Ísafold - 24.03.1906, Side 4

Ísafold - 24.03.1906, Side 4
72 ISAFOLD pr ALFA LAVAL er langbezta og algengasta skilvinda í heiini. hér á víkinai, hinn sami, maður sem bjargaði skipshöfn hér 5. apríl 1904. Hann var beðinn að líta eftir skipunum- sem vantaði. Hann varð fúslega við þeim tilmælum. Tveir ísl. menn voru sendir með honum, annar sem túlkur. Hér langt suður með landi mætti hann skipinu Fálka, form. Magnús þórðarson í Sjólyst, nær hlöðnu af fiski og klaka, og bauð aðstoð sína, sem var þegin. Var svo festi látin í skipið. Skipstjóri hafði viljað taka nokkuð af fiskinum upp á þilfar, þar sem honum mun hafa virzt ísl. skipið of þungað, en hinir héldu að öllu væri óhætt; var skipið því ekki létt. Var svo haldið með hægri ferð heim með, og fór alt vel í fvrstu; en svo kcmu 3 stórar vindkvikur, sem allar óðu yfir skipið, og sökk það þá og hvolfdi. Tókst Englendingum með dugnaði að bjarga 6 mönnum, sem héngu á festinni, 3 af kjöl en einum af siglutrjánum, alls 10, en 4 druknuðu. þeir sem druknuðu, voru H ö g n i Arnas. frá Görðum í Mýrd. í s 1 e i f- ur Jónssonfrá Skálholti, efnismenn um tvítugt, Ólafur Helgason frá Norðfirði eystra á fertugsaldri, og S i g - urður Sigurðsson lausamaður frá Túni hér i eyju á fimtugsaldri. Englendingar hjúkruðu mönnunum, sem þeir höfðu bjargað, eftir beztu föngum, og skipstjóri hafði tekið sér þetta sorglega slys mjög nærri, og sagt að hann skyldi eigi framar draga skip á eftir sér, nema að fólkið færi fyrst upp á þilfar. Annar botnvörpungur fann íelenzka skipið daginn eftir, og kom með það að morgni þess 14. lítið skemt. Auð- vitaO voru lóðir, segl, árar og flest lauslegt tínt úr því. Illir andar? Til marks um, hve i 11 i r andar það eru eða ó h r e i n i r , sem hér tala við menn um þessar mundir fyrir munn miðla þeirra, tveggja unglinga, er Tilraunafélagið notar aðallega, og tjá sig vera hin og þessi andans mikil- menDÍ, þjóðkunn eða heimsfræg meðan hér í heimi höfðust við, — skulum vér nefna þessi spakmæli frá þeirri ósýnilegri, skynsemi gæddri veru, er talar í nafni Jónasar Hallgrímssonar — Fjallkonan getur um þau í gær: Munið eftir, að kærleikur og sannleikur eru bræður. Ef sann- leikurinn vinnur ekki alt af g I æ s i- 1 e g a n sigur, þá er það af því, að hann hefir borið spjót á kærleikann. Ef þið eigið sannleikann, þá hafið þið beitt sverð; en ef þið eigið (líka) kærleikann, þá er sverðið tvíeggjað. J. H. mintist einu sinni í sömu sam- ræðunni á hrokann: Hvað mennirnir, aðrar eins vesaldar- skepnur, sem sumir þeirra eru, g e t a verið hrokafullir! — Nei, við erum engin börn, sagði einn í gærkveldi. Og svo minnist hann (J. H.) á Björn Gunnlaugsson, »spekinginn með barns- hjartað*; segir hann hafi beðið sig, þegar þeir hittust hinum megin, að sýna sér gullin sín, — eins og barn. Og þó var hann ekki bam á jarð- neskan mælikvarða, bætir J. H. við. Hann segist hafa sýnt honum öll gull- in sin. Síðdegismessa á morgnn i dómkirk- junni kl. ö (B. H.). Fórn