Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 2
82 ur, að hans úrskurði og einskis annars sé félagið háð um skilning á samningnum. Dásamlega er gengið frá því atriði, í 2. gr., þar sem sæsímakaflinn milli ís- lands og Færeyja er látinn hafa stór- um minni rétt á sér heldur en kaflinn milli Hjaltlands og Færeyja. Félagið heldur helmingnum af danska tillag- inu, eða fullum 27 þús. kr. á ári, ef sæsíminn bilar einhversstaður milli Færeyja og íslands og hvað lengi sem hann er bilaður, — þó að það skifti missirum. Bn bili hann á hinum kafl- anum, milli Hjaltlauds og Færeyja, þ á missist hvorttveggja tillagið eins og það er. T i 1 F æ r e y j a ríður félaginu mest á að halda honum vel við. |>að á miklu minna í húfi, þó að hinn kaflinn bili. Færeyingar eiga sér engan ráðgjafa, sem stinga þarf í vasa sinn. En í s 1 a n d á hann. Sá er munurinn. Munuriun er ekkí sá, að meira ríði á hraðskeytasambandi við þær 15 þús. sálir, sem Færeyjar byggja, en þær 80 þús., sem hér eiga heima, heldur hitt, að hinn danski samnings aðili, samgöngumálaráðgjafinn, er þ e i r r a fulltrúi, eins og annarra hér- aða í konungsríkinu, og þ e s s þarf að sjá stað í samningnum. |>að þarf að lýsa sér þar sem annarsstaðar, að hann hafi haft tögl og haldir, þegar samn- ingurinn var gerður; en hinn ekki verið annað en — undirskriftar-sjálf- blekungur. Skoplegt er að sjá það tekið fram, í niðurlagi 3. gr., að íslenzk stjórnar- völd ráði hraðskevtataxta með land- símanum. Hver annar g a t átt að ráða því? Eða hafa þeir, sem samn- inginn orðuðu, gert ráð fyrir s v o mik- illi Bljóskygni hjá íslands-fulltrúanum, að honum mundi sýnast það vega hér í móti, að Danskurinn ræður e i n n taxtanum með sæsímanum. J>að er ætlast til, að vór leggjum til sæsímans 700 þús. kr., en danski ríkis- sjóðurinn 1080 þús. kr. En gefi félagið símann frá sér eftir 20 ár, og hann komist f sameign vora og Dana, þá er vor hlutur gerður orðalaust að eins tæpar 600 þús., en Dana látinn þokast hátt upp í 1200 þús. Glæsilegt réttlæti og jöfnuður! J> a r hefir hann verið snjall, svo sem víðar í þessum samningi, fulltrúinn okkar, frónski ráðgjafinn: lætur með einum pennadrætti hafa af oss meira en 100 þús. kr., og snara í Dani. Llklega til þess aðeins, að gera ítölu- brotið einfaldara, x/s og 2/g, í staðinn fyrir hér um bil 2/- og 3/5. Gaman væri að vita, hvaða gagn honum, íslandsráðgjafanum, getur hafa sýnst vera í heimildinni fyrir þráðlausu firðritunarsambandi héðan við Færeyjar einar, eða hvernig hann hefir verið látinn fara að hugsa sér að stjórnina íslenzku mundi fara að langa til að bæta því oían á allan hinn gífurlega ritsímakostnað eftir þessum samningi, með öllu því sem af honum leiðir, að kosta til á sínar spýtur alveg loftritasambands milli Reykjavíkur (eingöngu) og Færeyja. J>að liggur. við að kátbroBlegt sé nærri því, hvernig maðurinn hefir verið leikinn. J>essi sama grein, 6. gr., er að öðru leyti allra-hættulegasta greinin í samo- ingnum. Með henni er löggjafarvaldi íslands og landsstjórn meinað að gjöra nokk- urn skapaðan hlut næstu 20 ár, er landinu mætti að gagni verða, í þá átt, að koma á ö ð r u eða f r e k a r a eða b e t r a