Ísafold - 17.12.1904, Síða 1

Ísafold - 17.12.1904, Síða 1
%emnr út ýmiet einn einni eöa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnet) 4 kr., erlendie 5 kr. eða l1/, doll.; borgiet fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin v.ð úramót, ógild nema komin eó ti) útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlans við blaðið. A fgreiðsla Austurstrœti 8. XXXI. árg. Reykjavík laugardaginn 17. desember 1904 79. blað. I. 0. 0. F. 86l2238‘/2. Ö Gufubáturinii Reykjavík fer upp íBorgarnes 15. des., 5., 12. og 27. janúar, 6. og 23. febrúar, -6., 14. og 21. marz, en suður í Keflavík m. m. 20. deBbr., 16.jan- úar, 14. febr., 10. og 24. marz. Bát- urinn kemur við á Akranesi í hverri Borgarfjarðarferð. Fer alt af kl. 8 árdegis héðan. HKRMEÐ leyfi eg mér að biðja þá, sem skulda fyrir organspil í dómkirkjunni, að borga mér það sem fyrst. Kristján f>orgrímsson. Leikfélag Reykjavíkur leikur annað kvöld kl. 8 í síðasta sinn. Fypirgeflð þér og Apann. Ennfremur Rispa (Guðrún Indriðadóttir). Nýlendusýiiiug í Khöfn. Birzt hefir í nokkrum blöðum hér áskorun frá nefnd manna hér í bæ, karla og kvenna, um hlutdeild af al- mennings hálfu hér á landi í fyrirhug- aðri sýningu frá útlendum Danaríkis í Khöfn að sumri, en sú nefnd á að vera undirtylla höfuðnefndar í Kaup- mannahöfn, er gengst fyrir sýnÍDgunni og veitir henni forstöðu. Út af því máli hefir ísafold borist eftirfarandi hugvekja: Nýjan vott góðvildar og^bróðurkær- leika hafa Danir fyrirhugað íslandi nú um þessar mundir. Engum er enn úr minni liðið veg- lyndi Albertis, er hann hleypti ráð- herranum okkar inn í »fínasta her- bergið*, eða Deuntzers, er hann ritaði allranáðugast nafn sitt »á hornið á skjalinut. En Danir gjöra ekkert endaslept við oss; nú eigum vér enn von nýrrar sæmdar frá þeirra hálfu. En sæmdin er þessi: Á sumri komanda er fyrirhugað að halda »nýlendu«-sýningu hér í Khöfn, og ekulu þar sýndar menjar þjóðlífs og menningar meðal Blámanna í Vesturheimseyjum, Skrælingja á Græn- landi, Færeyingaog— íslendinga. Sýningu þeasa á að halda í Tivoli; þar á meðal annars að sýna: færeyska fjölskyldu, báta, veiðar- færi, húsdýr o. fl.; Blámannafjölskyldu og Blámanna- hfbýli; Skrælingjafjölskyldu og Skrælingja- bíbýli; og loks íslenzkan bÓDdabæ með allri áhöfn, bæði fólki og fénaði; ennfremur íslenzk annboð, veiðarfæri, skrautgripi o. 8. frv. f>á á og að sýna Geysi gjósanda; en ekki er þess getið, &ð Hekla eigi að vera með. |>ess er og eigi getið, að nokkur bók eigi að vera á bænum, — á sýn- ingu, er lýsa skal fslenzkri menning; en það mun ekki þykja við eigandi í slíkum félagsskap. Svo virðulegt sæti skipa Danir elztu ^nentaþjóð Norðurland a í/Upphafi 2 0. aldar! Skrælingi á aðra hönd og Blámað- ur á hina. Meðal auðvirðilegustu villiþjóða er íslenzkri (og færeyskri) menning mark- aður bás; og dönsk blöð tala digur- barklega um, að hér megi enn sjá nýjan vott um vaxandi áhuga og hlýtt þel ti) svörtu, grænlenzku, færeysku og lslenzku »bræðranna«. Danir munu ganga að því vísu, að »bræðurnir« taki þessu með þökkum, telji sér þetta mikinn virðingarauka. Ekki er þó fullkunnugt um aðra en íslendinga; enginn Blámaður, Skræl- ingi eða Færeyingur er sem sé í sýn- ingarnefndinni eða við hana riðinn; en þar eiga sæti þrfr íslendingar, og þeir ekki af lakara tæginu: báðir íslenzku háskólakennararnir og — ráðherra í s