Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni efla tvisv. i vikn. Yerft árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa l'/» doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skíifieg) bnndin * 3 áramót, ógild nema komin sá t.j3 útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 Reykjavík miðvikudaginn 19. apríl 1905 XXXII. árg. I. 0. 0 F. 864218'/» Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán. kl. 2—3 i spltalanum. b orngripasafn opið á mvd. og ld 11 —12. HlutabanlcinnoY>innk\AO—8og6'/»—7'/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á ’nverjum degi kl. 8 árd. til kl. lOsiðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og sunnudagskveldi kl. 8'/» siðd. Landakotslcirkja. Guðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- .jendur kl. 10*/s—12 og 4—6. Land.sbankinn opinn hvern virkan dag -kl 10—2. Bankastjórn vif! kl. 12—1. Landsbókasafn opifl hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. ö—8. Landsskjalasafnió opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlækning ókeypis i Pósthússtræti 14. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11 — 1. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarues 21. apríl; 7., 15. og 19. maí; 1., 8., 20. og 27. júní; en suður í Keflavík m. m. 10. og 27. maí; 6., 13. og 24. júní. Báturinn kemur við á Akranesi í hverri Borgarfjarðarferð. Jgjg" Fer alt af kl. 8 árdegis liéðan. Ritsímasainningurinn. f>að er merkisakjal, sem ísafold flyt- ur leaendum ainum í dag. Loka hefir lánaat að ná í hann, hinn margumrædda ritaímaaamning frá í haust. Margar hafa verið geturnar um það, hvers vegna þurfi að halda honum leyndum fyrir almenningi hér. Hvers vegna stjórnarmálgögnin voru látin segja að eins undan og ofan af um, hvað í honum stæði. Hvers vegna átti ífð fá í haust bæjar- menn hér til þess að setjast með huudið fyrir augu sér að fagn- aðarsumbli út af því, að nú væri rit- síminn fenginn, og gefa ráðgjafanum dýrðina fyrir það óviðjafnanlega afrek. Og þegar það lánaðist ekki og íbúum höfuðstaðarins fanst ekki virðingu sinni samboðið að láta hafa sig í þann skollaleik, flestum nema nánustu vanda- mönnum og fylgifiskum ráðgjafans, — hvers vegna þó var farið og sagt dönsku mömmu suður við Eyrar- sund, í fréttabréfi frá sjálfum þeim H. H. & Co. (til Politiken), að hér hefði verið haldið afarfjölment samsæti af borgurum bæjarins og fögnuðurinn yfir ritsímanum og ráðgjafanum verið meiri en orðum verði að komið. Hvers vegna þagað hefir verið í allan vetur um sum hin mikilsverðustu atriði í samningnum, en reynt að gylla þar á alla lund það sem likur voru til að ganga mundi mönnum f augu hér. J>etta verður alt ekki svo mjög tor- skilið h é ð a n a f. Samningurinn er auðvitað á dönsku, og ber ritstj. ísafoldar ábyrgð á eftir- farandi islenzkri þýðingu hans. Skjalið er að formi til frumvarp til konunglegs leyfisbréfs handa Ritsímafélaginu nor- ræna, en þar er að sjálfsögðu farið orð fyrir orð eftir samningnum, eða rétt- ara sagt: líklegast aldrei verið annar búningur á honum hafður. 1. gr. Sæsíminn verður lagður frá Hjaltlandi til þórshafnar og þaðan til Seyðisfjarðar (eða Reyðarfjarðar). Ef ekki koma tálmanir, sem ríkismann- virkjaráðgjafinn kannast við að séu óviðráðanlegar eða þó afsakanlegar, og Islandsráðgjafinn er kemur til lend- ingar símans á íslandi, á sæsíminn að verða tekinn til nctkunar 1. okt. 1906 í slðasta lagi. Símalagningin fer fram með því eft- liti, sera ríkismannvirkjaráðgjafinn fyr- irskipar. 