Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.07.1905, Blaðsíða 2
162 í S A F 0 L D ig sjálfkjörnir. Bngum ætti betur en ■þeim að vera kunnugt um hag og kringum8tæður holdsveikissjúklinga, hverjum f eða úr hans prestakalli; og engum ætti að vera Ijúfara en þeim, að vinna miskunnarverk og gleðja sín gömlu sóknarbörn, sem eru eins og dauð úr heiminum, en stynja þó und- ir þungum sjúkdómskrcssi fjarri átt- högum og fornum vinum og kunning- jum; engum ætti að vera ljúfara en prestunum, segi eg, að gleðja þessa menn með dálítilli árlegri peningagjöf, sem væri skotið saman af mörgum, svo engan munaði um, en viðtakand ann bæði munaði miklu, og auk þess gleddi hann og gerði honum sjúkdóms- krossínn bærilegrí. Slík gjöf með hlý- jum vinarorðum, er eins og bjartur og vermandi sólskinsgeisli úr átthögunum, og styrkir bæði líkama og sál. Héð- an úr prestakallinu er einn af þessum krossberum í holdsveikisspítalanum; honum voru sendar í fyrra nokkrar krónur, sem fáeinir menn þá skutu saman handa houum fyrir mín tilmæli, og nú hefir þegar verið skotið saman handa honum 40 kr. Mér verða jafnan minnisstæð þakk- lætisorðin, er hann sendi, og þetta, sem hann sagði: að það hefði ekki glatt sig minna en peningarnir, að sjá, að þeir væru þó til, sem myndu eftir sér, og mintust þess, að hann hefði einu sinni verið maður með mönnum. Eg efast ekki um, að ýmsir hafi farið líkt að; en svo kunna þeir þó að finn- ast meðal þessara aumingja, sem allir eða flestir hafa gleymt, og ekkert er sent. En e n g i n n ætti slíkur að finnast; og eg treysti prestum svo vel, þegar athygli manna hefir verið einu sinni vakið á þessu máli, að enginn finnist slíkur hér eftir, að prestarnir minni menn árlega á holdsveikissjúklingana, sem dvelja í spítalanum í Laugarnesi úr sóknum þeirra og hjálparþurfar eru, og hvetji menn til að senda þeim dálitla peningagjöf, að senda þeim bjart- an og hlýjan sólargeisla inn í sjúkra- stofuna þeirra, inn á þjáningarbeðinn, sem vermi, huggi og gleðji þá, og gjöri þeim sjúkdóminn léttbærari. Eæði eg þetta mál eigi lengur, en fel það öllurn góðum mönnum og sórstak- lega prestastéttinni. Prestbakka á Síðu 14. júni 1905. Magnús Bjarnarson. * Alveg er þetta rétt athugað hjá hin- um heiðraða höf., og vill ísafold sízt draga úr því á neinn hátt, heldur styðja það eindregið. En hins er rétt að geta þó, að fyrir tóbakí er og hefir sjúkl- ingunum verið hugsað alla tíð af spí- talastjórninni, á að gizka 6 pundum á mann af munntóbaki um árið, og af öðru tóbaki að því skapi, þeim er það brúka. það hefir þótt vera sjálfsögð mannúð við þá. Tryggvi kongnr ;E. Nielsen) fór til útlanda 3. júlf, og með honum um 20 far- þegar. Þar á meðal voru: Prú Ásta Hall- grímsson, fröken Kristrún dóttir hennar, H. Andersen skraddari og frú hans, fröken Jörgina Davidsen, Signrður Jónsson járn- smiður, Servaes kaþ. prestur (frá Landa- koti), stúdentarnir Einar Arnórsson og Magnús Sigurðsson, Chr. Fr. Nielsen agent, Ól. Felixson ritstjóri (frá Álasundi), Hall- dór Kjartansson kaupm., Isleifur Jakohsson verzlunarm. o. fi. Bæjarbruni. Aðfaranótt 2. þ. mán. (sunnudag) braDn bærinn á Melgraseyri til kaldra kola, en íbúðarhús (úr timbri) sakaði lítið. Vinnukonur björguðust við illan- leik út um glugga kl. 2 um nóttina, og var þá bærinn í björtu báli. Prest urinn, síra Páll Stephensen, misti allar sínar embættisbækur og póstáhöld mikið af fatnaði og matvælum, borð- búnaði o. fl, Bærinu vátrygður fyrir 1500 kr,, en innanstokksmunir ekki. Um lýðnientamálið. Eftir