Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 3
299 200: Björn Jónsson ritstjóri, SigurtJur Briem póstmeistari og Þórh. Bjarnarson lektor. 190: H. Andersen klæðsali, Björn Ó- lafsson augnlæknir og Eiríkur Briempresta- skólakennari. 175: Jón Hermannsson skrifstofustjóri. 170: Guðm. Björnsson héraðsl. 160: Gruðm. Magnússon læknakennari, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, JónMagn- ússon skrifstofustjóri, Sighv. Bjarnason bankastjóri, Steingr. Thorsteinsson rektor og Sveinn Sigfússon kaupm. 150: Björn M. Óisen f. rektor, Daníel Bernhöft bakari, Eggert Briem skrifstofu- stjóri, Hannes Dorsteinsson ritstjóri, Ishús- félagið og Knud Zimsen ingenieur. 140: Féiagsbakaríið, Gunnar Einarsson kaupmaður og Þórður J. Thoroddsen banka- gjaldkeri. 130: Jón Jensson yfirdómari og Ólaf- ur Davíðsson bankabókari. 125: Guðjón Sigurðsson úrsmiður Gunnar Þorbjarnarsson kaupm. og Lárus Benediktsson f. prestur. 120: Benedikt S. Þórarinsson kaupm., Einar Zoega veitingamaður, Kristján Jóns- son yfird., Siggeir Torfason kaupmaður og Sæm. Bjarnhéðinsson spitalalæknir. 110: Björn Guðmundsson timburkaupm. 100: Braun (Eich.) kaupmaður, Frið- rik Jónsson kaupm., Halldór Þórðarson bókbindari, Jóbannes Sigfússon settur yfir- kennari, Jón Yidalín brezkur konsúll, Odd- ur Gislason yfirréttarmálfm., Pálmi Páls- son adjunkt og Sigurður Thoroddsen sett- nr adjunkt. Ýms tíðindi erlend. Aidrei kvað kosningagauragangur hafa meiri verið í Ameríku en í forsetakosn- ingunni núna, og er þá langt til jafn- aS. Þrír menn biðu bana í þeirri við- ureign á einum stað í Colorado, en 7 stórmeiddust. Sumar sögur segja, að 10 menn alls muni hafa lífi tynt • í, kosningaryskingum um öll Bandaríkin. Fullar 14 miljónir manna greiddu at- kvœði. Fundarspjöll urðu á þinginu í Mad- rid um síðustu mánaðamót litlu betri en í París. Þar átti að fá heimild meiri hluta til málshöfðunar gegn nokkrum þingmönnum. Því var reynt að afstýra með þrámælgi, og stóð fundur hátt upp í sólarhring. Loks lenti í á- flogum, og varð lögreglan að skakka þann leik. Þjóðverjum hefir lengi verið gjarnt til yfirgangs við aðrar þjóðir, er þeir eiga sambúð við, bæði á Þýzkalandi og í Austurríki. Gera skyldi í haust ítöl- um það til hæfis í Tyrol, með því að þeir eru þar viðlíka margir og Þjóð- verjar, að þeir fengi ítalskan háskóla í Innsbruck, höfuðstaðnum í Tyrol. Það þoldu ekki þýzkir stúdentar og gerðu uppþot. Þar urðu um 20 stúdentar sárir og á annað hundrað snarað í varð- hald af lögregluliði. Tjón varð af landskjálfta 6. þ. m. í eynni Formósu, er Japanar eiga nú, en Kínverjar áður. Hús hrundu þar um H hundrað og 80 manns biðu bana. Jjeikhúslð. Áfturgöngur voru leiknar aft-. ur á helginni síðustu, og fengu færri að sjá en vildu; svo var mikil að- sóknin. Leikendum tokst þá og til muna betur yfirleitt en í fyrsta skiftið. Fórn Abrahams. (Frh.) Biddarahersirinn var höfuðstór, blóm- legur í andliti, með geysimikið yfir- skegg, rómmikill og nokkuð skræk- hljóðaður. það leyndi sér ekki, að það var maður, sem átt hafði góða daga. Hann hafði orðið að hverfa ný- lega frá vistarborðinu og refaveiðun- um og leggja á sig leiðindavinnu, sem hann þráði að lokið væri sem fyrst og stóð ella alveg á sama um. En skyldu sína gerði hann sleitulaust og bar hernaðarþrautirnar sæmilega karlmann- lega. En heldur kaus hann að hvíla sig. f>að var notalegra, og það var miklu líkara lífinu á gamla Englandi. Hann var ræðinn og hreifur í máli og aýndi þar með, að enskur liðsforingi gæti haldið uppi sararæðu engu miður en doktor í heimspeki frá tveimur Nor ðurálf uh áskólum. þrjú skref frá honum sat hljóður og dulur maðurinn, er þar var svo sem eins og fulltrúi smáþjóðanna tveggja, er höfðu sýnt, að þær höfðu mátt til að hrista af sér afleiðingar hinna mannskæðu ósigra og að taka til ó- spiltra mála hvað ofan í annað, jafn- vel eftir að svo var að sjá, sem alt væri úti. Van