Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.01.1906, Blaðsíða 3
íSAFOLD 23 ú? Og færi svo, að Englendingar ynnu land vort, sem er þó engin leið að, ef vér erum þolgóðir, þá mun sá dagur koma brátt, er sérhver vor á meðal óskar, að heldur lægi hann dauður hér en að hann hefði lifað að sjá það. — Loks gekk van der Nath fram. Hann var óvanur við að koma orðum að því, sem hann hugsaði, en hanu komat við, er hann hugsaði til þess, að þessir menn, er hann hafði þekt alla og ver- ið höfðu iðjusamir verkmenn og góðir nágrannar, lágu þar stirðir og andvana; og hann hafði hugsað mikið um nótt- ina fyrir. Hann gekk fram með gröf- inni, nam staðar við hvern fyrir sig, nefndi hann á nafn og tók fram mann- kosti hans. Og er því var lokið, lýsti hann friði yfir moldum hinna fram- liðnu og bað drottin fyrirgefa öllum þeim, er ynnu hver öðrum mein; því gjöf lífBÍns væri engum gefin til þess að fleygja henni frá sér í mannskæðri baráttu. — Tárin runnu niður eftir kinnum hans, meðan hann talaði þetta. Dornenborgarmenn stóðu berhöfðað- ir og horfðu á, að vinir þeirra voru moldu ausnir; en aðrir gengu burt þangað sem verið var að jarða fallna menn af fjandmannaliðinu. En þar var ekkert að sjá. Liðsforingjarnir höfðu ekki hugsað eftir því, að kenni- maður var í herbúðunum, og enginn hafði beðið hanu um að hjálpa til við út- förina. Einum undirforingja og þrjá- tíu liðsmönnum hafði verið skipað að vera á verði við gröfina til sæmdar hinum framliðnu. Hinir stóðu þar al- veg tilfinningarlausir, meðan einhverir flutningskarlar mokuðu ofan í gröfina. En þegar búið var að moka ofan í hina gröfina, yfir Búaliðsmennina föllnu, báru félagar þeirra, sem eftir lifðu, grjót að henni og lögðu það í hrúgu ofan á, og hættu ekki fyr en þar var komin há dys. þá skildu þeir, hljóð- ir og alvarlegir, og gengu heim aftur til herbúðanna. Merkisvaldurinn og Jan gamli stöldruðu við ofurlítið og báðu fyrir hinum framliðnu í hljóði. Síðan fóru þeir líka. En að baki þeim gnæfði grjótdysin há og döpur, minningarniark yfir hina framliðnu og fyrirboði ókomna tímans fyrir þá, sem eftir lifðu. — Eg fer heim, segir van derNath við förunaut sinn. Háskólapróf'. Auk þeirra landa, er nefndir voru síðast, hefir Páll Egilsson (frá Múla) leyst af hendi próf í þ. m., fyrra hlut- ann í læknisfræði, með I. eink. KristÍDn Bjömsson fekk og I. eink., góða, en ekki II., sem stóð í síðasta bl. (eftir bréfi frá Khöfn, sem reynist vera óáreiðanlegt; hið rétta er bæði skrifað þaðan úr alveg áreiðanlegum stað og hafði auk þess fluzt hingað í Marconiskeyti 11. þ. m.). Fyrir guðlast á prenti hefir Einar Jochumsson verið dæmdur í 50 kr. sekt hér i héraði, ank málskostnaðar, og ritl- ingur sá gerður upptækur, er það var í, 1 thl. af mánaðarriti, sem heitir RROPIÐ. Félagsblaði dálitlu er SCANOIA, félag danskra manna, norskra og sænskra hér i hæ, nýbyrjuð á prentuðu — var áður skrifað —, auðvitað á dönsku. Það heitir Treklöverhladet og