Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.11.1904, Blaðsíða 2
298 Margir þinguaenn létu blekkjast af Jpessum eftirrekstri; en þó varð niður- staðan sú, að þinginu þótti málið ekki vera nægilega undirbúið, og frestaði veitingunni. Er nokkur von til þess, að þjóðin leyfi þingmönnum sínum skilmálalaust að skuldbinda sig til að greiða út í bláinn ótakmarkað fé til þessa kenn- araskólabákns, og alls þess, sem hann hefir í för með sér, og til að stofna nýtt embætti með ótilteknum launum og ótilteknu verksviði? Er ekki von að hún vilji fá hugmynd um fjárhæð- ina, og hvernig eigi að verja henni, áður en hún lætur skuldbinda sig til að borga hana? Kennarafélagið kom fram með uppá- stunguna; því stendur þá næst að undirbúa þetta mál og skýra það fyr- ir þjóðinni. En það þegir. Hvers vegna? ESa á að þegja um það þang- að til rétt fyrir þingmálafundina, og láta svo mentavinina koma þar gjald- endum í opna skjöldu, og segja við þá: nú nú, bara veitið þið pening- ana! Mergurinn málsins er, að hér eru öfgar um að ræða. Að andlegri ment- an standa íslendingar alls ekki að baki annarra þjóða. það er ekki skort- ur á henni, sem stendur þeira fyrir þrifum. Og um raarga af þessum lægri skólum er sannleikurinn sá, að menn ofan úr sveitum, þar sem engir slíkir skólar eru, eru engu síður að sér en þeir, sem gengið hafa í skóla í sjóplássunum. |>ar sem þessir skólar koma upp, þar hættir heimakenslan, og þó mað- ur ekki nefni annað, þá er það eitt nóg til þess, að maður fari að efast um ágæti þeirra. Vel samdar fræðibækur væru beztu umferðarkennararnir meðal vor. J>eir, sem námfúsir eru, mundu læra og mentast af þeim; hinir mentast hvorki af þeim né í skólum. En gagnfræðaskólar eru nauðsyn- legir, til þess að þeim, sem geta veitt sér það, kostnaðarins vegna, og hafa gáfur og löngun til frekara náms, gef- ist kostur á að afia sér þess. Jpetta sést á Flensborgarskólanum. þangað sækja fleiri en húsrútnið getur veitt viðtöku. Og þeir, sem til þekkja, geta borið um, að þangafi sækja þeir einir, sem vilja af alvöru leita sér auk- innar þekkingar. Siðprýði þeirra og ástundun við námið er kunnug ekki að eins kennurum skólans, heldur einnig almenningi hér í kauptúninu. í Flensborgarskóla er kennara- fræðslu-deild. Væri slík deild einnig stofnsett í gagnfræðaskólanum á Akur- eyri, þá þyrfti sannarlega ekki frekara kennaraskóla við. En um stofnun þessa nýja menta- málastjóraembættis er það að segja, að ekki er ólíklegt, að þjóðin fresti fjárveitingu til þess, meðan enginn skýrir fyrir henni, hvert só verksvið þess nýja embættismanns. Forsjálir húsbændur íhuga vel, hvort þeir komist ekki af með þau hjú, sem fyrir eru, með því að halda þeim vel til vinnu, áður en þeir bæta við sig nýjum, kaupdýrum hjúum. Hafnarfirði 16. nóvbr. 