Ísafold - 07.02.1906, Síða 1

Ísafold - 07.02.1906, Síða 1
Xenrar út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa 1 */a do!l.; borgist fyrir miöjan júlí (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bnndin v,ð áramót, ðgild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kaup- andi skuldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstrœii 8, XXXIII. árg. I. 0. 0. F. 87298 >/2. Reykjavrík miðvikudaginn 7. febrúar 1906 8. tölublað. Skirnir. Skirnir, timarit hins ísl. bókmentafél. Rit- stjóri Guðm. Finn- bogason, 79.ár(1905); 4. befti. Rvik 1905. f>etta síðasta hefti hins fyrBta árgangs Skírnis með hinu nýja sniði, sem er samsteypa »tíðindanna* gömlu og af »tímaritinu« fyrverandi, er bæði fjöl- breytt og óvenju-veigamikið, eftir þvl sem gerist um íslenzk tímarit. Sér- staklega eru þar 2 ritgerðir einhverjar hinar tilkomumestu tímaritshugvekjur, er vér eigum til, meðal annars og ekki sízt fyrir það, að þar er verið að vinna það því því miður fágæta verk vor á meðal, að gera íslenzkri alþýðu kunnugt nokkuð af því, er ýmsir mestu andans menn með höfuðmentaþjóðura heimsins hafa sér að viðfangsefni nú á tímum, og hver niðurstaðan hefir orðið fyrir þeim. Sjaldan rekum vér oss greinilegar á það en í þessu dæmi og þvílíkum, hvert ólán er fyrir oss að hafa látið oss nægja öldum saman að tína mola af borðum einhæfrar smáþjóðar og horfa varla nokkurn tíma út í heiminn, sér- staklega á það sem þar gerist í andans ríki, öðru vísi en gegnum gluggasmug una þá, sem getur verið stundum og í sumum greinum hulin svo þykkri móðu sinnuleysis, sérgæðingsskapar, hégilju og hindurvitna, að byrgt sé nær fyrir alla sjón. Að gera lítið úr þeirri þjóð yfirleitt, þótt smá sé, sérstaklega andspænis þjóðkríli því, er þetta land byggir, væri frámunaleg hneykslisheimska og fjarstæða. það mun fáum augsýni- legra en þeim er þetta ritar né ljúfara við það að kannast, hve stórum fremri hún er oss í mjög mörgu, í ýmsum þáttum verulegrar þjóðmenningar. Bn eins og margan mætan mann og vel að gervan skortir eitthvað það, fleira en eitt og fleira en tvent, meira að segja, er hafa þyrfti haDn til þess, að geta verið h v e r s manns fyrirmynd, eins er engin þjóð, smá né stór, þeim yfir- burðum gædd, að einhlít geti hún verið hverri þjóð annari til fyrirmyndar. Greinar þær tvær, er fyr nefndum vér, er önnur eftir Einar Hjörleifsson um trúogsannanir, en hin nefnist ýmsar tegundir trúarreynsl- u n n a r, eftir ritstjóra Sklrnis, og er aðallega skilagrein fyrir efni stórmerki- legrar bókar um það mál eftir amerísk- an heimspeking, háskólakennara í sál- arfræði við merkilegasta háskólann í Bandaríkjunum (Harvard), William James að nafni, bók, sem Danir hafa ekkert skift sér af, svo kunnugt sé, þótt komin muni hún vera á flest heimsins bókmentatungumál, á ekki nema rúmum 3 árum, sem liðin eru frá því er hún var fyrst prentuð í þremur höfuðstöðum hins ensku- mælandi heims í senn: New York, Lúndúnum og Bombay. Bit þetts. er, eftir því sem fyrir því er grein gerð og tilvitnanir birtar úr því, gagnauðugt af hinum skarplegustu rannsóknarathugunum og íhugunar um mannkynsins mesta velferðarmál, trú- Nú fer að líða að þeim tíma, er menn fara að búa fiskiskip sín út til veiða, og ættu sjómennirnir þá að hafa það í huga, að vepzlunin EDINBORG hefir alt sem þeir þarfnast til útgerðarinnar af beztu tegund- um og með tiltölulega lágu verði, svo sem; segldúka, linur, kaðla, seglgarn, skipmannsgarn, öngla og ótal margt fleira sem að út gerðinni lýtur, einnig alls konar matvöru. Ennfremur hefir nú verzlunin mikið úrval af sjófötum, auk alls annars. — Sjóstígvélin í EDINBORG þarf ekki að minna á, þau eru orðin svo góðkunn. 