Ísafold - 09.05.1906, Blaðsíða 2
114
í S A F O L D
Erlend tíðindi.
Marconiloftak. 8. maí.
Eássneskur maður beið bana í París
fyrir það, að tundurkála sprakk af
slysi í vasa haus. Lögregia kannaði
híbýli Eássa og höndum tók ýmsa
óstjórnarliða.
Falliéres forseti hélt .Tátvarði kon-
ungi vei:du í aðseturshöll sinni (Elysée)
og mæltu þeir mjög hjartanlega hvor
fyrir hins minni.
Clemenceau ráðgjafi sagði svo frá í
ræðu, er hann flutti í Lyons, að fund-
ist hefðu skjöl, er sönnuðu, að Orleans-
konungssinnar hefðu haft í ráði fjand-
samleg læti í móti þjóðveldisstjórn-
inni verkmannadaginn (1. maí).
Vilhjálmur keisari heimsótti Biilow
fursta afmælisdag hans (3. mai). Biilow
er dó við beztu heilsu.
þýzki sendiherranD í Lundánum
hefir látíð Grey utanríkisráðgjafa vita,
að Tyrkjasoldán geti ekki treyst nein-
um stuðning frá þýzkalandi, ef í milli
beri víð Breta.
Stjórnin í Kína hefir neitað Banda-
ríkjamönnum að hafa konsála í Mand-
sjáriu með öðru móti en að land það,
er þeír hafa undir hendi, sé kínversk
eign eftir sem áður. j?að er kaliað,
að þetta viti á endalok þess, að át-
lendingar megi eiga land í Kína.
Eoosevelt forseti hefir lagt til f boð-
skap til sambandsþingsins, að það votti
þakkir fyrir hjálp þá, er boðin hefir
verið át af slysinu í San-Francisco.
|>að hefir komið fram, er opnaðir
voru peningaskápar og peningakjallarar
í San-Francisco eftir brunann, að ekki
hefir varðveizt þar nema sem svarar
60 af hundraði í þeim mörgum.
Bretastjórn hefir ritað Tyrkjasoldán
skeyti, þar sem honum eru sama sem
settir tveir kostir: að vera á brott með
alla hermenn ár egipzkri landareign á
10 daga fresti eða sæta hernaði. Her-
skipafloti Breta lagður á stað frá Malta
til Piræus.
Eoosevelt forseti segir svo í ávarpi
til sambandsþingsins, að rannsóknir
hafi gert það bert, að Standard-olíu-
fólagið hafi grætt feiknin öll á ólögleg-
um leynibrellum, og að sykur gróða-
samlagið og önnur stórgróðafélög hafi
gert sig sek í hinu sama. Verið að
hugsa um að lögsækja þau.
Mannflutningaskipið Deutschland
hefir komist í. (loft) skeytasamband við
Cape Cod (í Massachusett) í 2200
enskra mílna fjarlægð, og er það ein
hin mesta fjarlægð sem dæmi eru til
um þá loftskeytastöð.
Hér um bil 14 amerískum ábyrgðar-
félögum liggur við gjaldþroti fyrir slysið
í San-Francisco.
Mikil ókyrð í Stromboli. Kalabríu-
báar eru hræddir um landskjálfta.
Vinnuteppu beitt við 77,000 verka-
menn í París, af því þeir hafa farið
fram á að þurfa ekki að vinna nema
8 stundir á dag.
Járnbrautarslys í Cloven Creek í
Pennsylvaníu. Tíu menn biðu bana;
um 20 meiddust.
Bandaríkjaherskipið Ehodbs-Island
hefir lent á grynningum í Chesapeake-
flóa. Tilraunir að koma því á flot aftur
hafa orðið árangurslausar.
Við umræður um flotamálafjárveiting
í fulltráaþinginu í Washington kom
fram breytingartillaga um að smiða ekki
fyrirhugað höfuðorustuskip fyrir 10 milj.
dollara rneðan verið væri að skera ár
því á friðarfundinum í Haag, hvort
draga ætti ár herbánaði eða ekki.
Enn heldur áfram feiknamikill gull -
flutningur frá Énglandi til Amerlku.
Cunardlínugufuskipin ein hafa tekið
nær 4 milj. pd. sterl. á 3 vikum, og
íór það mestalt í brunabætur frá Eng-
landi eftir San Francisco-brunann.