kemur út eftir hentugleikum, 1, 2 eða 4 blöð á mánuði, i 50 eintökum. A. L. Petersen heitir rit- stjórinn. Kostar 50 a. »eintakið«, stendur s þvi. Auk félagsauglýsinga virðist það eiga að fiýtja hitt og þetta smálegt gam- an, eitthvað í fyndnisáttina helzt. Ekki er óliklegt, að einhverir utanfélagsmenn vilji eiga það fyrir fágætis sakir. Það er snoturt útlits. V ið vörun. í sænskum blöðum kvað nýlega hafa staðið viðvörun gegn skrum-auglýsing- um eða flugritum (Cirkulaire), sem dönsk verzluu hér í bænum, sem kall ar sig »Köbenhavn8 Varehus«, hefir dreift út um alla Svíþjóð. f>ar sem þessi verzlun, sem rekin er af manni nokkrum að nafni Ubbe- sen, einnig er farin að »vinna« á Is landi, finn eg mér skylt að vara menn við að trúa á skrum það sem í flug ritum hans stendur. Er nóg að geta þess hér, að Ubbesen þessi eitt sinn var viðriðinn svonefndan »Skandinavisk Korrespondance KIub«, sem ekki alls fyrir löngu var skrafað talsvert um i blöðum hér og það á þann hátt, að það lítur út fyrir að Ubbesen þessi vilji sfður hafa hátt um sig hér í Kaup mannahöfn, þar sem hann er þektur, en á íslandi og annarstaðar þar, sem menn ekki enn þá þekkja mannkosti hans. Ummæli þau um mig sem undir- skrifuð eru »Köbenhavns Varehus*, sem ganga út á að eg hafi heimtað eða fengið alt að 30% af vörum frá »húsi» þessu til þess að stinga i minn vasa, lýsi eg hérmeð tilhæfulaus og einhver hin ósvífnustu ósannindi, sem eg nokk- urn tíma hefi vitað mann leyfa sér að bera fram. 011 þau viðskifti sem eg hefi haft við þessa verzlun, eru þau, að eg næstliðið sumar, eftir beiðni eins af skiftavinum mínum á lslandi, sem muD hafa iagt trúnað á skrumið, út- vegaði vörur sem kostuðu samtals 76 krónur 40 aura. Téða upphæð borg- aði eg Ubbesen þessum út í hönd og færði sömu upphæð skiftavini mínum til útgjalda, og hefi því ekki stungið svo miklu sem einum eyri í mÍDn vasa. Að öðru leyti skal eg geta þess, að eg nú þegar höfða mál á móti oft nefndum dánumanni, og leikur varla efi á að hann mun fá að finna til þess hvað það kostar að fara með þannig löguð ósannindi. Kaupmannahöfn, 13. janúar 1906. Jakob Gunnlogsson. Haustull kaupir JES ZIMSEN. Enskt vaðmál er áreiðanlega bezt að kaupa í verzlun G. Zoega. fffy* Kiiupendur ISAFOLDAH hér í bænum, sem skifta um bústaði, eru vinBainlega beðnir að láta þess getið sem fyrst í afgreiðslu blaðsins. Det ideale Liv eftir Henry Drummond fæst í bókverzlun ísaf.prsm. 3,00. Mjög góð bók. WHISKY Wm. FORD & SONS stofnsett 1815. Einkaumboðsmenn fyrir ísland og Færeyjar: F. Hjorth & Co. eru beðnir að vitja Isa- foldar í af- greiðslustofu blaðsins, Austurstræti 8, þegar þeir eru á ferð í bænum. Umboð. Undirskrifaður tekur að sér að kaupa útlendar vörur og selja ísl. vörur gegn mjög sanngjörnum umboðslaunum. G. Scli. Thorsteinsson Peder Skramsgade 17. Köbenhavn K. Margarine fæst bezt og ódýrast í verzlun G. Zoega. Kálhöfuð, Gulrófur, Hödbeder nýkomið til Guðm. Olsen. c^yrirlasíur vim