Ísafold - 13.06.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1906, Blaðsíða 2
Og alveg eins geta þeir, sem ekki þ y k j a s t geta án áfengis vera með mat t. d., nestað sig sjálfir að því á sjóferðum eins og í landferðalagi. þ>eim fækkar óðum hvort sem er, sem svo eru gerðir, auk þess sem það e r ekki raunar nema látalæti og mont fyrir mörgum, þetta, að þykjast þurfa að vera að staupa sig. f>að er aðallega það, að tolla í d a n s k r i tízku. |>að verður hvort sem er alt af örð- ugt, ef ekki ókleift, í framkvæmd, að afstýra áfengisveitingum við þá, sem ekki eru farþegar, ef hún er látin frjáls við farþegana. J>að er svo fyrirtaks- auðgert, að fara í kringum slík lög og reglur. J>ví undirlægjuskapurinn við Dani lýsir sér hér með tvennum hætti: upp- burðarleysi við þá, ef þeir brjóta lög, og einurðarleysi að bregða út af því, sem er tízka í þeirra hóp. |>að má ekki til minna ætlast af þeim, sem íslendingar vilja heita á annað borð, en að þeir hafi þann metnað, að horfa ekki á það afskifta- laust, að lög séu brotin fremur af æðri(!) mönnum en öðrum. J>eir eiga að kæra látlaust áfengis- veitingar á strandferðaskipunum, tilþess er fullnaðardómur fæst fyrir því, hvort þær séu löglegar eða ekki löglegar, eða hvað af þeim sé löglegt eða ekki lög- l3gt. Og reynist lögunum áfátt, á að fá þeim breytt gagngert og tafarlaust. f Síra Þorvaldur Bjarnarson. Þú hneigðir aldrei höfuð þitt að lágu, þú horfðir upp úr myrkum jarðlifs draum; þú fyrirleizt þó ei þá aumu og smáu, sem illa gekk að kijúfa lífsins straum; þú heindir þeim að marki helgu’ og háu, og hreifst þá burt úr andleysisins straum. Þú hneigðir aldrei höfuð þitt að lágu, þú horfðir upp úr myrkum jarðlífs draum. Þú hneigðir aldrei höfuð þitt að neinu, sem hugur þinn eigi’ áleit rétt og gott. Hver flutti málin, gilti alveg einu, og einu gilti um hagnað, þökk og spott. Þú vildir að eins vinna störfin hreinu og vildir hvorki svefn né hvíld né dott. Þú hneigðir aldrei höfuð fyrir neinu, sem hugur þinn eigi’ áleit rétt og gott. Þú hneigðir aldrei höfuð fyrir valdi, né hirtir um, hver laun þú mundir fá, og frjáls var sál þin: hneptist eigi í haldi, og heimskuvenjur þoldirðu’ eigi að sjá; þó um þig næddi andviðranna kaldi, var alt af sami hiti’ á þinni brá. Þú hneigðir aldrei höfuð fyrir valdi, né hirtir um, hver laun þú mundir fá. Þú hneigðir ekki höfuð þitt í dauða'), þú horfðir upp í Ijóssins sali há; þó nepjufrost og nóttin vægðarsnauða og nístings-kulda vök í djúpri á fléttuðu saman fjötur heljarnauða, sem fjöri ræntan lét þig hniga ná. Þú hneigðir ekki höfuð þitt i dauða, þú horfðir upp í Ijóssins sali há. Þú hneigðir ávalt höfuð öllu góðu, með hárri speki ljúfur eins og harn; þú þektir ljósin öll, sem glæstast glóðu, og geta þitt hið bitra andans hjarn. Þvi stóðst þú þar, sem fyrðar framast stóðu, með fróðleiks þrá og dýrra menta gjarn. Þú hneigðir ávalt höfuð öllu góðu, með hárri speki Ijúfur eins og barn. Að þínum jafna má nú lengi leita, en lifir mannorð, þótt þú hvílir nár. En hvaða brjóst á æð jafn-nndurheita ? Eða’ á hér nokkur brosið þitt og tár? Og hver má eins af auði’ og fátækt veita, og eins vel græða hin dýpstu hugarsár? Að þinum jafna má nú lengi leita. En lifi minning þín sem hvílir nár! Björn Sigurðsson. l) Síra Þorvaldur hafði