der Nath hafði snar- að frá sór barðabreiða hattinum og sat þar ógreiddur og með hárið flaksandi niður um herðarnar, en óhreina tusku- ræmu bundna um ennið til þess að stöðva blóðrás úr skeinu, sem hann hafði fengið upp við hársræturnar. Hann var smáeygður og píreygður, og leit ýmist vingjarnlega eða forvitnis- lega framan í hina á víxl, en strauk hendinni við og við um skeggið, sem var mjög sítt. Hann sýndi af sér virðingarverða viðleitni á að gera sér skiljanlegt, hvað þar gerðist kringum hann, og að eiga þátt í glaðlegu skraf- inu, meðan verið var að borða. En þetta, hvað hinir ókunnu menn voru snyrtimannlegir, olli því, að hann fór enn meira hjá sér. Honum var litið niður á klunnaleg stigvélin sín. Annað þeirra var sundur á tánni. f>ar stóð út úr ruddalegur sokkur og sá á tærn- ar þar út í gegn. Fötin fóru honum illa og voru bætt. Hárið var ógreitt, og hann vissi með sjálfum sér, að hann hafði ekki látið sér detta þvotta- vatn í hug tvo sólarhringa. Honum fanst sér vera þar of aukið, eina og almúgamanni, er lent hefði í heldri manna hóp af misgáningi. Hann fór allur hjá sér vegna þess, hve hann var lélega búinn. f>að bar svo mikið á því við hlið hinna, sem voru svo vel búnir, þrátt fyrir hernaðarvolkið, og hann dáðist að þeim, eins og gott barn dáist að heldra fólki, er það veit, að það getur ekki líkst. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að minn elsknlegi eiginmaður Gestur Jónsson andaðist að heimili sínu Keynistað í Þingboltum 25. þ. m. Ingihjörg Andrésdóttir. Yinnnkona, til að annast matreiðslu og eldbúsverk, óskast frá 14. mai næstk. á heimili undirskrifaðs. Hátt kaup i boði. Keykjavik 24. nóv. 1904. N. B. Nielsen. Söltuð síld fæst i verzlun H. P. DUUS Kaupendur gefi sig fram fyrir 4. des. Alþýðufyrirlestrar Stúdentafélagsins. Annaðkvöld (sunnud.) kl. 5 e. m., i Iðnaðarmannahúsinu. Bjarni Jónsson frá Vogi: Oft rná af máli þekkja, Hafníirðingar og nærsveitamenn ættu jafnan að spyrja um verð á nauðsynjavörum sínum í verzlun P. J. Thorsteinsson & Co. í Hafnarfirði, áður en þeir kaupa annarsstaðar. f»að mun Óefað borga SÍg. Otto Monsteds danska smjörlíki er b ezt. Hafið þér teng|ð yður í föt fyrir jólin? Ef ekki þá Romié scm Jyrsf í klæðskeraverzlunina LIVERPOOL. í»að er mesta og bezta úrvalið af alls konar fata- efnum og öllu er karlmenn með þurfa. ALFA LAVAL hæstu verðlaun 1904. Á heimsýningunni í St. Louis hefir ALFA LAVAL í samkepni borið af öllum öðrum skilvindum og hjá dóm- nefnd sýningarinnar blotið hæstu verðlaun (Grand Prize), einu hæstu verðlaunin, sem nokkur skilvinda hlaut á sýningunni, og hefir hún því enn þá einu sinni fengið opinbert vottorð um að vera heimsins bezta skilvinda. Aktiebolaget Separator Depot. ALFA LAVAL Vestergade 10. Köbenhavn K. Með Laura nýkomið i vefnaðarvöruverzlunina í IngöMvoli meðal annars: úrval af 1 í f s t y k k j u m, léreftum, sirzum, tvisttauum. FYRIR DANSLEIKINA: Musselinsefni, hvít og mislit, hvít og svört blúndu- og tullefni, allsk. leggingar og silkibönd, silkislifsi frá 0,60, sokkar frá 0,25, mesta úrval af hönzkum, hvítir skinnhanzkar 8- og 10-hneptir, silkihanzkar 3- 6- og 12 hneptir etc. etc. cJlíí Jallagar, góéar og óéýrar vörur. Aðstoðarstúlka getur fengiö vist frá 14. mai næstkom. á Café Uppsalir. Til sölu vanbað íbúðarhús nál. miðj- um bænum. Lítil útborgun og skilmálar mjöð góðir. Semja mú við Steingrirn Guð- mundsson, snikkara, Bergstaðastig 9. Bræðurnir G. og S. Eggerz eru fluttir í Suöurgötu 8. V ínþrtígur, Ep»L J^vítkáls- °g Rauðkálshöfuð nýkomin í Brydes verzlun í Reykjavík. Uppboð það, sem auglýst hefir verið, að haldið yrði á Járngerðarstöðum í Grindavík 30. þ. m. á gufubátnum »Oddur« frá Eyrarbakka, afturkallast hér með. Uppboðsráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 26. nóv. 1904. Páll Einarsson. Fortepiano óskast til leigu nú þegar. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.