Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 1
’Xenuir út ýmiat einn sinni etJa tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l‘/j doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin v ð áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8. Xxxill. árg. Reykjavík laugardaginn 27. .janúar 1906 6. tölublað. 1. 0. 0. F. 87228 V,- Erlend tíðindi. MarconÍ8kevti 26. jan. Meðal hinna miklu og raargbreyttu vörubirgða sem verzlunin EDINBORG hefir fengið með hinum siðustu skipum, vill hún sérstaklega vekja athygli hinna heiðruðu sjömanna á þeim miklu birgðum af alls konar olínfatnaði sem seldur er svo ódýrt, að menn munu brátt komast að raun um, að lang-bezt verður að kaupa olíufatnaðinn í verzuninni EDINBORGr. Frá fýzkalandi. f>ar er her- lið alt vígbúið og lögreglumenn víða látnir ganga með hlaðnar marghleypur, af hræðalu við óeirðir út af ólátum sósíalista um land alt til stuðningfl feosningarréttarbót. Meat gengur á í Berlín. |>ar er búið nú að halda 98 fundi um málið. Frá Rússlandi. Afmæli blóð- aunnudagsins (22. jan. 1905) leið hjá tneð friði um alt land. Sprengikúla eyddi lögreglustöðinni í Odessa. Hún hafði verið ekilin þar eftir. |>að er að segja af kosningun- n m á E n g 1 a n d i, að þar eru nú kosnir 405 stjórnarliðar, en að eins 123 8tjórnarandstæðingar (íhaldsmenn). Eftir að kjósa 142. Meiri hlutinn með stjórninni verður því afarmikill, hvernig sem fer. Blað eitt í New York (World) er borið fyrir því, að hið mikla gengi verkmannaflokksins snsfea i þessum kosningum sé mjög að þakka höfðinglegum fjárframlögum til kosningakostnaðar af hendi Andrew Carnegie, auðmannsins mikla. V i ð s j á r miklar með F r ö k k u m og Venezúela í Suður-Ameríu. Ríkis- forsetinn þar, Castro, mjög stirður ákomu. Hann hefir hótað að láta skjóta á hvert það franskt skip, er kæmi Dærri borgunum Laguaira eða Algo. Blöð í Caracas, höfuðborginDÍ, láta ófriðlega og æsa lýðinn gegn Frökkum. þrjár brynsnekkjur fransk- ar lagðar á stað frá Trinidadey og er búist við, að þeim sé ætlað að her- kvía Laguaira. Castro forseti hefir t)g komið sér svo illa við stjórn Banda- ríkjanDa, að mælt er að Bandamönn- Um muni ósárt um, þó að Frakkar taekju ofan í hann. Frakkar segja öllu óhætt um það, að ekki muni kröfur þeirra ganga of nærri kreddum Amer- fkumanna, þeim er kendar eru við Monroe forseta. S I y s f a r i r. Bryndreki einn úr herskipaflota Brasilíu sprakk skamt frá Rio Jaueiro, höfuðborginni, og sökk á 3 mínútum. Yfirmaðurinn á skip- fnu lézt og 4 aðmírálar, sem voru í för baeð hermálaráðgjafanum á umsjónar- ferð. Alls týndust 212 manns, að eins :98 var bjargað. Gufuskipi frá Bandaríkjum, Valencia, Wst á við Beale-höfða (í Suður- Áineríku?) á leið til Sau Francisco. ^extíu mann8 druknuðu, en 100 í ^áaka staddir í skipinu, og eru menn ^æddir Um, að þeim verði ekki bjargað. Loftsighngamaður, er Cooper hét og ^gði upp frá Wolfirty í Texas, í fyrsta skifti sem hann reyndi það, hrapaði ^OOO fet (til bana). H a 11 æ r i fer vaxandi í Japan. *élk deyr þar hundruðum Baman úr úlda og hungri. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 1 spital. Forngripagafn opið á mvd. og id. 11 12. Hlutabankinn opinn 10—2 >(• og &>/«—7. K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siöd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 >/» si9d' Landakotskirkja. Gnðsþj. 