I a n d s, sem hefir ekki viljað í þetta sinn fremur en endranær sitja sig úr færi um að varpa ljóma yfir nafn sitt og land sitt. Nú þykir oss íslenzkum stúdentum hér í Khöfn fróðlegt að vita, hvernig íslendingar heima á Fróni líta á þetta mál. Vér erum undantekningar- 1 a u 8 t a 11 i r ráðnir í þvf, að veita sýningu þessari alla þá mótspyrnu, sem vér megnum; vér erum allir sam- mála um, að þjóð vorri og menningu sé gjörð smán og hneisa með þessu, og teljum það skyldu vora, að mót- mæla kröftuglega slfkum aðförum. En hvað segja íslendingar heima? Telja þeir íslands þúsund ára menningu alls eigi misboðið með þesau? Finst þeim háskólakennararnir og ráðherrann hafa gætt sæmdar sinnar og þjóðarinnar? Vilja þeir heita þjóð-»bræður« Skræl- ingja og Blámanna? Hvenær ætla þeir sér að mótmæla smán, sem þjóðinni er gjörð, ef þeir gera það ekki nú? |>ess verður vonandi eigi langt að bíða, að ótvíræð svör við þessum spurningum komi heiman að. Khöfn í nóvbrmán. 1904. ísLENZKUR NEMANDI. f>ess er að geta því næst, að fund- ur var haldinn um málið í Stúdenta- félaginu hér í fyrra kveld, að við- stöddum allmiklum fjölda manna, sumra roskinna, og tóku þar allir í sama streng hér um bil eins og þessi hugvekja fer, að þeim einum fráskild- um, sem eru í sýningarnefndinni reykvísku. Var þar loks samþykt nær alveg í einu hljóði svofeld fundarályktun: »Um Ieið og Stúdentafélagið í Rvík lýsir því yfir, að það vill eindregið vinna að því, að gott samlyndi megi verða milli Dana og Islendinga, lýsir það jafnframt yfir, að það muniverða á móti hverju þvf spori, hvort heldur það er stigið frá Danmerkur eða fs- lands hálfu, sem á nokkurn hátt má verða til þess að óvirða land vort. Slíkt spor sýnist nú stigið með sýn- ingu þeirri, sem nú er fyrirhugað að halda næstkomandi sumar, að hinni íslenzku þjóð fornspurðri, á skemti- 'staðnum Tivoli í Kaupmannahöfn. Er oss það kunuugt, að þar eru sýndir viltir þjóðflokkar, sem að ein- hverju Ieyti eru frábrugðnir mentuðum þjóðum. í þetta skifti á að sýna jafnhliða oss Svertingja og Grænlendinga; þyk- ir oss slíkt ósamboðið menningu vorri og þjóðerni, og skorum því fastlega á þá íslendinga, sem sæti eiga í sýning arnefndinni, að afstýra hluttöku ís- lands í sýningunni. Ennfremur skor- um vér á Dani í nafni vÍDáttu þeirr- ar, sem vér á báða bóga ættum að styðja, að taka í sama strengiun, til þess að forðast að særa þjóðernistil- finningu vora. Ef svo fer, að þessar tillögur vorar verða ekki teknar til greina, þá skor- um vór á hina íslenzku þjóð, að mót- mæla sýningu þessari með því að senda ekkert á hana«. f>að or mjög vel skiljanlegt, hvernig þeir hafa leiðst út í að lána nöfn sín undir sýningarboðsbréfið, íslenzku há- skólakennararnir báðir og ráðgjafinn. Eftir danskri rittízku er naumast of djarft til getið, að íslaDd og Færey- jar hafi þar verið kölluð fyrst »vore nordlige B i 1 a n d e«. f>að hafa þeir auðvitað ekki viljað UDdirskrifa, há- skólakennararnir að minsta kosti, og þózt þá góðir, er þeir fengu ísland og Færeyjar nefnd sér, og hvorki auðkend með hjálendu-nafni né nýlendu. f>að hafa þeir sætt sig við. f>jóðræknis- skorti af þeirra hálfu væri rangt að eigna það. Hana hefir raunar naum- ast Dokkur íslendingur meiri en á- minstir háskólakeunarar báðir. Og um ráðgjafann er það að segja, að þó að ísafold þyki vera miður vinveitt í hans garð, þá hikar