Ísafold - 10.12.1904, Side 2

Ísafold - 10.12.1904, Side 2
•Jafnframt því að skýra yður, hr. oddviti, frá þessu« [ueitun amtmauns um gjafsókn í máli út af ólöglegri gift- ingu] »til birtingar fyrir hreppsnefnd- inni, ávíta eg yður hérmeð harðlega fyrir þá þverúð og óhlýðni, sem þér hafið sýnt með því að bera þessa málaleitun og aðra til beint undir amtmann, þótt þér hafið verið marg- aðvaraður og víttur fyrir slíkt áður, enda verður nú hafin sakamálsrann- sókn gegn yður og nefndinni fyrir at- hæfiða. Hann hafði s j á 1 f u r orðað og bók- að rannsóknarályktun þá, er hann hafði látið sýslunefndina gera. £n svo getur hann ekki notað hana, þeg- ar til kemur, eða er þá búinn að gleyma, hvers efnis hún var, eða þá loks að honum þykir hún ekki nógu mikil í munni. f>að sem sýslunefndin hafði fundið að, eftir sjálfs hans fyrirmælum, voru of miklar reikningseftirstöðvar og sein- læti að innheimta hreppsgjöld. Vita- skuld var hvorttveggja ýmist ástæðu- laust eða sýslumaður sjálfur orsök í því, eftir því Bem hreppsnefndarodd- vitinn skýrir greinilega frá í ísafold 31. ágúst þ. á. En í stað þess að tilkynna nefnd- inni eða oddvita hennar þá þessa ályktun sýslunefndarinnar, þótt vitlaus væri, þá nefnir hann þær sakir alls ekki á nafn í tilkynningarbréfi sínu til oddvitans, heldur kemur með alt aðra sakargift — þann stórglæp, að hafa borið áminsta gjafsóknarumsókn og aðra málaleitun til beint undir amtmann, þ. e. fram hjá Honum S j á1f u m! Amtmaður skipaði nú Lárusi að hætta við þessa sakamálsrannsókn, undir eins og hann vissi af henm — sakborningur kærði athæfið fyrir hon- um. H a n n hefir þó séð undir eins, að maðurinn var saklaus — saklaus af öllum glæpum, eins og ísafold hafði orð- að það og verið lögsótt fyrir. En meira gerir hann ekki, gerir hvorki að ávíta undirmann sinn, sem svona beitir em- bættisvaldi sínu, né heldur að láta hann sæta lagaábyrgð fyrir. Hann lítur þá með öðrum orðum svo á, sem maðurinn hafi gert þetta af heimsku eða misskilningi, en ekki öðru verra. Dómarinn virðist og vera þar á sama máli. Hann segir »ekki vera fram komna næga sönnun fyrir því, að þetta« [sakleysi hreppsnefndaroddvit- ans] »hafi verið stefuanda« [Lárusi] •ljóst, þegar hann skrifaði bréfið 13. apríU, og sektar því ísafold um 40 kr. fyrir að hafa ekki gert ráð fyrir mann- inum nógu einföldum til þess, heldur haga svo orðum sem hann hefði ráð- ist vísvitandi á saklausan mann með sakamálsrannsókn. En það hefði þó satt að segja verið að gera hann e n n vitsmunatæpari en kunnugum kemur saman um að hann sé, — með allri oftrú sjálfs hans og þar af leiðandi hjátrú ókunnugra á þeim. Málin hafði stefnandi (Lárus) tvö til þess, að gera lögsóknina matar- meiri. En í báðum sannaðist þetta, að hann hafði hótað og boðað saklaus- um manni sakamálsranneókn. þess hafði verið getið í annari hinni um- stefndu grein, að Lárus æli hatur til síra H. Á. og þyrfti að hefna sín á honum. Síra H. var þá nýbúinn að fá hann dæmdan í 80 kr. sekt m. m. fyrir óhróður um sig í sýslufundar- gjörð. Dómarinn skilur þá athuga- semd svo, sem sagt sé, að sakamáls- rannsóknin hafi stafað af hatri sýslu- manns og hefndargirni. Hann kemst svo að orði, að þó að áminatar sýslu- fundargjörðir, sem Lárus þóttist styðja sig við, er hann tilkynti sakamálsrann- sóknina, »beri vott ura töluverðan kala stefnanda til oddvita* (síra H. Á.), •þá sé ekki næg heimild til að álykta af því, að hann hafi ályktað rann- sóknina af hatri við oddvitann og til að ofsækja hann í hefndarskyni*. Pyr- ir það gerir hann ísafold 50 kr. sekt, auk málskostnaðar. Isafold mun nú reyna, hvort æðri dómstólar verða þar sömu skoðunar, í báðum málunum. Ekki af þvi, að miklu skifti um