Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 3
í S A F 0 L D 163 Hækkun á aðflutniugsgjaldi. Nokkrar umræður urðu um það mál í fyrra dag. Ráðgjafinn (H. H.) : Tekjur land8Íns hrökkva ekki fyrir út- gjöldum. Tvent er til um að ráða bót þar á: að lækka útgjöldin eða hækka tekjurnar. Flestir munu á einu máli um það, að ekki komi til mála að lækka útgjöldin. Eina ráðið er því að hækka tekjurnar. Skattalög- gjöf land8Íns er í mörgu ábótavant; skattarnir koma ójafnt niður o. s. frv. Stjórnin hefir ekki enn haft tíma til þess að íhuga og undirbúa gjörsamlega breytingu á þessari löggjöf, en þar eð tekjuhallinn undanfarin ár og ekki sízt nú er svona mikill er nauðsynlegt að bæta til bráðabirgða úr þessu, og eftir nákvæma íhngun komst stjórn in að þeirri niðurstöðu, að það yrði einungis gert með tollhækkun. Yfir höfuð verður stjórnin að byggja á ó- beinu sköttunum. Frv. þetta er einungis fjárhagslegt frumv., um toll-h æ k k u n ekki toll- breyting. Vörurþærsem hér er talað um að tolla, eru tollaðar langtum hærra f mörgum löndum. |>etta er bráðabirgðaráðstöfun vegna tekjuhall- ans. f>ess vegna virðist mér rótt að vísa málinu til fjárlaganefndarinnar. (Gekk út siðan). Skúli Thoroddsen tók fram 5 atriði viðv. frv.: 1. Frv. kemur mönnum óvart. Hefði átt að gefa þingmálafundum kost á að láta álít sitt í ljósi. 2. Um vinfangatollinn hefðu þing- málafundir verið sammála um að mót- mælft honum. Hann (tollurinn) væri þrándur í götu bindindishreyfingarinn- ar. jþví meiri tekjur sem landssjóður hefði af víninu, því síður mætti hann sjá af tollinum. 3. Sykur og kaffi eru nauðsynja- vörur, og því rangt að tolla þær. 4. Hins vegar væri rétt að taka til íhugunar, hvort ekki mætti rétta við tekjuhallann með »faktúru« tolli (mið- uðum við viðskiftamagnið). 5. Annars væri varasamt að fá stjórninni of mikið fé í hendur, þar sem nokkuð almeun óánægja væri með fjár- stjórn hennar. Ymsar raddir hafa heyrst um, að hún hafi farið út fyrir fjárlögín í samningum sínum. L á r u s H. B. flýtti sér mjög að gera sig að talsmanni hins brottborfna mágs síns, ráðgjafans. |>rætti fyrir, að tollarnir kæmu nokkrum macni á óvart. Hækkun áíengistolls kvað hann styðja bindindi! jfprætti fyrir, að ráðgj. hefði farið út fyrir fjárlögin, er hann gerðí ritsímasamninginn. (f>að sagðist þó sjálfur ráðgjafinn hafa gert, í viður- vist mörg hundruð manna hér á þing- málafundi). Engan rétt kvað hann þingið hafa til að hrófla neitt við rit- símasamningnum! MagDÚs Kristjánsson vildi ekki láta hækka kaffi- og sykurtoll. R á ð g j a f i n n var nú korninn aftur og mælti: Við þurfum að auka tekjurnar (vegna ritsímahítarinnar auð- vitað); eg hefi hugsað vandlega, hvernig það mætti verða og engan veg fundið annan. Eg kannast alls ekki við að hafa farið út fyrir fjárlögin! (Sbr. þingmála- fund 19. júní). SkúlaThoroddsen þótti hugs- Unargangur LHB. einkennilegur, er hann (LHB.) vill auka tekjur lands- ins með víntolli, en segir á næstu mln- útu, að