Abrahams. (Frh ). Viljið þér að eg segi yður dálitla sögu úr ófriðinum þeim arna? það var maður, sem hugsaði eins og þér: Guð gæfi, að höndin á mér snerti aldrei við vopni! Eefsidómur drott- ins kom niður á landinu hans. En hann hafði sig á brott og fól eig ásamt konu sinni ungri til að losna við ófrið- inn. En hann vissi ekki, hvað ófriður er, heimskinginn. Hver getur svo sem hjá honum komist, haldið þér? Einhvern dag kemur fjandmanna- sveit að bænum, þar sem hann bjó, því það bygðarlag hafði verið lýst í ófriðaruppnámi. þeir voru lémagna og þreyttir, og hirtu það, sem hönd á festi að öllum fornspurðum. Mennirn- ir, sem rænt var frá, mæltu í móti. þetta er laust við okkur, sögðu þeir; látið 088 halda því, sem vér eigum. Pyrir sveitinni réð piltungur, sem var ekki vaxin grön, og hann skelli- hló að þeim, sem báru sig upp undan þessum aðförum. Vitið þér, að ófriður er í landi? spyr hann, og lætur leggja eld í nokkra bæi, þá sem hann bar fyrst að, til að sýna, hvað hann ætti undir sér. Okkur er kalt, sagði hann; og þetta er nú hernaður. Svona er hann. Hannsvo sem skeytti því ekki miklu, hverir heima áttu í þessum bæjum( sem brent var. Hann var svo sem ekki að hugsa um það. Hann var skyldurækinn, sem kallað er, og vildi gera rækilega það sem yfirmenn hans höfðu skipað, en þeir þektu ekki hót til þess, hvaða fólk var þar fyrir, frem- ur en hann. — De Wies var ekki stirt um mál, er hann .tók tií að ræða um það, er hon- um bjó ríkast í skapi. Eldur brann úr augunum, og hann talaði orðin af þeim hamslausum ákafa, er örvæntingin kveikir. En það voru þó ekki orðin sjálf, heldur tryllÍDgslegt látæðið og nístandi rómur, er gerði þum svo bilt, er heyrðu, að þeir einblíndu á hann eins og seiðtryldir. Maðurinn, sem eg mintist á, bjó á einum bænum. Hann ávarpaði pilt- ungann, sem grimmileg örlög höfðu fengið vald á lífi manna og dauða og skildi ekki, hvað það þýddi. Maður- inn bað á þessa leið: Hlífið bænum mínum, herra minn. þar liggur kona, sem hefir nýtekíð jóðsótt. Fpæsölu gegnir eins og að undanförnu liagnheiður Jensdóttir, Lanfásveg 13. Húsnæði til leigu frá 14. ma!, 4 her- bergi og eldhús. Afgreiðslan visar á. Herbergi með forstofuinDgangi er til leigu 14. maí. Ritstj. visar á. Kjólasaum tek eg undirrituð að mér nú þegar. Ragnh. Clausen Jónsson Laugaveg 1. II fl *f eg dvel erlendis, veitir IVIeOan hr- Loftur Loftsson verzlun minni á Akra- nesi forstöðu. Vilhjálmur Þorvaldsson. Sniðaog uppdráttapappír (transparent), 5 kvartil á breidd, fæst f toókverzlun ísafoldarprsm. Ýmsar iiauðsynjavörur til daglegra heimilisþarfa er bezt að kaupa í Aðalstræti 10. Ætíð bezt kaupáskófatnaðí Aðalstræti 10. Fínt brauð margar tegundir í verzlun Matth. Matthíassonar. I Lækjargöt i 10. fást all skonar grjótverkfæri, t. d. járn- karlar, spisshamrar, setthamrar, klöpp ur og sleggjur o. s. frv. Ennfremur jarðyrkjuverkfæri, t. d. kvíslar, ofauaf- ristuspaðar, og skóflur o. fl; ennfrem- ur allskonar smíðajárn. Alt þetta selst mjög ódýrt. Þorsteinn Tómasson. [f andi íhorðinu? J4! Er ódýrastur og beztur nærfatn- aður í verzlun Kristínar Jónsdóttur? 