Frakkastjórn og Eássa ræður Tyrk-
jum til að ganga að krötum Breta.
Auðnuleiðin fyrir fésýslumenn.
Ræðuágrip eftir Andrew Carnegie.
Verið ekki lítilþægir í því sem þér
ætlið fyrir yður. Eg gef ekki 5 aura
fyrir þann pilt, sem hugsar sér ekki
að verða mikill maður. þá átt að
vera konungur í hugsjónum þínum.
Strengdu þess heit við sjálfan þig, að
hafa þig áfram. Láttu ekkert annað
veraldlegt heit glepja þig, nema ef þá
hefir heitið manneskju af hinu kyninu
æfilangri félagsmensku.
Eg verð að drepa fyrst á 2—3
ómissandi auðnuskilyrði. Eg nefni
ekki það, sem eg veit að þér vitið all-
ir : að sannarlegt og mikilsvert fésýslu
gengi getur engum manni hlotnast
nema hann sé hrekklaus, sannorður
og réttsýnn. Eg geng að því vísu, að
þ a ð séuð þér og þ a ð viljið þér
vera, og sömuleiðis geri eg ráð fyrir,
að þér viljið lifa hreinlátlegu lífi og
virðingarverðu, og forðist að hafa mök
við ómenni, karla eða konur. Yður
er engin frama von né farsældar að
öðram kosti. Ef þér afrækið þau heil-
ræði, koma yfirburðir þeir, er þér
kunnið að hafa, eða góð mentun yður
ekki einungis að engu haldi, heldur
verða til þess að enn meira ber á því
sem yður er áfátt og þér gerið yður
til minkunar. Eg vona að þér mis-
skiljið mig ekki, þótt eg vari yður við
þremur mestu hættunum, sem fyrir
yður verða á lífsbrautinni.
Fyrsta og mesta hættan, sem farið
hefir með margan ungan mann og
efnilegan, er á f e n g i ð. Eg er ekki
neinn dularklæddur áfengispostuii, en
eg er maður, sem veit, hvað eg fer
með, og get sagt yður, hvað mín
reynsla hefir kent mér, og eg segi yð-
ur, að hættan sá, að fara alveg með
gæfu sína og gengi á áfengisnautn, er
meiri en nokkur voði annar — eða
réttara sagt meiri en allar hættur aðr-
ar að samanlögðu. Maður getur ver-
ið sokkinn niður í hvaða löst annan
sem vera vill, og haft sig upp ár hon-
um aftur, ef hann er ekki alveg kom-
inn um koll, og bomist í sæmilegan
veg og gengi aftur. En að flýja und-
an áfeDgisþorstanum, — það er nærri
því alveg ómögulegt. Eg veit fáar
undantekningar frá þeirri reglu. Bezt
væri að þér brögðuðuð aldrei áfengan
drykk, — það væri allra bezt. En
þótt þér gerið það ekki, þá bið eg
yður þe88 leugstra orða, að fá yður
aldrei í staupi í veitingahúsi. þér
megið ekki búast við neinu gengi, ef
þér haldið ekki þá reglu. Ef þér ger-
ið það, komist þér undan þessum sem
hættulegastur er allra yðar óvina.
Onnur mesta hættan, sem ungur fé-
sýalumaður á yfir sér í voru þjóðfélagi,
er g r ó ð a s p i 1 i ð. (Höf. á hér að-
allega við verðbréfagróðaspil, sem tfðk-
ast í kauphöllum. þ>að er ekki til hér
á landi).
þá er eftir þriðja og síðasta hættan
sem eg vil vara yður við og farið hef-
ir alveg með margan efnilegan mann og
líklegan til fjárafla og frama. f>að er
sá afarhættulegi siður, að g a n g a í
á b y r g ð fyrir aðra. Hann er þeim
mun hættulegri fyrir það, að þar er
vegið að manni með vináttugrímu fyr-
ir andliti. f>ar er heitið á drengskap
yðvarn, og er ofureðlilegt, að sá sem
beðinn er um það, segi við sjálfan sig:
hvernig á eg að neita góðkunningja
mínum um ekki átlátameiri greiða en
það, að lána honum nafnið mitt! Ein-
mitt vegna þess, að sá hugsun er svo
eðlileg og lofsverð í sjálfri sér, er hún
svo hættuleg, sem hán er. Vér skul-
um líta á þetta snöggvast frá vönduðu
fésýslúsjónarmiði. Eg gæti sagt, að
þér mættuð a 1 d r e i ganga í ábyrgð;
en það er víðsjált boðorð. f>ér kom-
ist ekki hjá að gera það einhvern tíma.
