Ísafold - 06.01.1906, Síða 2
6
í S AFOLD
Ráð-li e r r a og stjörnar-r á ð..
Bæjarstjörnarkosningin.
|>rír af 8 listunum alls fengu of lítið
fylgi til þess, að nokkur maður hlyti
kosningu, er á þeim stóð.
Af hinurn 5 kom 1 að tveim mönn-
um, og hinir 4 sínum hver.
fað er þjóðræðisfélagalistinn, sem 2
hlaut fulltrúana. j?að var og eini list-
inn, sem var saman settur »frá almennu
8jónarmiði«.
Hinir voru allir miðaðir aðallega við
atvinnustétt. Skipstjórar höfðu akip-
stjóra efstan á blaði og komu honum
að; kaupraenn höfðu kaupmann efstan
á blaði og komu honum að; trésmiðir
höfðu trésmið efstan á blaði og komu
honum að, og iðnaðarmenn aðrir eða
yfirleitt iðnskólameistarann sinn efstan
á blaði og komu honum að, — það er
hann, J. £>., sem er fjarverandi hálft
árið.
Af þeim listum þremur, sem engan
ávöxt báru, var einn fríkirkjulegur og
annar templaralegur. Sá þriðji var
rneð bankastjóra Sighv. JBjarnason efst-
an á blaði, og virðist hafa verið smíð-
aður aðallega til þess að missa hann
ekki úr bæjarstjórn; og er það raunar
miklu síður aðfinsluvert en atvinnu-
flokka Bjónarmiðið eða stéttar; því það
er alt af hyggilegt, að halda í bæjar
stjórn manni, sem vel hefir reynat.
Hitt er öðru vísi en á að vera, að miða
fulltrúavalið einungis við stéttarflokk
eða því um líkt. |>að er þroskaleysis
vottur og viðvaningsskapar. Og er við-
vaningshátturinn að vísu afsakanlegur í
þ e 11 a sinn fyrir það, að nú var í fyrsta
ainn kosið hér í bæjarstjórn eftir alveg
nýjum reglum, mörgum kjósanda mið-
ur ljósum eða ekki fullakiljanlegum.
Almennum samtökum og samlögum
milli stéttanna um að kjósa líklegustu
fulltrúaefnin meðal allra bæjarmanna,
hverrar stéttar sem eru, — þeim er
alveg frá bægt og fyrir þau girt með
því lagi, að hver stétt fyrir sig geri sér
ekki annað að góðu en að s i n n mað-
ur 8é e f s t u r. f>ví ekki geta a 11 i r
verið efstir. Með því sleifarlagi getur
að vísu hizt svo á, að hæfustu menn-
irnir að öllu samtöldu verði fyrir kjöri.
En það getur líka farið mjög svo á
annan veg. £>ví vel getur ein stéttin
átt til 3—4 menn eða fleiri vel hæfa,
er önnur á engan. Og ekki þarf sá
munur að fara neitt eftir því, hver
stéttin er helzt eða heldri, sem kall-
að er, ef í það fer.
f>að fór vel nú sem fór, að þeir tveir
hlutu kosningu af þremur eldri fulltrú-
unum, er í kjöri voru, sem fyrir henni
urðu: Kristján Jónsson og Jón Magn-
ússon. Hinn þriðji, Sighv. Bjarnason,
hefði og helzt átt að ganga fyrir nýju
fulltrúunum, sera nú komust að, fyrir
margra hluta sakir. En sérstaklega
var það misráðíð, að hafna þórði Thor-
oddsen, af þeim ástæðum, er lýst var
greinilega í síðasta blaði. Hans jafn-
oki er enginn hinna nýju fulltrúa. f>ar
fyrir þarf auðvitað eigi að kalla neinn
þeirra laklegan.
Hinir kjörnn fulltrúar 6 eru:
1. Kr. Jónsson yfird. endurk. m. 60atkv.
2. Magn.Blöndahl trésmiðam. kos. m. 53
3. Jón f>orláksson verkfræð. kos. m. 46
4. Ásg. Sigurðsson kaupm. kos. m. 45
5. Jón Magnúss. skrifstofustj. ek. m. 30
6. f>orst. fiorsteinss. skipstj. kos. m. 28
f>eir 3 listarnir, sem engu fulltrúa-
efni komu að, fengu 14—16 atkv.
