Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða ll/s doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. \ XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 26. nóvember 1904 75. blað. jfluáJadl jMaApaAMv ílT 0. 0. F. 8621287* 0. Augnlækning ókeypis 1. og 8. þrd. í hverjum mán. kl. 2—3 i spitalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld 11—12. Hlutabankinn opinn kl .10—8 og 61/s—7 ‘/s. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á bverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og isunnudagskveldi kl. 8*/, síðd. Landakotskirkja. öuðsþjúnusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jsndur kl. 10‘/s—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud ng ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypis i Pósthússtræti 14b 1. eg 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Gufubáturinn Koykjavík fer upp i Borgarnes 6. og 15. des. ; hann kemur við á Akranesi í hverri ferð. Suð- ur (til Keflavikur o. s. frv.) fer hann 28. nóvbr. og 20. des. fj3F“ Fer alt af kl. 8 árdegis. Leikfélag Reykjayíkur leikur i kvöld kl. 8V2 og ann- að kvöld kl. 8 Afturgöngur. Ritsimasamningurinn. Það er dálítið örðugt um hann að dæma til fullnustu, meðan hann er ekki gerður heyrum kunnur eins og hann er orðaður, einkum þó um afstöðu alþingis í því máli. Hefir það frjálsar hendur eftir sem áður? Er hann því að eins gildur, að þing- ið hafi ekkert við hann að athuga? Eða er hann þegar ( gildi genginn og óhagganlegur, hvað sem þingið segir, hvort sem því líkar hann eða líkar hann ekki? Mörgum er g r u n u r á, að svo só, sem nú var nefnt síðast. Blað eitt í Khöfn, Nationaltidende, atti allgreinilegt tal við formann Rit- símafólagsins norræna, Suenson kamm- erhcrra, daginn eftir að samningurinn var undirskrifaður. Þar er ekki einu orði á það minst, að neitt þurfi til þingsins kasta að koma um gildi samn- ingsins. Það leynir sér ekki á þvi, sem formaður segir, að h a n n lítur svo á að minsta kosti, að samningurinn sé fullgildur þá þegar og muni verða tek- ið til verka eftir honum viðstöðulaust. Hann segir meðal annars, að lengi só verið að búa til sæsímann, og muni því naumast verða hægt að leggja hann að sumri. Hann hefði ekki komist svo að orði, ef hann hefði ekki hugsað sór tekið til við sæsímann fyr en eftir þing eða þingbyrjun að sumri. Sama er um símastólpana, 15000 að tölu, sem hann segir að útvegaðir verði í Nor- egi og Svíþjóð. Það hefði vel mátt hlvða, að stjórnin fullgerði slíkan samning fyrir landsins hönd, ef málið hefði verið nægilega undirbúið frá þingsins hálfu. En því fer fjarri í raun og ver;u, hvað sem það er látið heita á papp- írnum. Enda veriö síður viðsjárvert, ef hér hefði veriö að eins um sæsímann að tefla, þó að raunar þingið í fyrra hugs- aði sór alls ekki þessum 35 þús. kr. á ári (í 20 ár) varið til hans eingöngu, held- ur til að koma á hraðskeytasambandi b æ S i milli landa o g innan lands milli allra kaupstaðanna fjögra; vildi alls ekki meira veita til þess alls. Viðsjárverða atriðiö er þetta, ef land- ið hefir verið með samningnum skyldað til að leggja landsímann frá Austfjörö- um til allra kaupstaðanna, hvað svo sem það kostar umfram þessar 300 þús. kr., sem Ritsímafólagið leggur til hans til þess að losna við að leggja sæsímann beint til Reykjavíkur eða þar í grend. En nú er m j ö g hætt við, að svo só, vegna þess, að Ritsímafólag- ið gat ekki búist við neinum