Ísafold - 26.05.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.05.1906, Blaðsíða 2
ÍSAFOLD 134 Skilnaður rikis og kirkju. Það var eitt verkefni kirkjumálanefnd- arinnar, að láta uppi álit um, »hvort eSa að hve miklu leyti það verði að álítast nauðsynlegt, að kirkja og ríkis- félag sé eftirleiðis sameinað, eins og til þessa hefir verið. Öll nefndin nema 1 (L. H. Bj.) er á þvi', að ekki sé tími til kominn að ríkis- fólag og kirkja slíti sambandinu sín í milli, af tveimur ástæðum. Önnur er sú, að þetta er stórmál, sem þarf mikinn undirbúning og mikla umhugsun, en er sama sera alveg órætt enn vor á meðal. »Þær raddir, sem hafa látið til sín heyra, hafa aðallega verið raddir einstakra manna, og þær skoðanir, sem þar hefir verið haldið fram, hafa mestmegnis verið lítt rök- studdar staðhæfingar, er sjaldnast báru vott um næga þekking á málinu eða skilning á víðtæki þess og feiknamiklu þýðingu. Og að því leyti sem sagt verður, að þessar raddir hafi hleypt um- ræðum á stað, sem naumast er hægt að segja> — þá hafa þessar umræður verið allar á víð og dreif og talandi vottur þess, að þeir, sem um málið voru að ræða, höfðu ekki hugsað það til hlítar né gert sér nægilega grein fyrir hvílíkt vandaraál hér er um að ræða, þegar á alt er litið. En þar sem nú málið hefir ekki ver- ið rætt meira en þetta og umræðurnar um það ekki verið fullkomnari en þær hafa verið, er ekki við því að búast, að þjóðin í heild sinni hafi, enn sem komið er, getað áttað sig á þessu máli eða myndað sór ákveðua skoðun þar að lút- andi, enda er hér um það vandamál að ræða, sem þarf hina mestu íhugun, í svo margar áttir sem þar er að líta, og mörg atriöi, sem þar ber að taka til greina. Því þar sem er sambandið milli ríkisog kirkju, er ekki að eins að ræða um samband, sem staðið hefir í margar ald- ir, heldur einnig um samband, sem með- al annars vegna þess, hve gamalt það er orðiö, á sór dýpri og víðtækari rætur í öllu þjóðh'fi voru en nokkurt annað sem vér þekkjum. Að slíta sh'ku sam- sambandi mundi hafa meiri röskun í för með sór á svo að segja öllum svæðum þjóðlífs vors en ætla má, að menn geti gert sér fullkomna eða ábyggilega hug- mynd um nema eftir langa umhugsun og ítarlegar umræður. Hin höfuðástæðan er þessi: Oss er ekki kunnugt um, að þjóðin í heild sinni óski þess, að til aöskilnaöar komi. En í svo þýðingarmiklu máli — máli sem, eins og aðskilnaður ríkis og kirkju, með allri þeirri röskun, sem slíkt hefði í för með sér, varðar alla þjóðina, — álítum vér að ekki geti komið til mála að gera neitt að þjóðinni fornspurðri eða án óska hennar. En slíkar óskir þekkjum vór ekki. Óskir örfárra ein- stakra manna könnumst vér við að hafa heyrt, en meira ekki. Að v/su munu allir kannast við, að kirkjuh'fi voru sé í mörgu tilliti ábótavant, og þv/ mun ekki veiða neitað, að sú deyfð, sem í kirkjunni r/kir og áhugaleysi só með- fram að kenna óhagkvæmri skipun kirkju- málanna, sérstaklega þv/, hversu kirkj- an hefir verið látin vera ósjálfstæð og atkvæðalaus um s/n eigin mál. En þetta eitt gerir ekki skilnaöarkröfurnar réttmætar, þv/ að þessu mætti, að þv/ er virðist, auðveldlega kippa í lag án þess að gr/pa til fullkomins aðskilnaðar ríkis og kirkju, — þessu mætti kippa í lag méð þv/ að veita þjóðkirkjunni það sjálfsforræði, sem hún eftir eðli s/nu á heimtingu á og 45. gr. stjórnarskrár- innar heimilar. Og það er þá 1/ka / þessa átt, sem óskir þjóöarinnar fara á yfirstandandi tíð. Menu líta svo á al- ment, og það með róttu, að það sam- band sem stjórnarskráin ætlast til, að sé milli ríkis og kirkju, þurfi alls ekki að vera hinu kirkjulega lífi til hnekkis, fái kirkjan aðeins meira sjálfsforræði, í sínum eigin málum (hinum innri mál- um), — svo