Ísafold - 03.01.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.01.1905, Blaðsíða 2
2 til þe88 að fá fulla reynslu fyrir því, að brunnarnir fyrirhuguðu gefi nóg vatn daglega, jafnt og gott. J>á fyrst að því búnu verður hægt að taka til við öll þau miklu mann- virki, er gera þarf til þess, að koma vatninu alla leið, inn á hvert heimili í bænum, ef vill. f>að gera útlend mannvirkjafélög, sem slíku eru vön og nægan útbúnað hafa til þess. f>au verða 4 um boðið, sem nú er þegar kunnugt um, 1 enekt, Willie & Co., þetta sem hingað sendi menn í sumar, og 3 dönsk. þetta, sem borunartækjunum hér er nú áfátt, stafar af því, að ekki var búÍBt við sandi eða leir hér djúpt í jörðu, heldur blágrýti, er grásteins- klöppin þryti. 8vo sögðu jarðfræð- ingar. Nú fyllir sandurinn og leirinn borunarholuna jafnóðum, og þarf að koma niður járnpípu til að fóðra hana þar innan og afstýra því þar með. En til þess þarf aftur að víkka hol- una, sem boruð heör verið gegnum hraunklöppina og er að eins 3 þml. Enn fremur þarf að fá afimeiri dælur. Kenniugunni um eintómar grásteins- klappir hér í jörðu og þar undir blá- grýti var alls einn maðar ósamþykkur, hinn efnilegi, ungi jarðfræðingur vor Helgi Pétursson. Hann þóttist í sumar hafa fundið þess merki af jarðlög- um í Fossvogi og við mynni Elliðaénna, að sandur og leir væri undir hraun- klöppunum (grásteininum). Nú hefir hann reynst hafa rétt fyrir sér; og hef- ir hann þar með unnið allmerkilegan, vísindalegan sigur. Hlálega gert. f>eir eru mjög reiðir landshöfðing- janum, sumir meiriháttar flokksbræður hans, fyrir þetta að hann kom því upp um forsjón þeirra félaga, landsbanka- stjórann, að hann hafði ætlað honum fornspurðum 5 hluti í nýja málgagninu þeirra, Reykjavíkinni. þeir segja það hafa verið hlálega gert af honum, já, dónalega, orða sumir það. Að setja sjálfan yfir-föðurlandsvininn og yfirfjárráðamann þeirra allra svona í gapastokk frammi fyrir allri þjóðinni. Tala ekki við hann áður, heldur rjúka með þetta orðalaust í verstu blöð hinna verstu <stjórnarfjanda», þeim til yndis og ánægju, en flokknum öllum, hans eigin flokk, þessum á fugls-löpp- unum, til stórskammar og skapraunar. f>eim finst þeir hefðu átt annað að honum, svo sem þeir höfðu borið hann á höndum sér, komið honum á þing á gamalsaldri, eg haldið honum fram til höfðingja yfír sig, þ. e. ráð- gjafa, alla tíð þar til í siðustu forvöð- um, að <forsjóninni» þótti fýBÍlegra og sjálfum sér hagvænlegra, að tign og völd lentu 1 sinni ætt, hjá systursyn- inum, manni, sem endast mundi að öllura líkindum svo tugum ára skifti eða hans tíð alla sjálfsagt, en hinn kom- inn á fallanda fót og auk þess vís til að láta misjafnlega að taumi, ef svo réði við að horfa og verst gegndi ef til vill. Jarðarför Páls amtm. Briem 30. f. mán. var mjög fjölmenn. