Ísafold - 10.03.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.03.1906, Blaðsíða 2
54 ÍSAFOLD Hvert þessara lélaga hefir sérstök áhöld og aðferð nokkuð frábrugðna þeirri er hin hafa. Bandaríkjastjórn notar áhöld og aðferðir félaga þessara og leitaat við að finna með tilraunum, hvað bezt er hjá hverju þeirra, og sam- eina það í eina heild, og afla sér þann veg hinnar fullkomnustu loftritunar- aðferðar, sem föng eru á. En við tilraunir þessar eru þó ekki notuð nein af áhöldum Marconifélags ins. Bandaríkjastjórn tókst að semja við öll þessi félög nema Marconifélagið. jpegar stjórnin fór þess á leit við það félag, að fá að nota áhöld þesa til loforitunartilrauna, þá bauðst það til að útbúa öll herskip og allar land- stöðvar stjórnarinnar fyrir 50,000 doll- ara á ári, með því skilyrði, að ekkert annað loftritunarfélag mætti þar nærri koma; en stjórnin vildi ekki þiggja það; og þar við situr. þó var Marconifélaginu leyft að koma fyrir loítritunaráhöldum sínum á tveim vitaskipum, er gæta grynning- anna við Nantucket; en þegar til kom, vildi félagið ekki taka þar á móti öðr- um skeytum en þeim, er send voru frá stöðvum, er það átti sjálft, og fyr- ir þá sök afturkalfaði stjórnin leyfi sitt eftir fáa mánuði. Marconifélagið heimtar ótakmarkað- an einkarétt hvar sem það kemst að, og þeim rétti hefir það náð á flota Breta og Itala. |>að hefir algerða ein okun á Ítalíu, en ekki á Englandi. |>að hefir einnig náð einokunarvaldi á fle8tum eimskipalínum, sem fara úm Atlanzhaf, nema hinum þýzku, og hvergi fæst það til að hafa nein mök við önnur loftritunarfélög. Bandaríkjastjórn hefir samið við hin loftritunarfélögin fjögur, og eru áhöld þeirra allra notuð á tilraunastöðvum hennar. Éitt þeirra er The American De Forrest Wireless Telegraph Company. f>að félag hefir flestar stöðvar, og er hið eiua sem hefir áhöld sín á kaupskipum Bandamanna. Mr. De Forrest, sá er uppgötvaði loftritunaraðferð þess félags, hafði mikla loftritunarstöð á sýning- unni í St. Louis í fyrra sumar, og fé- lag hans á nú margar stöðvar víðsveg- ar um land, t. d'. í Denver, St. Louis, Chicago, Cleveland, New York og New Haven, Portland og víðar, og á flestum eimskipum, er fara með strönd- um fram. Annað hérlent félag, sem heitir The National Signal Company, hefir nokkrar af tilraunastöðvum stjórn- arinnar til umráða, og hið þriðja heit ir The Internal Telegraph Construction Company; það félag er einnig amerískt, Fjórða loftritunarfélagið, sem reyndar var hið fyrsta, er gerði samning við stjórnina, er þýzkt, og notar þá loftrit- unaraðferð er Slaby prófessor í Char- lottenburg, og Areo greifi í Berlín, uppgötvuðu fyrir fjórum árum síðan; það félag reyndist bezt af þeim, er gengu undir próf hjá flotastjórninni ár- ið 1903, og fekk þá þegar að koma fyrir áhöldum sínum á herskipum Bandamanna. Síðan hefir það sam- eina8t Braun-félaginu í Berlín, og er nú orðið annað langstærsta loftritunar- félag í heimi. f>að nefnist nú Tele- funken (félagið sem leitaði samninga við alþingi í sumar, jafnhliða Mar- conifélaginu. Ritstj.). Flestar mentaðar þjóðir eiga nú loft- ritunarstöðvar, og keppa hver við aðra að finna eitthvað til umbóta. En flestar eru þær bundnar við eitt félag og eina aðferð, og hafa að því leyti bundnar hendur. Bandaríkin eru eina stórveldið, sem ekki hefir veitt neinu loftritunarfélagi einkaleyfi