mikið sjálfsforræði sem samband hennar við r/kisfólagið að öðru leyti heimilar. En meðan r/kisfólagið hefir ekki sýnt það / verkinu, að það virði vettugi slíkar kröfur og óskir þjóð- arinnar kirkju sinni til handa, er ekki ráðlegt að hlaupa út í fullkominn að- skilnað ríkis og kirkju. Þv/ hvað sem menrt annars geta sagt um hin erfiðu kjör og bága hag /slenzku þjóðkirkjunn- ar, þá verður ekki sagt, að r/kisfólagið hafi beinlínis reynt að þröngva ráði kirkjunnar, eða hafi virt óskir hennar í sjálfstæðisáttina vettugi hingaö til, og þv/ álítum vér ekki neina ástæðu til að ætla, að það muni gera það hór eftir. Miklu fremur þykjumst vér hafa fulla ástæðu til að vænta hins gagnstæða; já, vór erum þess fulltrúa, að þess verði ekki langt að b/ða, að þjóðkirkju vorri verði veitt það sjálfsforræði, sem hún eftir eðli s/nu á heimtingu á og þarfn- ast til þess að ná ákvörðun sinni sem þjóðkirkja. Þv/ að sama skapi, sem þjóðfólagið sjálft sannfærist um blessun sjálfsforræðisins yfir höfuð með þv/ að virða íyrir sér ávexti þess, munu augu þess opnast til fulls fyrir, að það só jafnt þjóðkirkjunni sem þjóðfélaginu fyrir beztu, að þjóðkirkjan fái sem mest sjálfsforræði / sfnum eigin málum. En með þvf álítum vér, að óskum þjóðar- innar, að þv/ er til þjóðkirkjunnar kem- ur, sé fullnægt að minsta kosti í bili«. Liantlsverkfræðingurinn nýi, br. þorvaldur Krabbe, er hingað kom snemma í þ. mán., lagði á stað umhverfi8 land / gær á s/s Ceres. Hann á að athuga fyrirhugaða raflýsing á Seyðisfirði, segja fyrir um bryggju- hleðslu á Akureyri og dýpkun Odd- eyrarbótar þar til skipalegu, rannsaka Héraðsvötn í Skagafirði, hvernig af- stýra megi skemdum af þeim, athuga fyrirhugaða hafskipabryggjusmíð í Stykkishólmi og skoða brúarstæði á Fossá f Neshreppi ytri. Kvittur sá um útburð, er hér kom upp fyrir nokkru, hefir sannast með lögreglurannsókn, að eng- inn flugufótur er fyrir. Geðveikraspítalann fyrirhugaða hér á Kleppi hefir tré- smíðafélagið Yölundub tekið að sér að reisa fyrir rúmar 60 þús. kr., að frá- skilinni miðstöðvarhitun, sem á að kosta 8000 kr. Auk sjúkrarhússins vérður þar annað hús fyrir hjúkrunar- fólkið. |>ar er ætlað rúm 40—50 sjúklingum. Mannskadasamskotin eru uú orðin nokkuð á 8. þúsund. Hlutabaukinn. Búskapur haiis fyrstu 3 missirin. Nýprentaður reikningur bankans um það tímabil, eða frá þvf snemma í jún/mánuði 1904 til ársloka 1905 ber með sér, að starf hans hefir verið held- ur meira en minna en við var búist fyrir fram, meðan verið var að berjast fyrir að koma honum á fót, svo sem sjá má á fáeinum atriðum, er hér verða nefnd. Hann var þá / margra munni allsendis óþarfur og að enn annarra dómi skaðræðisgnpur. Viðskiftaveltan hefir verið fyrnefnd 3 missiri hátt upp í 41 miljón kr. þar af 31 miljón á heimabúinu og 98/4 milj. á útbúunum. Bankinn hafði (heimabú og útbú) á þessu tímabili keypt vfxla fyrir um 5,660,000 kr. keypt áv/sanir fyrir — 4,520,000 — veitt reikningslán gegn veði og sjálfskuldará- byrgð fyrir . . . . um 4,290,000 — tekið við innborgunum á blaupareikning . . um 2,100,000 — tekið við innlánsfé á heimabúinu .... um 1,870,000 — tekið við sparisjóðsfó á útbúunum..........um 930,000 — lánað gegn sjálfskuldar- ábyrgð............um 767,000 — lánað gegn handveði um 668,000 — Bankinn átti alls, þ. e. heimabú og útbú, útistandandi f árslok f reikningslánum . . um 1,700,000 kr. í v/xillánum........um 980,000 — f sjálfskuldarábyrgðarlán um...............um 560,000 — í handveðslánum . . um 502,000 — Jafnaðarreikningur útbúanna í árs- lokin ber með sér, að Akureyrarbúið hefir þá haft i veltu um s/4 milj. kr., Seyðisfjarðarbúið nokkuð minna en J/2 miljón og ísafjarðarbúið tæp 300,000 kr. Bankinn hefir haft / tekjur