Af 428 kjósendum á kjörskrá, hærri
gjaldendum, greiddu 280 atkv. á kjör-
fundinum 3. þ.ra.; og getur það ekki
heitið vel sóttur kjörfundur um þann
tíma árs, sem allir eru við heimili og
eiga flestallir vel heimangengt svo
stutta stund, sem fer til þess að koma
að atkvæði sínu. Heima sitja 148
kjósendur eða framt að því; einhverir
eru sjálfsagt dánir eða burtfluttir. (Jm
suma mun hafa valdið beygur við
kosningaraðferðina, nýja og lítt kunna.
f>á verða og ávalt töluverð vanhöld
fyrir það, að kjósendur fara heim aftur
og koma ekki framar, ef þeir komast
ekki að undir eins til þess að kjósa.
En það er afleitt háttalag. f>eim, sem
annríkt eiga, verður bezt að koma ekki
fyr en líður að þeim tíma, er lúka
m á atkvæðagreiðslunni, en það er kl.
3, ef byrjað er á hádegi. Alt af er ös
og þröng við dyrnar á kjörstjórnar-
herberginu framan af fundi; fjöldinn
hefir ekki hugsun á öðru en að ryðjast
sem fyrst að, auk þess sem margir, er
lítið hafa að gera, eru að slangra þar
allan tímann, þótt búnir séu að lúka
sér af eða þótt þeir hafi alls ekki kosn-
ingarrétt.
Atkvæðagreiðslan stóð yfir 33/4 stund
(kl. 12—33/4). f>á verða nál. 67, sem
fá sig afgreidda á kl.stund, eða liðlega
1 kjósandi á mínútunni. Sumir lúka sér
af á l/2 eða l/s úr mínútu; öðrum veitir
ekki af 2—3 mínútum eða meira. Sein-
ast gekk kjósendum framan af fundin-
um, en greiðara er á leið.
Af þessum greiddu 280 atkv. urðu 3
ónýt fyrir skiluingsskort eða klaufaskap
kjósanda, þrátt fyrir rækilega leiðbein-
ing kjörstjórnar. f>að er þó ekki nema
1 af 100.
Um reknetaveiði
Norðmanna hér við land í sumar
hefir stórkaupm. Thor E. Tulinius
sent ísafold skýrslu frá konsúl Th. S.
Falck í Stafangri, eins og að undan
förnu. Skýrslan nær í þetta sinn einn-
ig yfir snyrpinótarveiði, og segir þær
hafa verið notaðar 13 hér við land í
sumar, í stað 2 í fyrra.
Aflinn segir hann að muni hafa
orðið þetta ár minst 120 þús. tunnur
síldar. Hann var í fyrra 85 þús., en
40 þús. árið þar áður. Fyr er hann
ekki teljandi: byrjaði árið 1900 á 536
tn., varð 816 tunnur 1902 og 5000 tn.
1903.
Verð var hærra þetta ár en áður hefir
gerst, og hefirþví útvegurinn orðið nú
vel arðsamur. f>að var (verðið) fyrst
10 a. pd. og komBt upp í 12V2 e.
Gera má 160 pd. í tunnunni að með-
altali. Með hærra verðinu verður tunn-
an þá 20 kr. f>á verður aflinn þetta
ár alls 2 milj. 400 þús. kr. virði. f>ó
mun vera nóg að gera hann 2 milj.
kr. að kostnaði frádregnum (2 kr.
flutningsgjaldi til Norvegs) og vegna
þess, að verðið var lægra framan af.
N,ú fekst frekari reynsla fyrir því,
að þau skipin öfluðu bezt, sem höfðu
snyrpinót. Tveir bátar fengu í eina
nót 4500 tn. Aflinn varð á sum skip-
in 600 kr. á mann. f>að vað hlutur-
inn eftir 3 mánuði.