0 0 -»•♦•♦•«•«•«•«•♦•« 0 Augnlækning ók. 1. og S. þrd. kl. 2—8 í spítal. Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2*/s og &‘/s—'7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm fundir fsd og sd. 8‘/t siðd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgidögum, Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10*/»—12 og 4—6. Landsbankinn 10‘/8—2*/». Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Landsskjalasafnið á ]ud.. fmd. og ld. 12—1. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 11—12 Náttúrugripasafn á sd. 2—3. Tannlækning ók.i Pósthússtr. 14, l.og3.md. 11—1 EH O O c3safoló Romur nœst m laugaröacj 10. JoBr. Þar er úr miklu að velja, af allskonar útlendum og innlendum sjófatnaði, bæði fyrir fullorðna og unglinga, einnig ýmsum tegundum af sjósfígvélum t. d. mjög hlý vetrar.-vertíðar stígvél, öll fóðruð að innan með loðnu skinni. Allskonar vörur, er sjómenn þurfa með á sjóinn, fást ætíð í Liverpool. W Ch O O: armálið, í þess orðs víðtækustu merk- ingu, óbundið við alla heimsins trúar- flokka og trúarkreddur, kristnar og ókristnar. það er sálarfræðisleg rann- sókn, sem fjallar ekki um þær stofn- anir, sem af trúnni hafa sprottið, held- ur um sjálfa rótma, trúarhvatirnar, trúartilfinninguna. »Hvað fer fram í sál þess manns, sem gagntekinn er af trú? Um það spyr höf., og svarið fær hann einkum með því að rannsaka orð trúmannanna sjálfra, í æfisögum þeirra og annarsstaðar, þar sem þeir hafa lýst sálarástandi sínu«. Sam- kvæmt þeim athugunum verður trúin, segir hann: »tilfinningar, athafnir og reynsla einstaklinganna, að svo miklu leyti sem þeir í einveru sinni telja síg standa í sambandi við hið guðdómlega, hvernig sem þeir annars líta á það«. Höf. tekur það fram á öðrum stað, að I trúarefnum sem öðrum verði að byggja á reynslunni. l>ar er um reynslu- þekking að tefla. Og hið eina, sem heimspekin geti gert fyrir trúna, sé að rannsaka, hvað í trúarreynalunni felst, hver sé aðalkjarni trúarbragðanna og að nve miklu leyti sá kjarni sé saun ur í ljósi þeirrar þekkingar, sem vér höfum annars á tilveruuni. f>essar meginsetningar telur höf. þá í trúnni fólgnar: 1. Hinn sýnilegi heimur er partur af af öðrum andlegri heimi og fær það- an aðalgildi sitt. 2. Sameimng eða samræmi við þenna æðri heim er bið sanna markmið vort. 3. Bæn eða innra samband við anda þessa heims — hvort sem hann er »guð« eða »lögmál« — er athöfu, sem ber verulegan árangur; við bænina streymir inn andlegt afl, sem hefir í för með sér verkanir, andlegar eða líkamlegar, f sýni- lega heiminum. Trúnni fylgja enn fremur þessi andans einkenni: 4. það er eins og lífið fái að gjöf nýjan auð, er kemur fram annað- hvort sem skáldleg hugarlyfting eða hvöt til ^lvöru og hetjumóðs. 