Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einn sinni eöa tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/, doll.; borgist fyrir miðjan ’úli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXII. árg. Reykjavík flmtvitlaginn 6. júlí 1905 II. b!að. I. 0. 0. F. 877149 Augnlœkning ókeypis 1. og 3. þrd. i hverjum mán. kl. 2—3 i spitalanum. Forngripasafn opið á mvd. og ld 11—12. Mlutábankinn opinn kl.10—3 og 61/*—7’/2. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á liverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 siðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og snnnudag8kveldi kl. 81/, siðd. Landakotskirkja. öuðsþjónusta kl. 9 og kl. 6 á hverjnm helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendnr kl. 10'/,—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud og ld. kl. 12—1. Tannlœkning ókeypisíPósthússtræti 14. 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Saltkjöt Ágætt norðlenzkt saltkjöt fæst í stærri og smærri kaupum mjög ódýrt í verzl. Godthaab. Gufubáturinn Reykjavik fer upp í Borgarnes 20. og 26. júlí; en suður í Keflavík 22. júlí. Báturinn kemur við á Akranesi hverri Borgarfjarðarferð. rsr Fer alt af kl. 8 árdegis héðan. Tuttugu ára áuauð. Tuttugu ár á landið að vera buudið við hinn hraklega ritsíma-einokunar- samning, sem ráðgjafinn, fulltrúi þess- arar fátæku, umkomulausu þjóðar, hefir gert við mesta stórgróðafélag á Norður- löndum í heimildarleysi, u t a n v i ð fjárlögin, segir hann sjálfur. Tuttugu ár má enginn veita landinu kost á neinu öðru hraðskeytasambandi við önnur lönd. jbað má að minsta kosta ekki þiggja neitt kostaboð í því efni. það má ekki ganga að því, þótt einhver vildi láta það fá það að gjöf og láta hvern mann fá að nota það ókeypis. Eigi samningurinn alræmdi að standa, verður að rífa niður hraðskeytaviðtöku- stöðina hér við Rauðará, því ekkert loftskeyti m á hingað berast nema með leyfi fyrnefnds stórgróðafélags. J>ví síður má reisa hér á landi nein- staðar né hagnýta hraðskevta-afgreiðslu- Btöð, rafmagnsstöð, er sendi hraðskeyti til annarra landa. Við því liggja þung- ar sektir og stöðin upptæk með öllum hennar hraðskeytatækjum. Tuttugu ár samfleytt eigum vór að gjalda 35 þús. skatt til margnefnds félags, þótt svo fari, að vér höfum nauðalítil sem engin not hraðskeyta- sambands þess, er það ætlar að gæða oss á. Tuttugu ár sarnfleytt á verzlunar- stétt landsins að vera fyrirmunað öðru vísi lagað samhand við önnur lönd en með gamla laginu, sendibréfum, sem eru 2—3 vikur á leiðinni fram og aftur. Hún m á ekki gera þar á neina breyt- ing á sinn kostnað óinu sinni. fað er óleyfilegt, ólöglegt, harðbannað. Kaup- menn þeir, sem vit hafa á, segja það sem satt er og hverjum manni auð- sætt rauaar, að einfaldan sæsíma og landsíma hingað mundu þeir alls ekki hætta sór út í að nota. Bilanir á þeim eru svo sjálfsagðar og altíðar, að glæfraráð væri fyrir þá að treysta slíku sambandi. Tuttugu ár samfleytt eigum vér enn- fremur að bera oss að halda við á vorn kostnað 600 rasta landsíma og kosta til þess ef til vill alt að 100,000 kr. um árið, hversu stopult og slitrótt gagn sem vér kynnum að hafa af honum. Tuttugu ár samfleytt eigum vér að neita oss um ýmsar hinar nauðsyn- legustu og sjálfsögðustu umbætur og framfarir, sem