Cliicago og lífiö þar heldur undirritaður í Bárubúð f ö 8_t u- daginn 2. febrúar næstk. kl. 81/, síðdegis. Fyrirlesturinu er ætlast til að verði fræðandi og skemtandi. Aðgöngumiðar á 50 aur. fást í bók- verzluD Sigf. Eymundssonar og Jóns Ólafssonar, og í búð Ben. S. þórarins- sonar á Laugavegi, svo og við inngang- inn. Arnór Árnason. Nýtt! Nýtt! Herold Cigarettur (handrúllaðar) sérlega góðar, nýkomið til Guðm. Olsen. Manufaktiir. Stöbegods. En ung dygtig Forretningsmand söger Plads paa Island til Maj eller Juni. lma Referenser. Billet mrkt. 7917. Dugleg stúlka, rúml. tvítug, sem vill læra matartil- búning og innanhússtörf í Kaupmanna- böfn, getur nú þegar fengið þar góða vist og hátt kaup. Ritstj. vísar á. Matsöluhúsið í Skindergade 27 í Kaupmannahöfn leigir herbergi og selur mat. Herborgi handa einst. leigjanda með daglegum (3) máltíðum kostar 65 kr. á mánuði, samherbergi og fæði 10 kr. á viku o. 8. frv. Agœtar danskar Kartöflur eru sérlega ódýrar hjá Jes Zimsen. Olíufatnaður innlendur og norskur fæst sterkastur og ódýrastur í verzlun G. Zoega. Nýkomið í verzl. Gísla Jónssonar Mikið úrval af Smekk-svuntum, Nærfatn- aði og millipeysum. Einnig Epli, Appelsínur, Vín- ber og Laukur. Kálmeti. Hvítkál — Rauðkál — Selleri — Gulrætur — Piparrót — Rödbeder nýkomið til Jes Zimsen. Fantar fást 1 Hússtjórnarskólanum á 7 a. Stk. Atvinna. |>eir, sem óska eftir atvinnu við vegagerð eða símalagniug landssjóðs á komandi sumri, geta suúið sér til Jóns þorlákssonar verkfræðings, Lækj- argötu 12 B. Heima kl. 2—3. Sýaliiuefndarfundur. Aðalfundur sýslunefndar Kjósarsýslu verður haldinn í Hafnarfirði fimtudag- inn 15. febr. næstkomandi og byrjar kl. 11 f. h. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 20. jan. 1906. Páll Einarsson. Hið isleuzka RrisíniBoésfdíag heldur fund þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 8 síðdegis í samkomusal K. F. U. M. — Docent Jón Helgason talar út a£ efninu: Béttir og rangir dómar um heiðingjatrúboð. Reykjavík, 26. janúar 1906. Lúrus Halldórsson formaður. Lampaglösin a leslampana eru komin í 0(1^100^. Leirvara vel valin, ódýr nýkomið til Guðm. Olsen. Öllum, sem heiðruðu útfar máður minnar Margrétar Árnadóttur með návist sinni, eða á annan hátt sýndu mér hluttekningu við fráfall hennar, votta eg mitt innilegasta þakklæti. Jón Jónasson. Tómar kaupir JES ZIMSEN. SKANDINAVISK Exportkaffi-Surrogat Kebenhavn. — F- Hjorth & Co- Góð brekán tyrir sjéinenn fást i Hegn- ingarhúsinu til kaups; lágt verð. Sömuleið- is gólfdúkar. S. Jónsson M a r g a r i n e NU er gott og ódýrt lija JES ZIMSEN. MEÐ s/s Hólum, komu ____ ^ hin marg eftirspurðu ullar- nærföt handa körlum, bonum og hörn- um, óheyrilega ódýr og margt fleira. Kristín Jónsdóttir Veltusund 1. Reykjavikur kvennaskóli Nokkrar konur, giftar eða ógiftar, geta fengið tilsögn í alla konar vefn- aði, nú þegar. Reykjavík 19. janúar 1906. Thora Melsteð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.