9 og 6 á helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkraritj. 10>/«—12 og 4—6. Landsbankinn 10>/«-2>/«. JBankastjóm við 12-1. Landsbókasafn 12—3 og 8—8. Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og ld. 12 1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd.'ll—12. Náttúrngripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 Tekjuhalli í þ. á. fjárhagsáætlun Japaua nemur 79 milj. pd. sterling. J>að verður jafnað upp með láni, her- sköttum og endurgjaldi frá Rússum fyrir framfæri hórtekinna manna. Ekkjudrotningin í Kína hefir skipað ' öllum kjörgengum keisarafræodum að vera viðstöddum á nýárinu: hún ætlar þá að tilnefna keisanum eftirmann. Lofun þeirra Alfons Spánarkonungs og Enu prinzessu af Battenberg verð- ur birt hátíðlega bráðlega. Ena prin- zessa er systurdóttur Játvarðar kon- ungs. ----- — $ rnmm - Rjómabúasamband Suðurlands hélt aðalfund 9. þ. mán. við þjórsárbrú. Meðal annars var sam- þykt að skora á Landsbúnaðarfélagið að láta hæfan mann fara á milli smjör- búaDna næsia sumar og leiðbeina í öllu, er að smjörgjörð lýtur, og skyldi sá einnig dæma um rjómann, sem kem- ur til búanna, ásamt bústýrunum, og gefa hverju heimili einkunn fyrir útlit rjómans og gæði. pá var og samþykt að skora á Lands- búnaðarfélagið að gera sitt hið ítrasta til að útvega skip með kælirúmi til smjörflutninga næsta sumar. Afráðið var að senda J. V. Faber í Newcastle 2/6 hluta af öllu smjöri sam- bandsbúanna til sölu þetta ár, en hinum 3/6 hlutum skyldi skift milli þeirra Garð- ars Gíslasonar, G. Davidsen, M. Hud- son í Manchester og L. Zöllner. Jes Zimsen kaupmaður og konsúll í Reykjavík skyldi beðinn fyrir að ann- ast útflutning smjörsins, eins og að undanförnu. Stjórn sambandsins var endurkosin: formaður Ágúst Helgason í Birtinga- holti og meðstjórnendur þeir Ólafur Árnason kaupmaður á Stokkseyri og Signrður Guðmundsson í Helli. End- urskoðandi Eggert hreppstjóri Bene- diktsson í Laugardælum. Sigurður Sigurðsson ráðunautur flutti fyrirlestur á fundinum um meðferð mjólkur og fleira viðvíkjandi smjörgerð. Síðdegisguðsþjðnusta i dómkirkjunni á morgun kl. 5 (J. H.) Af sjófatnaði er nu komið stórt úrval i verzlunma LIYERPOOL t. d.: kdpur, síðar og stuttar — buxur, margar tegundir — stakkar — ermar svuntur — sjóhattar, bæði fyrir fullorðna og unglinga. Fatnaðurinn er hinn vandaðasti að öllum frdgangi og verðið ótrúlega lágt. Sjómenní litið á sjófötin og sjöstigvélin i LIYERPOOL. Smjörsölumál. •Til skýringar og leiðbeiningar fyrir rjómabúin« hefir hr. Sigurgeir Einars- son ritað greinarstúf í þjóðólf 5. þ. m. Eg ætlast til að reynslan sýni rjóma- búunum gildi þessara skýringa og leiðbeininga, og sé því ekki þörf á að fara um þær mörgum orðum. J>au orð, er S. E. hefir eftir |>. G., »að það sé gott að eiga Davidsen að«, get eg fullyrt og sannað að G. Gísla- son & Hay hafa hvorki talað né ritað. |>. G. fekk engar upplýsingar um þetta mál frá þeim, aðrar en þær, söm eg lét í té, og er mér því vel kunnugt, hvað um það var sagt. Eu kynlegt þykir mér, ef f>. G. hefir viðhaft þessi