á sjó eða landi. Frakkar og Englendingar hafa veitt einkaleyfi á sjó, en ekki á landi svo teljandi sé. Loftritastöðvarnar, sem fullgerðar eru í Bandaríkjunum, eru 26 að tölu, en í viðbót við það eru nú 6 í smíð- um og verða þá 32 alls að tölu. Eg gæti ritað upp nöfn á þeim öllum, ef menn vildu og yrðu nokkru nær fyrir það. f>ær eru fleiri til en þetta en eru ekki eins fullkomnar og taka yfir minni vegalsngd, en fjölga áreiðan- lega með ári hverju bæði með járn- brautum og öðrum vegum. f>að er jafnvel á orði, að loftritun verði látin ná norður fyrir Behringssund ; því að alt af er það fast í huga manna, að grafa jarðgöng undir sundið og leggja járnbraut eftir þeim, og tengja saman með henni Asíu og Ameríku. f>að veit enginn maður, hvað ókomni tíminn kann að leiða í ljós. * •:< Grein þessi hefir ísafold verið send ofan úr sveit, af manni, sem fengið hefir hið amer. blað óg íslenzkað hana þaðan. f>etta, sem þar segir um örðukleika að senda loftskeyti um dagtíma, vi rð ist ekki gilda um Marconi-aðferðina — enda talar höf. ekki um haua þar —; þvf reynslan er hér sú, að jafnt komu skeytin hingað til Reykjavíkur meðan albjört var nótt í sumar, eins og síðar. Og allir vita, hvernig fór um kenning- una hér um skaðræði norðurljósanna. Ekki heimtaði Marconifél. heldur neinn einkarétt hér, þótt það kunni að gera það annarstaðar. Ritstj. Nýju stjórnarblöðin. • Einhver SkagfirSingur minnist þeirra svo sem hér segir í Norðurl. nýlega: Nýju (stjórnar)blöðin falla nú þéttara en nokkur skæöadrífa hér yfir bygðina; 50 eintök af Lögrétta munu hafa verið send hér í hreppinn, og lítur því út fyrir að henni sé ætlað að komast »inn á hvert einasta heimili« eins og Kirkjublaðinu sæla. Stórir strangar af N o r ð r a hafa líka verið hér á flækingi. Ekki er laust við að gárungarnir brosi að því, að blöð þessi skul ekki þora annað en að sigla undir fölsku flaggi. Þeir menn, sem að þeim standa, telja sér h'klega sigurinn vafasaman undir merki stjórúarinnar, álíta það miður þokkað hjá almenningi; og er það sjálf- sagt rétt athugað. En eg hygg að þeir komist brátt að raun um, að ennþá verra sé að sigla undir fölsku flaggi en réttu, þótt lítt þokkað sé. Annars kemur tvískinnungurinn og óheilindin glögglega fram í fyrstu núra- erum blaðanna. Lögrétta segir að Hluta- félagið Lögrétta láti tvö blöð hefja göngu sína nú um áramótin, annað á Akureyri, en hitt í Reykjavík, en Norðri segist útgefinn af Hlutafélaginu Norðri og er ekki hægt að sjá annað en að það sé sjálfstætt fólag. Hvort segir sannara? Eða segja þaa bæði ósatt þessi nýju »3annsöglinnar málgögn«. En þó þótti okkur hér vestra taka í hnjótana þegar N o r ð r i kveðst ætla að veita nýjum og hollari straumum inn í blaðamenskuna íslenzku — og fyrir þessum straumveitingum á Jón Stefáns- son — segi og skrifa — Jón Stefánsson, ritstjóri Gjallarhorns, að standa! — Eg minnist þess ekki að eg hafi nokkurn tíma séð nokkurt blað draga svo bitur- lega dár að sjálfu sér. — Blaðið kveðst enn fremur ætla að rökræða málin, en fellir í sömu greininni hinn argasta sleggjudómum andstæðinga stjórnarinnar. En eg get þessa hór til þess að þór sjáið, að þetta hefir ekki dulist oss hór vestra. Við erum svo glöggir, að við þekkjum úlfshárin, er standa í gegnum þelið á gærunni. Einhver Sauðárkróks- búi hefir látið Norðra hlaupa með þau ósannindi, að Sigfús Dagsson hafi viljað fá stauraflutpinginn hjá Trausta Hóla- bónda. Að minsta kosti segir Sigfús að það só tilhæfulaust.