tekjum að kalla af sæsímanum, ef ekki fengist trygging fyrir, að latidsími væri lagður til Reykjavíkur. Mikið skal til mikils vinna, og mikið viljum vór vinna til fyrirhugaös hrað- skeytasambands milli landsins a 11 s og annarra landa. En ltvar þarf aðgæzlu og fyrirhyggju, ef ekki þar sem ráðist er í jafn-geysi- lega kostnaðarsamt og vandamikið fyr- irtæki eins og þetta? Fyrir skömmu hefir danskur blaða- rnaður átt tal við Mareoni, sem fróðlegt er að heyra f þessu sambandi. Hann hitti hann í New-York fyrir nokkrum vikum. Fáum vér þráðlaust hraðskeytasam- band milli íslands og Danmerkur? spyr blaðamaöurinn. Enginn hefir leitað til mín u m þ a ð, anzar Marconi. Þér vitið, að hraðskeytasamband þar í milli er í ráði. Já — en með sæsíma, þykist eg vita, En er þá þráölaust samband dýr- ara? Það er ódyrara, segir Marconi. Og viðhaldiö? Það er einnig ódýrara. Eg tek það upp: alt, stofnun, viðhald,—bara ódýr- ara, eins og búið er að sýna og sanna. Vór höfurn, sem kunnugt er, þráölaust hraðskeytasamband milli Englands og Ítalíu, milli Ítalíu og Montenegro, milli Ameríku og flestra Atlanzhafsskipa; dæmin eru nóg.-------- Eg sendi hljóðlegt andvarp til Dan- merkur, til íslands, segir blaðamaður- ittn, og spurði sjálfan mig, eins og eg hafði spurt Marconi: Því fáum vór ekki þráölaust hraðskeytasamband þar í milli? Síðdegisguðsþjónusta í dómkirk- junni á, morgun kl. 5 (síra Bjarni Hjalte- steð). Um mentamál. Fjallkonan 8. þ. m. færir lesendum sínum grein með fyrirsögninni: ment- unar-rannsóknir. Ber hún þá fregn, að þann 5. þ. m. hafi hr. Guðm. Finnbogason komið til Reykjavíkur með Hólum úr rannsóknarferð sinni um Norður og Austurland. Hann hafi lagt á stað í þá ferð frá Reykja- vík 4. septbr., og farið landveg um Kjósarsýslu, Borgarfjarðar, Mýra,Húna- vatns, Skagafjarðar, Eyjafjarðar, þing- eyjar, og um 2 hreppa Norður-Múla- sýslu, til þess að kynna sér ástand barnafræðslunnar og ýmislegt annað, er lýtur að mentun þjóðarinnar. Til þessarar kynnisfarar hefir hann valið sér þann tíma, er skólar voru ekki starfandi, og hefir hann því leit- að til prestanna cg annarra, sem lík- legt þótti að gætu frætt hann um það sem hann átti að rannsaka. Hann hefir frétt í þessari ferð, hvar væru fastir skólar á þessu umferðar- svæði sínu, og að umferðarkensla væri sumstaðar lögð niður, sumstaðar í rén- un, sumstaðar í vexti. Áður en hr. G. F. fór þessa ferð, fór hann í febr.—maí um Suður- og Vesturland, og heimsótti og hlustaði á kenslu í skólum þeim, sem eru á þessu Bvæði. En svo hefir hann á ferðum sínum einnig lagt ýmsar spurn- ingar fyrir menn, t. a. m. um, hvað lesið 8é, um lestrarfélög, húslestra, o. s. frv. Hvað kostar nú þetta þjóðina ? Hr. G. F. fær fyrir þetta starf sitt 2800 króna laun um fjárhagstímabilið, 1400 kr. hvort árið, og alt að 1600 krónum eftir reikningi í ferðakostnað. Hvað fær þjóðin í aðra hönd upp í þann kostnað ? Hún á að fá tækifæri til að kaupa og lesa bók, Bem hr. G. F. ætlar að semja f vetur í góðu næði í Reykja- vík um rannsóknir sínar. Ef þjóðin óskaði eftir að fá ítarleg- ar rannsóknir um alþýðufræðslu og mentunarástand manna hér á landi, þá virðist vera annar vegur til þess, vissari og ódýrari, en sá, að fáókunn- an mann og aðvífandi, fyrir svo að skiftir þúsundum króna úr landssjóði, til að útvega þær. Ekki væri aenað en að lagt yrði fyrir prófaBta lands- ins, að þeir útveguðu hver hjá prest- unum í sínu prófastsdæmi skýrslur um