Ísafold - 03.01.1906, Side 1
Kernur út ýmist einn sinni eöa
tvisv. i vikn. VerÖ úrg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bandin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október og kanp-
andi sknldlaus við blaðið.
Afgreiðsla Austurstrœti 8.
XXXIII. árg.
Koykjavík miðvikudaginn li. janúar 190G
1. tölublað.
I. 0, o. F. 87138'/;.____________
í’axaílóagnfubáturinn Reykjayik
fer upp i Borgarnes 3., 13., 19- °S 26. jan.
1906, 5., 12. og 24. febr. og 5., 14., 22. og
31. marz. Kemur við á Akranesi báðar leiðir.
Snður fer hann (Keflavik m.m.) 8. jan.;
1., 16. og 20. febr.; og 9., 19. og 26. marz.
I>y per jafnan héðan kl. 8 árd. stundvisl.
Eftirmæli ársins 1905.
Stórtíðindaár hið mesta víðsvegar
um heim.
Síðasti þáttur og Iyktir eins hins
mikilfenglegasta ófriðar, er sögur fara
af, með Eússum og Japönum. |>ar
háðar fyrri hluta ársins heimsins mestu
orustur hér um bil, önnur á sjó, og
hin á landi.
Heimsins víðlendasta stórveldi, Rúss-
land, hefir haft þau hamskifti, að tak-
markalaus einvaldsstjórn hverfur úr
sögunni, en þingbundin stjórn lögleidd
í þess stað. En því fylgir svo mikill
lýðbyltingarlandskjálfti, að alt leikur
á reiðiskjálfi og óséð fyrir endann enn.
Norðmenn og Svíar skildir að stjórn-
tengslum. Noregur orðinn sjálfum sér
ráðandi að fullu og öllu, jafnsnjall að
veg og valdstign öðrum óhaðum ríkjum
heims, eins og hann var fyrir meira
en 5 öldum, með kouungi yfir sér frá
nánustu frændþjóð sinni, af heimsins
kyn8ælustu konungsætt um vora daga.
Hér á landi mikið gott árferði yfir-
leitt, með hagstæðri verzlun. Og »úár-
an í mannfólkinu« engin utan þeim
fámenna, en þó mjög svo áríðandi
hluta þess, er mestu ræður um stjórn
þess, — löggjöf og laudsstjórn. J>eim
mun tilfinnanlegra er meinið það. Sýnt
sig liefir það í annari eins óhæfu á þingi
og uppgjöf fornra landsréttinda og lagt á
landið mjög ófyrirsynju óþolandi ófrels-
ishaft, í hraðskeytaviðskiftum við aðr-
ar þjóðir, og með stórum meiri kostn-
aði en þörf var á, og þar af leiðandi
óþörfum álöguauka,- í þráhaldi við ein-
dreginn þjóðarvilja. Meiri hluti þings
gert sig sekan í hneykslanlegri og
háskalegri auðsveipni við svokallaðan
»innlendan« valdhafa, sem gert hefir sér
fyrir sitt leyti tjóðurhæl úti í Khöfn,
er hann snýst um og leitar sér í hví-
vetna trausts og halds þar sem er
»þjóð við Eyrarsund«. Og eigi hefir hinni
»innlendu« stjórn vorri farið að öðru
leyti fram þetta ár að réttvísi og fram-
sýni né hollri og réttmætri veggirni.
Baráttu á þjóðin sýnilega í vændum
fyrir sönnu frelsi sínu, fyrir réttmætu
þjóðræði, sem hinn innlendi valdhafi
og auðsveipt þjónustulið hans innan
þings og utan hefir sýnt sig ráðið 1 að
vilja traðka og vettugi virða. En svo
er hamingjunni fyrir að þakka, að
vottað hefir fyrir fullri einurð og áræði
til láta ekki misbjóða sér né blekkjast
til að vera sjálfrar aín böðull.
Undir því er vegur þjóðarinnar, vöxt-
ur °g viðgangur kominn öðru fremur
flestu eða öllu.
Marconi-skeyti
Frá Rússlandi.
26. des.