höfuðið upp úr vökinni, þegar hann fanst. Um Dularheimsæfintýrin hefir Guðm. læknir Hannesson ritað í Norðurl. bæði góðgjarnlega og hleypi- dómalaust, og af ólíkum mun meiri greind og þekkingu en þeim er tamt ella, sem hafa ekki sjálfir fengist við rannsókn dularheimsfyrirbrigðanna, sem svo eru nefnd. Hann kemst svo að orði meðal ann- ars um kverið sjálft: Sem skáldskapur á bókin meira en skilið að vera gefin út, og uppruni hennar gerir hana að merku sönnun- arskjali. — Hann segir á öðrum stað í grein- inni: . Að menn riti ósjálfrátt, er ekki nein nýlunda í heíminum. Eg veit ekki betur en að allir fróðir menn séu sammála um, að það sé hafið yfir all- an efa. — — Svona rita vitanlega allir þeir, sem eitthvað v i t a um það, sem þeir eru að fara með hér að lútandi. En góðra gjalda er vert að heyra það sagt hér af manni, sem er sjálfur óviðrið- inn málið að öllu leyti, og það slíkum manni sem G. H. er. H o n u m er sýnilega mjög fjarri skapi að væna nokkurn þeirra manna svikum eða blekkingum, sera við út- gáfu kversins eru riðinn eða tildrögin til þess. Enda gera þ a ð ekki aðrir en þeir, sem eru sjálfir annaðhvort bófar eða glópar, eða hvorttveggja í senn, að væna heiðvirða menn lygum og blekkingum, jafn-vel þótt einhver leið væri til að benda á einhverja hags- muna von að því, að bregða fyrir sig slíkum vömmum, hvað þá heldur þegar ekki er annars von í aðra hönd en ofsókna og svívirðinga. En einmitt af því, að grein hr, G. H. er öll rituð í þeim anda, sem er gersamlega ómengaður öllum blekking- araðdróttunum, finst mér óhjákvæmi- legt að vekja athygli á því, er hann kemst svo að orði á einum stað, að mjög nærri liggur að skilja hann á annan veg en hann ætlast til sýnilega. Hann segir, að sór detti ekki í hug að svo komnu, að eigna æfintýrin þeim mönnum, er undir þeim standa: H. C. Andersen, Jónasi Hallgrímssyni og Snorra Sturlusyni; og bætir því næst við, að nöfnin merki í sínum augum sama sem staðið heiði þar: efnið stælt eftir H. C. A. og málið eftir J. H. jpetta er, eg vil segja: svo ógætilega orðað, að beinast liggur við að skilja það svo, sem hér séu þ ó brögð í tafli. Æfintýrin s é u samin af einhverjum þeirra, seni við útgáfu þessa eru riðn- ir, líklega E. H. eða G. J., öðrum hvorum eða báðum í eamlögum, en þeir hafi látið sér hugkvæmast sú kátlega firra, að vilja ekki eigna sér þau sjálfum, heldur áminstum merkis- rithöfundum, og að eg, ef ekki jafnvel fleíri Tilraunafélagsmenn, hafi verið í vitorði um það. Eg get með engu móti komið því heim við ummæli hans í greininni að öðru leyti, að honum sé alvara að drótta að okkur slíkum óráðvendnis- brellum, né heldur hinu, að við vitum ekki, hvað við erum að gera. Eg á bógt með að ímynda mér, að hann hafi raunar ætlað að segja ann- að eða meira en þeir segja, sem sæmi- lega þekkingu hafa á þóssu máli: vér Tilraunafélagsmenn hér og þeir hinir mörgu rajög merkir menn í öðrum löndum, sem hafa verið vottar að ósjálfráðri skrift. |>að sem þeir segja og vér segjum er þetta hér um bil: Yér leggjum engan dóm á, hvaðan þetta stafar. J>að eitt vitúm vér, að hér eru engin brögð í tafli, og eins hitt, að engin hinna mörgu svo nefndra »eðlilegra« skýringa á málinu, sem komið hefir verið með, getur staðist til fulls. Vér bíðum þess von- góðir og þolinmóðir, að