Nokkrir Danir og Islendingar voru
við þessa veiði, en margir ekki. fað
eru aðallega Norðmenn frá vesturströnd
Norvegs, sem hana stunda, og efast
eg ekki um, að útgerðin verði töluvert
meiri næsta ár, eftir árangrinum nú.
Eg er sérstaklega viss um, að miklu
fleiri muni iitvega sér snyrpraót. —
Eg veit til, að búið er að panta þær
nokkrar, og eiga að vera til í maí—júní.
Reknetaveiði með þilskipi var yfir-
leitt heldur minni en fyrirfarandi ár,
en eftirtekjan mun þó hafa orðið rýrari,
vegna þess, að verðið var miklu hærra.
Nótaveiði með gamla laginu gekk
mjög illa f>að fengust ekki nema fá
ein hundruð tunnur í þess kyns nætur
á öllu íslandi í sumar, og þeir, sera
þá veiði stunda, höfðu mikinn akaða á
henni. Mörg nótaútgerð lá alt sum
arið < fjörðunum og gátu aldrei lagt.
f>að var auma atvinnan ekki einungis
fyrir eigendurna, heldur einnig fyrir
fiskimennina. f>að er auðséð, að ekki
er til neins að fást við þá veiðiaðferð
framar. f>að er ekki til neins orðið,
að liggja inni í fjörðum og bíða eftir
því, að síldin leiti sjómennina uppi.
fað eru þeir, sem verða að leita hana
uppi úti á hafi.
Síld sú, er aflast hefir þetta ár, má
heita mjög góð, og sama er að segja
um meðferðina. fað ber sjaldan við,
að hún komi illa til höfð; saltbrunnin
var hún sjaldan; og þakka eg það
mest hinum nýju og betri tunnum,
sem nú er Iagaskylda að hafa eftir
tunnulögunum norsku. fað sýnir sig,
að á þeim lögum var mikil þörf.
Kostnaðaraukinn, sem fylgir þessum
tunnum, er alls ekki teljandi móts við
það mikla fé, er sparast fyrir það, að
varan kemur í því betra ástandi.
fetta ár hafa verið við síldarveiði
við ísland á mínum skipum 4 danskir
fiskimenh, eftir beiðni frá dönskum
fiskifélögum.
Marconi-skeyti
Frá Rússlandi.
3. jan.
Fréttir frá Moskva segja, að þar hafi
enn verið barist á fimtudaginn var.
Lið uppreisnarmanna var að hlaða
strætavirki í ýmsum hlutum borgar-
innar og gera árásir þar sem ekki var
við búist. feir börðust líka frá hús-
um, sem þeir höfðu tekið af handa-
hófi, og hurfu frá þeim, þegar skot-
hríðir voru gerðar á þau af herliðinu.
Mikið ber á konum með byltingamönn-
um fyrir hugrekki þeirra og grimd.
Uppreisnarmenn hafa nú 6 hraðvélar-
fallbyssur. Stjórnarskýrsla frá Péturs
borg segir byltinguna f rénun og að
fullur bugur verði á henni unninn eftir
fáar vikur. ^Byltingarmenn kannast
við það, að þeim hafi yfirsést, að hefja
uppreisn of snemma.j
------ 4. jan.
Hersveitir eru þegar að fara inn á
Kúrland í því skyni að bæla niður
bændaóeirðirnar í Eystrasaltsfylkjun-
úm, og |er búist við að sú herferð
standigallan veturinn. Snörp orusta
með gverkmönnum og hersveitum er
sögð frá jBakú; 300 verkmenn féllu.
Óspektir eru að réna í Moskva.
Onnur tíðindi.
Chicagoblaðið Record and Herald
hefir falið Wallmann að smíða loftbát
með þeirri fyrirætlan, að finna norður-
heimsskautið. Bátinn á að smfða í
París undir umsjón Santos Dumont,
sem verður í förinni. Aðalstöðvar
verða settar á Spitsbergen og Well-
mann býst við að komast að norður-
heimsskautinu á viku, ef vel gengur.