af verzl- un sinni umrædd 3 missiri rúm 214,000 kr. þar af hafa rúmar 70,000 kr. farið í ýmsan ko3tnað. G r ó ð i n n orðið þv/ nálægt 143,000 kr. Til launa handa framkvæmdarstjórn bankans hafa farið 361/,, þús. kr. Bankaráðið hefir kostað hátt upp í 13 þús. kr., að ferðakostnaði meðtöldum. Húsaleiga 6 þús. Útbúin hafa kostað um 13 þús. kr. Gróðinn skiftist þannig: Tiandsjóður fær að Iögum 10/« af gróðanum, að frádreginni áður leigu af hlutabréfunum, 4 af hundraði. það verða rúm 6 þús. kr. Af þv/ sem þá er eftir leggjast 10 af hundraði f varasjóð. f>að ern lið- ugar 13VJ þús. kr. þá er enn nær 43 þús. kr. afgangur, og ber bankastjórn og bankaráði 710 hluta þess f aukagetu, eða rúmar 4 þús. kr., i/, legst enn í varasjóð — hann fær þvf alls í þetta sinn rúmar 21 þús. kr. — og loks fá hluthafar það sem þá er afgangs, 30 þús. kr. eða lx/2 af hundraði. Hluthafar fá með öðrum orðum alls 5V2 af hundraði í ágóða af fé sínuþau 3 missiri rúm, er bankinn hafði starf- að, er reikningurinn var saminn. f>að er hér um bil 32/3 af hundraði um ár- ið, eða líkt og vanalegir sparisjóðs- vextir. Og getur ekki heitið von á meira fyrstu missirin, meðan alt er að komast á laggir og kostnaður meiri tiltölulega en síðar gerist. Hlutafé bankans er nú 2 miljónir, En lögin heimila, að færa það upp f 3 miljónir, ef vill. f>á heimild er nú í ráði að nota / sumar, á fyrsta aðal- fundi félagsins. . Enn getur bankinn aflað sér þar uffl fram 6 milj. kr. að vinna með eftií bankavaxtabréfalögunum frá í fyrra (10. nóv.), eða freklega það, eftir því sem varasjóðurinn vex. f>að er undir þv/ komið, að þau bréf seljist erlend- is En á því eru sagðar góðar horfur, eftir utanför aðalbankastjórans / vor. Endurskoðendur bankans votta ú reikninginn, að honum sé stjórnað »með fyrirhyggju og frábærri reglusenii í öllum greinum«. Erlend tíöindi Marconiloftsk. 25/6. Mason admíráll, yfirmaður herflota- stórskotaliðsins / Bandar/kjum, segir, að fyrir n/zku sambandsþingsinS hafi flotinn engar varafallbyssur né skotfærabirgðir. f>ær séu ónógar til að endast öllum flotanum 3 stundir-- Fyrir þv/ væri ófarnaður vís, ef ófrið bæri að höndum. Eússakeisari afsagði að taka sjálfur á móti ávarpinu frá þinginu. þingmenn undu þv/ mjög illa. Aftur- haldsmenn höfðu ráðabrugg um að rjúfa þing með valdi á mánudaginn var fyrir uppreisnarræður, en það áform ónýttist af þv/, hve þingmenn höfðu mikið hægra um sig en við var búist. Meyer, (brezkur?) sendiherra í Pét- ursborg, sagði við einn nafngreindan þingmann, Nabakoff, að sér líkaði ekki hátterni þingsins, er það hefði ekki goldið líku líkt kurteisi keisarans, þar sem hann hefði flutt þingsetningar- ræðuna standandi, en ekki sitjandi, eina og aðrir þjóðhöfðingjar væri vanir að gera, og þv/ næst varpað kveðju á þjóðfulltrúana. f>ingið hefði átt að votta keisaranum þakkir fyrir að veíta þjóðinni þingstjórnarfrelsi. Stigamenn frá M a r o c c o tóktt brezkt Miðjarðarhafskaupfar og höfðu á burt með sór 3 farmenn af því- Aðrir stigamenn réðust upp f sam8 konar skip, er Bandarikjamenn eiga> og fóru burt með farþega frá Marocco- Sendiherrar Breta og Bandamanna í Tangier láta til s/n taka um það mál- Myrtur varakousúll Bandamanna i Batum (á Eússlandi). Erindrekar frá Bandaríkjum safna verkamönnum í hrönnum í Austurr/kí vestur um haf til þess að endurreisa San Francisco. Páfinn veikur af gigt og sagt að eitthvað sé að hjartanu 1/ka. Kuldarigningar óvenjumiklar fyrrl part vikunnar á Bretlandi og um vest- anverða álfuna; víða tjón þar af vatna- gangi. Gufuketill Bprakk í verksmiðju i New Jerey / Amer/ku og varð 6 mönn- um að bana og meiddi 50, en 12 urðtt undir brennandi rústum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.