fyrv. alþm. Jens prófast Pálston í Görðum. I. K e n n a r a s k ó 1 i n n. Frumvarp til laga um kennaraskóla var í fyrsta skifti borið upp á þingi 1895. Eftir frv. átti að stofna skólann í Flensborg í Hafnarfirði, og við hann áttu að vera 2 fastir kennarar. l’ing- menn greindi á um þörf á slíkum skóla. Frv. var felt frá 3. uvnræðu í n.d með 11 : 10. Jafnharðan var fjárveititigin til kenn- arafræðslu við Flensborgarskólann hækk uð úr kr. 1600 upp í kr. 2200. Síðan fór fjárveiting þessi hækkandi á hverju þingi, til þess er hún 1901 komst upp í 3200, og hefir skólinn þessi árin verið barnakennaraskóli með sérstakri ársdeild, er iðkar stöðugt mánuð ár hvert kenslufræði og kensluæfingar. Ekki gazt þó frumvarpsmönnum vel að þessari stefnu þingsins í málinu; fluttu þeir því aftur 1897 frumvarp um kennaraskóla í Flensborg með 3 föstum kennurum, með ákveðnum árslaunum (kr. 2400, kr. 2000, og kr. 1600), en án eftirlaunaréttar. Skólinn skyldi vera jafr.t fyrir konur sem karla, og voru skyldu-námsgreinar ákveðnar. Yið húsa- kynnin í Flensborg átti að bjargast urn sinn. Flutniugsmönnum málsin3 var að vísu ljóst, að auka mundi þurfa að ein- hverju húsrúmið áður en langir tímar liðu, og að bæta mundi þurfa við einum kennara eða jafnvel tveimur, en þeir kusu skólanum þá eðlilegu framþróunar- leið, að láta reynsluna leiða þarfirnar í ljós, og álitu ugglaust, að hlynt mundi verða að skólanum með skynsamlegu örlæti og nauðsynlegri hugulsemi, þótt farið væri á stað með gætni og hófleg- um sparnaði. Kennaraskóla þann, sem þingið var að styrkja í fjárlögum, vildu þeir nú tryggja með lögum og fullkomna hann svo, að hann samsvaraði kröfu tímans sem undirbúnings-mentastofnun 'fyrir Ij^ðfræöendur í landinu, með því að veita þeim Ijósa þekking í hinúm væntanlegu kenslugreinum, gjöra þá nægilega kenslufróða og temja þeim verklega kenslulist. Með frumvarpinu átti því að reisa eindreginn dugandi lýðkennaraskóla fyrir land vort. Slík skólastofnun gat ekki þá og getur ekki enn samkvæmt hugsjón hennar samrýmst né samþýðst nokkurri menta- stofnun í landinu annarri en gagnfræða- skólanum í Flensborg. Hvers vegna? Vegna þess, að fyrir hann einan er það lagt (í 1. gr. reglugjörðar hans), að hann skuli — jafnframt því at »veita nemendum almenna mentun, glæða sál- argáfur þeirra, auka þekking þeirra, og styrkja siðferðislega hæfileika þeirra, að þeir verði hæfir til að standa vel í stöðu sinni sem alþýðumenn, — þá skuli hann »jafnframt gera þá færaum aðtaka að sórbarna- k e n s 1 u «. Þetta ætlunarverk er Flens- borgarskóla á herðar lagt með vilja og ráði gefanda skólastofnunarinnar, og er ákvörðum þessi engu síður ráðstöfun hans en yfirstjórnar skólans. Ákvæðið stílað af síra Þ. sál. Böðvarssyni. Það varð með þessari ákvörðun skylda skóla þessa, að hafa þetta ætlunarverk sitt fyrir augum og taka viðeigandi tillit til þess í öllu fræðslu- og uppeldisstarfi sínu, i hverri einusta kenslustund í öllum bekkjum skólans. Hver sem skil- urþáhugsjóu, er stílað hefir nefntreglu- gjörðarákvæði, hlýtur að sjá og játa, að Fiensborgarskólinn var með því gjörð- úr að kennaraskóla íyrir barna- k e n n a r a, jafnt barnaskólakennara sem umgangskennara, og að hann, meðan það ákvæði stæði í gildi, átti ekki að vera og gat ekki verið gagnfræðaskóli í öðrum skilningi en þeim, sem öllum lýð- kennaraskólum alstaðar er ætlað að vera það jafnframt. Nefnd sú, sem bar kennaraskólafrum- varpið 1897 fram á þingi, átti um tvent að velja, — annaðhvort að fara fram á stofnun nýs