Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 2
22 ÍSAFOLD Kússíaiui um áramótin. Eftir Georg Brandes. |>að er fullyrt viku eftir viku, að nú sé byltingin niður bœld og búin að vera. En það er eintóm heimska. fað má reiða sig á það, að byltingin rússneska stendur svo árum skiftir. Sálarástand þjóðarinnar rússnesku er alt annað nú en það var fyrir ekki lengra síðan en í fyrra. Sá sann- leikur verður með engu móti út skafinn. Eftir því fer annað víst alt saman. Sjálfsníðingur beitir gamanleikur einn eftir Terenzíus. J>jóðin rússneska er sjálfsníðingurinn mikii. Hún á bágt vegna þess, að hún kvelur sjálfa sig. f>ar sem stjórnarófrelsi þjáir þjóðir annarsstaðar um heim, eru kúgararnir jafnan annarlegt þjóðkyn, er hefir lagt þær undir sig, eins og Englendingar hafa lagt íra undir sig, f>jóðverjar unnið herskildi Frakka, Pólverja og Daui. Bússar undiroka með ákefð sína samlanda. f>ar eru böðlarnir og píslar- vottarnir samlandar, eru meira að segja ósjaldan sömu stéttar. Svo getur virzt í fjarska, sem eigi megi fyrir leikslokin sjá í milli bylt- ingarinnar og andbyltingarinnar. En svo er eigi. Andbyltingin kemur frá stórfurst- unum, hirðinni og embættisvaldinu. jþrenningin sú neytir allra ráða til þess að balda öllum þeim gögnum og gæð- um, er hún hefir handa í milli. Hún hefir fyrsc og fremst fyrir sig að beita auðmagninu, miijónum á mil- jónir ofan; því næst lögregluvaldinu, herliðinu og nokkrum hluta hins fá- kæna almúga, sem er hvorki læs né skrifandi. > Andbyltingin hófst sama dag sem keisaraboðskapurinn frá 30. okt. birt- jst og flutti þjóðinni fyrirheit um stjórn- fnjlsi. Blökkuliðssveitirnar alræmdu, sem svo eru kallaðar, voru hvarvetna gerðar ölvaðar, lagðar fyrir þær lífs- reglurnar og þeim greiddur máli af dularklæddum lögreglumönnum. Vana- lega fekk hver morðingi um sig 50 kópeka á dag (1 kr.) auk brennivíns og skilmálalausrar heimildar til rána og gripdeilda á tilteknum svæðum. Lög- reglan hafði með þeim hætti á að skipa í hverri meiri háttar borg 50,000 manna. f>að voru flækingarnir úr næturskýlun- um, ökumenn, dyraverðir, veitingamenn, slátrarar, vændiskvenna-húsbændur og pútnapiltar, og mikill sægur atvinnu- leysingja. f>eir hafa veitt bana sjálfsagt 40,000 manna og leitast sérstaklega við að gjöreyða Gyðíngafólki í borgunum, en myrt meira af konum, börnum og ýms- um viðstöddum af tilviljun heldur en eiginlegum byltingarmönnum. Til dæm- is að taka var í borginni Stauropol ungri kenslukonu veittur bani. Skríll- inn dró hana út úr skólanum, þar sem hún var að kenna, fyrir það, að hún væri Tolstoj-sinni. Hún hét á Kó- sakka sér tíl hjálpar. f>eir stigu af hestbaki, og gerðu það að orðum höfð- ingja síns, að þeir spyrudu við henni fótum til bana. Eftir það hendu þeir líkið af stúlkunni milli sfn sem leik- knetti þar til er engin spjör var eftir á því. Svona hafa þeir sagt frá, sem voru sjónarvottar að þessum níðings- skap; og er það laglegt sýnishorn af háttsemi andbyltingarmanna. Herinn hafa þeir og enn jafnan við- látinn. En þó eigi þann, sem verið hefir í ófriðinum eystra, ekki Mand- sjúríuherinn. Hann er