Alment verkfall um Rúsland þvert
og endilangt hófst á hádegi á föstu-
daginn (22. des.). Verkmenn heimta
tafarlausa framkvæmd á fyrirheitum
keisarans. f>eir eru mjög svo einbeittir
og alt stendur kyrt. Trepoff hershöfð-
ingi hefir mjög vandlegan viðbúnað við
keisarahöllina. Hann hefir raðað þar
hraðvélarbyssum og fallbyssum við alla
glugga og dyr.
Fréttir frá Moskwa lýsa voðalegu
ástandi þar. Búðir eru lokaðar þar.
Brauð og kjót er komið upp í hallæris-
verð. Síðari fréttir segja, að það sem
gerst hafi á laugardaginn í Moskwa
(f>orláksmessu) hafi verið engu betra
en »blóðsunnudaginn« (í Pétursborg 22.
jan. 1905). Mikill múgur byltinga-
raanna ætlaði að taka með valdi bæjar-
stjórnarhúsakynnin, en þá komu í móti
þeim 25 þúsundir hermauna og skutu
á fylkinguna viðvörunarlaust. Strætin
voru sópuð með fallbyssuskotum og
hörfuðu verkmenn bak við strætavirki,
er þeir höfðu reist, en þá var skotið
á þá með fallbyssum. f>egar verk-
menn ætluðu að gefast upp og hurfu
frá virkjunum, var ráðist á þá, þeir
höggnir niður og troðnir undir (hesta
fótum), og er ekki hægt á að gizka,
hve margir hafa þar lífi týnt.
Hræddir eru meun um, að þessi
hrannvíg muni hafa áhrif á Pétursborg
og valda þar frekara uppnámi.
Enn heldur áfram hrannvígum á
Múhamedstrúarmönnum í Kákasus og
hafa 2000 fjölskyldur flúið burt úr Tíflis.
29. des.
Tala þeirra, er fallið höfðu í hrann-
vígunum í Moskwa, var orðin á mánu-
dagsmorguninn 5,000, og 14,000 sárir.
Barist var enn og skotið með fallbyss-
um á mánudag3kveldið (jóladag hér).
Strætavirkjum hafði verið hrófað upp
um ýmsa hluti borgarinnar og var var-
ist þar af afefli. Margt manna sak-
lausra og siðsamra var drepið. Mælt
er, að farið sé að brydda á vistaskorti
í borginni.
Framkvæmdarnefnd vopnaðra bylt-
ingamanna í Pécursborg, 49 menn, var
handtekin í Pétursborg á þriðjudags-
kveldið (annan í jólum) og hefir það
heft í bráð fyrirhugaða uppreisn með
vopnum.
Síðari fréttir frá Moskwa á miðviku-
daginn (27. des.) segja, að þar sé enn
barist og svo mikil spjöll gerð og mann-
dráp framin, að hræðilegt sé umhorfs.
Mikill liðsafli er lagður á stað frá
Pétursborg til Lithauen.
Tveimur frönskum brynsnekkjum
hefir verið skipað að vera viðlátnum
að fara til Rússlands til þess að vernda
franska menn þar og fara með þá burt,
ef þarf.
Frá ýmsum löndum.
það þykja raikil tíðindi, að forsætis-
ráðgjafinn b r e z k i ætlar að afnema
innflutning kínverskra erfiðismanna til
Suður-Afríku. Helztu fjármálamenn
ætla, að það muni gera málmnámi þar
mikinn hnekki.
Miklum tíðindum þykir það og sæta,
að fyrv. þingmaður einn enskur, Hugh
Watts, hefir verið dæmdur í 5 ára
hegningarþrældóm fyrir að hafa verið
ráðbani konu sinnar.
Nú er mælt, að stórveldafundinn um
Maroccomálið eigi að halda í
Algeciras (í Alzír), en ekki í Madrid,
og að hann eigi að byrja 18. janúar.
Boosevelt forseti hefir skipað
Choate, fyrrum sendiherra í Lundún-
um, til að vera fulltrúi Bandaríkjanna
á öðrum (næsta) friðarfundinum í Haag.