skóla með ærnum kostnaði, eða að arka upp á þann eira skóla í landinu, sem sams konar hlutverk hafði fengið, en vantaði nægan kraft til að inna það fullkomlega af hendi. Nefnd- in kaus síðari kostinn, fullviss þess, að samlögurnar við Flensborgarskólann riðu ekki í nokkurn bága við hina hreinu og út í yztu æsar skýru kennaraskóla- hugsjón, sem í frv. fólst, og jafn-viss um, að með því væru landssjóði sparaðir tugir þúsunda króna. — í bókinni Lýðmentun, sem prentuð var veturinn 1902—03, leggur mag. Guðm. Finnbogason það til þessa máls, að stofuaður verði í Reykjavík kennara- skóli, til að undirbúa lýðskólakennara. — Af mótmælum hans gegn því að láta slíka fræðslu að nokkru leyti fram fara í gagnfræðaskólum má ráða, að hann hefir ekki vitað, að Flensborgarskólinn var með reglugjörðarákvæði orðinn að eindregnum barnakennaraskóla. Hann hafði og litla hvöt til að rannsaka þetta atriði, því hann var þegar ákveðinn í því, að kennaraskóli landsins ætti endi- lega at vera í Reykjavík. Mér blandast ekki hugur um það, segir hann, og færir fyrir þeirri skoðun sinni ástæður, sem honum virðast saman lagðar þungar á metunum, en margir hygnir menn hafa síðan íhugað og fundið léttar, -— og að þær séu léttvægar, skal eg síðar í grein þessari sýna. — Þessi tillaga G. F. var á síðasta þingi í n. d. borin upp í frumvarpsformi. Ekki var þó kennarskólahugsjónin sjálf stórum fyllri nó skýrari í þessu frv. en hinu umrædda frá 1897. Munurinn aðallega fólginn í ákvæðinu um Reykja- vík sem skólastað, og afleiðingum þess. — Allur munurinn er þessi: Eftir frv. 1903 er skólanum ákveðin vistarvera í Reykjavík, og 55 þúsund kr. fúlga úr landsjóði til húsa og muna; ennfr. 20—30 heimavistir fyrir nemendur. Eftir frv. 1897 er vistarveran ákveðin í Flensborg, engin fúlga þá þegar ætluð til bygginga, ekkert ákveðið um heima- vistir, — gert ráð fyrir, að þær héldust í Flensborg eins og að undanförnu, eftir því sem húsrúm leyfði. I hinu yngra frv. er kveðið á um lengd skólaárs og tölu ársdeilda, í hinu eldra er þetta ekki ákveðið, heldur látið vera reglu- gjörðaratriði. Skyldunámsgreinar eru í báðum allar hinar sömu, nema hvað söngur er skyldunámsgrein í hinu yngra frv., en enska ekki, en enska í hinu eldra, en söngur ekki. — 1 hinu yngra er leyft að taka upp kenslu í garðyrkju og matreiðslu, í hinu eldra er það hvergi bannað. í hinu yngra eru laun fyrsta kennara kr. 2600, en í hinu eldra kr. 2400; að öðru leyti eru kennaralaunin öll hin sömu. Þá er alt upp talið, er frumvörpin skilur. Á síðasta þingi voru færðar sönnur á, að kennaraskólahús, nægilega stórt og vel útbúið, verður ekki í Reykjavik bygt af stofni fyrir mimia en 55 þúsund krónur. Þessi fúlga er hið allra minsta, sem út verður að leggja fyrir fram, verði skólinn settur í Reykjavík. Hitt er jafn víst, að afla má skólanum nægi- lega stórs og vel útbúins húsnæðis fyrir 15 þúsund krónur, verði hann settur i Flensborg. Hvernig víkur því við? Þannig að í Flensborg er fyrir stórt og traust hús, sem með góðri hirðing og venjulegu viðhaldi má endast lengi, því það er gert af ágætum efniviðum. í húsi þessu er nóg rúm fyrir bústað skólastjóra, 30 heimavistir, og sameigin- legt mötuneyti; þar er og skólaiðnaðar- herbergi með áhöldum; og að auki all- stór útbygging, sem stundum hefir verið kend í leikfimi. — Hin nauðsynlega við- bót yrði fjórar kenslustol'ur, og kennara- og bókasafnsherbergi, og svo sérstakt leikfimishús, og er auðsætt að slík hús kosta minna en 15 þús. kr.; mundi nægilegt fé verða afgangs