Ísafold - 18.04.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.04.1906, Blaðsíða 2
Landstjora-fyrirkomulagið ii (Siðari kttfli). Tveimur mótbárum mun enn sem fyr verða veifað gegn landstjórafyrir- komulaginu. Onnur er kostnaðurinn; en hin trygg- ingarkröfur þær, er Danir muni gera um sérmálastjórniua íslenzku, afskifti þeirra af því, að hún renni eigi afskeiðis, sem kallað er. Kostnaðargrýlan er ekki ægileg, ef vér erum ekki þeim rangindum beittir, að láta 08s kosta sjálfan landstjórann. Hann yrði beiut fulltrúi Dana, eða Danakonungs sérstaklega, eini sam- bandsliðurinn hér í sérmálunum; — hin látum vér oss ekki koma við. Yrði landstjórinn einhver maður af sjálfri konungsættinni t. d., kæmi launakostnaðurinn alls eigi til greina. Hann hefði sinn lögákveðna lífeyri úr ríkissjóði jafnt hvort sem hann eyddi honum að öllu heima í Danmörku ofur iðjulítill, eða hér á landi meiri hluta árs við nytsemdarstarf. Allra undirgefnustu Dana dilkar ís- lenzkir eða hálfísienzkir mundu að vísu líklegast fá aðsvif, ef þeir heyrðu talað um aðra eins býsn og að konungborið fólk settist að hér í fiski- verinu Eeykjavík, þótt höfuðstaður sé kallað, — höfuðstaður skrælingja- lands í þeirra augum. Bn aldanskir stjórnmáiamenu meiri háttar hafa talað um það svo sem alls enga fjarstæðu, — Blegið því beinlínis fram í fullri alvöru. Með almennilegum gufuskipsferðum milli landa og tryggilegu hraðskeyta- sambandi þyrfti dvölin hér ekki að vera nein útlegð. Enda mundi eng- inn fást um það, þótt konungborinn landstjóri og hans fólk Iétti sér upp og sæti jafnvel hinum megin við poll- inn að jafnaði um háveturinn, ef því svo sýndist og það þreifaði ekki á því von bráðara, að hér er þrásinnis ekki stórum óvistlegra að loftslagi til á vetrum en t. d. í KhöÍD. fað er a n n a ð , sem gerir vistina hér miður fýsilega mörgum þeim, er skárra hafa vanist. Miklu hirðlífis-bégómatildri þarf ekki að kvíða af hálfu danskra kon- ungsættingja. Látleysi og ljúfmensku munu þeir allir hafaaf sínum nýlegaliðna yfirlætislausa ættarjöfur. — |>að er kunnugra manna mál, að mjög hafi það dregió Norðmenn til að kjósa heldur yfir sig Karl Danaprinz með konungs- nafni en að leggja út í þjóðveldisstofn- unarbaráttu, að þar þóttust þeir eiga víst að fá yfir sig mann, sem varla greindi annað frá ótignum ríkisforseta embættisheitið. En gerum ráð fyrir þvf, sem sjálf- sagt er öllu líklegra fyrst um sinn að minsta kosti, að landstjórinn yrði ótig- inn, danskur maður, Er þá víst, að hann þyrfti að verða svo ákaflega launadýr, hvorir sem kostuðu hann, hvort heldur vér eða Danir? Eftir- laun mundu að minsta kosti alls ekki koma til greina, yrði hafður hinn sjálf- sagði siður, að halda eigi slíkum manni í embætti nema fáein ár í senn. fæirri tilhögun fylgja svo miklir kostir og auðsæir, að annað væri ekki takandi í mál, þótt ekki hefðum vér fyrir oss reynslu hinnar lang-stjórnhygnustu þjóðar í heimi, Englendinga. — Hún er jafnmikilsverð fyrir það, þótt upp- runinn sé samfylgd landstjóranna við