Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.04.1905, Blaðsíða 3
83 Nú muni því taka fyrir alla fjársölu til Eeykjavíkur, úr því að Reykvíking ar séu farnir að legyja sér til munns dauðra manna búka, eti af þeim séu óþrjótandi birgðir þar í kirkjugarðinum. Lítill vafi er talinn á því, að komu- maður hafi akilið jafnþykka sneið. En hvort stjórnarblöðin með draugafélags- sögurnar m. fl. hefðu skiiið hana, — það er ekki eins víst. Búnaðarleiðbeiningarferðalag. Hr. S i g u r ð u r ráðunautur S i g- urðsson er nýkominn vestan úr Snæfellsnessýslu, sunnan fjalls. Qann segir snjókomu og jarðbönn þar um slóðir; skiftir um við Hafursfjarðará og er snjórinn því meiri sem vestar dregur. |>að er nýfallinn snjór og illa gerður. Erindið var að halda fundi með mönnum þar vestra eftir ósk síra Vil hjálms Briems og fleiri, og undirbúa rjómabússtofnanir. Hann hélt fundi í flestum hreppum sunnan fjalls; þeir voru allvel sóttir. Hann segir, að í ráði sé að stofna þar 2 rjómabú vorið 1906; annað í Staðarsveit, og sækir að því öll Staðar- sveit, innhluti Breiðuvíkurhrepps eða sjálf Breiðuvíkin og ytri hluti Mikla- holtshrepps; en hitt við Landbrotalæk í Kolbeinsstaðahreppi; þangað sækir Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahreppur og innri hluti Miklaholtshrepps. Búin geta orðið stór með tímanum, og talað um, að þau byrji með meira en 200 rjómabúskúgildi hvort. Almennur áhugi á þessu máli segir hann að sé þegar vaknaður þar vastra, einkum í Staðarsveit og Eyjahreppi. En yfirleitt er fyrirtækið bundið því skilyrði, að samgöugurnar við Reykja vík verði bættar. f>eir vilja láta Faxa flóagufubátinn koma við á Búðum, í Skógarnesi og á Okrum einu sinni í hverjum l/2 mánuði að sumrinu, meðan búin starfa, og svo haust og vor. Sömuleiðis er það almenn ósk, að hin- um lögboðna vegi vestur sýsluna verði haldið áfram sem fyrst, og að árnar verði brúaðar hið bráðasta, einkum Hitárdalsá og Hafursfjarðará. Hr. S. S. telur þessar samgöngubætur Iffs- nauðsynlegar fyrir Snæfellinga sunnan- fjalls, á hvað sem er litið. í hverjum hreppi höfðu menn verið kosnir til að halda rjómabúamálinu vakandi og und- irbúa það sem bezt. í þessari ferð átti hr. S. S. og fundi að Hvítárvöllum og Smiðjuhóli á Mýr- um, og flutti þar fyrirlestra um jarð- rækt og túnbætur. Vestmanneyjum 14. april: Mestur hiti í janúar 27. 7.8°, minstur aðfaranótt 10. -i-12.2°. Pebrúarmán. var mestur hiti 21. 8°, minstur aðfaranótt 10. 10.3°. Marz var mestur hiti 27. 8.5°, minstur aðfaranótt 1. 6°. Úrkoma var í þessum mánuðum: 226, 122 og 139 millimetrar. Janúar og febrúar voru nær sífeld hva sviðri sitt á hverri áttinni með stuttum kuldaköstum og feikna-úrkomu i janúar af regni og snjó. Marz var mjög hlýr að tiltölu og nær óslitnir austanvindar oft mjög hvassir allan mánuðinn. V e r t i ð i n hefir verið óvenjulega gæfta- stirð sakir stormanna, einkum austanstorm- anna í marz, og svonefnd sjóveður oft rnjög vond og háskaleg. Fiskur gekk hér mikill