þessar sektir. þær eru aukaatriði. Aðalatriðið er hitt, að verknaðurinn er sannaður, þessi sem víttur var, — eins og aðalatriðið í þjófnaðarmáli t. d. er það, hvort þjófnaður hefir verið framinn eða ekki, og hver það hefir gert, en ekki hitt, með hvaða hug þjófurinn hefir framið hann. — Heldur er það hitt, að því oftar sem æðri dómstólar kveða upp úr um sannaðar sakir, sönnuð embættisafglöp, því frem- ur er þó dálítil von um að svonefnd etjórn þessa lands treystist ekki til að skella við slíku skolleyrum, og að þá létti einhvern tíma ófögnuði þeim, sem hér er verið að kljást við. “ það er ekki ómakslaust né kostn- aðar fyrir blöð eða einstaka menn, að fá sönnuð embættÍBafglöp á valdsmenn vora. En önnur ráð til þess eru ekki sýnileg oft og tíðum. Ekki ber lands- stjórnin það við. Má þakka fyrir, ef hún skiftir sér af þeim, þegar aðrir eru búnir að sanna þau til fullnustu. Og til þess að knýja sannanirnar fram, fá þær lýstar fullgildar með dómi, v e r ð a blöð eða einstakir menn að fara um embættisafglöpin svo hörðum orðum, að hinn seki komist ekki hjá að fara i mál, sem þrásinnis leiðir þá til sekcar, þ ó 11 verknaðurinn sannist að fullu og öllu. Svona glæsilegt er stjórnarástand vort í þ e i r r i grein, sem fleirum raunar! Eitthvert raus flytur stjórnarmálgagnið nýkeypta út af því, sem sagt var hór í blaSinu ný- lega af viStali Marconi viS danskan blaSamann um ritsímann hingaS. Seg- ir h o n u m ekki koma þaS mál neitt viS, meS því aS hann hafi selt öll sín réttindi til hraSskeytasambandstilrauna félagi einu í Lundúnum, og sé þv{ þaS eitt aS marka, sem þaS félag segir og gerir, en Marconi sjálfan ekki hót. Enginn veit þó til þess, nema vera skyldi hiS alfróSa »sannsöglinnar mál- gagn«, aS Marconi só neitt bilaSur á vitsmunum. En því aS eins mundi hann hafa þannig aS orSi komist viS hinn danska blaSamann, sem hann gerSi, svo framarlega sem hann á ekkert meS aS skifta sór af hraSseytasambandstil- raunum meS því lagi, sem hann hefir látiS sér hugkvæmast og er alt af aS fást viS aS umbæta og fullkomna. Innbrotsþjófnaður. Brotist var inn í Thomsens magasín eina nótt hér um daginn og stoliS þar miklu af smjöri, hangikjöti o. fl. Þetta var í bezta veSri og tunglskini. Og þó halda kaupmenn næturverSi sór til aS gæta búSa sinna. Hvalstöðvarbrunl. Sunnudaginn var, 4. þ. mán., brann íbúSarhús hvalamannanna norsku á SuS- ureyri viS TálknafjörS, ásamt verk- mannaskúrum þar. SkaSinn talinn um 100,000 kr., eftir ágizkun. FólagiS, sem þá hvalstöS á, nefnist Tálkni. Póstgufuskip Laura (Aasberg), sem fór til Vestfjarða fyrra mánudag 28. f. máu., kom aftur snemma i þessari viku. Með henni brá sér til ísafjarðar og kom aftur bankastjóri Sighv. Bjarnason, o. fl. Eftir áætlun átti skipið að fara sólar- hring fyr vestur, enda var þá meira en ferðbúið. En þá kyrsetti ráðgjafinn það, vegna þess, að mælt er, að hann þurfti að hafa yfirmanninn á »Beskytteren« hjá sér í veizlu þann dag, en Laura mátti ekki vtrða á undan honum vestur, til þess að sekum botnvörpungum þar kæmi engin njósn með henni. Mikið var brosað hér í höfuðstaðnum að allri þeirri ráðsnilli ráðgjafans og ekki sizt þeim skörungsskap, að láta póst og far- þega vestur biða heilan sólarhring til þess eins. að yfirmaðurinn á Beskytteren gæti verið i veizlu hjá honnm! Beskytteren kom vestur á undan póst- skipinu. Hann kom aftur að fám dögum liðnum botnvörpungalaus með öllu. Laura fór í gær til útlanda. Farþegi Thor Jensen kaupmaður og börn hans tvö. Veöurathuganir i Reykjavik, eftir Sigríði Björnsdóttur. 1904 nóvb. desbr. Loftvog millim. Hiti (C.) í>- CT ct <J ct> 0* P cr 8 c* Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld26. 