Vegna þess, hve margar brautar-
Ie8tir hafa verið »stöðvaðar« nýlega á
vestur-járnbrautunum í Bandaríkjunum,
hefir Kyrrahafsjárnbrautarfélagið kom-
ið sér upp sérstakri bófaveiðalest, er
hefir heitt undir gufukatlinum dag og
nótt og valið lið vopnað ásamt hest-
um og vistum.
Hilmi pasja, landstjóri í Makedóníu,
hefir komið sér í embættisviðskifta-
8amband við fjármálafulltrúana frá
stórveldunum, og, hefir T y r k j a s o 1-
dán þar með iátið að orðu.m stór-
veldanna.
Tveir þjóðverjar hafa verið
höndlaðir í Marseilles, sakaðir um
njósnir, og búist við að þeir verði fleiri.
f Páll Ólafsson skálfl
lézt hér á þorláksmessu; hafði fluzt
hingað í vor sem Jeið með konu sinni,
Ragnhildi Björnsdóttur. Hann skorti
rúmc ár á áttrætt, f. 8. marz 1827 á
Dvergasteini við Seyðisfjörð; þar var
þá faðir hans aðstoðarprestur, síra
Olafar Indriðason, síðan prestur á
Kolfreyjustað (t 1861). Páll ólst upp
þar eystra, kvæntist og byrjaði búskap
1856 á Hallfreðarstöðum, þar er hann
bjó síðan lengst af alt til 1892, er
hann seldi ]örðina. og fluttist að Nesi
í Loðmundarfirði, sem hann og keypti
og bjó þar 9 ár; fluttist þaðan (1901)
norður að Presthólum, til síra Halldórs
mágs síns. Hann var lengi umboðs-
maður Skriðuklauscursjarða, sýslu-
nefndarmaður og tvívegis kosinn al-
þmgismaður, en sat aðeins eitt sumar
á þingi (1875). Hann var tvíkvæntur,
fyrat þórunni Pálsdóttur, systur síra
Siggeirs Pálssonar, en ekkju síra Hall-
dórs SigfúsBonar í Hofteigi; þeim varð
eigi barna auðið og dó hún 1880.
Sama ár, eftir 1 § missiri. kvæntist
hann Ragnhildi Björnsdóttur frá Ey-
ólfsstöðum, umboðsmanns, Skúlasonar,
er lifir mann sinn ásamt 2 börnum
þeirra af 5. f>að var orðlagt, hve
hjónaband þeirra var ástúðlegt, sem
og lýsir sér' í ljóðum P. heitins.
Páll heit. var fjörmaður mikill fram
á elliár og orðlagður gleðimaður. Al-
þýðuskáld var haun hið snjallasta, er
vér höfum átt, hagorður eins og þau
hafa bezt gerst, en langt umfram þau
öll að smekkvísi og vandvirkni. Litla
fossinn, einhvern hinn mesta snildaróð
á islenzka tungu, sagðist hann sjálfur
hafa verið með heilt ár, þ. e. að um-
bæta kvæðið þangað til honum líkaði
sjálfum. Lausavísur hans margar
flugu sem á vængjum vindanna ný-
kveðnar landsendanna í milli og munu
seint fyrna8t. þær eru, svo sem ljóð
hans mörg, alveg eins og mæltar af
munni fram í sundurlausu máli, en
lúta vandlega strangasta Ijóðagerðar-
lögmáli.
Nýtt kirkjublad.
Eftir eins árs kirkjublaðsleysi hafa
þeir síra Jón Helgason prestaskóla-
kennari og síra þórhallur lektor Bjarn-
arson, ritstjórar hinna eldri kirkju-
blaða vorra, lagc saman og byrjað með
þessu ári á »hálfsmánaðarriti fyrir
kristindóm og kristilega menning«, sem
þeir kalla Nýtt kirkjublað, er »vill eftir
mætti fyrst og fremst glæða og fræða«
(eins og Verði ljós), »en jafnframt hafa
vakandi auga á hinum ytri hag kirkju-
félags vors* (eins og Kirkjublaðið).
það kemur út ýmist í heilum örk-
um eða hálförkum, 18 arkir alls um árið.