----- Mér finst kjarninn í stefnuskrá ykkar stjórnarandstæðinga vera þessi: Sem mest sjálfstæði út á við og sem mest þjóðræði inn á við, og þess vegna fylg- jum við ykkur og erum andhverfir stjórninni, sem okkur finst að hafi brot- ið á móti þessu hvorutveggja. Níð um bændur. þótt eg hafi ekki lagt í vana minn, að rita greinar í blöðin, og sé illa til þess fær, þá vildi eg samt biðja yður, herra ritstjóri, að lána þessum fáu lín- um rúm í blaði yðar. Við bændur höfum og lítinn tíma til ritstarfa; get- um enda varið honum betur á annan hátt. það sem knýr mig til að senda Isa- fold þessar línur, eru hinar svívirði- legu níðgreinar héðan úr sýslu, er hver á fætur annari hafa nú um nokkurn tíma birzt í blöðum stjórnarinnar, um oss bæudur, er rituðum undir ritsíma- áskoranirnar síðastliðið sumar. I greinum þessum er fanð um oss hinum fyrirlitlegustu orðum. Oss er líkt við naut og sauði og annað þess háttar, er teyma má eða reka út í ’nvaða fen og forað, er vera skal. Níðgreinar þessar hafa flestar verið nafnlausar. Höfundunum hefir eflaust verið full- Ijóst, að þessar ritsmíðar mundu afla þeim lítils vegs eða vinsælda hér í sýslu. Fyrst birtir stjórnarblaðið þjóðólfur n/ðgrein er undir stendur: »Nokkrir Skagfirðingar«. Grein þessi skýrir frá, að undir- skriftasmalar hafi þeyst fram og aftur um alt héraðið, flekað bændur til að skrifa undir og beitt þá hinum mestu blekkingum. Eg var einn þeirra bænda, er undir skrifuðu, og gerði eg það með fullri sannfæringu og í þeirri fullu vissu, að eg ynni þarft verk og stuðlaði að því, að skaðræðismál fyrir land og lýð næði ekki fram að ganga. Mál þetta var búið að ræða all ítar- lega í blöðunum og sækja og verja frá báðum hliðum. Engum meðalgreindum manni gat því verið ofætlun, að hafa gert sér mál þetta svo Ijóst, að hann vissi vel, á hverja sveifina leggjast skyldi, og hvora bæri að styðja. Flestum hugsandi mönnum mun hafa litist betur á Marconi-tilboðið, ekki svo mjög vegna þess. að þeim virtist það svo miklum mun ódýrara í bráð- ina, heldur hins, sem að líkindum er engum vafa bundið, að loftritun nær innan skamms þeirri fullkomnun, að hún taki ritsíma langt fram. Loftritinn er nýmæli til þess að gera, en hefir þó á skömmum t/ma náð þeirri fullkomnud, að hann má telja fult eins áreiðanlegan og ritsíma. það er mjög sennilegt, að ínnan skamms takist að gera loftritunarvél- arnar bæði einfaldar og ódýrar, en jafnframt fullkomnar og óskeikular. Svo hefir jafnan farið um allar slík- ar nýjungar, og mætti nefna ótal dæmi. Slíkar vélar hafa tekið sífeldum um- bótum, en jafnframt lækkað í verði, og svo mun hér reynast. það er ekkert líklegra en að áhöld þessi verði með tímanum bæði hand- hæg og ódýr. það er ekki óhugsandi, að hver maður geti átt þau og notað á heimilum sínum, er stundir líða fram. Allir sáu og, að samningur ráðgjaf- ans við Ritsímafélagið norræna var óhafandi. Slitni s/minn, er félagið ekki skylt að gera við hann fyr en að 4 mánuðum liðnum. Ekkert er því líklegra, en að vér verðum sambands- lausir við umheiminn meiri hluta árs, og það jafnvel þegar verst gegnir. þetta var það, sem réð undirskrift minni, og þetta mun hafa ráðið undir- skriftum flestra. Vér íslendingar erum of fátækir til þess, að kasta út