Eg ætla að eius að benda yður á,
hvar staðar skal numið, — hvar greið-
viknin á að þoka fyrir öðru, sem meira
er um vert. f>að er ef þér eruð í
skuldum. f>á er það í raun réttri ann-
arra manna eign, sem hafa lánað yður.
Gangi maður í ábyrgð, sem svo stend-
ur á fyrir, hættir hann annarra manna
fjármunum, ef hann tekur að sér
ábyrgð, en ekki sínum. Hann bregzt
því trausti, er honum hefir verið sýnt.
Fyrir því eigið þér að muna eftir því,
að ganga aldrei í ábyrgð fyrir aðra,
nema þér hafið nóg fé fyrirliggjandi
til þess að gjalda skuldir sjálfra yðar,
og látið ábyrgðina a 1 d r e i n e m a
meira en því sem þér eigið
umfram skuldir. Minnist jafn
an þess, áður en þér takið að yður
ábyrgð, að ábyrgðin er í rauninni gjöf,
og spyrjið sjálfa yður, hvort yður er
alvara að gefa viui yðar eða kunningja
slíka gjöf, og eins hins, hvort féð, sem
þér ábyrgist, er yðar eign sjálfra, eða
annarra manna eign, sem þeir hafa
tráað yður fyrir.
Eg segi yður satc, vinir mínir, að
ef þér hafið ekki þessa reglu, er mjög
undir hælinn lagt, að þér hafið yður
áfram. f>að er eina reglaD, sem vit
er í fyrir fésýslumenn.
Hafirðu sneitt hjá þessum þremur
hættum, verðurðu því næst að hafa
það hugfast, ef á að verða maður ár
þér, að láta þér aldrei Iynda að segja
við sjálfan þig: Hvað verð eg að
gera fyrir hásbónda minn, heldur:
Hvað g e t eg gert fyrir hann ? f>á
verður að vera vakiun og sofinn við
að stunda hans gagn, með hverju ráði,
sem þér hugsast kann. f>á mátt ekki
láta þér lynda, að gera að eins það
sem þér er sagt í það og það skifti.
f>á ert þá ekki annað en eins og ein-
hver brákunargripurinn hans. fá
verður að láta á þér bera, ef þá átt
að hafa þig áfram.
Enn vil eg benda yður á, hve vara-
samt er að fara eftír þeirri reglu, sem
margir hafa : að hlýðnast sérhverri
fyrirskipun, sem yður er gefin, þótt
hán sé bersýnilega til óhags þeim, er
þér vinnið fyrir. f>ér eigið að bregða
hikiaust át af því, ef þér sjáið, að það
er vitleysa og skaðræði.
Ekki er vit í að bera það fyrír sig,
ef seint og illa gengur að hafa sig
áfram, að ekki hafi gefist færí á að
sýna, hvað í manni býr. f>að leynist
aldrei. f>að er alt af og alstaðar mik-
il eftirspurn eftir ötulum, ósérhlífnum,
dyggum og ráðdeildarsömum ungum
mönnum. f>að megið þér reiða yður á.
Stórviðrisskemdir
hafa orðið hingað og þangað fyrra
föstudag (26. f. m.). Heyhlaða fauk í
Holti undir Eyjafjöllum, alveg ný, mjög
stór og vöuduð, og heyið, sem í henni
var mest<. Og víðar undir Fjöllum
höfðu fokíð hás og hey.
Jörðin Sauðhásnes í Álftaveri fór
í eyði að mestu af Sandfoki.
Sömuleiðis urðu miklar sandfoks-
skemdir á Kornbrekkum á Baugár-
völlum (?).
Timbur fauk mikið og tapaðist á
Sandfelli í Öræfum ; átti að fara í bæinn
þar á staðnum. f>ar hafði verið alveg
óstætt veður.
Borið er á inóti þvi, að vélarbáturinn,
sem Gruðm. heit. í Nesi druknaði á, hafi
verið svo hlaðinn, sem segir i síðasta bl.
Hann (Guðm. heit.) hafi keypt 70 skpd.
suður frá. En skilið eftir rúm 20.
Pórn Abrahams.
(Fi'h.'i.