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur flutti húskveðju. Dóm- kirkjupresturinn talaði í kirkjunni. Ákaflega mikið var um kranza á kist- unni eða með henni. Líkið báru inn og út úr kirkjunni nokkrir helztu lög- fræðislegir embættismenn, bankastjór- ar Hlutabankans, stjórn Landsbúnað- arfélagsins o. fl. Nokkrir vinir hins framliðna höfðu tjaldað kirkjuna svörtu. Skör lægra en Skrælingjar. það mun þykja að bera í bakka- fullan lækinn, að fara enn að andæfa blutdeild íslendinga í nýlendusýning þeirri, er halda á í Khöfn að sumri. En eg get þó ekki stilt mig um að segja frá dálítilli reynslu minni í því efni. f>að er kunnugt, að haldin var al- þjóðasýning í Stokkhólmi sumarið 1897. f>ar komu íslendingar hvergi nærri. En Danir gjörðu það fyrir vora hönd, og það á þá leið, sem mér mun seint úr minni líða. Eg var einn af þeim fáu íslendingum, er á þá sýningu komu. Aðalsýningarhöllinni var skift í deild- ir, og hafði hverc land sína deild eða stúku fyrir sig meðfram veggnum til vinstri handar, þegar inn var komið um aðal dyrnar, og var nafn hvers lands skráð stóru letri yfir stúkudyr- unum. En fyrir gafli hallarinnar var Danmörk í öndvegi. þegar sýningargestir höfðu yfirfarið það, sem hún hafði að bjóða, urðu fyrir þeim nýlendurnar svonefndar, þ. e. nýlendur Dana. Grænland var þar í öðru öndvegi eða fyrir miðjum gafli, og var þar margt fallegt að sjá, með- al anuars piltur og stúlka í skreyttum selskinnsbúningum sitt til hvorrar hlið- ar við dyrastafi Grænlands, bækur skrautprentaðar og í skrautbandi á þeirra máli o. m. fl. Til hægri handar við Grænland sást ísland út í horni, en vinstra megin Færeyjar; sú sýning hafði margt til síns ágætis. Fyrst í stað veitti eg íslandi enga eftirtekt; en ýmsir kunningjar mínir vildu vekia athygli mína á því. Eg afsakaði oss með því, að vér hefðum ekki tekið þátt í sýningunni; það væri Danir, sem hefðu náð í þessa muni, líklegast á 16. öld, þegar þeir hirtu hér svo margt eigulegt. Helztu munirnir, sem eg veitti eft- irtekt bak við öndvegissúlur íslands, voru: skinnbrók og skinnstakkur, er nýbonð var á lýsi. f>ar með fylgdi lambskinnshúfa og einn sjóvetlingur úr óhreinu togi. f>ví varð einum manni að orði við mig: Eru íslenzkir sjómenn einhentir? f>88si sjóvetlingur var nægilega stór peysubolur handa 5 — 6 ára gömlu barni. Hákarlahnífur var þar meðal ann- ars, líkastur því, sem hann hefði leg- ið í jörðu síðan á landnámstíð. Enn freraur uppblásinn skinnbelgur með langri stöng, sem botnvörpungar nota við vörpur sínar fyrir dufl. Öngull, sakka og færi, alt gamalt og illa hirt. Útslitnar bókaskruddur, prentaðar í Hrappsey. Nokkrir fleiri munir voru eignaðir Islandi, en þetta voru hinir helztu. f>að hefir staðið í blöðunum, að Danir skipi oss sæti með Blámönnum og Skrælingjum. Nei, þeir setja oss skör lægra. f>eir sýndu í Stokkhólmi alt hið bezta og fegursta frá Skrælingjum á Grænlandi og skipuðu þeim sæti fyrir miðjum stafni. En oss settu þeir út í horn og sýndu hið auvirðilegasta, sem vér höfðum til. Eg fyrir mitt leyti er íslenzkum nám8mönnum í Khöfn mjög þakklátur fyrir, að hefjast handa gegn þeim ó- sóma, er Danir vilja hafa í frammi við oss með þessari fyrirhuguðu smán- arsýningu. Til hvers