8 756,2 3,5 sw 1 10 4,2 2 755,9 3,4 wsw 1 10 9 758,0 3,0 w 1 4 Sd27. 8 763,2 -0,1 s 1 2 2 764,2 -0,3 NNE 1 6 9 760,7 0,0 0 9 Md28.8 754,5 1,7 NB 1 0 2 753,8 2,5 W 1 10 9 753,7 1,7 0 10 M29.8 749,8 1,1 0 5 11,7 2 751,6 -0,3 sw 1 5 9 750,2 s 1 10 Md30.8 740,2 2,0 NE 2 10 0,2 2 730,5 3,1 SE 2 10 9 724,9 4,7 SSE 1 7 15,2 Fd 1. 8 719,1 1,7 SE 1 10 2 720,5 NE 2 10 9 726,5 1,0 NE 3 3 Kd 2. 8 733,6 0,2 N 2 5 2 738,0 -0,6 N 2 6 9 741,4 -1,5 0 2 Stjérnarvalda-augl. (ágrip), Frú Sigríður Helgason í Rvík lýsir eftir kröfum í dánarbú Tómasar læknis Helga- sonar með C mán. fyrirvara frá 11. nóvbr. siðastl. Skiftaráðandinn i Barðastr.sl. lýsir eftir kröfum i dánarbú Halldórs snikkara Hall- dórssonar frá Vatneyri með 6 mán. fyrir- vara frá 2. þ. m. Skiftaráðandinn i Skagafjarðarsýslu kall- ar eftir skuldakröfum i þrotabú Gísla Björnssonar frá Hátúni i Seiluhreppi og í þrotabú Þórðar Baidvinssonar frá Grafar- ósi, hvorttveggja á 0 mán. fresti frá 9. þ. mán. 8. uppboð á húsinu nr. 27 við Laugaveg, eign Jóns kpm. Helgasonar, verður haldið þar 28. þ. mán. Eins og i fyrra hefir Kristileg safnaðarstarfsemi í hyggju að g 1 e ð j a nokkur fátæk heimili og einstæðinga í nafni safuað- arins fyrir jólin. Verður í því skyni leitað samskota, og geta þeir sem vilja styrkja fyrirtæki þetta með fégjöfum, afhent þær félagsmönnum Hem leita samskotanna eða undirskrif- uðum dómkirkjupresti, sem mælir sem bezt með fyrirtæki þessu. þess skal getið, að það sem fríkjrkjumenn kynnu að gefa í þessu skyni, verður lútið ganga til fétækra í fríkirkjusöfnuðin- um. 1 fyrra var útbýtt nálega hálfu þriðja hundraði króna í peningum og vörum, og nutu þess rúmlega 40 fátæk heimili og einstæðingar. Eeykjavík, 9. des. 1904. Jóhann Þorkelsson- eru beðnir að vitja Isa- foldar i af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum Magnús Magnússon skésmifur Laugavsg 59. Smíðar nýtt. Gerir við gamalt. Ódýr vinna. Skólinn í Landakoti tekur börn frá byrjun janúar. Einn, eða fleiri duglegir menn i félagi geta átt kost á að eignast goíi þiísRip með hægum kjörum. Skipið er ágætt, hvort heldur er til síldar- eða fiskveiða. Grípið tækifærið. Ritstjóri vísar á. Cpli og Raríöfiur í verzlun H. P. Duus. Innbrot. Aðfaranótt fimtudags hins 8. desem- ber var brotist inn í pakkhúsin hjá mér og stolið þar 110 pd. af smjöri, hangikjötskrofi, V2 8ekk kaffi °- Eg vil borga 100 kr. til þess að komast fyrir, hverir þessir sökudólgar hafa verið, og bið alla þá, sem geta gefið einhverjar upplýsingar, er gætu leitt til að koma þessu upp, að láta mig vita sem fyrst. |>e8s skal getið, að smjörið var f 10 punda ferstrendum mótuðum stykkj- um. H. Tli. A. Thomsen. litST góður og ódýr. Nýkomin í verzlun H. I*. Buus. í v 9 r z 1 u n Aiminda Árnasonar Laugaveg 21 fást flestallar nauðsynjavörur, er selj- ast nú til jóla, með svo lágu verði sem framast er unt. ©líuíunnur tómar verða keyptar hæsta verði í verzluninni »Godthaah«- SjðYöílingar órónir eru ávalt keyptir hæsta verði f verzluninni »Godthaab«. T ækifæriskaup, Af sérstökum ástæðum verður tveggja ára gamalt hús, sem stendur við eina af aðalgötum bæjarins og kostaði um 7000 kr. selt fyrir 6000 kr., eða með 1000 kr. afslætti, gegn því að kaupandi taki að sér nál. 3000 kr. veðskuld, sem afborgast á rúmum 20 árum, og greiði eftirstöðvarnar, 3000 kr., á þrem árum. Gott veð verður kaupandi að láta í té, enda fást þá máske enn rýmri borgunarskilmálar, því betra sem veðið er tryggara. Lysthafendur sendi nöfn sín í lokuðu bréfi merkt: »Hús 6000«. til ritstj. ísafoldar fyrir árslok. Hvergi betra að verzla á Laugavegi en í verzlun Ámunda Árnasonar. Ritstjóri Björn JóiiHHon Isafoldarprentsmið a

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.