firðritunarsambandi milli íslands og annarra landa hér í álfu, heldur en hicu fyrirhugaða ritsíma- sambandi, svo dýrðlegt sem það er, — meðal annars með alt að 4 mánaða hlé öðru hvoru ef til vill, án nokkurrar linunar í hinu þunga árgjaldi til sím- ans. J>ótt svo væri, að oss byðist slíkt samband fyrir alls ekki neitt, þá m e g- u m vér ekki þ i g g j a það næstu 20 ár. Vér erum heftir á höndum og fótum, bundnir á klafa við danskt stórgróða- félag. Og d a n s k u r valdsmaður sker e i n n úr, hvernig skilja beri samning- inn við það! Fjárkláðinn í Holtunum. Runólíur hreppstjóri á Rauðalæk hefir beðið ísafold fyrir eftirfarandi svar til fyrv. sýslumanns Rangæinga, Magnúsar bæjarfóg. og sýslumanns Torfasonar: Athugagjarn og orðvar sórt o. s.frv. J>essi orð duttu mér f hug þegar eg las greinina eftir bæjarfógetann á Isa- firði í 13. tölublaði ísafoldar þ. á. í fyrravetur var eg skipaður ásamt J>orsteini Jónssyni organleikara í Mold- ártungu til að framkvæma skoðanir í Iloltahreppi, sem fram fóru 1 aprílmán. Við byrjuðum hér í Arbæjarsókn, og fundum við óþrif í einum veturgömlum sauð í Litlutungu, sem eg lét taka frá og bera í kreólín-blöndu. Ekki gátum við séð með smásjá neinn maur í hon- um, og þess vegna gat og ekki álitið, að það væri kláði og lét það heldur ekki berast eftir mér. Eftir fjóra daga skoðuðum við þessa kind og var þá hörundið algjörlega hreint. Á þessu tímabili var fundur á Stór- ólfshvoli hér í sýslu og voru þar staddir menn úr flestum austurhreppum sýsl- unnar, sem kosnir voru á nýafstöðnum sýslufundi til að koma sér saman um fyrirkomulag á sýningunni, sem haldin var 11. júní í Lambey við J>verá. Bar þar að sýslumann Magnús Torfason, sem átti erindi austur undir Eyjafjöll; sömuleiðis Sigurð bónda Ólafsson á Efri-Rauðalæk í læknisferð; og þá, í áheyrn allra, sem á fundinum voru, spyr M. T. Sigurð að því, hvort hann hefði ekki frétt af kláðanum, sem kom- inn væri upp í Holtahreppi, og gat Sig- urður engu svarað til þess, sem eðli- legt var, jafnvel þótt það væri alveg á næsta bæ, sem við fundum óþrifin, úr því að við skoðunarmenn gátum ekki sagt um það sjálfir, og áleit eg að sýslumaðurinn gæti tæplega sagt frá því sem fréttum, þar sem eg var nærri því á næsta bæ við hann og hafði eigi tilkynt honum neitt um þetta, af þeirri ástæðu, að við höfðum ekki álitið þe8si óþrif neitt athugaverð. Svo skoðuðum við síðast á sýslumannssetr- inu Árbæ og fundum þar einn sauð tveggja vetra meðóþrifum, og skoðuð- um við hann mjög nákvæmlega, ásamt sýslumauni, og gátum ekki fundið í smásjá neinn kláðamaur í honum. En þó kom okkur saman um að senda lagð úr honum til frekari athugunar, eins og sýslumaður getur um í grein sinni í ísafold, þeim er aftur gáfu skýrslu um það, að þeir hefðu ekki fundið neitt við það að athuga. Sama dag skoðaði eg kind þessa í Litlutungu og áleit eg þá, að óhætt væri að sleppa henni úr einangran; og nú í vetur sá eg um, að hún yrði nákvæmlega skoðuð, og fanst ekkert við hana at- hugavert. Nú þykist eg vera búinn að segja söguna eins rétta og unt er, án þess að bafa nokkurn tíma sagt, að hér væri kláði, en vil heldur ekki bera ábyrgð á því, að hann hafi ekki jverið