Ísafold - 19.11.1904, Side 3

Ísafold - 19.11.1904, Side 3
291 Dauðdagi á vígvelli. Tíðindamaður einn, er staddur var í bardaganum í Motienlingskarði í Mand- sjúriu í vor, segir svo írá þvi, er þar bar fyrir hann: Eg hefi oft i þessum hernaði heyrt byssukúlur þjóta um eyru mér svo þúsund- nm skiftir. En i Motienlingskarði heyrði eg þær smella i mannsholdi i fyrsta skifti, og því hljóði gleymi eg aldrei. í>að var rússnesk göngusveit, er farið hafði óvar- lega og skotin buldu á frá Japönum svo ótt og títt, Efð hún stráféll nálega á svip- stundu. í>að er merkilegt, að hræðrla er hlutur, sem varla verður neitt vart við i kúlna- hríðinni. Það er ekki þá verið að hugsa nm neinn háska. Sjón og heyrn eru hálfu nsemari en ella, og tlminn lrður með ó- trúlegum hraða. Marmi finst vera liðinn fjórðungur stundar siðan er hardaginn hófst; en það eru þá nærri þvi 4 stundir. Það var skritið, sem fyrir bar, er orust- an stóð sem hæst. Eelmtur kom yfir skot- mannaliðið úr Austur-Sibiríu i vinstra fylkingararm Rússa. Það tók til að hopa á hæl og var engin leið að knýja það til framgöngu, hvernig sem liðsforingjarnir blótuðu og rögnuðu og hrakyrtu menn sina. Alt í einu snýr öll sveitin baki við fjandmönnum sinum og tekur á rás. Skelf- ingin var yfir þeim; ekkert gat stöðvað þá. Eftir gömlum og góðum sið vörpuðu þeir fyrst frá sér bysBunum og því næst töskunum. Eftir það fór treyjan sömu leið og þá brækurnar. Það var einkenni- leg sjón, að sjá alla hersveitina hendast í loftinu á skyrtunni, alla með festi um hálsinn, er í héngu krossar, medalíur og helgra manna myndir. Og nærri því við hvert fótmál lenti sprengikúla i þvögunni, sprakk þar með voðagný og þeytti í loft upp mold og grjóti og hlóðugum kjötflikk- juin. Þegar reykinu lagði frá, sást ekki annað eftir en hrat og ræskni af dauðra manna búkum. Nokkru siðar varð mér gengið fram hjá hálfeyddri stórskotasveit. Þar sat stórskotaliði á einum stað ofurspakur og var að reykja úr pipu sinni. Eg ætlaði að fara að bjala við hann. En þi sprett- ur hann upp alt i einu sem kólfi væri skotið og sýnilega ósjálfrátt, baðar út handleggjunum, glennir sundur augun, og missir pipuna úr munni sér. Því næst hneig hann niður i sömu andrá og heyrð- ist hvorki til hans stunur né hósti. Titr- ingur fór um fingurna sem snöggvast,) og þar með var hann dauður með skjótri svipan og tilkenningarlaust. Samt þaðan sá eg annan skórskotamann, sem sprengikúlubrot hafði tætt af neðri skoltinn. Tungan lafði niður á bringu og frakkinn iöðr&ði allur i blóði. Það átti að fara með hann þangað sem bundin voru sár manna. Hunn gekk uppréttur milli 2 dáta, sem studdu hann. Hann féll áfram á leiðinni og var örendur. Eg sá marga dáta, er mist höfðu hönd eða fót, dragast áfram á læknis fund og héldu á liminum, sem þeir böfðu mist, vandlega vöfðum innan i skyrtulafi eða pappir. Þess verð eg að geta, að aldrei hefi eg heyrt óp og kveinstafi til sárra manna og dauðvona á vigvelli, þótt orð sé á sliku haft í frásögum. Þeir