landssjóður þarf að stvrkja, af því að vér erum skyldaðir með lögum og samningum til að fleygja þvf fé í hítina þessa, botnlausa og gagnslausa eða gagnslitla. Tuttugu ár, segjum vér. Nei — tvisvar tuttugu líklegast, eða hver veit hvað. f>ví vel getur félagið fengið einka- leyfistímann lengdan það, fengið leyfið endurnýjað, ef það vill, að tuttugu árunum liðnum. Ekki þarf annað en að þ á, eftir 20 ár, eigi landið sér ráðgjafa, þennan sama H. H. eða annan hans nóta, sem félagið stingur í vasann og enn liggur hið sama við borð um, ef end- urnýjun samningsins er ekki staðfest — þetta heims-hrun, að nannars steypa þeir ráðgjafanum«. Stúdentar. þeir urðu 17 í þetta sinn, útskrif- aðir 30. f. mán. Einb. stig Andrés Björnsson I. 103 Páll Eggert Ólason I. 102 Ólafur Lárusson I. 101 þórarinn Kristjánsson I. 100 þorsteinn Briem I. 98 Guðmundur Thoroddsen * I. 98 Ólafur Jóhannesson I. 94 Guðjón Baldvinsson * I. 93 Júlfus Havsteen I. 92 Sigurður Lýðsson * I. 92 Brynjólfur Magnússon I. 90 Ingvar Sigurðsson I. 88 Olafur Ó. Lárusson I. 86 Baldur Sveinsson I. 85 þorgrímur Kristjánsson 1 <■ II. 75 Karl Sæmundssen* II. 64 Pétur Sigurðsson * III. 45 þeir voru utanskóla, sem auðkendir eru með stjörnu. Samvinnufélagsskapur i Danmörku. Hér er nokkur samtíningurúr fyrir- lestri B 1 e m s fólksþingismanns, þeim er drepið var á síðast. Hann mun vera væntanlegur í heilu lagi í Bún- aðarritinu. þjóðarauður Dana er 7V4—7^/g biljón kr., 3000 kr. á mann eða 15000 kr. á hverja fjölskyldu í landinu. Ekkert land auðugra í heimi nema England, en þar er auðnum miblu ójafnara skift. Af útfluttum vörura, fyrir 350—60 milj. alls, eru 9/io (90 af hundr.) land- búnaðarafurðir, 8—9 af hundraði iðn- aðarmunir og 1—2 af hundr. fiski- afurðir. Félagatal í samvinnufélagsskap í Danmörku er um % milj. Danmörk flutti út í fyrra smjör, flesk, egg og kjöt fyrir 300 milj. kr., þar af voru s/4 e<5a 225 milj. kr. frá samlagsbúum og öðrum samvinnufé- lagsskap. Hinar miklu búnaðarframfarir í Danmörku er að þakka fyrst og fremst hagkvæmri landbúnaðarlöggjöf, sem hefir varðveitt sjálfseign í landinu. f>ar eru 150,000 sjálfseignarbændur, og þeir búa á 6/o landsins 378 þús. dönskum jarðarhundruðum (harðkorns- tunnum). það er að þakka ungum mönnum frá lýðskólum og búnaðar- skólum fyrir 30—40 árum, hve vel gekk að breyta búnaðinum úr korn- yrkju í kvikfjárrækt, þegar nauðsyn krafði. Loks studdi stjórnaróstandið þetta óbeinlínis, kendi mönnum að bjarga sér á sínar spýtur, treysta sjálf- um sér, en ekki stjórninni. Kaupfélög er elzti samvinnufélags- skapurinn, frá 1866. f>au voru orðin 831 árið 1898, með rúmum 130 þús. félagsmönnum; nú á að gizka 1000 með 160 þús. félagsmönnum. Yfirdeild þeirra var stofnuð 1896 og var viðskifta- magn hennar f fyrra rúml. 22!/2 mílj. kr., ágóðinn lx/2 milj., kostnaður 2% af hundr. eða nær % milj., hreinn ábati rúm 1 milj.; eignir 2 milj. 210 þús. kr. Yfirdeildin hafði 375 menn í sinni þjónustu. Fyrsta srojörbú (samlagsbú) í Danm. var stofnað 1882. f>au voru orðin í fyrra 1065 og hluthafar í þeim 152 þús., mjólkin, sem þar var skilin o. s. frv., 4300 milj. pd., kýrnar þar 870 þús. af 1 milj. 89 þús. kúm, smjörið 166 milj. pd. og það sem fyrir smjörið fekst 152 milj. kr. Samlagsslátrunarhús reist fyrst 1887, eru nú 31 með 70 