Ísafold - 17.12.1904, Side 2

Ísafold - 17.12.1904, Side 2
814 Vera má, að þeasu verði svarað svo, að þetta séu smámunir, og að allir viti vel, hver er afstaða þessara ríkis- hluta. En hví á þá í fyrsta lagi að vera yfir höfuð að nota orð, sem á alls ekki við, og hví á í annan stað að vera að hafa orð, sem vekur auðveld lega óvild, af því að það rifjar upp fyrri tíma ástand, sem var alveg ó- frjálst og sfður en eigi ánægjulegt? Svona kemst prófessor E. Holm að orði, gamall hægrimaður þó. Ýms tíðindi erlend. það þykja mikil tíðindi frá E ú s s- 1 a n d i, að þar áttu nýlega meiri hátt- ar sveitarstjórnarfulltrúar, viðlíka og amtsráðsmenn hér, frá öllu Bússlandi sjálfu, 127 að tölu, nokkurs konar ráð- gjafarþing með sér í Pétursborg, með vitorði keisara og ráðgjafa hans, til þess að íhuga og ræða stjórnarbót handa Bússum. þeir lögðu það til, meiri hlutinn, 100 af 127, að keisaravaldið sé gert þingbundið, og kosningarrétt til lög- gjafarþingsins hafi allir rússneskir þegnar, 21 árs og þaðan af eldri, nema hermenn og lögreglumenn. fúngið sé tvískift, efri málstofa og neðri. Efri málstofan kýs ríkiskanzl- arann. Innanríkisráðgjafinn birtir lög frá þinginn, en keisari staðfestir þau. Auk þess krafðist þjóðfulltrúafundur þessi prentfrelsis og félagafrelsis, og að allir útlagar séu heim kvaddir. Semstwo er hið rússneska heiti yfirsveitarstjórnarnefnda þeirra, er hér er átt við. þær eru hið eina þjóð- fulltrúaþing, sem til er á Bússlandi, hver í sínu umdæmi. Alexander keis- ari II stofnsetti þær fyrir 40 árum. það var skömmu eftir afnám bænda- ánauðarinnar. Hann var frjálslyndur í þann tíð, keisarinn, fyrri ríkisstjórn- arár sín. En það fór af. Og eftir- menn hans hafa amast við þeim. Nikulás II svaraði svo málaleitun af þeirra hendi um áheyrn, er ræða skyldi landsins gagn og nauðsynjar, að hann kallaði það heimskuhjal. Svo hafði honum kent verið. þetta var þegar hann var nýkominn til ríkis. það er að þakka innanríkisráðgjaf- anum nýja, Sviatopolsk-Mirski fursta, að nú fá þær aðrar undirtektir. En vitaskuld kann afturhaldsliðið því mjög illa og vildi koma ráðgjafanum fyrir kattarnef út af því. þessi sem8two-fulltrúar eru engir ó merkir þjóðmálaskúmar, heldur aðals raenn og stóreignamenn flestir. það er haft eftir einhverjum þeirra, að þingstjórnarfrelsi sé nú eina ráðið til þess að komast hjá gagngerðri stjórnar- bylting. Síðustu vikuna í f. mán. varallmik- ill hópur þingmanna frá Norðurlönd- nm, Danmörk, 8víþ]óð og Norvegi, á ferð suður á Frakklandi, eftir heim- boði frá þingmönnum þar, sérstaklega þeim, er berjast fyrir afnámi hernað- ar. þeim var tekið þar (í París) með hinum mestu virktum, af forseta og öðru stórmenni. þar var og í för Georg Brandes. Megnar róstur urðu nýlega í Bio Janeiro í Brasilíu út af því, að þar er verið að leiða í lög bólusetning. Borgin var lýst í hervörzlum. Síðdegísmessa á morgun i dómkirk- juani kl. 5: Sigurbj. Á. Gíslason. Keypta máltólinu afneitað. það er mikið talað þeesa dagana um svonefnda nýja kaupmenn í höfuðstaðnum, sbr. síðasta blað, — spurst fyrir um, hvar sé búðin þeirra hvers um sig, hvað þeir verzli með, hvers vegna þeir auglýsi ekki varning sinn, eins og keppinautar þeirra geri nú orðið flestir, og þar fram eftir götunum. Annars vegar virðast þeir ekki vera neitt hrifnir af því að vera settir á prent sem eigendur hlutabréfa í ný- keypta blaðinu, Beykjavíkinni. Frá einum hefir ísafold fengið svo- látandi pistil: Reykjavik 15. desember 1904. Herra ritstjóri! Þar sem þér, herra ritstjóri, hafið í síðasta tölublaði