eftir 10. marz, og mundi hér hafa orðið mjög góður afli með góðum gæftum. Fyrstu vikuna af þ. mán. voru góðar gæftir, en fiskur þá mestur horfinn. Hæstir hlutir munu nær 500, þar af ‘2/a þorskur, en fæstir hafa svo háa hluti, sumir eru jafnvel á 2. hundraði, og er þessi vertið hin rýrasta, sem hér hefir komið mörg ár. Aragrúi af botnvörpungum er hér ávalt umhverfis, oft í landhelgi, enda hafa 6 þeirra fengið að kenna á hinum járn- vörðu hnúum Heklu. Heilbrigði hefir verið góð. Tauga- veiki kom á eitt heimili um nýársleytið, en barst ekki viðar. 2 menn hafa fengið lungnabólgu, og niðurgangsveiki hefir verið að stinga sér niður. Fær nokkur maður staðist það? Mörgurn þykir vera býsna oft nú orðið leitað hér á náðir veglyndra manna og brjóstgóðra um gjafir til bágstaddra, og jafnvel ekki-bágstaddra stundum, þá í virðingarskyni og við- urkenningar fyrir vel unnið starf í al- mennings þarfir. það eru því misjafnlegar undirtektir undir þess kyns málaleitanir stundum. En mundi nokkurt mannsbarn á landinu vera svo skapi farið, að það fái sig til að taka öðruvísi en vel í hina einkar- hógværlegu og lítilþægu tillögu yfirhjúkrunarkonunnar í Laug- arnesi, um að aura saman, sitt lítið hver (10 a.), í betri rúm og mýkri dýnur undir sjúklingana hennar, til þess að ofurlítið fari betur en ella um hina sárbrjóstumkennanlegu aumingja í rúm- unum þeirra, til þess að þeir eigi færri andvökunætur, lil þess að ofurlftið færri stunur megi til þeirra heyra út af óhægðinni einni á þjáningabeð þeirra? Steini harðara væri hjartað það, sem svo væri gert. Útlendir mannvinir gáfu skýlið sjálft yfir þá, með frjálsum samskotum, háir og lágir, ríkir og fátækir. Vér, landar hinna holdsveiku aum- ingja og nánustu bræður, — vér áttum þar engan þátt í. J> e i r gáfu til þess nær 130,000 kr. V é r ekki 1 eyri. Nú er stungið upp á, að vér 1 o k s leggjum í þá guðskistu sem svarar ^ hluta þar á borð við, og að hver taki svo smátt til, að alls ekkert viti af því raunar, — leggi til eitt skifti fyrir öll sem svarar því, er vanalega er gefið fyrir hálfan kaffibolla, af þeim sjálfsagt 1000 kaffibollum, sem druknir eru hér á landi á mann á hverju ári. Getur nokkur maður staðið af sér að gera svona litla bón, — bón göf- uglyndrar konu, sem hér er komin frá framandi þjóð til þess að hjúkra þess- um aumingjum og ber þá fyrir brjósti sér, eins og hún væri móðir þeirra? Fær nokkur maður staðist það? Snæfelsku. málaferlin- Stjórnarerindrekinn sem fór vestur þangað með dómaravaldi, cand. juris Guðm. Eggers, er nú heim kominn aftur úr sínum 3 mánaða leiðangri. Dæmt hafði hann þar vestra sekt á hendur hreppsnefndarmönnunum 3 í Ólafsvík eða Neshrepp innri, tveimur 80 kr. og einum 100 kr., fyrir þetta sem þeir höfðu borið fyrir sig, er þeir fóru fram á, að yfirvaldið þeirra þok- aði úr dómara sessi. Síra Helgi Árna- son var og lögsóttur fyrir hlutdeild í þeim glæp, átti að hafa samið fyrir þá uppkast að skjalinu, en sýkna gerði setudómari hann, þó með