hún ekki við að fullyrða, að hann muni vera eins ís- lenzkur í lund og vér erurn flestir. f>að er ekki það, sem hann bagar, heldur hitt, hve ístöðulaus hann virð- ist vera að náttúrufari og sérstaklega ef ríkisstjórnarvöldin eiga í hlut, auk þess sem honum hefir til þessa reynst svo nauða-ósýnt um stjórnarstörf, sem altítt er einmitt um góð skáld, og margir kunnugir gengu raunar að vísu fyrir fram. Rétt er og að taka það fram um fjórða landann í Khafnarnefndinni, Thor E. Tulinius stórkaupmann, að hann er einn meðal landsins beztu sona og trygglyndustu. En hafi þeir sælir gert, íslenzkir námsme^n í Kaupmannahöfn og aðrir landar þar, sem hafist hafa nú handa gegn þeim fákænsku og ókærnis- ávana Dana, að skipa oss íslendingum jafnan á bekk með Grænlendingum og öðrum Dýlenduhúum síuum. f>að er eugin leið að því, að venja þá af þeim ósóma, ef ekki er notað annað eins tækifæri og þetta, sem mikið ber á og úr getur orðið hæfilegur snopp- UDgur, ef rétt er með farið. f>ví einsætt er, og það eitt rétt, að róa nú að því öllum árum, að e k k- ert verði úr þessari fyrir- huguðu sýningu, er til ís- lands kemur og ísleuzkra sýnismuna, hvort sem forgöngu- mönnum sýningarinnar líkar það bet- ur eða ver. f>að er gott, ef þeir sjá að sér. En geri þeir það ekki, dugar ekki að láta neitt hik á sér finna, heldur halda beint sem stefnir og fyr var á vikið. f>á e r rétt stefnt. Ganga má að því vísu, að ýmsum þyki þetta vera óþörf viðkvæmni og hót- fyndni, og að vér bökum oss fyrir það reiði bræðra vorra við Eyrarsund ó- fyrirsynju. f>eim gangi gott eitt til, og sé því illa gert og heimska, að taka svona í þetta. En úr því að full reynsla er fyrir því, að þeim segist ekki nema tekið sé hér óþyrmilega í streng, þá tjáir ekki að horfa í það. Auk þeas er ekki svo að láta, sem a 11 i r Danir kunni betur þýlyndi af vorri hálfu en einurð og hreinskilni. f>að er þvert á móti um ýmsa mæta menn og merka þar í landi. Til dæmis hefir annar eins maður og Edvard Holm háskólakennari, frægasti sagDfræðiugur Dana, sem nú er uppi, fundið að því nýlega í Ber- lingi (2,7n), að þar hafði staðið daginn áður klausa um þessa fyrirhuguðu sýningu, og komist svo að orði, að hún ætti að vera frá »hjálendum og nýlend- um konungsríkisins, íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Vesturheimseyjum*. Hann vítir það, að þar sé sem oft- ar eða að jafnaði í bókum og blöðum haft orðið hjálenda um Færeyjar og ísland, og vill, að Danir leggi það orðatiltæki niður. f>að hafi átt við fyr á tímum um landeignir, er tengd- ar voru með nýlendustjórnarfyrirkomu- lagi við meiri háttar ríki og þeim al- veg háö í allri stjórn. En um Fær- eyjar og ísland á þetta orðatiltæki svo illa við, sem hægt er að hugsa sér, segir hann. Færeyjar eru Dan. mörku s v o álimaðar, að þær eru danskt fólksþingiskjördæmi og sömu- leiðis landsþingiskjördæmi, og þó að þær eigi sér lögþingi fyrir tiltekin mál og þó að eyjaskeggjar tali nokkuð ó- líkt tungumál, þá veitir það enga heim- ildtil að lita svo á, sem þær séu hjá- lenda, að eins háð landeign (heima- ríkinu). Og þá ísland, sem hefir nú loks á síðustu tímum hlotnast sú staða, sem það átti tilkall til, með sinni víðtæku sjálfstjórn og ríkisráð- gjafa út af fyrir sig, hvað er það í þess stöðu, er veiti heimild til að kalla það hjálendu?

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.