frekari rann- sóknir verði til þess með tímanum, að rétt skýring fáist, hvort sem hún verður þessi, sem nú þykir ein vera hugsanleg flestum þeim, er við slíkar rannsóknir hafa fengist verulega, eða einhver önnur, sem engum hefir enn hugkvæmst. Afarmikilsvert teljum vér og mjög lofsvert, að þessum rannsóknum sé haldið áfram af kappi. |>á er málið fyrst útkljáð,og fyr ekki, er fengin eru það sem hugsandi menn og óhlutdrægir kalla vera full rök fyrir, að svona eða svona sé það vaxið og öðru vísi ekki. — Svona mundu þeir menn svara, ef þeir væri orða kvaddir um þetta. Líkt því h af a þeir svarað, sem nokkuð hafa um það sagt. f>eir geta það allir. J>eir taka þá ekki meira af en ávalt má standa við. Höf. bendir mér á, að eg hafi ekki minst á, í eftirmálanum við æfintýrin, enn eina hugsanlegaskýring á því, hvern- ig þaugætu verið til orðin: með hugsana- flutningi. Og bætir því næst við þess- um orðum : Við tilraunirnar er gott skáld, sem vel er trúandi til að skrifa (þ. e. semja) æfintýrin. Hér er ýmislegt bogið við. J>etta góða skáld, sem höf. á sjálf- sagt við, E. H., var alls ekki við, þá er æfintýrin voru samin, nema sumt af þeim. Hann var hvergi nærri stadd- ur, er fyrsta æfintýrið, Kærleiksmerkið, var ritað ósjálfrátt. Hann var staddur sem svarar meðalbæjarleið í burtu þaðan sem það gerðist. Sama er að segja um mestalt annað helzta æfintýrið: í jarðhúsum. Enn fremur um þýðing- una á danska æfintýrinu. Hann og um eða yfir 20 manns aðrir voru við- staddir, er síðasta æfintýrið var ritað (Ekki n e m a einu sinni?) á 7 mínútum. Annað er það, að aldrei hefir þetta skáld (E. H.) æfintýri samið á æfi sinni, uema alls eitt (Góð boð, í Eimr.), en það svo gagnólíkt þessum að öllu leyti, sem æfintýri geta frekast verið. Hefði nú G. J. átt að fá æfintýrin frá honum með hugsanaflutningi, þá befði hann (E. H.) orðið að semja þau fyrst: yrkja þau, þ. e. hugsa þau og orða, í huga sér, án þess hann vissi minstu vitund af; því næst hefðu þau átt að taka sig upp úr huga hans án hans vilja og vitundar, og ferðast það- au yfir í huga þess sem ritaði (G. J.), hans og engís annars, manns, sem hann er ekki í neinu sambandi við þá og ekki neitt að reyna að koma sér í samband við; og sá maður (G. J.) loks að rita þau án þess hann vissi hót af, hvað hann var að rita, fyr en eftir á, að hann eða aðrir lásu það. J>annig lagaðan hugsanaflutning var varla von að eg mintist á; því mér vitanlega hefir enginn maður enn kom- ið upp með slíka skýring, og höfum vér Tilraunafélagsmenn þó svo miklar bækur undir höndum um þetta mál og góðar, aðþarmundi hennar getið.væri hún til. Svið hugsanaflutningsins hef- ir verið allvandlega rannsakað, en aldrei komið neitt fram, er veiti minstu átyllu til að ætla honum slíkan kynjamátt. En að skapa sér hann svo víðtækan, sem hr. G. H. virðist gera, — það er engin skýring; það er miklu fremur skáldlegt hugarflug, enn lengra sótt heldur en algenga skýringin : að ósjálf- ráða skriftin stafi þaðan, sem hún segir sjálf. J>au ummæli höf., að lækningatil- raunir Tilraunafélagsins sýnist vanta allan traustan grundvöll, eiga sjálfsagt eihgöngu við að styðjast eitt dæmi, sem hann hefir h e y r t um getið, eins og fleiri. Vissi hann rneira um þær, bæði hér og annarsstaðar, mundi hann segja alveg hið