Myndarlega ritstjórn þessa nýja mál-
gagns þarf ekki að efa, eftir þeirri
reynslu, er þjóðin hefir á útgefendunum.
Gamlárskveldsskemtun »fyrir
fólkið«. Nokkrir stjórnarliðsforsprakkar
hér í bænnm, þar á meðal »sannsöglis«-
ritstjórinn og Landsbankaþjónarnir einhver-
ir, létu úti þann ábæti við vanalegar púð-
urkerlingasprengingar á gamlárskveld, að
þeir hópuðu sig saman og löbbnðu þang-
að sem ráðgjafinn á beima, að Ingólfs-
hvoli, kyrjuðu: Hvað er svo glatt, Eldgamla
Isafold o. fl., — forsöngvari var banka-
gjaldkeri og bæjarfulltrúi Halldór Jónsson
— fraromi fyrir honum og frú hans stand-
andi á veggsvölum hússins, fyrir fram pönt-
uðnm út þangað, en »sannsöglinnar« ritstjóri
hóf upp rödd sina og flutti »herranum«
fagra lofgjörð frá þeim félögnm, að ábeyr-
endur þóttust skilja, og segja menn hún
mnni hafi verið i sundnrlausn máli, en vita
ógjörla, hvort heldur verið hafi á danska
tungu eða islenzka; svo óglögt hafði til
hans heyr^t, með þvi hann tenti inn i þvögu
glaðværra ungmenna, karla og kvenna, og
barst eitthvað afleiðis, vestur með Edin-
borgarpakkhúsi, en lá lágt rómur. Þessu
fylgdu svo tilætluð húrrahróp fyrir ráðgjaf-
anum. En hann svaraði með fyrirhuguð-
nm ræðustúf, og hafði þakkað þar fyrir
»þessa hlysför«; en hlysin voru þó engin;
og var það skilið svo, sem þau hefðu ver-
ið í ráðagerðinni, en farist fyrir einhvern
veginn og honum ekki gert viðvart um
það óhapp.
Þv! næst vildi ráðgjafinn láta Reykja-
vik 1 i f a, en fekk engar undirtektir, og
skýrðu menn það svo, sem fólkið hefði
haldið að hann ætti við »sannsöglinnar
málgagn«. Þá gerði hann nýja tilraun, og
tók sjálfur upphafíð á húrra-laginu; slædd-
ust þá margir með.
Einhverjum fanst ráðgjafafrúin eiga að
bera sinn lilnt frá borði, úr því hún- var
þarna stódd við hlið manni sínum, og fóru
að h ú r r a hana. Snmir segja, að það
lag hafi byrjað sjálfnr »móðnrhróðirinn«.
En þvi var dræmt tekið, sýnilega af snar-
ræðis eða heyrnar skorti; þvi enginn mundi
hafa viljað visvitandi skorast undan ekki
útlátameiri knrteisi við blessaða frúna.
Yið það lauk þessari »skemtun fyrir
fólkið«, nema hvað flugelda-glæringar höfðu
verið einhverjar i fjörunni niður undan
Edinborg, er sumir segja að staðið hafi I
sambandi við þessa »forestilling«.
Svo segja fróðir menn, að þetta hafi átt
upphaflega að vera eftirstæling eftir skrúð-
göngunni miklu I Kaupmannahöfn á fund
Kristjáns konungs 1901, er stjórnarum-
skiftin urðu þar, og hafi forsprakkarnir
haft þá bernsku-imyndun, að þetta gæti
orðið »húsbóndanum« til sæmdar, en ekki
athlægis.
Flestir voru steinhissa á, að hann, ráð-
gjafinn, skyldi hafa gefið kost á sér til að
eiga þátt i þessurn kátbroslega leik .hinna
áfjáðustu fylgifiska sinna og hirðsnápa.
Er hann þá e k k e 11 annað en hégóma-
gjarnt skáld, annar H. C. Andersen?
— sögðu menn. Finst honum þetta hæfa
hinni virðulegu stöðu sinni: að vera að
lcika gamlárskvelds-götuskemtileik móti —
Jóni Olafssyni!
Aldrei hefði Magnús Stephensen fengist
til þessa, bæta þeir við.