ráðuneytið í heimaríkinu. Eáðgjafakostnaðurinn, sem einn ætti á oss að lenda, mundi verða heldur minni en meiri en nú kosta embætti ráðgjafa og landritara. f>eir yrðu 3 í mestalagi, ráðgjafarnir, er Iandstjórinn hefði sér við hönd, með ábyrgð fyrir alþÍDgi. Með 5—6 þús. kr. launum mundu þeir ekki kosta eins mikið og nú fer til fyrnefndra embætta tveggja, er að sjálfsögðu hyrfu úr sögunni, að meðtöldum hinum ósmáa ferðakostnaði ráðgjafans nú milli Eeykjavíkur og Kaupmannahafnar. Hvað á fátæk bændaþjóð að gera með gulli glæsta og dýrindis krásum úttroðna þjónustumenn, hvort heldur er í æðri embættum eða lægri? Sómasamlegt viðurlífi og aðbúnaður — það á að vera mælikvarðinn. f>á fyrst rífara, er efnin vaxa svo, að önnur arðmeiri störf bjóðast hæfustu mönnum þjóðarinnar og draga þá frá vandasömustu alþjóðlegum störfum. En ef Danir fást ekki til að kosta landsstjórann. Ef þeir segjast hafa nóga byrði af oss undir, og nefna þar til ríkis8jóðstillagið, strandvarnirnar og háskólastyrkinn. — Hverju á þá að svara? f>ví, sem satt er, a ð »tillagið« sem þeir svo kalla, er ekki annað en mjög lágir vextir af landsins fé, sem dregið var á Bi'num tíma í ríkissjóð ólöglega eða þá fyrir rangláta tímanna rás; a ð strandvarnirnar séu aðallega nauðsyn- leg hertamning, sem ekkert mundi við átt, ef ríkið þyrfti ekki að halda við herskípaflota hvort sem er, enda ekki borið við af Euglendingum t. d. að telja eftir, þótt þeir hafi jafnvel stór- ar flotadeildir á sinn kostnað á vakki við strendur á fjarlægum lýðlendum þeirra; og loks, að háskólastyrkurinn sé ekki annað en mörg hundruð ára gömul dánargjöf, sem kemur ríkissjóði ekkert við, en Dönum sé þó vel kom- ið að kippa af oss ef þá fýsir — vér mundum hafa meira gott af því en ílt, er öllu væri á botninn hvolft: kynn- ast betur fleiri þjóða siðum og auðg- ast þar að fjölbreytilegri menning. f>etta var nú um eftirtölurnar. En svo kemur sjálft launa-atriðið. þegar því skal svara, verður að leggja á vogarskálar hlunnindin að sam- bandinu við Dani yfirleitt annars vegar, en hins vegar þá miklu kosti, sem þjóðinni mun skiljast æ betur og betur að mæla með fullum skilnaði við þá. III. Kunnugra er það en frá þurfi að segja, að það sem fundið var að Kan- adafyrirkomulaginu svo nefndu, þegar það var hér á dagskrá fyrir hálfum mannsaldri, »miðlunin« svo nefnd, var afturköllunarréttur sá á lögum frá lýð- lenduþÍDginu með land stjórastaðfest- ingu, sem heimaríkisstjórnin brezka hefir á 1 árs fresti. Mundu nú Danir vilja halda faBt í þann afturköllunarrétt? f>ví er ekki vel hægt að svara að svo stöddu. Vér vitum það, að danskir stjórn- fræðingar hafa svarað svo þessari spurn- ingu fyrir fám mánuðum, að þeir þyrftu að hugsa sig um það mál. Sér f y n d i s t í svip enga brýna nauðsyn til þess bera, en vildu ekki á því byggja fullnaðarsvar. Sumir stjórnfróðir menn fullyrða, að ekki mundu Bretar heimta slíkan rétt nú í lög tekinn, ef þeir ættu að sníða lýðlendum sínum stjórnarskrár um þessar mundir. f>eir fullyrða, að langt