2. gr. fietta leyfisskjal gildir 20 ár frá þeim degi, er Bæsíminn verður tek inn til notkunar ásamt málþræði þeim til Reykjavíkur, sem talað er um í 4. gr. hér á eftir. Um 20 ár frá þeim degi, er sæsím- iun til Seyðisfjarðar (eða Reyðarfjarð- ar) er tekinn til notkunar, eftir að síma lagning er tekin gild af ríkismann- virkjaráðgjafanum, og af íslandsráð- gjafanum er kemur til lendingar sæ- sfmans og endastöðvar hans á íslandi, fær félagið 54,000 kr. ársstyrk úr rík- issjóði Dana og 35,000 kr. ársstyrk úr landssjóðnum íslenzka (sbr. þó niður- lag 6. gr.). Nú slitnar ritsímasambandið milli Hjaltlands og Færeyja um lengri tíma en 4 mánuði, og fellur þá niður áður- nefnd styrkveiting hvortveggja þann tíma, er eímslit haldast umfram 4 mánuði. Verði símslit milli Færeyja og Islands lengur en 4 mánuði í senn, fellur niður styrkurinn úr landssjóðn- um íslenzka og helmingur styrksins úr danska ríkissjóðnum þann tíma, er símslit haldast umfram 4 mánuði. Endurnýja má leyfið, þegar það er útrunnið. Vilji þá félagið ekki fá það endurnýjað styrklaust, eða félagið hefir brotið af sér leyfið (sbr. 12. gr.), á Danmörk og ísland tilkall til að fá sér sæsímann seldan í hendur til sameign- ar eftir hlutfallinu § og Vilji ís- land ekki eiga hlut í að eignast sæ- símann, á Danmörk tilkall til þess einsömul. 3. gr. Meðan leyfið stendur, reuna allar tekjur af rekstri sæsímans til félagsins. Ríkismannvirkjaráðgjafinn tiltekur alt að 5 árum í senn, hvað endurgjald fyrir afnot sæsímans megi vera hæst. Ekki mun það verða hækkað nema með ráði Islandsráðgjafans. Endur- gjald fyrir afnot landsímans íslenzka tiltaka íslenzk stjórnarvöld fyrir inn- lend símritaviðskifti. 4. gr. Meðan leyfið stendur, ber félagið allan kostnað af viðhaldi sæ símans og rekstri hans samkvæmt kröfum tímans. Félagið kemur upp á sinn kostnað ritsímastöðvum í f>órs- höfn og á Seyðisfirði (eða Reyðar- firði) og lætur annast öll störf við þær, en það er að afgreiða hraðskeyti eftir sæsímanum. En óviðkomandi er fé- laginu afgreiðsla hraðskeyta eftirland- þráðum, og eins afhending þeirra á stöðvarnar og af þeim. Tilhögun samvinnu milli félagsins og þeirra, er hafa 4 hendi afgreiðslu pósts og hrað- skeyta innanlands, fer eftir samkomu- lagi við hlutaðeigandi yfirvöld. Frá lendingarstað sæsímans á ís- landi til Reykjavíkur verður lagður málþráður, sem á að verða tekinn til notkunar 1. okt. 1906 í síðasta lagi, nema óviðráðanlegar eða þó af- sakanlegar tálmanir komi til. Til þessa málþráðar leggur félagið landssjóði ís- lands 300 þús. kr. eitt skifti fyrir öll. þráðinn lætur hin íslenzka stjórn leggja á kostnað landssjóðs, og verður hann hans eign. Landssjóður ber allan kostnað af viðhaldi landslmans og notkun hans, enda renna þangað allar tekjur af rekstri hans. Nú slitna símar félagsins eða bila að öðru leyti, svo að tekur fyrir sím- ritun eða hún verður torveld, og skal þá félagið gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til að gera sem fijótast við þá bilun. Nú slitnar eða bílar málþráðurinn milli lendingarstaðar sæsímans og Reykjavíkur, og mun hin íslenzka stjórn laga það sem fljótast. Félagið á þó alU ekkert tilkall til skaðabóta fyrirtekjurýrnun þá af sæsímanum, sem er að kenna truflun á landsímanum. 5. gr. Félagið er með þessa hér heimiluðu símalagning háð fyrirmælum hraðskeytasáttmála þess, er gerður var í Pétursborg 10/22 júlí 1875, með þar til heyrandi railliþjóða-hraðskeytareglu- gerð, (eins og hún er á hverjum tíma. 6. gr. Meðan leyfistíminn stendur, má ekki veita neinum öðrum en fé- laginu leyfi fyrir sæsíma eða öðrum rafmagnstengslum, er ætluð séu til al- menningsnota, milli íslands og Færeyja innbyrðis, né milli íslands og Færeyja og eiuhvers annars hluta Norðurálf- unnar. En ekki skal leyfisskjal þetta vera því til fyrirstöðu, að reistar bóu á Islandi og í Færeyjum þráðlausar firðritunarstöðvar til þess að skiftast á hraðskeytum við skip á sjó úti. Færi svo, að hinni íslenzku stjórn þætti æskilegt, áður en leyfistíminn er út runninn, og vilji félagið ekki taka það að sér, má hún láta setja upp og reka á sinn kostnað útbúnað til þráð- lausrar firðritunar milli Færeyja og einhvers staðar nærri