ísafoldar (í gær) frætt lesendur blaðsins um, að »Magnús nokkur Stephensen« hafi fengið hjá Tryggva bankastjóri Gunnars- syni 5 hlutabréf í blaðinu Reykjavík, og eg þykist vita, að lesendur Isafcldar muni skilja þetta svo, sem þessi Magnús Steph- ensen sé eg, þó það séu fleiri hundar svart- ir en hundurinn prestsins og fleiri Magnús- ar Stephensen hér í bænum en eg, þá væri mér þökk á, að þér vilduð skýra frá þvi i næsta blaði Isafoldar, að sá Magnús Stephensen, sem hefir eignast 5 hlutahréf i blaðinu Reykjavík, sé ekki eg, því eg hefi aldrei eignast og á ekkert hlutabréf í þessu hlaði. Yirðingaríylst Magnvs Stephensen fyrv. landshöfðingi. Engino ætlar jafnmætum manni og Stórmerkum sem bréfritaranum, að hann sé að segja ósatt og afneita mót betri vitund allri hlutdeild í áminstu blaði. Vitaskuld láir honum enginn, þótt haun kjósi sér annað fremur en að vera við það bendlaður frammi fyrir almenningi, hvort heldur er sem meðeigandi eða öðru vísi. En að hann fari að skrökva neinu þar um, því trúir enginn maður. Enginn vafi er á, að þ a ð vill hann ekki vinna til. Hann e r það þó, og enginn annar, — enginn annar en fyrv. landshöfð- ingi Magnús Stephensen, sem átt er við í hlutabréfaskránni í síðasta blaði. En sú skrá er samhljóða því, sem ritað er í gjörðabók Beykjavíkurhluta- félagsins. Stjórn félagsins hefir út gefið og undirskrifað 5 hluta- bréf, hljóðandi upp á nafn Magnúsar Stephensen, fyrr- um landshöfðingja. Bitstjóri ísafoldar getur meira að segja tilgreint númerin á þessum hlutabréfum. Og borguð voru þau að fullu, þegar þau voru út gefin, með 25 kr. hvert, eða 125 kr. alls. það er stundum sagt um menn, að þeir viti ekki aura sinna tal. Og þótt svo sé ekki, þá á margur maður, sem nokkuð hefir umleikis, margt það í eigu sinni, sem hann veit ekki um sjálfur, hefir gleymt, eða ráðsmaður hans hefir keypt í búið að honum fornspurðum, eða þar fram eftir götum. En naumast getur svo staðið á um jafn-nafnkenda kjörgripi sem hlutabréf í Beykjavíkinni (blaðinu), sízt er eng- inn getur eignast þau öðru vísi en með allmiklu umstangi, samþykki hlutafé- lagsstjórnarinnar, skrásetning í gjörða- bók hennar, o. s. frv. Og alt þetta nýlega um garð gengið með þessi 5 bréf m. fl. Hvernig þessu víkur þá við. þar er naumast nema um tvent að teða. það mun hafa verið Landsbankastjór- inn þjóðkunni, stjórnarfulltrúi (sbr. konungsfulltrúi) og ráðgjafa ráðgjafi Tr. G., sem gekk í milli um hlutabréfa- söluna, þeirra 48, er hann hafði látið veita sér forkaupsrétt að á hluthafa- fundinum nafnkenda, sem bylti alveg við hlutafélaginu,—að 4 fráskildum, er hann hélt eftir sjálfur. Hann þurfti, sem nærri má geta, að sjá um, að þau kæmust í »réttar« hendur. Ella var alt ónýtt. Hann greiddi andvirði þeirra í einu lagi í sjálfum Landshankanum, 1200 kr. í peningum, og skýrði frá, hverir ættu að eignast þau; og handa þeim öllum gaf félagSBtjórnin út hluta- bréf, með áletruðum nöfnum þeirra. En þar stóð M. Stephensen landshöfð- ingi á 5 þeirra. Annaðhvort hafa honum þá verið ætluð þessi 5 hlutabréf, sjálfsagt fornspurðum, úr því að hann kannast ekki við að hafa keypt þau eða eign- ast, e ð a þá að bankastjórinn hefir aldrei ætlast til að hann eignaðist þau, né ef til vill sumir hinna, sem hann tilnefndi svo sem kaupendur að hinum hlutabréfunum, heldur hefir hann hugsað sér að búa sér til dálitla t i n s o 1 d á t a-s v e i t, með álímdum nöfnum ýmissa þjóðkunnra merkis- manna, og fylkja þeim fyrir sig við atkvæðagreiðslur í félaginu. það er þó a 11 r a-öruggasta ráðið til að hafa þar