sé síðan er alríkisstjórnin hafi notað þann rótt, og mundi henni á sama standa nú orðið, þótt hann væri alls ekki í lögum, — lögum um sér- málastjórn lýðlendnanna. f>eirra lag er, Breta, að lofa lýðlendunum að lifa og láta eins og þær væru þjóðveldi, undir verndarskjóli alríkisins. f> e s s v e g n a unna þær heimaríkinu svo sem þær hafa meðal annars sýnt í Búaófrið- inum, er þær sendu sumar Euglend- ingum ótilkvaddar liðsauka heiman frá sér og á sinn kostnað. f>að mundi líklega hafa minna brytt á limafallssýki í danska ríkinu fyr og síðar, ef Danir hefðu átt slíka stjórn vitrÍDga sem Bretar, og þjóðin danska haft til að bera annan eins sjálfstjórn- arþroska eins og andbýlingarnir hinu- megin Vesturhafs, er Danir svo kalla. Sannleikurinn er sá, að þótt Bretar hafi áminstan afturköllunarrétt á papp- írnum, hafi hann í orði, þá láta þeir sér á b o r ð i lynda eftirlit það, er þeirra maður, landstjórinn yfir lýðlend unum (Kanada), hefir með löggjöf og landstjórn þar. Hví gætu þá ekki Danir gert sér sama að góðu? Mundi það vera nein óskapleg áhætta, með almennilegum millilanda-samgöngum, þar á meðal einkum Dýtilegu hraðskeytasambandi. ? f>etta þyrftu minnihlutamenn að láta berast í tal, ef þeir færu til Danmörku í sumar, eða þeir sem það kynnu að gera, hvort sem það væri í sambandi við átveizlurnar fyrirhuguðu eða ekki. f>ar er sem sé alls ekkert samband í milli í raun réttri. Með öðrum orðum: jafnmikil ástæða til að finnast að máli um þá hluti, þótt aldrei hefði komið neitt þÍDgmannaheimboð. Briend tíöindi. i. M arconi- loítskey ti 17. apríl. Toppurinn á Vesúvíus hefir lækkað um 600 fet. Hermenn og slökkviliðsmenn eru önnum kafnir að grafa upp hús, sem sokkin eru í vikri. — Nýtt gos úr Vesúvíus á Bunnudag- inn, með miklu öskufalli og sandrign- ingu. f>ýzki sendiherrann í Washington leiddi fram fyrir Eoosevelt for- seta 50 gamla þýzka hermenn (úr borgarastyrjöldinni). Forseti mælti: Betri kynbót hefir Bandaríkjamönnum hvergi áskotnast en af þýzkum stofni, og það þarf að vera höfuðmarkmið stjórnvitringa að tengja þau lönd tvö fastara saman. Stálgróðafélagið í Bandaríkjum hefir hlotið pöntun frá Japan fyrir 50,000 smálestum af stálsmíði í járnbrautar- brýr í Kóreuríki. Mark Twain mælti fyrir minni Maxim Gorky í veizlu í New York og kvað svo að orði: Bandameun mundu taka ljúft í málaleitun til þeirra til stuðnings stjórnfrelsi á Eúss- landi. Brúðkaup A1 f o n s konungs og Enu prinzessu á að halda í Madríd 1. júní. H i t i óvenjumikill f Dover á Eng- landi á fimtudaginn (skírdag), og urðu 30 liðsmenn á hermannagöngu mátt- þrota, en 2 létust. f>ýzkalandskeisari símreit utanrikisráðgjafanum í Austurríki og þakkaði honum fyrir orðafulltingi það, er Austurríki hefði veitt f>ýzkalandi á Marokkófundinum. f>ér megið reiða yður á, bætti hann við, að eg skal gera yður líkan greiða, ef líkt stendur á. Nýr landskjálfti í eynni For- mósu á páskadaginn og er haldið að eignatjón og manntjón hafi orðið meira heldur en í landskjálftunum í marz- mánuði, en