vínnautn muni fara minkandi að sama skapi og tollurinn hækkar. Guðlaugur Guðmundsson vildi skipa sérstaka nefnd í málið. |>órhallur Bjarnarson vildi vísa því til fjárlaganefndarinnar. Málinu vísað til 2. umr., og til fjár- laganefndar með 16 : 5 atkv. Þiiigmálaíundir. - Austur-Skaftfeilingar. Þeir liéldu sinn fund 28. júní uð Biarnarnesi, með kjörnum fulltrúum úr öllum hreppuin kjördæmisins. nema Or- æfuni, eftir fundarboði frá þeim Þoi'leifi hreppstjóra Jónssyni í Hólum og síra Þorsteini Benediktssyni í Bjarnarnesi, með því að þingmaðurinn, Þorgrímur læknir, var farinti austan að alfarinn, til Keflavíkur. Fundarstjóri var kosinn Jón ptóf. Jónsson í Stafafelli og skrifari Þórh. Daníelsson varzlunarstj. í Höfn. Eftir allmildar umræður var með 13:5 atkv. samþykt í ritsímamálinu svofeld fundarályktun: Fundurinn lýsir óánœgju sinni yfir pví, að ráðherrann liefir gert samn- ing urn ntsímalagning hingað, svo úr garði gerðan sem hann er, að al- pingi fornspurðu, og skorar á pingið, að sampykkja ekkert í pví máli, sem er kröjtum pjóðarinnar ofvaxið. Einnig telur fundurinn rétt, að pingið rannsaki alt málið frá rótum. Þá var í undirskriftarmálinu samþykt í einu hlj. svofeld ályktun: Fundurinn óskar að pað komi ekki oftar fyrir, að forsætisráðherra Dana slirifi undir skipun ráðherra vors, heldur verði pessu hagað samkvœmt vilja síð- asta alpingis, og skorar pví á alpingi að sampykkja ályktun um petta mál, er miði til pess að hrinda pví í rétt liorf. Vestmanneyingar. Þeir héldu ’sinn fund 25. júní, með um 50 kjósendum, Fuudarstjóri Magn- ús Jónsson sýslum. og fundarskrifari Árni Filippusson bókari. Þar var f ritsímamálinu samþ. í einu hlj. svofeld ályktun: Fundurinn telur hraðskeytasamband við önnur lönd æskilegt, en vill eigi sæta par neinum afarkostum, og hyggur að ritsímasamningurinn frá í haust sé ofvaxinn fjárhag landsins, hafi eigi heimild í gildandi fjárlögum og sé pví hættulegur fjárforræði voru og pingræði, og skorar fastlega á pingið að sampykkja ckkert í pví máli, sem sé efnahag pjóð- arinnar um tnegn. Jafnframt skorar fundurinn á pingið, að sæta peim kjörum í hraðskeytamál- inu, sem bezt eru fyrir landið, og mót- mæla fjárframlögum til hraðskeytasarn- bands áður en pingið hefir bundið enda á málið frá pjóðarinnar hlið. Þar næst var í undirskriftar- málinu samþ. (í e. hlj.?) þessi álykt- un : Fundurinn lýsir yfir pví áliti sínu, að með undirskrift forsætisráðherrans danska undir skipun Islandsráðherra í fyrra vetur hafi verið framin lögleysa og pjóð- réttindum vorum traðkað, og skorar á pingið að gera pað, sem í pess valdi stendur, til pess að slíkt komi eigi fyrir framvegis. Barðstrendingar. Þar voru 2 fundir haldnir, annar á Patreksfirði og hinn á Bíldudal. ísafold hefir fengið fundarskýrslu frá Bíldudals- fundinum. Hann var haldinn 27. júní, eftir fundarboði þingmannsins, Sigurðar próf. Jenssonar í Flatey. Fundarstjóri var Bjarni Loftsson sýslunefndarmaður og skrifari Jón prestur Árnason í Otradal. Þar var með öllum greiddum atkvæð- um (24 kj.