orð, þar sem hann einmitt þá, líklega fyrstur allra rjómabústjóranna, skoð- aði sögur þeirra G. Davidsen og S. E. í réttu ljósi. Eg læt hlutlausan í þetta sinn sam- anburð S. É. á smjörsölu þeirra G. G. & H. og G. D. Samvizkusemi hans og nákvæmni í því efni getur komið til sögunnar seinna. Eg veit líka, að rjómabúin þurfa ekki á neinum slíkum samanburði að halda. f>au hafa nú reynt hvorutveggja þessa smjörsölumenn, G. G. & H. og G. Davidsen, og munu þau f 1 e s t fara eftir reynslu sinni og þekkingu á þessum mönnum, hve háum eða lág- um tölum sem við S. E. kynnum að flagga með. En því hefir S. E. gleymt í saman- burði sínum, að geta kostnaðarins við Bmjörsöluna. f>ess konar er þó rétt að taka með við slíkan samanburð. f>ví kostnaður er mjög misjafn hjá smjörsölumönnum, og alt annað nettó- verð eða brúttó-verð. Eg ætla ekki að þræta um það við S. E., hvor þeirra G. G. & H. eða G. D. segi réttara frá, eða hafi fyllri akilyrði til að reynast góðir og áreið- anlegir smjörsölumenn. f>eir eru hvorirtveggju talsvert þektir bæði hér á landi og erlendis, og mun gengi þeirra hvers um sig fara eftir því, hvernig þeir reynast eða hafa reynst. En vorkunn er G. D., ef sögusögn S. E. og samanburður hans í f>jóðólfi væri heztu rneðmælin. Eg efast ekki um, að það sé satt, sem G. G. & H. hafa eftir G. D. við- víkjandi skröksögu þessari. Og fyrir þá sök mun G. Gíslasou ekki hafa fundið ástæðu til að finna S. E. að máli eða sjá heimildir hans; enda mun hr. Garðar ekki hafa sagt í þessu máli annað en það, sem hann getur sannað. En sé það satt, — sem talsverð ástæða er til að ætla —, að S. E. hafi frætt rjómabúin um, »að Geo. Davidsen selji alt það smjör rjóma- búanna íslenzku, er Faber, Copland & B,, Garðar o. fi. taka á móti«, þá er ekki ólíklegt, að honum gefist kost- ur á að sýna heimildir sínar fyrir þeirri sögu. Rvík 2«/i ’06- G. Eelgason. Sameig’iiarverzlun. f>að er í almæli, að sameignarkaup- félög þau, sem eru í undirbúningi austan fjatls, muni ætla sér að festa kaup á Eyrarbakkaverzlun (Lefolii), sem kvað vera föl, eða þá hafa sína aðalbækistöð á Stokkseyri, ef kaupin hin ganga ekki saman. Markmið þessarar nýju kaupfólaga- hreyfingar er að verzla skuldlaust beina leið við erleuda umboðsmenn, einstaka menn eða félög. Auk þeirra, sem getið var um í síð- asta blaði að kosnir hefðu verið á f>jórsárbrúftrfundinum 8. þ. mán. i nefnd í málið um almenna sameignar- verzlun, voru kosnir í hana þeir síra Ólafur Sæmundsson í Hraungerði og þorsteinn Thorarensen á Móeiðarhvoli. Nýr doktor. Helgi Pétursson cand. mag. í Reykja- vík er orðinn doktor í heimspeki (dr. phil.) við Khafnar-háskóla fyrir ritgerð um jarðfræði íslands. Hann var með kgsúrsk. 16. f. mán. leystur frá þeirri kvöð, að verja ritgerðina við háskól- ann, eftir að hlutaðeigandi háskóla- deild hafði tekið hana gilda. Veöríitta. XJmhleypingur af ýmsum áttum, útsunnan, austan og norðan, hefir ver- ið 6—3 dagana siðustu, með allmiklu kafaldsfjúki. Faxaflóagufubátnum (Reykjavík), sem átti að fara í gær- morgun snemma upp i Borgarfjörð, með póstflutning allan norður og vest- ur, legaðist hér í gær og komst hann ekki fyr en í dag upp eftir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.