sama um þær og ósjálfráðu skrift|na : að allir fróðir menn séu sammála um, að hafið sé yfir allan efa, að læknaet h a f i menn með þeim hætti, sem þar er við átt, nokkrir hér, og tugir og hundruð þús- unda annarsstaðar, — með þessum hætti, sem n ú er kallaður helzt yfir- náttúrlegur, en verður líklegast rétt nefndur alveg náttúrlegur, þegar gleggri þekking fæst á honum, enda þ á talinn á alveg eins traustum grundvelli bygð- ur eins og alþektar lækningar góðra lækna nú, en — þó ekki fremur almætt- iskendur en þær. Að því stefna einmitt allar þessar rannsóknir: að gera það skiljanlegt og náttúrlegt, sem n ú er kallað allri skynsemi gagnstætt og ónáttúrlegt eða yfirnáttúrlegt. 011 framfara-saga mann- kynsins er raunar ekki annað en sag- an af því, hvernig það hefir fetað síg, áfram til skilnings á hverjum dular- fullum fyrirbrigðunum á fætur öðrum og; til skynsamlegrar hagnýtingar þann- ig fengins skilnings og þekkingar. B. J, Stjóniarvaltlii- auglýsingarn ar Iætur nú stjórnin hið nýja málgagn sitt Lögeéttu gera kunnugt að hún hafi vistað í J>jóðólfi að eins fram til þessa árs loka. Heimild til þeirrar ráðstöfunar virðist hún þó vita sig hafa alls enga. Hún reynir ekki að benda á hana, og gerir enga grein fyrir því,. hvers vegna hún lét ekki bjóða aug- lýsingaróttinn upp í tæka tíð, áður en leigutíminn umsamdi (við J>jóðólf) var út runninn ; en það var 31. marz þ. á. Nú segir hún að eigi að bjóða. auglýsingarnar upp frá næstu áramót- um. Ætlaði hún að láta þetta hólk- ast umtalslaust, en sá sér það ekki fært., er stormur ætlaði að verða út af því í óháðu blöðunum? Niðurfærsluna á árgjaldinu um helming, úr 800 kr. í 400 kr., kannast hún við, og tekur það fram, sem allir vissu, að ekki er þ a ð verk stjórnar þeirrar, sem nú er við völd. Hún kom ekki til Bkjalanna fyr en hér um bil ári eftir að uppgjöfin var veitc. En heimild til þess hefði hún átt að geta bent á eins fyrir því, úr því hún fór að minnast á málið. J>að getur hún allo ekki. Talar að eins um, að 800 kr. boðið hafi verið ósanngjarnlega hátt. En ekki er sú s k o ð u n sama sem v a 1 d til að gefa upp helming árgjaldsins. Fullveðja maður gerir boð- ið. Ekki á stjórnin að vera hans for- sjá eða fjárráðamaður. Hugsum oss hátt boð í þjóðjörð, ósanngjarnlega hátt að dómi stjórnarinnar. Hefir hún þá heimild til að láta þann, sem boðið hefir gert, fá jörðina fyrir helm- ingi minna? Goö born á stjórnin íslenzka sér á einum firðinum eystra, Fáskrúðsfirði. J>au hafa haldið þar landsmálafund, er þau svo kalla, laugardaginn fyrir krossmessu, heldur fleiri en færri en 20, og rutt þar í stjórnina hverri smjörskökunni á fætur annari. J>au segjast (eftir frásögn Löge.) »ekkert verulegb hafa að sVo stöddu út á gjörðir stjórnarinnar að setja og lýsa yfir fullu trausti sínu á henni«. J>ví næst segja þau »gerðir meiri hluta þingsins í ritsíma- og undirskriftar- málinu vera í fullu samræmi við sitt álit«. Skilnaðarhugmyndinni eru þau og algerlega mótfallin að svo stöddu. En — þau vilja gjarnan fá málþráð frá Egilsstöðum niður í Fá- skrúðsfjörð! J>á skal eik fága, sem undir skal búa. Hús brunnu á Selnesi í Breiðdal 20. f. mán. um nóttina, til kaldra kola, íbúðar- og verzlunarhús kaupfélags þeirra Breið- dæla.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.