eru sýningar? Eru þær til þess að koma þeim, sem þar eiga þátt í, út úr öllu and- legu og veraldlegu viðskiftasambandi við aðra? Nei, þær eru haldnar til þess að auka og glæða andlegt og veraldlegt viðskiftalíf á milli manna, milli þjóðanna, og að afla sjálfum framleiðendunum fjár og frægðar og gera þjóð þeirra sæmdarauka. íslendingar! Verndum þjóðerni vort. Látum ekki traðka þeim heiðri, sem vér höfum áunnið oss meðal erlendra þjóða. Sleppum gamla hugsunarhættinum, sem oss er eignaður: Bara ef lúsin íslenzk er er oss bitið sómi. (H. Hafstein). f>eir einir, sem svo hugsa, munu vilja styrkja þessa sýningu; aðrirekki. Hafnarfirði 28. desbr. 1904. Tómas Jónsson. Holdsveikispistlar frá Sæm. Bjarnhéðinssyni. I. f>að eru núna 10 ár síðan baráttan móti holdsveikinni hér á landi hófst fyrir alvöru. Hún byrjaði á rann- sóknum prófessors E h 1 e r s árin 1894 og 1895. Mörgum brá í brún, þegar það varð heyrum kunnugt, að hann hefði Bkoð- að eða frétt til 15 8 h o l d s v e i k- 1 i n g a, og jafnframt lét hann þess getið, að til mundu vera alls að minsta kosti 200 holdsveikir. Ymsir efuðust um áreiðanleik þess- ara skýrslna, en það hefir því rniður hefir það komið í ljós, að tölurnar voru of lágar, en ekki of háar, sem þó var helzt gert ráð fyrir. Síðan fóru Oddfellowar í Danmörku að gangast fyrir samskotum til holds- veikisspítala hér á landi. Landshöfð- ingi fól hreppstjórum á hendur að semja skýrslur um holdsveika í hrepp- um sínum og þann veg fekst h o 1 d s veikisskýrslan frá 1896, sem Guðm. læknir Björnsson samdi eftir hreppstjóraskýrslunum. Samkvæmt henni fundust 181 holdsveiklingur í land- i n u. Hinn 4. febr. 1898 voru svo lögin um einangrun holdsveikra staðfest og haustið eftir tók holdsveikraspítalinn í Laugarnesi til starfa. Hver hefir nú árangurinn verið af baráttunni gegn þessum illræmda sjúkdómi hingað til? Til þess að leysa úr því, verður að fara í holdsveikisskýrslurnar frá hér- aðslæknum. Samkvæmt einangrunar- lögunum eiga þeir að senda landlækni slíka skýrslu árlega hver úr sínu hér- aði og hefir hann gefið mér góðfúslega færi á að athuga þær. Um fyrstu tvö árin 1899 og 1900 vantar þessar skýrslur úr svo mörgum héruðum, að ekki fæst neitt yfirlit yfir tölu holdsveikra í landinu þau ár- in. Frá árslokum 1896 til 1901 veit maður því ekkert um holdsveikina, eða hvernig tölumar hafa breyzt ár- lega. í árslok 1901 voru 132 holds- veiklingar skráðir í skýrslum lækna og voru 61 af þeim í Laugar nesspítalanum, en 71 utan spítala. í árslok 1902 eru holdsveikl- ingar taldir 139, þaraföl í holds- veikraspítalanum og 78 utan spítala. Fækkunin frá árslokum 1896 er því ekki neitt smáræði. Holdsveiklingum hefir á þessu 5—6 ára tímabili fækk-, að um fjórða part. Svo segja skýrslurnar að minsta kosti. En auðvitað má ekki gjöra ráð' fyrir, að tölurnar séu nákvæmar um sjúklingafjöldann. Sjúklingarnir leita ekki nærri ætíð undir eins til læknis, þegar þeir verða sjúkdómsins varir. Að tölurnar í hreppstjóraskýrslun" um hafi verið oflágar, hefi