— Nei, en návist hans aftraði þei®
frá að gera skaða.
— Hefir hann átt heima hér?
— Já, þykir þér það ilt, faðir minn?
— Hann er þjófur, Isak.
— Nei, nei, faðir mÍDn. f>að hlýt-
ur að vera misskilningur. Hann lifð*
áður syndsamlegu lifi. f>að hefir hann.
sagt mér sjálfur. En hann snerist
til afturhvarfs á samkomu í Bloam-
fontein, og ná er hann tráaður. Hantt
hefir sagt mér alt hitt, sem á undan
var gengið, og eg veit það alt. Eg'
hefi og engu leynt hann. Hann sagði
altaf, að eg væri fuliorðinn maður-
Við höfum verið mestu mátar.
— f>á ert barn, Isak, gott barn, og
ætlar engum aunað en gott. Getur
verið, að Blenkins hafi batnað upp ^
síðkastið. En hvers vegna hljóp hano>
burt, þegar eg kom? Sé hann einá
og þá segir, skal eg gjarnau taka f
hendina á honum og biðja hann að’
fyrirgefa mér það sem eg hefi hugsað*
ilt um hann.
— Já gerðu það, faðir minn, kallaðf
Isak glaður. Gerðu það.
— Jæja, við sjáum ná, hverju frana
vindur.
f>að var eins og van der Nath hafð*
Bagt. f>að var ekki annað hægt að
gera en að bíða og sjá hverju fra®1
yndi. En margar þrautir og harðaf
hafði ófriðurinn í för með sér fyrif
fólkið á bæjunum, sem lágu dreifðiu
og þar sem einungis konur, börn og
gamalmenni voru eftir heima. ÓU
starfsemi var hætt; hvað áttu lík&’
laúdsbáar að taka sér fyrir hendufr
og hver vildi eða gat gert nokkuð
meðan ástandið var svona ískyggilegt?
Og þar sem dú járnbraut lá um vesC
urhluta héraðsins, þá var fólkið stöð-
ugt í augsýn fjandmannanna; þung
hönd lá á þeim er eftir voru heims-
Dapurlegt hugleysi lagðist yfir alls
karlmennirnir þögðu, kvenfólkið fór að
dæmi þeirra, börnin hættu að leik»
sér og lífið leið áfram eftir nýjum og
óvenjulegum stigum; eða var eigi út*
um alt? Var það hyggilegt, þegar öll°
var á botninn hvolft, að berjast ^
móti þeira óvini, er sífelc fekk sér nýj'
an liðsauka frá Englandi, nýlendutt'
um og öllum afkymum heimsÍDS, þar
sem aftur hver maður, er féll í liðí
hinua, merkti það, að ná væri orðið
einum heimilisföður færra.
Svo sem jafnan straum og endalauð'
an höfðu þeir, er heima sátu, dag
eftir dag, séð óendarlegar lestir ^
fótgönguliði, riddarasveitum, stórskota*
liði, heilbrigðisflobkum og verkfrseði'
mönDum halda til norðurs. þar
hvorki upphaf né endir á því; hersveA'
irnar þöktu mílulöng landsvæði, °&
hávaðinn frá fallbyssum og vistavög0'
urn hætti aldrei. Straumurinn vafð
að ötórfljóti, er byrjað hafði að renn®
fyrir ári síðan og virtist mundi g
runnið áfram tíu ár enn.
Fyrir innan glugga sinn var V90
der Nath vottur að þessum risavax0*
átbánaði, og fyrir innan aðra glugg9
sátu aðrir menn og horfðu át nte
augun uppglentum af skelfingar-un<3c'
un. í kyrþey spurðu þeir sjálfa 8l$j
hvernig þeim hefði verið auðið 9
standast á móti slíkurn heljartökUÚ1
þeirrar þjóðar, sem hreykin nefnir 8l^
mestu þjóðina í veröldinni, og t,eJÍ
urðu angistarfullir og hugdeigir, þ8Saí
þeir heyrðu þessar sexstöfuðu töDr
hljóma í eyrum sér, og þegar þ0lf
báru litla mannfjöldann sinn sana8,11
við hinn ótölulega aragrúa óvinano9’
f>eir vissu, að líkir fólksstraumflf
mundu velta fram um aðrar leiðir fl
hinnu sama takmarki, og hjörtu þe’rr*
engdust saman af sárindum,
þeim var sagt með hlátri, að bin 81