Reykjavík, með því skilyrði, að félagið fái sama gjald fyrir hraðskeyti þau, sem send eru með hinum þráðlausa útbúnaði eins og fyrir sæsímahraðskeyti frá íslandi og þangað, eða yfir ísland. Meðan slík þráðlaus tengsli eru notuð reglulega, færist styrkurinn úr hinum íslenzka landssjóði, sá er nefndur er í 2. gr., niður um 13,000 kr. á ári. 7. gr. Færi svo, að einhver annar en félagið sækti á leyfistímanum um leyfi fyrir hraðskeytasambandi milli íslands og einhvers lands utan Norðurálfu,\ skal veita félaginu kost á að láta uppi álit, sitt um málið, og skal það að öllu jöfnu hafa forgangsrótt að slíku leyfi. Sé komið á firðritun milli íslands og einhvers lands utan Norðurálfu, skal mega heimta styrkveitingar þær færðar niður, sem nefndar eru í 2. gr., með hliðsjón á hagsmunum þeim fyrir félagið, sem þar af hlotnaðist. 8. gr. Fólk það, sem skipað verður til að stunda sæsímann á stöðvunum í Jjórshöfn og á Seyðisfirði (Reyðar- firði), á að hafa dönsk þegnréttindi. f>að á að vinna eið þann um að þegja yfir firðritunarleyndarmálum, sem fyrir- skipaður er dönskum firðritunarstarfs- mönnum, og vera háð hegningarfyrir- mælunum í lögum frá 11. maí 1897, 18. gr. 9. gr. Danska stjórnin áskilur sér 21. blað. rétt til að taka alveg fyrir afnot sæ- símans af ástæðum, er við koma alls- herjar-griðum (den offentlige Sikket- hed), án þeBS að félagið geti fyrir það gert neitt tilkall til skaðabóta. 10. gr. Eftir lok hvers reikningsárs sendir félagið rfkismannvirkjaráðgjaf- anum og Islands-ráðgjafanum skilagrein fyrir tekjum og gjöldum sæsímans um liðið reikningsár. 11. gr. Ekki má félagið öðru vísi en með samþykki ríkismannvirkjaráð- gjafans og íslandsráðgjafans selja leyfi þetta öðrum í hendur. Svo er og sam- þykki ríkismannvirkjaráðgjafans nauð- synlegt, ef félagið vill skifta um þjóð- erni eða færa aðsetur sitt frá Kaup- mannahöfn. 12. gr. Um lögskýring á þessu leyf- isskjali skal félagið vera háð úrskurði rlkism ann virk j aráðg jaf ans. Haldi félagið eigi skuldbindingar þær, er því eru á herðar lagðar í þessu leyfisskjali, má láta það hafa fyrirgert leyfinu. |>að er margur bláþráðurinn í þess- ari voð. En einn grillir þar alstaðar í, hvar sem á er litið, eins og rauða þráðinn í kaðalreiða herskipaflota Breta. f>að er sá með undirlægjulitnum fslenzka. f>að er undirtyllu-borðinn á einkennis- búuingi frónska ráðgjafans. Ekki bara u n d i r forsætisráðgjaf- ann danska, heldur u n d i r einn af hans (undir)ráðgjöfum, þennan sem hér er kallaður ríkismannvirkjaráðgjafi (Ministeren for de offentlige Arbeider), en er ella nefndur samgöugumalaráð- gjafi, með því að hann er og settur yfir þau mál samhliða hinum. H a n n, frónski ráðgjafinn, á engan þátt í eftirliti með sæsfmalagningunni. f>að hefir sá danski aleinn. Hann einn metur og, hvað eru lögmætar tálmanir fyrir framkvæmd verksins, þó að v é r kostum það að 2/ð hlutum á við danska ríkissjóðinn. Hann, frónski ráðgjafinn, hefir e k k e r t atkvæði um, hve hraðskeyta- taxtinn má vera hár. f>ó má ganga að því vísu, að langmest verði síminn notaður af oss, íslendingum. Hann, frónski ráðgjafinn, hefir e k k e r t atkvæði um það, hvort nauð- syn beri til að taka fyrir (í bili) öll afnot sæsímans &f ástæðum, sem við koma því, er kallað er allsherjargrið. f>ví ræður danska Btjórnin ein. f>ó kastar fyrst tólfunum, er kemur til 12. greinar, þar sem margnefndur danskur ráðgjafi er gerður að hæsta- rétti um skilning á leyfisskjalinu. Og þarf engum orðum að því að eyða, hve mikið þar g e t u r verið í húfi. f>ar stendur og, í sömu grein, að láta megi félagið hafa fyrirgert leyfinu, fyrir að bafa vanhaldið samninginn, en ekk- ert um, hver hafi úrskurðarvald um það. En það er auðvitað og að sjálf- sögðu margnefndur danskur ráðgjafi, vegna þess, að í sömu grein stend-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.