3 högg. margar tegundir í verzlun Mattli. Matthíassonar. Biðið lítið við! þangað til búið er að taka upp nýju vörurnar, sem streyma nú sem óðast í verzl. Jóns þórðarsonar og valdar hafa verið í Glasgow, Manchester Berlin og Hamborg. Vörurnar verða til sýnis og sölu svo fljótt, sem mögulegt er. Oít cr það i koti karls, sem kongs er ekki i ranni. Svo má segja um verzlunina í Veltu- sundi 1. þar fæst margt það, sem óvíða fæst annarstaðar; t. d. hlífar- föt handa kvenfólki við fiskverkun, þvott og í ferðalög. Kristíu Jónsdóttir. Ágætt Margarine í 1 punds stykkjum í verzlun Matth. Matthíassonar. AÐALFUNDUR klæðaverksmiðjunnar IÐUNNAR verður haidinn í Iðnaðarmannahúsinu, mið- vikudaginn h. 25. apríl þ. á., kl. 8 siðdegis. Á fundinum verða tekin fyrir þessi mál: 1. Skýrt frá hag félagsins og framkvæmd- um á hinu liðna ári. 2. Endurskoðaður reikningur fyrir hið um- liðna ár, með athugasemdum endurskoð- enda, verður lagður fram til urskurð- unar. 3. Kosnír 3 menn i stjórn félagsins og I til vara. 4. Kosnir 2 menn til að endurskoða reikn- inginn fyrir hið yfirstandandi ár. 5. Umræður um önnur mál, sem upp kunna að verða borin á fundinum. Reykjavik, 22. marz 1906. Jön Magnússon. C. Zimsen. Ólafur Ólafsson. BANN! Hór með er öllum bannað að taka neyzluvatn úr brunninum hjá Litla- Seli fyrst um sinn eða þar til búið et að hreinsa og gera við hann. Heilbrigðisnefnd Rvíkur 22. marz 1906. Páll Einarsson settur. Nýsilfurbúin svipa fundin á Skólavörðuholti. Vitja má á Skóla- vörðustíg 40. Lagermans þvottaduít er ágætt til þvotta. |>að er haft eitfc sér; þarfnast hvorki sápu nó sóda. f>að sparar vinnu og ver þvottinn sliti. Hvorki er í því klór né önnur etandi efni. f>að fæst hjá kaupmönnum hór í bænum. SölubÚð til leigu á Hverfisgötu 6. Uni svipi lifandi manna og fjarskynjan heldur Guðm. Finnbogason fyrirlestur f IðnaðarmannahúsinU. sunnudag 25. marz kl. 5 e. m. Aðgöngumiðar á 50 aura fást í Iðu- aðarmannahúsinu sunnudag kl. 10^ 12 og 2—5 og við innganginn. JVýkomið í verzlun Björns Kristjánssoiiar mapgbreyttar birgðir af vefnaðarvörum, sem nú er verið að taka upp og verðft til sýnis næstu dagana, svo sem: Sjöl, alls konar, stór og smá, mikið úrval, Silkitau, svört og mislit, K,jólatau, Svuntutau, Tvisttau, Flonellett, Barnahúfur, Kvenhelti, Kventöskur o. m. m. fl. Með næstu skipum kemur eni* meira úrval. f>rátt fyrir mikla verðhækkun Á vefnaðarvörum erlendis, hefir mér hepU' ast að komast að svo góðum kjöruD3> að eg get selt vörurnar með sana» verði og síðastliðið ár. Nákvæm verðskrá kemur 6* innau skamms og sendist þeim 0Í þess æskja. Virðingarfylat Björn Kristjánssoft' Hver sá er borða vill gott Margarine fær það bezt hjá Guðm. Olsen. Ostur aftur kominu í verzlun Mattli. Matthlassona^, Ritstjóri Björn Jónsson. Isafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.