ósendur á fundi, úr Dalahreppi og Suðurfjörðum) samþykt eftir nokkrar umræður þessi ályktun í r i t s í m a- m á 1 i n u : Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir pví, að ráðherrann hefir gert samning við ritsimafélagið danska um ritsíma- lagtiing liingað, án pess að leggja málið fyrst fyrir alpingi, og skorar á alpingi að gæta pess, að sampykkja ekkert í pessu tnáli, er leggi of punga byrði á pjóðina, en að sæta peim kjörnm i lirað- skeytamálinu, sem bezt eru Jyrir landið. Komist pingið að góðum kjörum í hvrð skeytamálinu, skorar fundurinn á alpingi að sjá um, að fiest kauptún á Vestur- landi fái hraðskeytasamband við Reykja- vík og útlönd, jafnt og önnur kauptún latidsins. Þar næst var í undirskriftar- m á 1 i n u samþ. í einu hlj. þessi ályktun : Fundurinn lýsir óánægju sinni út af pví, að forsætisráðgjafinn danski hefir undirskrifað skipunarbréf Islandsráð- gjafa, pvert á móti pví, sem alpingi ætlaðist til pegar stjórnarskrárbreytingin var sampykt 1903, og skoðar pað sem skerðing á pjóðréttindum vorum; og skorar fundurinn á pingið að mótmæla pví og að slíkt komi fyrir framvegis. ■---•—m ■ m t---- Setning alþingis. Svo fór urn forsetakosning m. m., sem Isafold hafði sagt fyrir: M a g n- ús Stephensen kosinn forseti í neðri deild með 15 atkv. af 24 (Guðl. Guðmundsson fekk 7, en 2 voru dreifð). Og í efri deild Júlíus Havsteen með öllum atkv. stjórnarliða þar; hin fekk dr. Valtýr Guðmundsson. Skrif- arasætin þar prýða þeir uppgjafarektor og »sannsöglis« ritstjórinn, en í neðri hinir sömu og áður (Árni Jónsson og Jón Magnússon). Varaforseta í neðri d. kusu báðir flokkar Magnús Andrésson — stjórnar- liðum er farið að lítast býsna-vel á hann, en líklegast af tómri heimsku. Varafors. í efri d. varð Jón Jakobsson með stjórnarliðsatkvæðunum. Forseti í sameinuðu þingi varð Ei- rikur Briem með öllum stjórnarliðsat- kvæðum (24). Og varaforseti Lárus nokkur H. Bjarnason með 22 atkv.; 2 bafði þó boðið við honum. það er uppbótin fyrir öskupokann ! Olafur Briem hlaut óháðu atkvæðin flest (11 af 14) í varaforsetakosuing- unni í sameinaða þingi. Nýir þingmenn í efri deild voru þeir kosnir, sem ísafold gerði ráð fyrir síðast: Jóhannes Jóhannssson (23) og Sigurður Stefánsson (24). Prestvigður var sunnudag 2. þ. mán. cand. theol. G í s 1 i S k ú 1 a s o n aS Stokkseyri. Flokkaskiftingin. Af þjóðkjörnum þingmönnum, 34 alls, eru 18 nú þegar vissir stjórnarliðar, og 13 vÍ8sir stjórnarandstæðingar. þrír telja sig utan flokka að svo stöddu: Jón í Múla, Magnús KristjánssoD og Ólafur Thorlacius. Vitanlega þarf ekki um það að spyrja, hvar hinir konungkjörnu standa í fylk- ingu. Einn þeirra, er lézt vera utanflokka- maður (lausamaður) þegar hann var kosinn í fyrra, ei> að sögn algenginn í stjórnarflokkinn, — gerði það jafnvel fyrir þing. J>að er 2. þm. Rvíkinga, Guðm. Björnsson. þingmaður Borgfirðinga (þórh. B.) hefir og haft flokks-fataskifti