hér til; og vona eg að þessi umsögn mín bræði svolítið úr mínum fyrver- andi yfirmanni, þar sem hann sér svo greinilega, að hann hefir sjálfur verið heldur fljótfærinn, eins og dæmi eru til, þegar þeim finst þeir eiga við sér minni menn. En eg sit við Bama keip. Að síðustu skal þess getið, að mér vitanlega hefi eg ekki ófrægt fyrver- andi sýslumann minu eða heimili hans á nokkurn hátt, og því síður veitt hon- um neina — bakslettu. Kveð eg hann svo með því, að eg vonast eftir, að geta séð hann enn á sfnu gamla heimili jafnánægðan við mig eins og eg áleít að hann hefði verið þegar við skildum síðast, án þess þó að mér sé unt að veita honum þann sóma, að hann geti fengið brjóst- slettu, sem yrði honum til virðingar. Rauðalæk 30. raarz 1905. Runólfur Halldórsson. * * * Hr. R. H. skýrir ennfremur frá því í bréfi til ísafoldar, að ef átt sé við m a u r a-kláða í fréttum þeim hér í vetur í ísafold o. fl. blöðum, þar sem hann (R. H.) er borinn fyrir, þá sé það ranghermi. Hann hafi aldrei talað um né fundið nema óþrifakláða þar í Holt- unum, hvorki í fyrra vor né f haust. Hr. O. Myklestad er hér ekki staddur í bænum nú og verður þetta mál því ekki uudir hann borið. En hafa mun hann 1 höndum bréf frá aðstoðarmönn- um BÍnum, sem stóðu fyrir böðunum í haust þar í Holtunum, þar sem ekýrt er frá, að þeir hafi fundið þar reglu- legan kláðamaur, og bærinn eða bæirnir til nefndir. Sjálfur átti hr. O. Mykle- stad að eins við hreppana austan Rang- ár (yfir). Liggur næst að geta þess til, að hinir vönu, norðlenzku skoðunar- menn hafi verið fundvísari á kláðamaur en innanhéraðsmenn, hvernig sem í máli þessu kann að liggja að öðru leyti. Hafnleysi á suðurströnd Islands. Jafnvel þótt þess sé getið í fornsög- um vorum, að skip hafi komið út á Eyrum — Eyrarbakka nú — og hafn- að sig, sem það er kallað, og alla tíð síðan, er eigi um neinn stað að tala frá Papós og vestur að Reykjanesi, á nál. 60 mílna svæði, er höfn geti heitið. Skipalægin við Vík, Stokkseyri, Eyrar- bakka og J>orlákshöfn, sem öll eru fyrir opnu hafi, geta með engu móti hafnir kallast. Að vísu er strjálbygð á miklum hluta af þessari strandlengju, bæði austan .Tökulsár á Sólheimasandí og vestan Ölfusár. En aftur verður eigi hið sama sagt um svæðið milli áa þessara, sem sé: alla Rangárvallasýslu og mestan hluta Árnessýslu, því þar mun bygð einna breiðust á landinu og að mörgu leyti bezt löguð fyrir þéttbýli. Enda hefir einn glöggur og mikilsmetinn ís- lendingur sagt fyrir nokkrum árum, að á Suðurlandsundirlendinu gætu lifað 70 þúsundir manna, ef því væri sýndur tilhlýðilegur sómi. Fyrir nokkrum árum veitti þingið ofurlítið fé til þess að skoða leiðir og lendingar hér eystra; en, eins og gefur að skilja, er eigi hægt að skoða mikið fyrir 400 krónur, eða viðlíka fjárhæð. Fyrir 4—5000 krónur kynni að mega fá hæfan mann til skoðunargjörðar, ef um höfn væri hugsað, og á því höfum vér Arnesingar og Rangæingar brýna þörf; því hafnleysið er hér einhver erfiðasti þrándur í götu. Hér er því að tala um stórt nauðsynjamál fyrir nálega 1/0 hluta allra landsmanna. Mér kann að verða svarað því, að hafnargjörð á þessu svæði sé ókleif, bæði vegna þess, hvernig