1904. f>. Egilsson. Morðlngi náðaður. Með konungsúrskurði 11. þ. m. hefir tukthúsfanganum Jóni Sigurðs- syni úr Bárðárdal verið upp gefið það sem eftir var af hegningarhúsvist hans, æfilangri. Hann myrti fyrir 13 árum stúlku, er gekk með barni hans. Hann hefir verið í hegningarhúsinu ll1/^ ár, en þar áður í gæzluvarðhaldi hátt upp í 2 ár. Hann var orðinn bilaður að heilsu af innivistinni. Hann fer norður með pósti í næsta mánuði. Hann á þó að vera undir sérstöku eftirliti lögregluvalds fyrst um sinn og verður látinn inn aftur, ef hann hegðar sér ekki vel. Hermenska Japana, Danskur maður, J. Henningsen etaz- ráð, er hefir átt heima 15—16 ár austur í Kína og er nákunnugur í Japan, ritar öðru hvoru mikið fróð. legar og skilmerkilegar greinar (í Politiken) um viðureign Rússa og Japana. Snemma í þ. m. (5/u) segir hann svo, að 9 mánaða reynsla sé búin að sýna, að efnið í liði Japana sé engu síðra en Rússa, hvorki að gáfum, hug- prýði, hreysti, heraga, kunnáttu né þolgæði, en sé fremra að ýmsu leyti herstjórn og fyrirliðamensku. Hann fullyrðir og, að Japanar muni vera alt eins liðmargir í Mandsjúríu eins og Rússar, þótt ýmsir hafi viljað rengja það. Herinn Rússa þar muni vera 300—350 þús. í mesta lagi, og Jap- ana eins. En ekki treystist Rússar, þeir er mest láta yfir sér, til að halda því fram, að þeir geti aukið her sinn þar um helming, þótt langt sé litið fram í tímann, — er þess er gætt, hve mikið þarf til þess að fylla í skörðin eftir þá, sem fallið hafa, eða eru óvíg- ir af sárum eða veikindum, og þá hins, hver ógrynni vista og skotfanga allur sá óvigur her þarfnast. En það langt segir hann só áreiðanlegt að Japanar geti jafnast við þá. |>eir eigi miklu hægra um aðdrætti en Rússar, bæði að vistum, bergögnum og liðsmönnum, að minsta kosti með- an þeir eru einir um hitu og allsráð- andi á sjó — miklu skemmri leið og torfæruminni heldur en Rússar eiga, þeir sem flytja verða öll sín föng og sérhvern liðsauka austur um endi- langa Síbiríu. En það segir hann, að öllum, sem til þekkja, beri saman um, að hvergi í heimi sé betra lag á öllu því, er lýtur að herflutningum og vista- aðdrætti en með Japönum. Enginn samjöfnuður þar í milli þeirra og Rússa. Japanar hafa nú nýleitt í lög það aukna herþjónustuskyldu, að fullvígum her þeirra fjölgar um 600,000 manna, kemst upp í eina miljón alls eða vel það. f>að segir höf. að sé engin býsn. Frakkar séu ekki nema 38 miljónir, og séu þó viðbúnir að hafa til, ef á liggur, 2x/2 miljón vígra manna. Japanar eru 50 miljónir, og munu því treysta sér vel til að vera ekki minni en Frakkar. Japanar eru allra manna hraustastir og herskáastir, eins og sýnt hefir sig í þessum ófriði. Og þeir hafa sýnt þar, að þeir eru Norð- urálfumönnum ekki einungis jafnsnjall- ir að hreysti og hugprýði, heldur miklu fremri að því leyti einkanlega, að þeir kunna alls ekki að hræðast og ganga svo fúsir og alveg öruggir í dauðann, að Norðurálfumenn fá naum- ast í því skilið og líta á það svo sem fullkomin náttúruafbrigði. J>að segir hann, að öll þjóðin jap- anska standi sem einn maður í viður- eigninni við Rússa, jafnt stjórnarand- stæðingar sem stjórnarliðar. Hann hefir það eftir oddvitaandstæðingaliðs- ins, Okuma greifa, sem er einn »hinna gömlu stjórnvitringa* og höfunda hins