þá létust menn svo hundr- uðum skifti. Eoosevelt forseti lagði hyrningarstein undir nýjar sambandsþíngsskrifsrofur í Washington og sagði þá, að svo mundi fara áður lyki, að nauðsyn bæri til að lögleiða hátt erfðafjárgjald á auð, er vaxið hefði fram úr því, sem holt væri, til þess að einstaklingar fengi ekki nema tiltekna fjárhæð að erfðum. f>að bar til í Springfield í Missourir að skríll tók tvo svertingja, er sakað- ir voru um að hafa ráðist á hvítan kvenmann, og hengdi þá án dóms og laga í frelsislíkneskið yfir dómhúsinu; brendi síðan líkin. II. Eitt stórskáldið norska, Alexander L. K i e 11 a n d, er dáið, — varð bráð- kvaddur 6. þ. mán., 57 ára að aldri.- Hann var amtmaður í Eaumsdalsamti 8Íðustu árin nokkur, sem bann lifði. Dáinn er og Johannes S t e e n, fyrr- um yfirráðgjafi hjá Norðmönnum, einn meðal þeirra nafnkendustu stjórnskör- unga. Hann hafði átta um sjötugt. Framfaramenn og frelsis höfðu góð- an sigur í bæjarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn seint í f. mán. f>eim fylgdu rúmar 20 þús. kjósenda þar, en andstæðmgum þeirra (hægrimönn- um og stjórnarliðum) rúm 16 þús. f>ingi D a n a (ríkisþinginu) var slitið 6. þ. mán., við lítinn orðstír. f>ess helzta afrek var launabækkun handa fyrirliðum í hernum og lög um endur- reisu Kristjánsborgar, með ómyndar- sniði, þykir flestum nema konung3- dekrurum. Stórmálin um aukinn kosD- ingarétt, nýja dómaskipun m. fl. eru í salti. Kosningar til íólksþingsinS eiga fram að fara í júnímánuði. Búist við hrakförum þá fyrir stjórnina og hennar menn. f>eir klyktu út þing- lausnardaginn með fáheyrðu forseta- gjörræði, er nær þriðjuDgur þingdeild- arinnar mótmælti mjög harðlega. Friðrik koDungur VIII. hefir míst 4. þ. m. elztu dóttur sína, Lovísn prinzessu, eftir 3—4 mánaða banalegti- Hún var gift þýzkum fursta, Friðrik af Schaumburg-Lippe, valdalausum þó, en riddarahersi í her AustUrríkiskeis- ara. f>au voru 10 ár í hjónabandi og eignuðust 3 börn. Lovísa prinzessa varð 31 árs. Hún hafði verið mesta valkvendi, og var fríðleikskona mikil- Hákon Noregskonungur á að krýn- ast á Jónsmessu í sumar í Niðaróss- dómkirkju. Stórþingið veicti 6. þ. m- 100,000 kr. í þann kostnað (með 66 atkv. gegn 47). Landshöfðinginn í Twer á Eússlandb er myrtur var 7. þ. m. með spreng*' kúlu (sbr. Marconiloftskeyti í síðasta bl.), hét Sleptsov. Hann ók í vagö’ og varð ekillinn sár til ólífis. Vegand- inn var höndlaður, ungur maður, Bugalshev, frá Saratov. Wekerle heitir ráðuneytisforsetinö nýi í Ungverjalandi. Eáðaneytið sanJ' steypa úr ýmsum flokkum. Einn 1 því er Franz Kossuth, sonur frelsi0' hetjunnar L. Kossuth. Vestmanneyjum 12. april: Fátt rétta. — Meðalklutur hér um 250 af þorsk’ >g 130—140 af ýsu. Gæftir afleitar °( íðin mjög vond. Hér varð i fyrra dag eldur laus í kra“íö 'erðahúsi Edvards Frederiksen. Með m1* im mannsöfnuði tókst loks að slökkr® lúsið skemdist töluvert og ofninn spr»k ' Æenn kenna þetta illum frágangi á ofni ð® eykháf.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.