Ísafold - 07.07.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.07.1906, Blaðsíða 1
&.emur út ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (afcrifleg) bnndin v\ð áramót, ógild nema komm sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi skuldlaus við biaðið. Afgreiðsla Austurstrœti 8 XXXIII. ár Reykjavík laugardaginn 7. júlí 1906 44. tölublað. I. 0. 0. F. 887139 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—3 í spital Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2*/a og ö‘/s—7. K. F. U. M. Uestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 siðd. Alm. fundir fsd. og sd. 8'/> siðd. Landakotskirkja. Guösþj. 9 og 6 A helgidögum. Handakotsspitali f. sjúkravitj. 10* l/»—12 og 4—6. Uandsbankinn 10‘/»—2*/i. Bankastjórn við 12—1. Xandsbókasafn 12—3 og 6—8. Handsskjalasafnið A þrd, fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. 'NAttúrugripasafn A sd. 2—8. Tannlækning ók. 1 Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11—1 Byggingamenn! Athugið! Bárujárn er hvergi ódýrara heldur eu í Edinborg. Talsími 86 & 66. FaiaflóapMÉii ffljm fer upp í BorgarneB 10., 20. og 26. júlí. Kemur við á Akranesi í hverri ferð báðar leiðir. Til Straumf jarðar og Akra 13. og 17. júlí. Suður í Keflavík fer Reykjavíkin 23. júlí. g|Og fór’-4. júlí suður í G a r ð og afla leið austur^já |Eyrarbakka og*’S t o k k s e yjr i, kemur við báðar leiðir í Hafnaleir, Grindavík og f>or- lákahöfn. Tímaritin. Skírnir 1906, 1.—2. h. Eimreiðin 1906, 1.—2. h. Alveg frumlegar greinar eru 3 í þeim tveimur heftum Skírnis, sem út eru komin þ. á.: ein eftir ritstjórann, önn- ur eftir Helga Jónsson náttúrufræðing og hin , þriðja eftir nýjasta doktorinn íslenzka, Helga Pétursson — auk stuttrar sögu eftir*Einar Hjörleifsson. S m á þ j ó ð—s t ó r þ j ó ð heitir grein ritstjórans (Guðm. Finnbogasonar), frumlega hugsuð, snjöll og gagnorð — rök fyrir því, að smáþjóðir séu því eins vel vaxnar eins og stórþjóðirnar að *gera menn vitra og góða og þar með vinna að því, að heimurinn batni. Gerið mennina vitra og góða, þá verða þeir að sama skapi voldugir og sælir, segir höf. |>ví allar framfarir eiga upp- tök sín og aðalbrunn í sálum mann- anna. Hvar varð gufuvélin fyrat til? í sál hugvitsmannsins. Hvar verða öll verkfæri ill og óhagkvæm? jþar sem smiðir eru fáfróðir og fákunnandi. Hvar halda menn að óeinlægni, undir- hyggja, óréttlæti og lygar sóu meðul til sigurs ? þar sem menn gleyma því, að sannleikurinn einn gerir menn frjálsa •og sterka og góða. f?ví ríður þjóðun- um á að anka sem mest þær mega andlegt afl sitt, undramáttinn, sem öll önnur öfl tilverunnar hlýða og þjóna. Og leiðin til þess erað menta börn s í n. Orðtækið að menta hefir höf. þar sjálfsagt í víðtækustn merkingu, þóct ekki taki hann það fram: lætur það þýða sama sem að m a n n a, gera að mönnum, svo miklum og góðum mönnum, sem efni er til í þeim. Fræðanám tómt eða fróðleiksítroðning- ur er ekki sama sem mentun; það er öðru nær. Grein dr. H. P., Ú r trúarsögu Forn-ísleudinga, er aðallega ádeila gegn helvítiskenuinguuDÍ í þá daga. Henni eignar hann xógnarvald kirkjunnar«. En kirkjuvaldið var það, ■sem einna mestan þátt átti í þvf, að koma landinu undir konung, segir höf., og biskuparnir urðu síðar meir bein- línis að landplágu. Fyrir það alt finat honum fátt um siðaskiftin frá heiðni til kristni, og vill með engu móti sam- sinna því, að afturför í grimd og fram- för í mannúð séu fyrst og fremst kirkjunni og trúnni að þakka. f>ví máli sínu til stuðnings bendir hann á hinn »tigerhjartaða víking« Ólaf