nýja þjóðskipulags með Japönum, og stjórnar nú helztu bankastofnún þar í landi og er maður mjög mikils met- ínn og ákaflega vel þokkaður,— að bú- ast mætti við nýjum og þungum álög- um og margs konar illum búsifjum til handa Japansmönnum áður ófriði þess- um lyki. En allar þær álögur og ill- ar búsifjar væri andmálsmenn stjórn- arinnar jafn-boðnir og búnir að bera sem hinir. J>etta sagði hann í sam- sætisræðu einni í haust. Hann gerði ráð fyrir, að útgjöld ríkissjóðs Japanayrði tvö árin næstu fullar 2200 milj. kr. (12—1300 yen, en hvert yen er 1 kr. 80.), og mundu þá ríkisskuldirnar kom- ast upp í 3,600 milj. kr., úr rúml. 1000 milj., sem þær væri nú. En það væri þó ekki nema rúmar 70 kr. á mann; þær væru víðast í Norðurálfn miklu meiri. J>essu samsinti einn af ráðgjöfum, sem við var staddur. Höf. segir, að það beriöllum sögum saman um, frá þarlendum mönnum (japönskum) og útlendum, að ekkert beri á því, að lýðurinn kenni neinna þrauta eða þyngsla af ófriðinum, varla að fólk viti af honum, eða láti sér detta í hug, að landið sé í veði. Alt Sengur sinn vanagang, ónæðislaust og hlykkjalaust að sjá. Verzlun og iðnaður engan sýnilegan hnekki beðið það sem af er ófriðinum. Verzlunar- viðskiftamagn við aðrar þjóðir rúmum 40 milj. kr. meira 7 mánuðina fram- an af þessu ári en á sama tíma í fyrra, og var þó verzlun blómlegri þá en undanfarið. jpetta kom hér um bil jafnt á útfluttar vörur og aðflutt- ar, og er þó slept herfanga-aðdráttum stjórnarinnar. Uppskera í sumar með bezta móti. Svo telst til, að ófriðurinn hafi kost- að Japana 1 milj. 800 þús. kr. á dag til þessa. En megnið af því fé, meira en 2/s, hefir verið kyrt í landinu sjálfu. Stjórninni var veitt heimild til, er ófriðurinn hófst, að verja til hans alt að 1000 milj. kr. J>ar af fengust um 300 milj. með auknum sköttum, en hitt með lánum. Megnið af því láns- fé fekst innanlands og bauðst marg- falt meira en um var beðið. Að eins 180 milj. erlendis, mest á Englandi og í Ameriku. Helmingnum af þessum lánum óeytt enn. Höf. er því á því, að hvorki muni liðsskortur né féskortur koma Japön- um á kné fyrst um sinn, og það þótt svo færi, að þá þryti sigursæld. Ekki til neins að ætla sér að skygn- ast lengra fram í tímann en sem svar- ar tveimur árum. En alt lýtur að því, segir hann, að það rætist, sem spáð var í upphafi hernaðarins, að ófriður þessi verði hinn skæðasti, þrálátasti og langvinnasti, er dæmi eru til á vorum tímum. Alþýðumentamálið. J>að er stórmál, sem íhuga þarf og ræða vandlega á milliþinga-þinginu sí- starfandi, þ. e. í blöðunum, á ð u r er því verður til lykta ráðið á sjálfu lög- gjafarþinginu. En það getur ekki kallast að rökræða mál, ef allir eru sammála; eða mjög yrði það þá ein- hliða skoðað, og lítil not að slíkum- undirbúningi. Nú er í hugvekju þeirri um mál þetta, er hér birtist í dag, nokkuð öðrum augum á það litið en tíðast sést á prenti nú orðið, það Ht- ið sem það or, og er hún því vissu- lega ekki síðri fyrir það. Enda er höf. alkunnur mentamaður og menta- vinur, og hefir