mörgum hundruðum þúsunda fyrir það, sem telja má víst að fáist fyrir lítið síðar, og selja sig um laugan aldur útlenduru auðkýf ingum. Ennfremur töldum vér það skaðræði, að láta ráðgjafa vorum haldast uppi átölulaust, að gera bindandi samninga fyrir landið í þeim málum, er hann vantaði heimild til frá þinginu. Sjálfur ráðgjafinn hefir kannast við, að hann hafi vantað þessa heimild þingsins til að gera samninginn, og er þv/ gagnslaust fyrir stjórnarblöðin, að reyna að klóra yfir þetta. Er nú rétt, að kalla oss bændur naut og sauði og asna, þótt vér reyn- um að verja rétt vorn og sjálfstæði. Vér værum orðnir miklir ættlerar, ef vér tækjnm því öllu þegjandi, sem að oss er rétt, og horfðum á það að- gjörðalausir, að réttur vor væri fótum troðinn. Stór naeiri hluti skagfirzkra bænda mun hafa ritað undir áskoranirnar, og ætti þeim því að liggja í litlu rúmí fúkyrði þessara fáu Skagfirðinga, allra helzt ef þeir skyldu ekki vera fleiri en fjórir, og það héraðskunnir stjórnar- dilkar, sem enginn tekur framar mark á, nema þeirra nauðafáu fylgifiskar. Nokkru eftir þjóðólfs-greinina »slagar« Sigtryggur bóndi í Dölum fram á rit- völlinn í Horninu eyfirzka, og lætur all- ólmlega; eys hann oss undirskrifta- menn hrakyrðum, telur oss hafa verið teymda á asna-eyrum og velur oss mörg háðuleg orð. Grein Tryggva þessa er raunar ekki svaraverð. Hún sýnir það eitt, að hann hefií ekkert skyn borið á það mál, er hann ritaði um. Hann segir t. d.: »að nefndarálit minni hlutans hafi verið sent á hvert heimili í Dölum, en nefndarálit meiri hlutans hafi þeir ekki séð«. Nefndarálit meiri og minni hlutans voru heft saman, eins og allir vita, og hafa því borist bæði eða hvorugt Dala- mönnum. það er því ekki annað sennilegr® en að Tryggvi hafi í hvorugt litið, og er þá ekki að furða, þótt hann riti um mál þetta af engu viti og mikifli fákænsku. Öll grein Tryggva er því eintómur þvættingur, enda ber hún það sjálf með sér, að hégómagirnin ein hefir rekið hann út á ritvöllinn. Hann lætur þess getið í upphafi grein- ar sinnar, »að hann hafi lengi langað til að sjá nafnið sitt á prenti, í ein- hverju blaði, helzt stjórnarblaði«. þetta heitir á góðri íslenzku höfð' ingjasleikjuskapur, Tryggvi sæll! Hvert það blað, er ber hag fóstur- jarðarinnar fyrir brjósti, var fullboð- Iegt ritsmíðum þínum, þótt betur hefðtí verið úr garði búnar en þessi greío þín. Eitt góðskáld vort segir, að íslend' ingar hafi aldrei verið »konungsþrsel' ar«, en þetta á ekki við þig, Tryggv* minn. Eg sé ekki betur en að þú sérti rammasti stjórnarþræll, og tel eg þ'f? slæman leiðtoga fyrir Dalamenn, þvf eg ímynda mér, að þú sért sá eini þ®r um slóðir, er ann stjórnarflokknutO meira en fósturjörðunni, og fáir hugá® eg, að vilji gerast þar taglhnýting»f þínir. þú hefðir annars átt að spara þ^r þessar skriftir, því þær hafa orðið þ^r til heldur mikillar minkunar. Hingað til hefir þú kunnað að þegj9' og »sá er enginn all-heimskur er þegj9 kann«; en nú hefir þú birt á pren** hyldýpi fávizku þinnar og framhleypo’' En hefirðu ekki nóg vit til að sj^' að athæfi þitt er ósæmilegt? þú hefir ráðist á meiri hluta sté& arbræðra þinna og samsýslunga fyr,j það eitt, að þeir hafa borið einurð að andæfa máli, er stjórnin vil“ lemja fram gegn vilja þeirra. Hvenær hafa þeir ráðist á þig fyr‘ I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.