5. Trúnaðartraust og jafnaðargeð, og í sambúð við aðra menn hefir kær- Ieiksríkt hugarþel yfirhönd. Höf. tekur það fram, að þekking á trúarlífinu og meginkjarna trúarsetn- inganna geti eigi komið í stað trúar- innar sjálfrar; »því trúin er líf«. Hann lýsir á öðrum stað heilagleik- anum og nefnir þær einkennilegar af- leiðingar, er hið andlega líf hafi í för með sér: meinlæti, sálarþrótb, hrein- leik, kærleika. Um kærleikanD segir hann meðal annars : #Mannkærleikurinn styðst við meðvitundina um það, að allir séu börn hins sama föður, en jafnframt sprettur hann af innilegri gleði, sem trúarástandinu fylgir, því gleðin gerir menn ástúðlegri. Að elska óvini sína er alls engin sjálfsmótsögn; það er hæsta stig þess stórhugar og göfug- lyndis, sem þolir mótgerðir og kennir í brjósti um mótgerðarmanninn. Og væri því boðorði fylgt, þá yrði heimur- inn allur annar; því ein sterkasta hvötin í mannssálinni, sjálfsvarnar- hvötin, er þá brotin á bak aftur«. Meðal annars margs og merkilegs, sem höf. minnist á, er huglœlcninga- hreyfingin í Ameríku (mindeure move- ment). þær hafa, huglækningarnar, Begir hann, »borið góða ávexti fyrir aud- lega og likamlega heilbrigði manna, því menn lækna aðra og lækna sjálfa sig með trúnni einni saman. Blindir fá sýn, haltir ganga, menn, sem verið hafa aumingjar frá blautu barnsbeini, fá fulla heilsu«. Lesendur taka vonandi eftir því, að þetta er hvorki mangaraskrum eða trúarvingls-staðhæfingar, heldur vísinda- leg fullyrðing — líklega mesta heim- speking8ins, sem nú er uppi. Um ódauðleikann segir hann, að það sé atriði, sem reynslan verði að skera úr, með því að sýna, hvort and- ar framliðinna í raun og veru birtist hér á jörðu. (Niðurl.). Lanúsvegagerð 1905. Landsvegfræðingurinn (J. J>.) skýrir frá, að lagðir hafi verið í sumar 4757 faðmar af þ j ó ð v e g u m (á aðalpóst- leiðum), 3100 fðm. af f 1 u t n i n g a- brautum og 1880 fðm. af fjallvegum, samtals nær 2| míla, með 35 þús. kr. kostnaði eða 3J kr. á faðminn til jafn- aðar, — minst 1 kr., mest 7^ kr, Lögð var og b r ú á Hítará, hjá Brúarfossum, 27l/2 alin á lengd milli stöpla. Hún kostaði 4300 kr, Bn auk þess lokið við 3 stórbrýr, er ver- ið hafa í smíðum allleugi sumar: á Lagarfljóti hjá Egilsstöðum, Jökulsá í Axarfirði og Sogið í Árnessýslu. Lag- arfljótsbrúiu er 480 álna löng og hefir kostað 120 þús. kr.; Jökulsárbrúin 164 álnir, hengibrú, og kostaði 57 þús.; Sogsbrúin, hengibrú af járni, 60 áln., og kostaði 15 þús. þjóðvegarkaflar nýgerðir, 5 álna breiðir, eru: 915 fðm. í Helgafells- sveit (Stykkishólms vegur), 2000 fðm. í Langadal nyrðrar og á Yatnsskarði, 1322 fðm. í Kræklingahlíð og 520 fðm. í Suðursveit. Buddir voru og vega- kaflar hingað og þangað, t. d. við Hvalfjörð norðanverðan, á Holtavörðu- heiði, í Miðdölum. Flutningabrautir, 6 álna breiðar: 1400 fðm. í Borgarfirði og 1700 á Fagradal eystra. Fjallvegir, 4 álna: 1450 fðm. á Brekkuheiði á Langanesi, og nær 400 á Kolugafjalli nyðra. % T r ú a r b r ö g ð i n í heiminum. Svo segir í nýrri ameríakri trúboðs- árhók, að af öllum jarðarbyggjum, sem þar eru taldir 1,563,446,000 (rúm 1J miljón miljóna) séu kristuir.................. 558,862,000 Konfúsíu8trúar .... 231 816000 Múhamedstrúar . . . 216 630,000 Hindúar................... 209,659,000 Gyðingar................ 11 222,000 með ýmsum sértrúnaði . 15,352,000 Hér um bil réttur helmingur krist- inna manna er rómversk-kaþólskur eða 272,638,000; en grfsk kaþólskir 120,157,000, og mótmælendatrúar 116,066,500.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.