rétt einu sinni enn. Hann mun hafa gert það löngu fyrir þing. Kunnugir fullyrða, að hann muni jafnvel hafa verið með hug og sál stjórnarinnar maður á síð- asta þingi, þótt líkamlegum návistum væri hann á fundum með hinum flokkn- um. Hann er og hefir aldrei verið og verður aldrei með hýrri há öðru vísi en í meiri hluta. » Marconi-loftskeyti. Send frá Poldku í Cornwall 2. júlí kl. 10 40 síöd. Meðtekin í Reykjavík 2. júli kl. 10 40 síðd. Mikils háttar japanskur embættismaður, sem spurður var um friðarmálaleitanir þær, er nú eru á ferðinni á meginlandinu, svaraði, að ekki væri liægt að segja neitt um það, hvort þær mundu leiða til friðar eða ekki, en hvernig sem færi, þá mundi Japan falast bráðlega eftir nýju 30 miljón punda láni (540 milj. kr.) Lánið mun verða trygt með tóbaks-einkaréttinum og útvegað i Lundúnum, New York og á meginlandinu. Sakargiftirnar á hendur forstjórum amer- ískra svfnakjötssölufélaga ná einnig til samtaka um að hefta viðskifti og samsæris um að svæla þá atvinnu alla undir sig. Send frá Poldhu 3. júlí kl. 10 38 siðd. Meðtekin i Reykjavík 3. júlí kl. 10 38 siðd. Frá Rússlandi berast fregnir um frekari óeirðir. Verkfallsmenn gengu í hópum um strætin og var Kósökkum boðið að tvistra þeim. Frézt hefir lát Mr. Hays, utanrikisráðgjafa Bandaríkjanna, og hefir það hvarvetna vakið söknuð og hluttekningu. Fyrsta samhrygðar- skeytið kom frá Játvarði konungi. Jarðar- förin fer fram miðvikudag kl. 10 árdegis i Lake View kírkjugarðinum í Cleveland. Hraðskeyti frá borginni Mexiko herma mjög mikið manntjón af vatnavöxtum. I Quanajuoto. þar sem Bretar og Bandaríkja- menn eru aðalatvinnurekendur, fer ýmsum sögum um tölu druknaðra manna, frá 100 manns og alt að 1000. Fjárlaganefnd í neðri deild skipa þessir 4 stjórnar- liðsgarpar: Tryggvi — Þórhallur— Pétur — Lárus; 2 hinna óháSu þingmanna: Skúli Thoroddsen og Stefán Stefánsson kennari; og loks einn lausamaðut Jón frá Múla (tjáist vera utan flokka að sro stöddu). Tollhækkunina hefir kvisast að ætti að keyra á í mesta snatri, jafuvel reka frumvarpið gegnum þingið á örfáum dögum, svo fljótt, að það yrði sent út til konungs- -staðfestingar nú með s/s Ceres á sunnu- daginn. það þarf að laumast að þjóð- inni með það að óvörum, eins og átti að gera með ritsímasamninginn. Hinir óháðu þingmenn 2 í fjárlaga- uefndinni, Skúli Thoroddsen og Stefán Stefánsson, leggja eindregið í m ó t i tollhækkuninni. En meiri hlutinn ræður: 5 í nefndinni og mikill meiri hluti utan nefndar (stjórnarliðið alt). Samsöngur sá, er hér var haldinn 2. þ. mán. í Bárubúð og þau stóðu fyrir, hr. Sig- fús Einarsson og frk. Valborg Helle- mann, tókst mætavel. Húsfyllir var og meira en það. Frk. Hellemann þótti syngja sérlega vel. £að fanst og öllum mjög um, hve snildarlega hún bar fram hin íslenzbu ljóð, er hún söng, skýrara miklu en títt er um íslenzka söngmenn og með háís- lenzkum framburði, nákvæmlega rétt- um á hverju orði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.