liggja að jafnaði alveg róiegir og biða þess með mestu at- hygli, er við þá verði gert. Þeir eru að jafnaði blíðir á svip og góðlátlegir, og sé þeim máls varnað, beiðast þeir ásjár með augnaráðinu. En hennar fara þeir ranuar á mis þrásinnis. Þeir liggja stundum i valnum þetta 3—4 sólarhringa, þar til er dauðinn miskunnar sig yfir þá. Ærmjaltafötur. Sýnishorn það, af ærmjaltafötum, er hr. Sigurður Sigurðeson ráðunautur gaf rjómabúunum kost á að atía sér og reyna á sfðastliðnu sumri, álít eg vera mikið hentugar. Nákvæma lýsing á stærð og lögun þeirra gerist eigi þörf að skrifa, þar sem að mínsta kosti flestir félagar rjóma'oúanna hafa átt kost á að sjá þær, en hverjum þeim, sem vill hafa mjólkina lausa við óhreinindi, ætti að þykja sjálfsagt að nota þessar fötur eftirleiðis við ærmjaltir. þess þarf að eins að gæta við lögun þeirra, að á hæð séu þær eigi meira en 8 þml. (síutrektin ekki talin með). Að þessu athuguðu sé eg enga ókosti við föt- urnar, eins og smiðurinn lét þær af hendi, en tel þeim það mikilvæga at- riði til gildis, að mjólkin kemur í þeim úr kvíunum miklu hreinni en annars á sér stað og þar að auk síður hætt við að skvettist upp úr þessum fötum, þó ær láti illa, eða mjaltakonan sé óvarkár í hreyfingum, heldur en hinum vanalegu loklausu, opnu mjólkurfötum. þotta er min reynsla. Geldingalæk 30. okt. 1904. Einae Jónsson. Ný bæj arsjó ðstekjugTein. Bæjar3tjórn Beykjavíkur hefir á síð- asta fundi, í fyrra dag, lögleitt nýja tekjugrein til handa bæjarsjóði, sem dregur hann liklega töluvert, en kem- ur sér fráleitt þareftir vel þeim, er gjaldinu eiga að svara, en það eru þeir sem hafa fengið land hjá bænum að erfðafestu til ræktunar, gegn á- kveðnu árgjaldi, en vilja breyta því síðar í byggingarlóðir. f>eir hafa feng- ið það hingað til viðstöðulaust og án frekari útláta í bæjarsjóð en hins lög- boðna, hærra lóðargjalds á bygðu lóð- inni, hvert sem þeir bygðu þar sjálfir eða seldu lóðina öðrum, oft fyrir tals- vert fé. En uú er það af tekið, svo sem eftirfarandi ályktun með sér ber: Leyfi bæjarstjórnar til þesB að breyta erfðafestulandi eða einhverjum hluta þess í byggingarlóðir skal frá 1. janúar 1905 vera því skilyrði bund- ið, að greitt sé í bæjarsjóð 20% verði lóðarinnar. Sé lóðin seld öðrum, skal gjaldið miðað við kaupverðið. Byggi eigandi sjálfur á erfðafestu- landinu, skal gjaldið talið eftir mati óvilhallra manna á lóðinni. Eigi má taka minni lóð en 1000 ferálnir úr erfðafestulandi til bygging- ar, nema með sérstöku leyfi bæjar- stjórnar. þessi ákvæði ná þó eigi til þess, þá er eigandi erfðafestulands byggir þar fjós, hesthús, heyhlöðu, áburðar- hús eða bæ handa þeim, sem hefir á heudi ræktun og umsjón landsins. Veðurathuganir Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 nóvb. Loftvog millim. Hiti (C.) >- e-r et- < a> ox P ** D" ð Skjmagnl Urkoma millim. Ldl2. 8 747,1 2,7 0 10 5,5 2 749,4 2,7 NE 1 9 9 740,1 4,7 8 2 10 Sdl3. 