mentunarástand sóknarbarna sínna, um húslestra, lestrarfólög o. s. frv. Engum er um þetta eins kunnugt, eins og prestum, hverjum í sínu presta- kalli. Prófastar vísitera á hverju ári, og geta þá sannfærst um, hvort skýrsl- urnar séu réttar eða ekki. Með þeim hætti fengist, án sérstakra úcgjalda fyrir þjóðina, ólíku áreiðanlegri skýrsl- ur en þær, sem hr. G. F. getur afl- að með yfirreið sinni. Auk þess er þessi yfirreið hans af skornum skamti. Ef hann heldur nú kyrru fyrir í Rvík héðan í frá og til enda fjárhagstíma- bilsins, þá hefir hann af 24 mánuðum tímabilsins varið einum 6 mánuðum til ferðalaga í rannsóknarerindum; auð- vitað léttir það að því skapi á ferða- kostnaðinum. Hvað góðir menn af góðvild sinni kunna að hafa frætt hann um, er engin rannsókn frá hans hálfu. þekk- ingin var þeirra; þeir miðla honum af henni; þjóðin borgar h o n u m. Ekkert af því, sem Fjallkonan herm- ir eftir honum um umferðarkensluna, er neinar nýjar uppgötvanir; það er almenningi kunnugt fyrir löngu. það sem frá honum hefir birzt á prenti, lýsir ókunnugleika hans á landshátt- um vomm, sem von er. Eitt meðal annars, sem ber vott um hann, er það, ef hann ímyndar sér, að þjóðin muni heimila þingmönn- um sínum að gefa atkvæði sín með skólaskyldu hér á landi. Að skóla- skylda sé óhafandi hér, er svo ljóst, að það þarf ekki útskýringar við. Annað það, að svo virðist, sem hann álíti, að það séu fastir skólar sem vér eigum að stefna að. Hann ætlar oss nú raunar í bók sinni Lýðmentun svo margar tegund- ir af skólum : lágskóla, miðskóla, há- skóla, heimaskóla, heimanskóla, sam- skóla, lýðskóla, o. s. frv., að ekki er hægt að vita, hverrar tegundar þessir föstu skólar eigi að vera, eða hvort þeir eigi að vera af öllum þessum tegund- um; en hefði hann ferðast meira um landið en hann hefir gjört, þá mundi hann hafa komist að raun um, að á örfáum stöðum verður skólum við komið víðar en þeir eru nú, sökum strjálbygðar, vegaleysis, og árstíðar- innar, sem skólarnir starfa á, að ógleymdum þeim ókleifum kostnaði, sem þeir hefðu í för með sér og al- veg yrði á glæ kastað. Fyrir meira en 3 missirum, 21. marz 1903, birtist umburðarbréf, dags. 4. marz það ár, frá Kennarafélaginu til »menntavina« í öllum kjördæmum landsins, og þeir beðnir þar að gjöra sitt ítrasta til, að þingmálafundir það sumar Bamþykki, að kennaraskóli verði stofnsettur, og að stofnað verði em- bætti handa manni, sem hafi á hendi stjórn mentamálanna, því að ófært sé að fela það starf mönnum, sem hafi »umsvifamiklum« embættum að gegna; ekki megi heldur undir höfuð leggjast að bæta kjör alþýðukennaranna; en á hinu tvennu: skólauum og stofn- un embættisins, lá svo mikið, að það er oft tekið fram í bréfinu, að fjár- veiting til þeirra hluta megi ekki dragast, heldur verði fram að fara á þinginu það ár (1903). þar stendur ekki beinlínis: »nú nú, veitið þið þetta undir eins«, en það er eins og 'að lesa megi það á milli línanna. Engin áætlun var þó gjörð um, hvað skólahúsið mundi kosta, hversu marga kennara þyrfti við skólann, né um laun þeirra; ekki um það, hversu mörg kennaraefni þyrftu til að fullnægja kenslukröfunum, né um laun þeirra síðarmeir; ekki hvar skólinn ætti að standa; ekkert greint um starfsvið þessa nýja umsjónarmanns eða um laun hans — í stuttu máli: ekkert undirbúið, eða að minsta kosti ekki í ljós látið annað en þetta: að veita peningana undir eins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.