til að ditta að hinu gamla húsi og mála það. — í hlutfalli við efnahag landsins eru 40 þús. kr. svo veruleg fjárhæð, að for- dæmanlegt er að eyða henni að óþörfu og varla forsvaranlegt nema nauðsyn beri til. — Ber því vandlega að raunsaka rök þau, er að því hafa verið leidd, að slík þörf eða jafnvel nauðsyn lægi hér fyrir, og komast að raun um, hvort þau sóu gild. ,Sjóðantli vitlaus aðferð4. Þegar alþingi var sett í þetta sinn, mættu þar 11 nýkosnir þingmenn og þurfti aðr prófa kjörbréf þeirra. I 1. gr. þingskap- anna er svo fyrir mælt, að »í hvert sinn, er alþingi kemur saman eftir nýjar kosn- ingar«, skuli þingmenn ganga eft-ir hlutkesti í 3 deildir til þess að prófa kjörbréfin. Þar sem alvarlegar kærur höfðu fram komið gegn kosningu eins þingmanns (2. þm. Rvíkinga), þótti stjórnarliðinu ótryggilegt að láta það vera komið undir hlutkesti, hverir prófa skyldu kjörbréf hans, og höfðu því ákveðið að kjóaa gkyldi 3 manna nefnd til þessarar prófunar samkvæmt 3. gr. þing- skapanna, sem að eins ræðir um rannsókn á’kjörbréfum, sem koma fram ekki fyr en eftir að hinni almennu kjörbréfaprófun er lokið, eða rannsaka kosningar, sem þingið hefir frestað að viðurkenna gildar, eða kærur, sem snerta kosningar, er þegar eru teknar gíldar. í slíkri nefnd eiga að sitja 5 menn, 3 kjörnir af sameinuðu alþingi og forsetar beggja deildanna, og á sú kosning ekki fram að fara fyr en eftir að búið er að kjósa alla embættismenn þingsins og menn upp í efri deild. Þrátt fyrir þessi skýru fyrirmæli ákvað aldursforseti (Tryggvi Gunnarsson) þegar eftir að alþingi var sett, að kjósa skyldi 3 manna uefnd til þess að prófa kjörbréf og var sú nefnd kosin. F. landshöfðingi Magnús Stephensen (2. þm. Rang.) skant þvi út (kallaði upp án þess að biðja sér hljóðs) að þetta væri »sjóðandi vitlaus aðferð«; það ætti að fara eftir 1. gr.; en lét þó alt hafa sinn gang. Þegar búið var að kjósa, mótmælti Dr. Valtýr Guðmnndsson nefndarkosningunni sem ólöglegri og sýndi fram á, að fara ætti eftir 1. gr. þingskapanna: skifta mönnnm í deildir eftir hlutkesti. Aldursforseti bar þá undir atkvæði, hvort ekki mætti hafa þá »sjóðandi vitlausu að- ferð«, sem hann hafði ákveðið, og greiddi meiri hluti þingmanna atkvæði með því, þar á meðal landshöfðingi M. Stþó að hann væri áður búinn að segja að það væri »sjóðandi vitlausti! Af því að ekki fekst þó nema einfaldur meiri hluti fyrir vitleysunni, nefndaraðferð- inni, sá stjórnarliðið sér ekki fært að halda lengur fast við áform sitt um að brjóta þingsköpin, og varð það því ofan á, að prófun kjörbréfa skyldi fram fara samkv., 1. gr. þingskapanna með skifting í deildir eftir hlutkesti. Vorvertíðarafli á fiskiskip hór í Reykjavík, 33 aö tölu alls, hefir orðið um 583 þús., eða 172/3 þús. á skip að meðaltali. Seltirningaskipin, 11 að tölu, öfiuðu 219 þús. alls eða rétt að segja 20 þús. á skip að meðaltali. Fiskurinn var með vænsta móti. Skipatalan samanlögð úr bænum og af Nesinu var í fyrra nokkuð minni, 40 í stað 44 nú, enda aflinn töluvert minni, 670 þús. í stað 802 þús. nú. Mestan afla á skip hafði Guðrúu frá Gufunesi, 31 þús., og Golden Hope þeirra Jóns Pálssonar o. fl. 30 þús. Mörg höfðu 23—25 þús. Sum fyrir neðan 20. Eitt ekki nema 10; það er langminst að tölunni til, en getur verið sama sem 20 vegna vænleiks fisksins. Svo miklu skiftir um hann. Hér fekk t. d. á vetrarvertíðinn 1 skip 26 þús. og annað 17. En úr þessum 17 varð töluvert meira að fyrirferð eða vigt. r *- i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.