Tryggva- son og *illmennið J>angbrand« og nefnir ýms hroðadæmi um grimd í refsingum af kirkjunnar völdum m. fl. frá 13. og 14. öld. — f>etta er ákaflega einhliða dómur. Eins og orðið »tigerhjartaður« er dæmalaus ófreskja í íslenzku máli, eins er það staðlaus fjaretæða, að gera »valdafrekju« Olafs konungs að aðal- hvötÍDni til trúboðs hans. Enginn hlutur er áþreifaalegri en það, að völd- in átti hann miklu vísari án trúboðs en með því. Hann var gagnhrifinn trúmaður. En hanu var sinnar aldar sonur í trúboðs-aðferðinni. Norvegur er ekki eina landið, sem var brotið til kristni. Grimdarverk mörgum öldum eftir kristnitöku virðist og sanni nær að eigna bernakuskeiði því, er höf. talar um, að mannkynið sé enn á, heldur en sjálfri trúnni. — Höf. kemur með fallega tilvitnun eftir Herbert Spencer: að æðsta hlutverk vísindanna sé að herja á hjátrúna. En muna verður eftir því um leið, hversu oft vfsindin rugla saman sannleika og hjátrú — að þau kalla það þrásinnis sannleika í dag, sem reynist hjátrú á morgun, sem kallað er, eða hjátrú í dag það, sem er orðið að sannleika á morgun. Bernska mannkynsins nær sem sé einnig til vísindanna. Vafasamt er og, hvort rétt er að orði komist, að v i s- i n d i n hafi slökt vantrúarbálin og galdrabrennurnar. Höfðu ekki þær ráðstafanir einhvern tíma stuðning vfs- indanna? Gróðrarsaga hraunannaá í 8 1 a n d i heitir greinin eftir Helga Jónsson. f>ar er glögt og skemtilega rakinn þróunarferill gróðrarins í bruna- hraunum vorum frá »marglitum stná- skorpum á stangli hingað og þangað um hraiiDnibbnrnar« upp í skóg, jurta- stóð og blómlegasta graslendi. Niður- lag greinarinnar er sérstakleg lýsing á gróðrinum í Búðahrauni, svo frjómik- ill sem hann er og afarfjölskrúðugur. Skilnaður heitir sagan eftir Ein- ar Hjörleifsson, um það, hversu vest- urfaralandfarsótt gat gripið menn hastarlega á sínum tíma, þá er minst- ar þóttu líkur um, og átakanleg lýsing á því, hve nærri gekk lítilsigldum sál- um að sjá á bak ástvinum sínum í slíka glæfraför. þórhallur lektor ritar í fyrra heftið um Kristján konung níunda sæmilega mærðarlítið, og prófessor f>or- valdur Thoroddsen Ferðaþætti frá Englandi, þægilega lýsing á eynni Wight; og fylgja þeirri grein nokkrar myndir þaðan. Jens prófastur Pálsson gerir mjög skilmerkilega hreint fyrir sínum dyr- um út af ámæli fyrir að hafa fargað kjörgrip úr Bessastaðakirkju. — Mundu þeir hafa jafngóðan málstað, »heima- stjórnar«-höfðingjarnir sumir, sem nú er farið að kvÍBast um að áskotnaat hafi á sfðari árum meira og minna merkilegir kirkjugripir svo tugum skift- ir, um sama leyti sem þau Vídalíns- hjón voru að viða að sér þess kyns munum af mikilli áfergju, og vinir þeirra þ á, stórhöfðiagiar landsins, þurftu að sjálfsögðu að tolla í sömu tízkunui með: að skreyta híbýli sín þess háttar gripum ? Um Japan er í síðara heftinu all- rækileg og fróðleg grein eftir Guðmund lækni Hannesson. þar hefir og ritstjórinn þýtt góða grein eftir danskan mann (Hans Tegner) um verzlunarjöfnuð. Steingr. Thorsteinsson gerir grein fyrir því, að myndin af Hannesi bisk- upi Finsen í Nýjum Félagsritum sé falsmynd, að kvæðið Vestanvindurinn í ljóðabók Bjarna Thorarensen sé ekki eftir hann, heldur dr. Hallgríra Shceving aðallega og að Bára blá sé ekki ís lenzkt þjóðlag, heldur aðflutt fra Dan- mörku. Stutt en snjöll minningarljóð um Pál Briem hefir Matth. Jochums- son ort í það heftið og Stgr. Thor- steinsson þýtt kvæði eftir Heine (Tveir næturgalar). Ritdómar eftir ýmsa og Erlend tíðindi eru f báðum heftunum. eins og vunt er Af Eimreiðinni er og út