gagnæstur af byltingaranda og er því ekki kvaddur heim. f>eir gera sér von um að losna við hann með því að Iáta hann verða hungurmorða þar eystra. Herinn sá, sem heima er á Bússlandi sjálfu, er mest- allur enn gagntekinn af lögregluanda og er þægðartól í höndum embættis- valdsins. Hann veit sig vera fyrirlit- inn af lýðnum. f>að borast ekki í eyr- un á honum. f>að er æpt að hermönn- unum hvar sem þeir sjást, og þeir eru látnir heyra, að þeir hafi runnið fyrir Japönum, sn kappar séu þeir heima á borgarstrætum. Liðsforingjarnir eru óánægðir með alt þetta ástand, og eins með sjálfa sig. f>eir eru latir, fákæuir, drambsamir, og láta það sem þeim mis- líkar bitna á lýðnum, er þeir láta skjóta brönnum saman til að svala sér. þó er svo um allmargt af hernum, að hann er reikull í ráði. f>að hefir jafnvel sýnt sig um þrjár lífvarðarsveit- ir, að þeim er ekki treystandi, og vitn- ast hefir um eigi allfáa sveitarhöfðingja, að þeir selja byltingarmönnum í laumi sjálfum sér til fjár vopn og skotfæri. Kósakkar hafa til þessa reynst ör uggust stoð andbyltingarmanna. f>ó hefir bólað á óánægju í þeim líka. Herramenn þeirrar kynslóðar, sem vita mjög vel, hverja andstygð almenning- ur hefir á þeim vestur í álfunni, hafa gefið keisaranum í skyn, að þeir væri boðnir og búnir í leiðangur á hendur útlendum fjandmönnum, en kysu helzt að vera lausir við lögreglustörf innan lands. Hér í móti hafa byltingarmenn á að skipa sfn megin fyrst og fremst verk- mannafélögunum miklu í bæjunum, og því næst mentamönnum yfirleitt, stú dentum, kennurum, námsmönnum og loks meiri hluta frelsis- og framfara manna alt upp að herramönnum og stóreignamönnum, og loks og ekki sízt háskólakennurum, rithöfundum og lista- mönnum, sem andbyltingin hefir fyrir- munað að gerast leiðtogar þjóðarinnar og hrakið þann veg á band með bylt- ingarmönnum. f>að er sannmæli að vísu, að ekki veitir áfengi þrótt og ekki halastjörnur hita né stjórnbyltingar frelsi. En eftir því sem hér stendur á, þar sem byltingin er ekki skammvinnur sinadráttur, heldur afarstórfeld, margra ára umturnan, er tekur yfir sjöttung jarðarinnar, þá eru allar líkur til, að hún muni af sér geta þó ekki verði frelsi, 8em er nokkuð óákveðin og reikul hugsjón, þá samt betra ástand en nú er. f>að er alt komið undir þeim 88 miljónum manna, sem bændalýðurinn rússneski nemur. Keisaraveldið rúss- neska hefir gert bændur að skepnum, banhungruðum skepnum. Skattarnir, sem Witte hefir átt manna mestan þátt í að leggja á þá, gleypa s/5 hluti af því sem þeir hafa í tekjur. f>eir hafa sér til viðurværis sem svarar þriðjung á við það sem þýzkir bændur nærast á af brauði, og lifa að öðru leyti í hinum mesta vesaldóra. f>eir hafa hingað til gert sér alt þetta að góðu, eins og þrælar, sem sætta sig við forlög sín. En nú er sú tíð á enda og kemur aldrei aftur. Bændalýðurinn skiftist í tvær stórar sveitir. f>eir sem þroskaminstir eru Iíta á uppreisnina svo sem eintóma Iögleysu og annað ekki, og eru sjálfs sín böðlar, i hamslausu örvæntingar- æði. f>eir voru sinnulausar skepnur, en eru nú orðnir óarga dýr. f>eir hafa enga stjórn á