þús. hluthöfum. þar var í fyrra slátrað 1 milj. 133 þús. svínum, sem voru 54J/2 milj. kr. virði. Eggjasamlags-salan til annara landa hófst 1895. Félagið seldi í fyrra (1904) egg fyrir 3 milj. 856 þús. kr. Eftir enskum landhagsskýrslum keyptu Englendingar árin 1899—1903 alls smjör, flesk og egg fyrir 2630 milj. kr. þar af fengu Danir nm 921 milj. eða rúman þriðjung. Og þeir fengu 14% hærra verð fyrir sína vöru en meðalverð það, er aðrar þjóð- ir fengu. Samlags-heilsuhælum fyrir berkla- veikt fólk er verið að koma upp í Danm., með þeim hætti, að kaupfélög og önnur samvinnufélög ábyrgjast 3 kr. á mann í félögunum á 28 árum, en það verða 18 a. á mann um árið (6% í vexti ogafborgun). þaðereins og fyrir % bjór. En þó höfðust sam- an með þeim hætti 51,125 kr. fyrsta árið. Með þessum 18 a. á ári hefir fengist ábyrgð fyrir 400,000 br. höfuð- stól, en ríkissjóður ábyrgist y2 milj. kr. Nú er verið að reisa heilsuhæli á Jótlandi og næsta ár á að koma upp öðru á eyjunum. Sjíikraliíisriimin og holdsYeikissjúkl. í Laugarnesspitala. Samskotaáskorunin frá húsmóður Laugarnesspítalans, fröken Harriet Kjær, eru orð í tíma töluð; og eg er sannfærður um að menn verða við henni um land alt með mikilli ánægju. En það er svo um þetta mál, sem öll önnur, að einhverir þurfa að beit- ast fyrir því í hverri sveit. Samskota-aðferð sú, sem frökenin stingur upp á, á vel við í Reykjavík og nágrenni hennar, en er mjög óhent- ug út um land. |>að kostar nærri 40 aura, að senda í pósti 40 aura til Reykjavíkur. Einstaka menn ættu því að safna af stóru svæði og senda samskotin í einu lagi. Og er benda skal á menn, til að standa fyrir þessum samskotum, þá finst mér prestarnir vera sjálfkjörn- ir til þess. þetta er líknarstarf, og þar eiga prestarnirað ganga í broddi fylkingar. Eg vil því leyfa mér hér með, að skora á stéttarbræður mína, prestana um land alt, að safna meðal safnaða sinna fé til þessa fagra og göfuga fyrir- cækis, svo að sjúklingarnir hennar þurfi ekki lengi hér eftir að stynja á hörðu og hnúskóttu þangdýnunum; og eg er sannfærður um, að öll alþýða manna gefur sinn skerf, svo að fjár- hæð sú, er frökenin nefnir, fæst fljótt og vel. Eg dæmi þar um eftir þeim góðu undirtektum, sem mál þetta hefir fengið í mínu prestakalli. Eg hefi leitað samskota til sjúkrahúsrúma í spítalann tvisvar við messu hér á Prestsbakka og einu sinni á Kálfafelli í Fljótshverfi, og hafa gefist af 225 manns rúmar 43 krónur; og eru þó að eins 336 menn fermdir í öllu prestakallinu. Já, í Kálfafellssókn hefir verið gefið talsvert meira en sem nemi 10 auruin á hvert mannsbarn. Svona var áhug- inn mikill og almennur að líkna þess- um aumingjum. En það er fleira en rúmin, sem þessa aumingja vanhagar um; margir þeirra eiga enga efnaða vandamenn eða vini, er sendi þeim nokkuð, til að kaupa ýmislegt, sem þeir eiga bágt með að vera án — eins og til dæmis tóbak — eða getur glatt þá eða mýkt um stund þjáningar þeirra, eða að minsta kosti gert þeim lífið léttbærara; þeir verða því að fara alls þessa á mis, nema einhverir brjóstgóðir menn miskunni sig yfir þessa aumingja og skjóti saman dálitlu fé og sendi þeim árlega. En þar þurfa einnig einhver- ir að ríða á vaðið, eins og með sjúkra- húsrúmin, og þar eru prestarnir einn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.