ströndin er útbúin frá hendi náttúrunnar, og í öðru lagi sökum fjárskorts. En því er að svara, að þar sem á ýmsum stöðum hafa verið tilbúnar hafnir, þá er næsta líklegt, að einnig mætti gjöra það hér. Og um fjárskort getum vér að svo komnu máli naum- ast rætt. Ekki fyr en sannfróður mað- ur í þeim efnum hefir skoðað nákvæm- lega og gjört áætlanir um kostnaðinn. J>að er þá fyrst, að hægt er að íhuga hvort og á hvern hátt að hepnast mætti að fá nægilegt fé til hafnar- gjörðar. Vitanlega á eg ekki við neitt mála- myndarkák, því það er engu upp á það kostandi. Eg á hér við þá höfn, er með tímanum gæti rúmað 40—100 skip, og mætti nota til inn- og útsigl- ingar, er útsjórinn er talinn vera skip- lægur. Fyrir svo sem 100 árum hefðu þá- lifandi menn talíð það býsn ein eða jafnvel galdur, ef þeim hefðu verið sýndar lestir með klyfjum ganga á járn- brúm yfir Ölfusá og J>jórsá, eður mótor- vagna þjóta eftir vegum. Á þetta horfum vér nú með ánægju, og viljum ekki af því missa, þrátt fyrir kostnað- inn, sem því fylgír. Er því ekki ósennilegt, að líkt mundi verða uppi á teningnum, ef hafnargjörð fyrir Suðurlandsundirlendinu þætti vera kleif, og ráðist yrði í það. Hið fyrsta, er gjöra þarf í þessu máli, er að fá vel hæfan mann til að skoða, hvar tiltækilegast sé að búa til höfn, og til þess þarf næsta alþingi að veita hæfilega fjárhæð. Árnessýsla og Rang- árvallasýsla er býsnastór spilda úr landinu. Matin við síðasta jarðamat full 16 þúsund jarðarhundruð, og er nú trauðlega of hátt matin á 2 miljónir króna. Virðist þvf að óhætt muni að verja töluverðu fó til hafnargerðar, ef viss von fengist um tryggleik hennar og viðunanlega stærð. J>ví að góð höfn mundi fljótt umskapa þessar 2 sýslur, er hér eiga aðallega hlut að máli, bæði að ræktun lands, búfjáreign, sjávar- útvegi og í öllum iðnaðargreinum yfir höfuð. J>ví má heldur eigi gleyma, að ör- stutt hér fram undan eru ein hin beztu fiskimið, sem nú munu síðari árin mjög mikið notuð, og virðist lífi þeirra manna, er þar hafast við á hafinu, vera að ýmsu leyti betur borgið, ef hér væri góð höfn, er leita mætti til, þá er ofsaveður bera að eður stórslys. Að sjálfsögðu yrði þetta fyrirtæki kostnaðar8amt. Um það þarf ekki að efast. En hins vegar mundi líka vera stór hagsmunavon að því. Vér getum naumast rætt um kostn- aðinn fyr en nákvæm skoðun er um garð gengin. En þótt svo yrði, að ætla þyrfti til þess svo sem 1 miljón króna, væri ekki áhorfsmál að kosta kapps um að fá þessu verki komið í framkvæmd hið fyrsta. Árnesingar og Rangæingar! Vér þurf- um á þingmálafundum í vor að hreyfa þessu máli, og reyna að fá þingmenn vora til að beitast fyrir þvf, að alþingi samþykki á komandi sumri hæfilega fjárhæð til skoðunargjörðar og áætlun- ar um kostnaðinn. Kr. Jóhannesson. Lagst á náinn, Ferðamaður kemur á bæ hér austur í sveitum og segir í fréttum meðal annars þau ósköp úr höfuðstaðnum, að þar sé tekið til að liggja úti á kirkjugarði allar nætur og vekja upp drauga. Bóndi segir gestinn munu ekki kunna söguna nema hálfa. Hann vanti við- bótina þá, að þegar draugarnir koma upp, þá ráðist hinir á þá og éti þát

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.