sér, ekkert félagsskipu- lag. f>eir brenna höfðingjasetrin, drepa búpening þúsundum saman, leggja eld í kornforðabúrin, þótt hálfbrjálaðir séu sjálfir af sulti. Verði engu viti komið fyrir þennan lýð, er nema mun á að gizka tíu miljónum, og færist sýkin sú út, þá á Bússland sér engrar við reisnar von að svo stöddu. Framtíð landsins er komin undir þeim hluta almúgans, sem hagar sér stjórnsamlega í byltingarstarfi sínu. Hann hefir sýnt af sér til þessa furðu- mikinn þroska og hyggindi. 8á lýður hefir sætt sérhverju færi til að orða kröfur sínar og halda þeim fram. f>eir eru heimtufrekir að vísu, en ekki um skör fram. f>að getur ekki kallast um skör fram, að fara fram á mannhelgi, meiri fræðslu, betri kenslu, almennan beinan kosningarrétt með leynilegri atkvæðagreiðslu, skemmri herþjónustu og frjálsa stjórnarskipun. f-ann lýð get- ur enginn herafli bælt niður. Hann er fjölmennari en það. f>egar hann leggur saman við félagsskipaðan verka- lýð í bæjunum, við mentalýðinn rúss- neska og við frjálslynda æðri stéttar menn, er vouandi, að takast muni að leiða byltinguna til farsællegra lykta, þótt seint kunni það að ganga. (Politiken 5. jan.). Stóitidinda-uimáfi 1905. 2. jan. Port Arthur gefst upp. 22. jan. Blóðsunnudagur í Péturs borg. Herlið ræðst í móti verkmanna- múg, sem ætlaði að færa keisaranum bænarskrá og fyrir gekk Gapon prest- ur, og brytjaði fólkið niður hrönnum. 23. febr.—10. marz stóð orustan mikla hjá Mukden með Bússurn og Japönum. f>ar börðust nær miljón manna. Manntjón skifti hundruðum þúsunda. Bússar biðu lægra hlut. 31. marz. Vilhjálmur keisari kem- ur til Tangier í Marocco. f>aðan 8pinst Marocco-mi8klíðarmálið. 27. ma/. Oscar konungur II. synjar stjórninni norsku samþykkis á tillögum hennar í konsúlamálinu. 27.—28 maí. Sjóorustan mikla ( Jap- anshafi, hin mesta, sem dæmi eru til. Togo, aðmíráll Japanskeisara, gjöreyð- ir herakipaflota Bússa. 7. júní. Stórþingið norska segir slit- ið sambandinu við Svíþjóð. 12. ágúst. Bretar og Japanar semja með sér um nýtt bandalag. 13. ágúst. Sambandssht með Svíum og Norðmönnum staðfest með almennri atkvæðagreiðslu í Norvegi nær í einu hljóði. 5. sept. Friður fullgerist með Eússum og Japönum í Portsmouth í Ameríku. 30. okt. BúsBakeisari heitir þegnum sínum á Bússlandi fullkominni stjórn arbót: löggjafarþingi og nokkurn veg- inn almennum kosningarrétti. Witte gerður forsætisráðgjafi Eússakeisara. Fagnaðarlæti mikil yfir því, en sam- fara þeim voðaleg manndráp í mörg- um stórbæjum á Bússlandi. 3. nóv. Bússakeisari veitir Finnum aftur lögmælt stjórnfrelsi, að undan- gengÍDni friðsamlegri stjórnarbyltingu í landinu. 7. nóv. Vinstrimannaráðaneyti hið fyrsta kemst á stofn í Svíþjóð og fyr- ir því Karl Staaff. 12.—13. nóv. Norðmenn samþykkja með almennri atkvæðagreyðslu (259,563 atkv. gegn 69,264), að Noregur skuli vera konungsríki áfram. 18. nóv. Stórþingi NorðmanDa kýs Karl Danaprinz (Friðriksson kouungs- efnis) til konungs. 6. desbr. Lögskilnaður gerður á Frakklandi með ríki og kirkju. 