jeg rekið mig á. Til þessa (1. des. ’04) hafa alls komið 127 sjúklingar hingað í spí- talann, 20 þeirra vantaði í hrepp- stjóraskýrsluna, en voru þó orðnir veik- ir 1896. Auk þess hefi jeg fundið 16 vantalda hodlsveiklinga í skýrslum lækna síðan 1899. Samtals verður það 36 sjúklingar, sem bæta má við hrepp- stjóraskýrsluna. Tala holdsveikra hér á landi í árslok 1896 hefir því verið yfir 216. Tveir sjúklingar voru ekki holds- veikir og þá dreg ég frá. |>að er óhætt að segja «yfir 216», því einhverir vantaldir sjúklingar hafa efalanst dáið næstn árin á eftir, þegar engar holdsveikisskýralur komu, og lík- lega finnast ennþá einbverir, sem sýkst hafa eða voru orðuir sýnilega holds- veikir fyrir árslok 1896. Sama er að segja um læknaskýrsl- urnar eins og hinar: tölurnar á sjúkl- ingunum eru oflágar. En jeg geri ráð fyrir, að eigi vanti þar fleiri ti I tölu- lega en í hreppstjóraskýrslunni. Hlut- f a 11 s t a 1 a n milli þessara umræddu skýrslna getur því vel verið rétt og fækkunin getur því verið sanni næst, og er það líklega. það væri fróðlegt, að vita á hve mörg- um holdsveikí hefði komið út, og hve margir hefðu dáið árlega síðan 1896. En vegna skýrslnaleysisins fyrstu árin er ómögulegt að segja neitt n á k v æ m- 1 e g a um það. Einhverir hafa sjálf- sagt veikst af sjúkdómnum og dáið á þeim árum án þess að kornast í nokkra skýrslu, og svo má telja það nokkurn veginn víst, að lifandi séu ekki svofá- ir holdsveiklingar frá sex-áratímabilinu 1896—1902, sem læknar hafa eigi fund- ið ennþá. E n a f þeim sjúklingum, sem getið er um í læknaskýrsl- unum, eða komið hafa í holds- veikraspítalann, eru 5 6, sem hafafengið8ýni1ega holds- veiki frá ársbyrjun 1897 til ársloka 1902. Um áramótiu 1896—97 voru fyrir 216 holdsveikling- ar, s e m vitaðvar um. þar við má bæta þessum 56. f>á kemur það fram, að á þeasu 6 ára tímabili hafa 272 holds- veiklingar veriðuppi hér á landi, aukóskráðra sjúkl- i n g a . Líklega fylla þeir vel upp í skarð það, sem er í 3. hundraðið. En þeir hafa drjúgum t ý n t t ö I - u n n i á þessu tímabili. |>að sést með því að draga sjúklingatöluna í árslok 1902 frá 272. Eftir verða þ á 13 3. Allur þorri þeirra hafa dá- ið, 4 teljast albata og nokkrir hafa farið til Ameríku. |>essi tala er vafa- laust oflág eins og hinar, en líklega tiltölulega nákvæmari. Samkvæmt skýrslu nefndar þeirrar, sem stjórn Bandaríkjanna hafði skip- að til þess að rannsaka holdsveikina í ríkjunum, og prentuð var 1902, voru 282 holdsveiklingar þar; af þeim voru 16 í N.Dakota, og 11 þeirra voru tslendingar, og var ætl- að, að þeir hefðu komið með veikina í sér vestur. Eitthvað kann það að þykja ískyggi- legt, að í árslok 1901 er 7 sjúklingum færra en í árslok 1902. Af því verð- ur þó ekkerc ráðið um fjölgun sjúkl- inganna árið 1902. f>að ár dóu eigi nema 10 sjúklingar, svo kunnugt sér og 2 voru taldir albata. í stað þess- arra 12 bættust 19 við í sk/rslurnar, en 9 af þessum <nýju» sjúklingum voru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.