8 731,8 4,7 & 1 9 17,3 2 733,6 S8W 3 9 9 749,1 4,7 SW 2 4 Mdl4.8 754,8 3,2 SE 1 10 2,4 2 746,5 4,6 NE 2 10 9 736,5 8,1 SE 1 10 t>dl5.8 739,3 3,2 W 1 10 8,7 2 753,1 1,6 W 1 10 9 749,3 3,1 8E 1 10 Mdl6.8 741,6 8,9 8SW 2 10 12,3 2 741,4 8,3 s 1 10 9 744,4 6,2 s 1 9 Fd 17.8 752,6 3,3 sw 1 7 3,1 2 753,1 2,6 sw 1 8 ' 9 752,5 1,5 NE 1 5 Fdl8.8 744,5 -0,2 8W 2 10 0,8 2 741,4 -2,3 sw 1 10 9 747,2 -2,7 N 1 1 rt- tfí “T 3 co Se Veðrátta. Vetrarbragur kominn nú á tíðarfar. Frost og fjúk þessa dagana, eftir lang- vinn þíðviðri og rosa. Mun hafa ver- ið um 10 stiga frost í nótt (C.). Messaö verður á morgun í démkirk- junni siðdegis kl. 5 (J. H.). Kvenfélagslotterlið. Happið það, silfurbelti, hefir hlotið eigandi seðilsins nr. 616. Frá Faerey.iutn (Vestmannaböfn) kom fyrra laugardag fiskiskútan Swift, skipstj. Hjalti Jénsson, eign hans og kaupm. Jes Zimsens o. fl., eftir 5 vikna dvöl þar til viðgerðar, með því að dráttarbrautin hér verður ekki enn notuð til slíkra hluta, eftir 2—3 ára basl við að koma henni upp með mjög miklum tilkostnaði af almannafé og annars vegar. Ávarp til cand. mag. Bjarna Jónssonar. Fórn Abrahams. (Frh ) Hinir herteknu liðsforingjar höfðu hvergi nærri fengið sadda forvitni sína. En ekki gat hjá því farið, að þeim hugnaðist vel að kurteisi þeirri, er var fólgin í þessum síðustu orðum. f>eir settust á jörðiua; engir voru stól- arnir og ekkert borðið. Eftir tilvísun du Wallou settist van der Nath hon- um til vin8tri handar, en Foley ridd- arahersir hægra megin við hann. Trú. boðinn settist við hlið enskum her- lækni, sem var fúll og rumdi í alt af. Liðsforingjarnir voru sér í hóp, og nokkuð frá þeim sátu 3 merkisvaldar hljóðir og alvörugefnir. Matarlystin var vel við hæfi hinna miklu matbirgða. Ekki var beðið boð- anna lengur en minst varð komist af með, og tekið til iðju með höndum og tönnum. Du Wallou fór veitanda staðan við þetta óviðbúna samsæti svo fimlega og fyrirmannlega, að gesti hans furðaði stórum, og voru þeir að hugsa um, hvað nýstárlegt bera mundi að höndum áður lyki ófriði þessurn, þar sem alt af voru að skapast nýir og nýir fyrirliðar. f>eir hjöluðu um leið glatt og háreystið, og grufluðu innan um niðursuðudósirnar. Folley riddarahersir, mælti höfuðs- maðurinn, gerið þér svo vel, ofurlítið af pickles! Ekki megið þér ámæla mér fyrir, ef þær eru ekki góðar; það er þá löndum yðar að kenna. — Síra Smith, genð svo vel að rétta sessu- naut, lækninum, mustarðdósina. — Westhuizen merkisvaldur, hann er að svipast eftir einhverju að drekka, laut- inantinn þarna; má eg biðja yður að rétta 1—2 flöskur yfir um borðið. f>að lá við, að hinir herteknu menn gleymdu því, hvar þeir voru staddir. f>es8Í kveldverður þar í öræfunum var eins og draumur úr f>úsund og einni nótt. Gamanyrði höfuðsmanusins, sem voru flest græskulaus, en þó stundum dálítið nöpur, voru eins og fjörugur hljóðfærasláttur yfir borðum. f>au komu sér þeim mun betur, sem menn hans voru fálátari. það var eins og enginn hefði að segja framar af bar daga og ósigri. Og eftir því sem lin- aði sultinn, tók