11. desbr. Frjálslynd stjórn tekur við völdum á Englandi og fyrir því ráðaneyti Gampbell Bannerman, eftir 10 ára íhaldsstjórn þar. Fórn Abrahams. (Frh.). Hann þagnaði og horfði eins og í leiðslu út yfir landið. Eftir stundar- þögn gerði hann stóran bug í loftinu með hendinni og mælti: — Hvað lízt yður, Westhuizen, get- ur maður ekki dáið fyrir þetta land? — f>að er betra að lifa og berjast fyrir það, höfuðsmaður. Du Wallou brosti einkennilega- Hann sá fram á, hvernig fara mundl að lokum. Ed þó gladdi það bann að heyra, að einn af mönnum hans hafði blint traust á framtíðinni. — Hvað eigiðþér við, van der Nath? spyr hann. — Ef oss leyfist ekki að lifa fyrir það, nú jæja, þá deyjum vér fyrir frelsi þess. f>ann veg hugsaði eg í gær....... Hann lauk ekki við setninguna. En því veitti enginn eftirtekt: — f>á verðum við að gera það sem við getura. — Og Iíf og dauði er á valdi þessr Bem sterkari er en fjendur vorir. Enginn sagði meira. f>eir stóðu kyrrir um stundarkorn, skildu síðan og tóku á sig náðir. En máninn varpaði föluru geislum yfir flatneskjuna og svalur vindgustur þaut ámáttlega í þurru kjarrskógar- liminu. Sjöundi kapítuli Höfuðsmaðurinn. Morguninn var svalur eftir heiðskíra. nóttina. f>okuslæða hjúpaði fellin að ofan og mjakaðist lengra niður með aftureldingunni. Ský bar fyrir sólu fyrst eftir upprás hennar, og er hana bar upp fyrir þau, brá þokan eér í dögg, sem lagðist á skógarrunnana og sandinD. En kvikt var orðið í herbúð- um fyrir þann címa og tekið til vinnu þar. Búahermenn úr öðru bygðarlagi böfðu gert dauðþreyttum félögum sín- um frá Dornenburg þann greiða, að grafa gröf innan veggja gerðisins, er þeir höfðu unnið; þeir vildu láta hina föilnu sofa svefninum langa þar á sama stað, sem þeir höfðu fallið. Nokkuð lengra burtu hafði verið grafin önnur gröf. f>ar átti að geyma bein hinna, útlend- inganna leDgst að komnu. Útfararathöfnin var svo einföld, sem alt slíkt verður að vera í hernaði, er hvert augnablik er oftast dýrmætt. Hundrað óhreinir Búar í rifnum flík- um höfðu safnast saman við gryfjuna til þesB að horfa á, er Dornenborgar- menn kveddu frændur sína og vinú Líkin voru vafin innan í gamlar lér- eftsslæður og borin til grafar. |>ar var þeirn hleypt niður í kyrþey. Trú- boðinn gekk að gröfinni og flutti bæn, jós hina framliðnu moldu, las kapítula í biblíunni og hét öllum endurfundum í betra heimi. Næstur kennimannÍDum kom Jan van Gracht gamli, með því að hann var allra viðstaddra elztur í söfnuðin- um. Hann lýsti blessun yfir hinum framliðnu og lauk binDÍ stuttu ræðu, er hann flutti, með þessum orðum: — f>eir eru ekki dauðir. f>eir sofa. Og af himnum, þar sem þeir eru nú staddir, horfa þeir niður á oss hina og vonast eftir, að vér rækjum skyldu vora jafnkarlmannlega og þeir, og verj- um ættjörð vora ; og hverju skiftir það, þótt vér föllum allir, eins og þeir eru fallnir, ef landið verður frjálst?-- Hann leit í kringum sig á þá, se® við voru staddir; eldur brann úr aug- unum og hárið flaksaðist 1 vindinurn. Og það segi eg yður, vinir mínir og lagsmenn, kallaði hann ennfremur, hvað er varið í lífið fyrir oss, ef vér eigum ekki jörðina, sem vér gönguB*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.