haft um langan aldur nokkur afskifti af alþýðufræðslu ísínu bygðarlagi, kauptúni, þar sem hún mun vera og hafa verið lengi ef til vill í jafnbeztu lagi á landinu. Rlddari af dbr. er orðinn Gnðmund- ur Magnússon læknaskólakennari. Dannebrogsmenn eru þeir orðnir, Sigurður Sigurðsson kennari frá Mýr- arhúsum, og Þórður hreppstjóri Guð- mundsson á Hálsi. Yesturheimseyjaspítalinn. Um aðra helgi verður haldin hér tombólan til ágóða samskotasjóðnum, sem er ætlað að koma upp viðlíka hæli handa holdsveikum aumingjum í Yest- urheimseyjunum dönsku eins og því, sem vér eigum í Laugarnesi og er að þakka göfugmannlegri hjálpfýsi ein- stakra manna meðal framandi þjóðar. Hér er og mikið um hjálpfýsi og greiðvikni. Mannkærleiki í þeirri mynd fer hér vafalaust fremur vaxandi en minkandi, sem betur fer. En mörgum vex í augum svona mik- ilfenglegt líknarfyrirtæki, auk þess er það þykir sumum nokkuð fjarskylt. En ekki spurði Samverjinn um skyld- leikann, þegar hann líknaði manninum, sem stigamennirnir höfðu misþyrmt. Auk þess er hér ætlast að eins til nokkurrar hlutdeildar, við, vort hæfi, í samskotum efnameira fólks, frændþjóðar vorrar við Eyrarsund. Og ekki mundum vér geta varist kinnroða, ef sú hlutdeild yrði mjög ná- nasarleg eða kotungsleg. Sæmd þyrftum vér af henni af hafa, en ekki vansæmd. Niðurjötnuii bæjargjalda í Reykjavik 1905. Þau eru nú komin upp í rúm 48 þús. kr., aukaútsvörin hér i höfuðstaðnum- Vöxtur þeirra siðari árin irliti: sést á þessu yf- 1901 . 32,594 kr. 1902 . 37,581 — 1903 . 41,592 — 1904 . 43,079 — 1905 . 48,0.7 — Lagt er á flesta gjaldendur alveg eins og í fyrra; hækkað á fáeinum,. og lækkað á viðlika mörgum á að gizka, en minna þó nokkuð. Yiðbótin kemur mest niður á nýjum gjaldendum. í>eir eru nú orðnir um 1700, en voru siðast um 1550 og þar á undan 1306, og ekki nema rúm 1200 ár- ið 1902. Hér eru þeir taldir, sem lagt er á 100 kr. eða þaðan af meira. JÞað stendur tilr að niðurjöfnunarskráin verði öil hirt á prenti að fám dögum liðnum, i dálitlum bækling. 1800 br.: D. Thomseu konsúll og kaupmaður. 1400: Brydesverzlun og Edinborgar- verzlun, 900: Duus-verzlun, Godthaabs-verzlun (M. Th. Jensen) og J. G. Halberg gest- gjafi. 600: M. Lund lyfsali og frú Kr. Thor- steinsson (Liverpools-verzlun). 500: Emil Schou hankastjóri og Geir Zoega kaupmaður. 450: Hannes Hafstein ráðgjafi. - 425: Hallgrimur Sveinsson biskup. 400: Timbur- og kolaverzlunin Reykja- vík. 350: Trésmiðafélagið Yölundur. 325: Klemens Jónsson landritari. 320: Jónas Jónassen landl., Sturla Jónsson kaupm. og Tr. Gunnarsson hanka- stjóri. 300: Árni Thorsteinsson f. landfógeti, L. E. Sveinhjörnsson háyfirdómari og Th. Thorsteinsson konsúll. 270: Jul. Havsteen f. amtm. 260: Magnús Stephensen f. iandsh., og Páll Briem hankastjóri og f. amtmaður. 250: Sigfús Eymundsson agent og ' hóksali. 240: Halldór Daníelsson hæjarfógeti. 230: B. H. Bjarnason kaupm. og Jes Zimsen kaupm. 225: Björn Kristjánsson kaupm, 220: Jón Þórðarson kanpm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.