ábagga, að greiða skyldi hann málskostnað jafnt hinum. þremur. Allir 4 áfrýgja þeir dómi þessum til yfirréttar. Tíundaravikamálið gegn síra Helga á hann eftir ódæmt. Gerir það lík- lega hér. Askorun um samskot handa sjúklingunum i holdsveikraspitalanum. Holdsveikin er þungbærari en nokk ur annar sjúkdómur. Holdsveikir menn eru aumkunarverð- ari en nokkrir aðrir sjúklingar. þeir eiga ágætt athvarf þar sem er holdsveikraspítalinn í Laugarnesi. |>ar er þeim veitt nákvæm hjúkrun, dregið úr þjúningum þeirra, sár þ irra hirt. J>ar er þeim látin í té stöðug lækn- ishjálp og reyndar við þá allar nýjar lækningaraðferðir, sem einhver von er um að geti læknað höfuðsjúkdóm þeirra, holdsveikina. f>ar eru þeir aldrei móðgaðir eða hrygðir, eins og oft vill verða í heima- húsum, af þvi að fólk óttast og forð- ast þá. þar þurfa þeir sjálfir ekki að óttast, að þeir verði meðveiki sinni ástvinum sínum eða öðrum að meini.. En þar með er ekki sagt, að spítal- anum sé í engu áfátt, að þar mætti ekkert betur fara. Mér, fyrir mitt leyti, virðist mestur bagi að því, að rúm sjúklinganna eru ekki bvo góð sem skyldi. f>að eru járnrúm, fremur veik; botninn fjaðra- laus og harður; í hverju rúmi eru tvær þangdýnur (undirdýnur) og 1 eða 2 svæflar; þessar þangdýuur endaRt illa, \ verða fljótt harðar og hnúskóttar. þegar spítalinn var settur á fót, varð auðvitað að fara sem sparlegast með það fé, sem þingið veitti til útbúnaðar. f>essi rúm voru þá keypt, af því að þau eru rniklu ódýrari en vanaleg, góð sjúkrahúsrúm; þeim hefir auðvitað verið haldið við, og eru þau því nú lík því sem þau voru í fyrstu. f>ess vegna má ekki vænta þess, að þing 0{2j stjórn sjái sér fært að ónýta þau og láta spítalanum í té önnur dýrari og betri rúm. Ný, góð sjúkrahúsrúm í allan spítal- ann, 60 að tölu, mundu kosta um 2000 krónur. |>að er altítt í öðrum löndum, að sjúkrahúsum berast miklar gjafir. Sjúkir menn eru jafnan hjálparþurfar, og öllum góðum mönnum er ljúft að rétta þeim hjálparhönd öðrum fremur. Nú er eg sannfærð um, að brjóst- gæði og hjálpfýsi eiga jafndjúpar ræt- ur í hugum manna hér á landi sem í öðrum Iöndum. Og þess vegna sný eg mér til íslenzkr- ar alþýðu, í þeirri von og vissu, að hver maður muni með Ijúfu geði vilja leggja lítinn skerf til þess að gleðja mestu aumingja þjóðarinnar, auka þægindi þeirra, lina þrautir þeirra. Eg bið ekki um mikið. *Eg bið engan um meira en 10 aura; en eg bið alla um 10 aura. Til þees að fá 2000 krónur, þarf 10 aura frá 20,000 manns, fjórða hluta þjóðarinnar. Eg hefi hugsað mér að koma sam- skotunum á stað á þann hátt, sem hér segir. Eg sendi beiðni til 12 eða 16 kunn- ingja minna hér í bænum, bið hvern þeirra um 10 aura, bið hvern þeirra að senda sams konar beiðni til 4 kunn- ingja sinna og svo koll af kolli. Með þessum hætti kvíslast samtkotabeiðn in í allar áttir út um alt land. Skeytin má auðvitað orða á ýmsan hátt, hver getur farið eftir sínum hug þótta, en efnið ætti að vera þetta : Gerðu gott verk. Sendu mér 10 aura .handa sjúklingunum í Laugarnesi. Sendu 4 kunningjum þínum sams konar skeyti og þetta. Sendu þá 40 aura. sem þér berast, til fröken Harriet Kjær- Holdsveikra8pítalanum við Reykjavík Laugarnesi í aprílm. 