Prank Stebbing, áður ríkisstjóri í
Idaho, var drepinn með dynamít-
sprengikúlu, sem fest hefði verið á hús
hans og komið svo fyrir, að hún skyldi
springa, þegar framdyrunum á húsi
hans væri lokið upp. Haldið, að
sprengingamenn, sem hann hafi lögsótt
vægðarlaust árið 1899, séu valdir að
þessu.
Prank Dingennsey dáinn í Ameríku;
hann hafði ofan af fyrir sér sem óbreytt-
ur verkmaður, eftir að hafa eytt þrem
miljónum dollara á sjö mánuðum.
Ný útlendingalög komin í gildi á
Englandi. Af 42 innflytjendum, sem
komu til Grimsby frá Hamborg, var
24 vísað aftur. Siðari fréttir frá Grims-
by segja, að innflutningastjórinn hafi
afráðið að hleypa inn 15 af þeim, sem
frá var vísað, af því að þeir hafi ver-
ið stjórnmála-landflóttamenn, en hin-
ir verða sendir til Hamborgar með
næsta gufuskipi.
Leikfélag Rcykjavíkur
liggur ekki á liði sínu um vanda-
söm verkefni. Nú hefir það ráðist í
að leika U m m e g u (Over Ævne),
hinn fyrra sjónleik Björnstjerne Björn-
sons með því nafni, einn með tilkomu-
mestu ritum þess kyns á Norðurlönd-
um. Aðalblutverkið, Sang prest, leikur
Jens B. Waage, með þeim glögga skiln-
ingi og vandvirkni, sem honum er lagið
jafnan. Bratt uppgjafaprest leikur og
Árni Eiríksson sérlega vel. ónnur
hlutverkin eru og dável leikin, þar á
meðal dóttir prestsins (frk. Guðrún
Indriðad.). Nýr leikandi hefir félaginu
bæzt þar sem er frú Euf. Waage, er
leikur prestskonuna, veika og rúmfasta
— þess vegna heyrðist mjög illa til
hennar, og mætti bæta úr því nokkuð,
ef hún væri látin hálf-rísa upp við
fherðadýnu í rúminu; að öðru leyti
vottaði greinilega fyrir því, að þar hefir
félaginu græðst mikið vænleg stoð.
Hér þótti vænt um það, þegar Isafold
tók til liænar í fyrra stjórnarráðs-ónefnið,
og sýndi fram á, hve bandvitlaust heiti það
er á embættisliðinu í landsstjórnarhúsinu,
því sem kallað er vaualega Ráðagerði í dag-
legu tali; og það nafn kann eg nú vel við .
og finst það engan geta móðgað, hvorki
innan þess húss né utan; það er mikið
sæmilegt íslenzkt bæjarnafn. Og hvar mundi
það svo sem eiga betur við en á höfuð-
ráðastöð landsins? En að kalla alt fólk á
þeim bæ stjórnar-rá ð, alt frá ráðgjafa og
landritara niður að dyraverði, — það finst
mér vera svo ambögulegt, að gangi hneyksli )
næst. Eg segi fyrir mitt leyti, að mér er •
ómögulegt að taka það mér í munn öðruvisi en
að gretta mig allan i framan, eins og þegar
maður lætur upp i sig eitthvað, sem óbragð
er að. Og á pappír get eg ekki komið því
öðru visi en að penninn lyki það ósjálfrátt
sömn fuglslöppunum hefðarlegu, eins og
þeim, er ávalt loða og munu loða við-
nafnið á stjórnarflokknum íslenzka, sem sé
>heimastjórnar«-nafnið — loða við þvi fast-
ara, sem betur kemur i ljós, hvilikt falsheiti
það er, ekki annað en dularnafn á grimu-
klæddri Hafnarstjórn, ákveðnari Hafnar-
stjórn en haft höfum vér nokkurn tima, fyr
eða síðar, en miklu hættulegri vegna dular-
gervisins.