komin tvö hefti þetta ár, af tólfta árgangi. J?ar hefir Guðm. Friðjónsson ritað í bæði heffcin um jpingeyjarsýslu fyrir og um aldamótin af miklum kunnugleik og eftir því snjalt og skemti- lega. Kaflarnir eða kapítularnir í fyrra heftinu eru: pólitík (mikið er, að jafn- mikill hagleiksmaður á ísl. tungu og G. Fr. skuli gera sér það aðskota- orðskrípi að góðu); búskapur og sveita- líf; réttardagurinn ; helgihald boðorð- anna ; einkennilegir menn ; félagsskap- ur og skemtanir; Mývatnssveit; Húsa- vík; atvinnuvegir; almennar athuga- semdir; og í síðara heftinu skáld- skapur — sex alþýðuskáldum þing- eyskum Iýst til muna, þeim er nú eru uppi, og látin fylgja ljóðasýnishorn eftir þau, 5 karlmenn og 1 konu, og þó ótalið höfuðskáldið, höf. sjálfur, en auk þess minst nokkuð á eins mörg látin frá öldinni sem leið. J>essi 6 lif- andi skáld bera sýnishornÍD með sér að eru alt góðskáld, orðsnjöll og sum fynd- in, enda flest áður kunn til muna : Jón Hinriksson, Jón f>orsteinsson, Sigurjón Friðjónsson, Indriði f>orkelssoD, Sig- urður Jónsson og Unnur Benedikts- dóttir. Margar smellnar stökur úr ljóðasýnishornunum væri freisting að hafa hér upp og ekki síður kjarnorða kafla bæði úr lýsing höf. á skáldunum og úr hinum kapítulunum. En það úr- val mundi verða orðið helzti langt áður varði; enda hæguiinn hjá að ná í greinina sjálfa. Hún er á við skemti- legustu skáldsögu, en þó sýnilega trútt gerð raunverulýsing. Onnur tilkomumesta greinin í þess- um heftum er eftir Olöfu Sigurðar- dóttur skáldkonu, Bernskuheim- ilið m i 11, og þó ákaflega yfirlætis- laus : ekki annað en bernskuminuingar, lýsing á lífinu á íslenzkum kotbæ um miðja öldina sem leið, en gerð af þeirrl glöggrýni, drengilegri hreinskilni og látlausri orðsnild, að hún er gersemi í sinni röð. Ekki hálf, heldnr heil öld eða meira mun flestum fínnast hljóta vera liðin frá er hér lifðu menn jafn-þægindasnauðu lífi og þar er lýst, og undu þó lífinu ekki stórum miður en nú gerist. Frábær iðjusemi og nægjusemi hefir gert það bærilegra en nú gera skemtanir og munaður. — Vel væri til fundið, ef ritstj. Eimreiðar- innar vildi gera fyrirspurnir í ýms héruð landsins til hinnar eldri kyn- slóðar um það, hve víða lýsing Ó. S. muni hafa getað átt við á þeim tíma, er hún til nefnir, og hver sé munur- inn nú orðinn á kotbændalífi hér á landi. Stórmikið mundi í það varið, að eiga viðlíka glöggar og gagnorðar lýsingar á alþýðulífi hér á landi frá hverjum hálfaldarmótum eða þó ekki væri nema heilaldamótum. Greinar ritstjórans um s t j ó r n i n a og embætti8gjöldin hefir áður minst verið hér í blaðinu og hinnar herfilegu útreiðar, sem höfuð-vísinda- maður stjórnarliðsins (BMÓ) fær þar fyrir markleysuhjal og rangfærslur. Smásögur frumsamdar eru tvær í fyrra heftinu, önnur með dularnefninu Jóni Trausta undir (þingeying?), hin eftir Einar E. Sæmundsen, Vestur-Is- lending. Fyrri sagan, Friðrik átt- u n d i (uppnefni á vit-tæpri liðleskju, sem var þó ekki allur þar sem hann var séður) er lagleg og vel sögð; hin, Dagur og nótt, er fremur veiga- lítil og ófrumleg ástasaga, með beit- rofi o. s. frv. Steingr. Matthíasson hefir ritað í síðara heftið fróðlega grein um Svarta dauða hér á lnndi; Guðmundur Magn- ússon skáld um Sviss (Vilhjálm Tell og land hans) og fylgja þeirri grein 7 myndir: prófessor |>orvaldur Thorodd- sen um útlenda ferðabók um ísland (Bágborin bók um ísland) frá í fyrra eftir enskan náunga, Nelson Annan- dale, frámunalega vitlausa og óvin- gjarnlega; og Stephan G. Stephansson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.