1905 Harriet Kjær hÚ8inóðir holdsveikraspítalans. Brlend tíðindi. Ekkert öSru nýrra að kalla fyrir rúmri viku en aS fyrirhugaö banatilræði við Rússakeisara vitnaðist og glæpnum afstvrt í síðustu forvöðum. Það er siður, að fyrsta dag viku hverrar ganga fyrir keisara í höll hans liðsforingjar þeir, er þar eiga að þjóna honum þá viku. Meðati þeir biðu í forsal keisaramálstofunnar var því veitt eftirtekt, að einn þeirra var eitt- hvað lítið eitt torkenuilegur í framgöngu, hafði dálítið öðru vísi lagað sverð við hlið en hiuir, enda þektu þeir hann ekki. Eti ótal augu gefa að öllu vand- legar gætur, sum í leyni að hurðarbaki eða öðru vísi. Maðuriun var því hönd- um tekinn og leitað á honum, er hon- um varð orðfátt að gera grein fyrir sér. Enda fundust á honum 2 sprengikúlur. Hefði hann komist inn til keisara, mundi hvorugur hafa kuunað frá tíðindum að segja. Eyrir skemstu hefir loks vitnast nafn þess manns, er Sergíus fursta keisara- fræuda réð bana í vetur í Moskva (17. febr.). Hann heitir Kalajev og er stú- dent, sonur lögreglustjóra i Vatsjá og hafði verið rekinn frá háskólanum í Pétursborg fyrir nokkrum árum fyrir hlutdeild í óeirðum. Það var einhver fólagi hans, nihilisti, sem hafði verið höndlaður nýlega í Pétursborg, grunaður urn að vera í vitoröi um samsæri gegn keisara. Fast að hálfri miljóu manna er mælt að Japanar hafi á að skipa til að sækja á eftir Rússum norður eftir Mandsjúríu, en þeir eða Lenewitch yfirhershöfðingi hinn nýi ekki nema um 300 þús. Látinn er í Khöfu Peter Hansen pro- fessor, fyrrum blaðamaður og allmerkur rithöfundur, en siðustu arin ritdómari við konungl. leikhúsið. Hann varð hálf- sjötugur. Hundrað ár voru liðin 2. þ. m. frá fæðingu H. C. Andersens æfintýraskálds, og var þess minst um alla Danmörk og miklu víðar þó með ýmsum hátíðabrigðum. tíustav Adolph konungsefni og ríkis- stjóri Svía og Norðmanna hefir látið birta frá sér nýtt skjal út af konsúla- deilumálinu, miklu mýkra og sáttvæn- legra eu hið fyrra. En það mun vera um seinan. Enda tæpt um traustið á honum af Norðmanna hálfu. Vetrarlok. Hann hefir verið mjög vægur hér um Suðurland að minsta kosti, þessi vetur sem nú ríður úr hlaði. Snjólít- ið mjög og frostvægt eða frostleysur. En ærið stormasamt á útmánuðun- um, og því lítið um gættir. Frost aldrei komist hér upp í 10 stig síðan á nýári. Fáa daga u8—9, fyrri part febrúar. Annars sjaldnast meira en 3—4 stig, en mjög oft nokkurra stiga hiti, jafnvel 5—6 stundum. Vestanlands hefir verið nokkuðsnjóa- samt síðari partinn. Og nokkuð harð- ari vetur en hér norðanlands og aust- an. En vægur þó fremur. Póstgufuskip Laura (Aasberg) kom bér á sunnudagsmorguninn 16. þ. m. frá Khöfn og Leith. Farþegar örfáir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.