Það er eins og íspfold tók fram, að við-
skeytið -ráð er annars eigi baft á vortv
tungu nema annaðhvort um samvinnu-nefnd.
manna með jöfnu valdi og jöfnu atkvæði,
nema hvað forseti hennar kann að hafa
eitthvert frekara sérvald, — svo sem t. d.
ríkisráð, amtsráð; eða þá að það er hefðar-
nafnbót á einstakling, svo sem kammerráð,
jústizráð m. m., en er nú að deyja út, —
það fáránlega manna-kyn sama sem aldauða,
eins og fugla-kyniðgeirfugl og fleiri dýrakyn.
Auk þeirra annmarka á stjórnarráðsheit-
inu, sem Isafold tók fram, vil eg leyfa
mér að benda á, að í rauninni verður
stjórnarráð að merkingu sama sem stjórn-
ar-stjórn, eða stjórnar-stjórnarnefnd;
og sjá allir, hve herfileg ambaga það er.
Rikisráð er stjórnarnefnd, sem stjórnar ríki,
og amtsráð stjórnarnefnd, sem stjórnar amti.
En þá hlýtur stjórnarráð að merkja stjórnar-
nefnd eða stjórn, sem stjórnar stjórn!
Fyr má nú vera bögumæli.
Landsstjórn var og er eina rétta heitið á
yfirstjórn landsins; — landsráð væri óhaf-
andi; enda þetta orð, -ráð, i stjórnarnefndar-
merkingu aldrei nema hjálitt aðskotadýr i
islenzkri tungu. Landsstjórn, héraðsstjórn,.
sveitarstjórn — það eru orð, sem allir skilja
og allir fella sig við.
Orðið stjórnarráð er þvi, hvernig sem
á er litið, ekki einungis afkáralegt tildurs-
heiti, heldur óhafandi bögumæli i íslenzku.
Og orðið er ekki þetra fyrir það, þó að
það nafi komist i lög, inn i landsstjórnar-
lögin frá 1903 og ýms lög siðan, býst eg
við. Með þau i höndum sér má að vísn
liklega þröngva þeim til aö nota það, er
eitthvert bréflegt erindi eiga við þessa
blessaða landsstjórn vora. En sælir eru,
þeir, sem þann kross þurfa ekki að bera.
En svo kemur hin ambagan, ráð-herra.
Þeir munu nú kalla það hafa á sér enn
meiri lagahelgi, þar sem það hefir komist
inn í sjálfa stjórnarskrána nýju, frá 1903,
fyrir einhverja óskiljanlega meinloku þings-
ins 1901, að eg ætla, er það lét nýgræðing
einn á þingi lauma þvi inn í frumvarpið,
manninn, sem kunnugt er um að hann er þung-
lega haldinn af þeirri óskemfilegu veiki, er
nefnist ofmetnaðar-brjálsemi, og tekur ekki
á heilum sér nema hann sé sjálfur berrað-
ur i hverju orði. Mig satt að segja stór-
furðar á þinginu, að það skyldi hoppa inn
á aðra eins smekkleysu og rangmæli. Manni
liggur við að halda, að líkt hafi verið um
það og sumt annað ósmíði, sem koruist hefir
í lög hjá oss, að það hafi verið látið flakka
með þeirri hugsun, að frumvarpið það yrði
ekki að lögum hvort sem væri. Eg get
ekki imyndað mér, að nokkur þingmaður
annar en þessi eini hefði felt sig við það,
ef hann hefði hugsað sér það notað i þing-
sölum alþingis hvenær sem sá embættis-
maður væri ávarpaður eða nefndur á nafn,
og sagt þar í annari hverri setningu: herra
ráðherra — að honum hefði ekki
fundist það vera eins og að éta smjör
v i ð s m j ö r i.
Það er kunnugt, að alla tíð Jóns Sig-
urðssonar, Benedikts Sveinssonar og annarra
stjórnbótargarpa vorra var sá (fyrirhugaði)
embættismaður nefndur ráðgjafi, eða ráð-
gjafar, ef fleiri voru. Enda var það orð
haft jafnan i ræðu og riti áður, nær undan-
tekningarlaust, að fornu og nýju. Ráð-
gjafi Magnús konungs góða var Einar