hafa rétt? Ástæðan fyrir því, að eg leiddi þessa ráðgjafa-pólitík, er blaðið flutti, hjá mér eða lét hana afskifta-lausa, var sú, að eg vissi ekki og veít ekki enn, hvað er sannleikur af því, sem þar hefir verið sagt. Vinur Jón talar um það, að eg virð- ist nokkuð litföróttur í pólitík minni. Eg þakka honum fyrir komplímentin. Eg veit ekki til að eg hafi nokkurn tíma breytt lit, nema ef hann á við að, að eg var einn af f i m m, er kaus hann 1902, og þykir mér hann launa mér illa gott og trútt fylgi við sig. Aldrei get eg að því gert, að það er eins og kalt vatn renni milli skinns og hörunds á mér, þegar eg sé þá vin Jón Ólafsson og Tryggva karlinn sitja á bekk saman, krunka og brýna goggum saman. Sú var þó tíðin, að þeir lögðu ekki lag sitt saman.sjá rit- ið: Einn litill pistill um sann- leiksást, ásamt eftirmála um hótunar- bréf, hegningarlög og riddaraskap, eftir Jón Ólafsson alþingismann og rit- stjóra Skuldar (1882). í 49. tbl. Évíkur talar vinur Jón mjög mikið um sannsögli og óhlut- drægni sína í blaðinu. Eg held hann hefði getað sparað sér það ómak í því númeri bl., ef hann væri sér þess með- vitandi, að hann segði satt og væri óhlutdrægur. Sannleikurinn segir til sín. í 50. tbl. af Beykjavík Begist Jóni svo frá, að eg ásamt hinum meðstjórn- endunum hafi lýst ánægju minni með hann sem ritstjóra Beykjavíkur á hlutfélagsfundinum 18. f. m. (en ekki 19. f. m., eins og stendur í »mál- gagni sannsöglinnar»), og eg hefði sér- staklega lýst yfir því, að eg hefði lát- ið færa það til bókar á stjórnarfundi, að eg vildi halda sama ritstjóra. Samsöngur sá, er haldinn var í Báruhúsi 10. þ- m., verður endurtekinn á sama stað þriðjudagskvöldið kemur kl. 9, með nokkrum breytingum. iS* Sjá götuauglýsingar. |>að er eins og einhver áttavilla sé komin á sannsögli ritstjóransr þvf þesBÍ framburður hans er algerlega tilhæfulaus með öllu. Eg sagði, að eg hefði boðið meðstjórnendum mín-- um á stjórnarfundi 15. s. m./ að ef þessi hlutabréfasala og inntaka óvið- komandi manna í hlutafélagið stæði nokkuð í samband við, að sami væri ritstjóri og hækkuð laun hans, þá skyldi ekki standa á mínu atkvæði. f>etta er nokkuð annað en sögusögn ritstjórans. Eg lýsti hvorki ánægju né óánægju með hann á þessum umræddæ fundi. Enda átti það ekki við, þeg- ar hann var einn af samsærismönnun- um, til að koma hlutafélagsblaðinu. Beykjavík undir ráðgjafann. Bvík »/u 1904. Ben. S. Þórarinsson- Sjórekin norðurfaraskeyti. Fundist hafa 12. f. mán. í Beykjar- firði á Hornströndum sjórekin skeyti, á ensku og dönsku (samhljóða), frá heimskautsfararútgerð þeirri amer- ískri, er kend var við Baldvin og Ziegler, dags. 23. júní 1902, á Franz- Jósefslandi. þau eru stíluð: til hins næsta ameríska konsúls, og undir- skrifuð af Baldvin sjálfum. Segir meðal annars að sér liggi mikið á kol- um, vanti hey, fisk og 30 sleða. Skeytin hafa verið send í flothylk- jum og þau látin í dálítil loftför. f>essi eru merkt 154. flothylki og 12. loft- fari. Vöknað hafa þau, en eru þó vel læsileg. |>eir félagar hurfu aftur við svo búið norðan að þá um sumarið seint. Enda er svo ráðgert í þessari orð- sending. Lelkfélag Reykjavíkur hefir ráðist í það atórvirki, að sýna hér einn hinn tilkomumesta og fræg- asta sjónleik Hinriks Ibsens: G e n- g a n g e r e. Hans er von á sjónar- sviðið núna næstu dagana. Persónur í þeim leik eru ekki nema 5, og er það nokkur léttir. En hins vegar m á engin þeirra vera laklega leikin* ef vel á að fara eða jafnvel að eins viðunanlega. Bæjarstjórn Reykjavíkur skipaði á fundi 3. þ. m. Hannes bæjarfulltrúa og skipstjóra Hafliðason slökkviliðsstjóra í bænum frá næstu áramótum, í stað Matth. Matthíassonar kaupmanns, er lausn hafði fengið eftir beiðni. Lengdur var enn að beiðni verkfræðings bæjarins. hr. Kn. Zimsen, tími sá, er hann hafði til að lúka við uppdrátt bæjarins, til loka marzmán. 1905. Hlutafólagi Mjölni veitt lóðarræma með- fram Laugavegi, 50 áln. á lengd og 45 á breidd, með sömu kjörum og annað land,. er félagið hefir fengið, en félagið sleppir í staðinn notkunarrétti á lóðarhorni, er hæj- arstjórn samþykti 1. srpt. þ. á. að afhenda verkfræðing Petersen í skiftum. Landstjórnin hafði afhent bæjarstjórn til viðhalds eftirleiðis vegarkaflann frá Rauð- ará inn að verzlunarlóðarmörkum við Brynjólfshús. Samþykt var Brunabótavirðing á þessum hÚ8eignum: frú Ingihjargar Jensdóttur við Laufásveg 8724 kr., Þorgeirs Pálmasonar við Bergstaðastræti 5843; Páls Guðmunds--

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.