einn tögl og hagldir, — meðan hann týnir þeim ekki. f>að getur þó alt af dottið í lifandi dáta að óhlýðnast hershöfðingja sínum í einhverju, smáu eða stóru, nærri því hvaða mikilmenni sem hann er og þar eftir ástsæll. Hitt efast og enginn um, sem banka- stjórann þekkir og alla hans umönn- un fyrir vinum sínum, að hann hefði vel getað látið sér hugkvæmast að kaupa áminst hlutabréf handa lands- höfðingjanum að honum fornspurðum, og jafnvel g e f a honum þau meira að segja, ef svo vildi verkast, — ef landsh. t. d. hefði ekki viljað láta sér segjast, að það væri skýlaus skylda hans sem góðs flokksmanns, að kaupa þau og Btyrkja þar með hið nýja, dýru verði keypta flokksmálgagn. Hver verða muni nú forlög þessara 5 hlutabréfa, er óvíst að svo stöddu. Og þó ekki óvíst. f>au hljóta að ó- nýtast og ný að koma í þeirra stað. Landshöfðingjans eign eru þau ekki og verða naumast nokkurn tíma úr þessu. f>eim verður væntanlega miðl- að einhverju því barninu, sem betur tekur við. Eða þá að þeir skifta þeim milli sín, bankastjórinn og •Hannes frændia, í viðbót við þau, sem þeir hafa áður. f>au eru auðvit- að hvergi betur komin, — hvergi örugg- ari vissa fyrir, að atkvæðisréttur sá, er þeim fylgír, verði jafnan hár-rétt notaður. Laus brauð. Sauðanes í Norður- Þingeyjarprófastsdœmi (Sauðaness sókn). Mat kr. 1506,74. Landssjóðslán hvilir 4 prestakallinn, til að byggja ibúðarhús úr steini, samkv. lhbr. 16. sept. 1881 (Stj.tíð. B., bls. 79), að upphæð 4090 kr., sem af- borgast og ávaxtaet með 6°/0 á 28 árum frá 17. marz 1883. yeitist frá næstu fardögum. Auglýst 16. des. 1904. Umsóknarfrestur til 31. janúar 1905. Hruni í Árnessprófastsdœmi (Hruna- og Tungufellssóknir). Mat kr. 1294,27. Prestsekkja er í brauðinu, sem næsta ár nýtur náðarárs af þvi og þar eftir i eftir- ltun kr. 94,27. Lán úr landssjóði til ibúðarhússbygging- ar hvilir á brauðinu að upphafi 2800 kr. samkv. lhbr. 21. okt. 1897, sem afborgast með 100 kr. árlega á 28 árum (Stj.tið. 1897, B. bls. 247). Veitist frá næstu fardögum- Auglýst 16. desbr. 1904. Umsóknarfrestur til 31. janúar 1905- Páll Briem amtmaður er dáinn. Hann sálaðist í d.ig; laust eftir hádegi, eftir 5 daga legu í lungnabólgu. Misllngar eru nú alstaðar hættir og horfnir- hér, nema í 2—3 manneskjum á ísa- firði. Svo hefir frézt nú með póstum. V eðurathuganir 1 Reykjavik, eftir Sigriði Björnsdóttur. 1904 desbr. Loftvog millim. Hiti (C.) í»- trt- c■+■ <! 0 c* ff H D“ 8 ð\ Skymagn Úrkoma millim. Minstur hiti (C.) Ldl0.8 755,9 -8,6 N 1 0 2 754,6 -7,0 E 1 1 9 753,3 -4,6 N 1 8 Sdll.8 751,9 -5,4 E 1 6 2 752,1 -8,5 E 1 3 9 753,1 -0,1 NE 1 0 Mdl2.8 752,9 -11,4 0 1 2 753,0 -9,9 E 1 3 9 751,3 -8,8 NE 1 0 I>dl3. 8 742,5 -8,9 NE 1 10 2 735,1 1,6 NE 2 10 9 733,6 3,1 NE 2 9 Mdl4.8 729,5 1,9 NE 1 10 0,7 2 732,5 3,6 0 9 9 734,4 2,7 0 10 Fd 15.8 735,7 -1,2 NE 1 8 1,8 2 737,2 1,4 0 4 9 735,8 -0,2 N 1 0 Fd 16.8 728,5 1,6 NE 1 2 2, 728,2 1,6 NE 1 2 9l 728,1 2,7 NE 1 6 Til jólanna og altaf er heppilegast að kaupa hálslín þar sem er fullkomið úrval til dæmis af: manchettskyrtum, brjóstum, flibbum, manchettum, hálsbindum, einlitum og misl. hnýttum og óhriýttum, axlaböndum. Vetrarhanzkar, hvftir, svartir og mislitir, skinnhanzkar, vaskaskiuns og hjartarskinnshanzkar o. fl. vasaklútum, göngustöfum, hálsklútum úr silki og ull, manchettuhnöppum, brjósthnöppum, regnkápum, regnhiífum o. fl. hjá ÚC. cfínéarsan & Sön. 16 Aðalstræti 16. Sfíoðié Rúsgögnin h j á ‘Ben. S. Þórarinssyni, áður en þið festið kaup annarsstaðar. í /

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.