til að færast yfir þá notaleg værð. það var nærri því ótrúlegt, hvað samsætisgestirnir gátu verið hver öðr- um ólíkir. En það gerði einmitt þessa kveldstund minnisstæðari en ella. Du Wallou kom ekki þar til greina. Hann var Norðurálfumaður frá hvirfli til ilja, og var fátt líkt með honum og lönd- um hans. En varla var hægt að hugsa sér tvent ólíkara en þá Foley riddara- hersi og van der Nath merkisvald. f>eir voru báðir háir vexti. En þar með var lokið líkindunum með þeim. Undirskrifendur eftirfarandi ávarps hafa beðið ísafold fyrir það til birt- ingar. Herra Bjarni jfónsson frá Vogi! Vér íslenzkir stúdentar, lœrisveinar yðar, hér i Kaupmannahöfn, finnum hvöt hjá oss til að fœra yður þakkir fyrir undanfarna tíð, fyrir þá ógleym- anlegu alúð og vinsemd, sem þér hafid oss sýnt, fyrir þá mentun, er þér hafið oss veitta — fiestum framar — sem kennari vor og andlegur leiðtogi i lœrða skólanum. Hörmum vér það, að kröftum yðar og ágætum hœfileikum er bægt frá þeim skóla, en jafnframt óskum vér og vonum, að yður megi auðnast að halda áfram að neyta þeirra til heilla og þrifa fósturlandi voru. Á fundi Félags ístenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn 8. októbermán. 1904. Gísli Sveins8on stud. jur. Sigurjón Jónsson stud. polyt. G-unntaugur Claessen stud. med. & chir. Magnús Guðmundsson stud. jur. Sigurður Sigtryggsson stud. mag. Böðvar .Jónsson stud. med. Páll Sveinsson stnd. mag. Jónas Einarsson stud. mag. Jón Hj. Sigurðsson stud. med. & chir. T. Skúlason cand. jur. V. Finsen Pétur Bogason stud. polit. stud. med. & chir. Sturla Guðmundsson Björn Lindal stud. polyt. Jón Ófeigsson stud. mag. Bj«rni Þorl. Johnsen stud. jur. B. Kristjánsson stud. mag. Einar Arnórsson stud. juris. Br. Björnsson stud. med. Guðbr. Björnsson stud. theol. Asgeir Torfason cand. polyt H. Gislason stud. theol. Björn Þórðarson slud. jur. Jón Magnússon stud. polyt. Geir G. Zoéga stud. polyt. Guðm. Ólafsson stud. jur. Halldór Jónasson stud. mag. V. Einarsson stud. jur. Stefán Jónsson stud. med. O. Hermannsson stud. jur. Ólafur Þorsteinsson stud. polyt. Matth. Einarsson cand. med. Sig. Guðmundsson stud. mag. P. Jónsson stud. jur. Georg ÓlafsBon stud. mag. G. Einarson stud. theol. M. Jónsson cand. jur. stud. jur. Skúli Bogason stud. med. & chir. Jakob R. Möller stud. mag. Sveinn Björnsson stud. jur. Gunnar Egilsson stud mag. Magnús Sigurðsson stud. jur. Jón Kristjánsson stud. jur. Sigurður Sigurðsson exam. pharm. Árni Páhson stud. mag. Sigurjón M. Bjarnason stud. jur. Arni Þorvaldsson stud. mag. Guðm. Hannesson stud. jur. Páll Egilseon stud. med. Guðm. Guðmundsaon stud. jur. Kr. Linnet stud. jur. Björn Pálsson stud. polyt. Björgúlfur ÓlafssoD stud. med. Bjarni Jónsson stud. theol. Jóhann Sigurjónsson Guðm. Benediktssoa stud. mag. Pétur Thoroddsen stud. med. Sigurður Jónsson stnd. med. & chir. Jón Stefánssou cand. phil. Stefán G. Stefánsson stud. jur. Einar M. Jónasson stud. jur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.