Ísafold - 14.07.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.07.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 183 þús. En hann hafði œtlast til, að hhs- úr steini, grásteini, eins og al- þ'ngishúsiS. En steinstevpa er rhiklu odyrari og úr henni ætlar Völundur aö hafa húsið. Lögin til taka aö það skuli vera a n n a ö h v o r t úr steini eða öteinsteypu. Danski húsameistarinn hafði og gert ráð fyrir koparþaki á hús- lnu, sem mun hafa hleypt kostnaðinum mikið fram. En það á nú að verða að eins úr járni. Um tilhögun og útlit mnan helzt uppdráttur og áætlun húsa- nieistarans. Sú tilhögun kvað vera bæði falleg og hagfeld. Eljáx'kláða-rógburðuriini. Það var eitt í ófrægingarpistlinum út af fjárkláðanum, sem birtist í Dana- ^tjórnarmálgaguimi (og íslandsráögjafans um leið) Dannebrog í Khöfn 14. maí í vor og getið var hór um daginn eftir alræmdan »heimastjó-nar«-æsingasegg hér í Rvík, að enu mundi vera kláði nppi í Norvegi. Sú staðhæfing átti svo sem að styrkja það, að útr/mingar- tilraunin hér síðustu áriu muui hafa orðið árangnrslaus. En það er eins og vikið er á í Norðurlandi 23. f. m., að hér voru birt fyrir 2 árum ýms em- heettisbróf og yfirl/singar frá mörgum helztu mönnum í Norvegi um, að þar hefði hvergi orðið kláða vart síðan 1894. Þar næst tjáir blaðið 0. Myklestad, frarnkvæmdarstjóra við útryming kláð- ans bæði hér og í Norvegi, hafa sagst fá bréf þaðan með hverri ferð (hann var þá enn á Akureyri) og að þar væri aldrei nefndur neinn kláðagrunur. Loks kvað ráðgjafinn hafa spurzt fyrir í Norvegi og fengið það svar, að þar væri alveg grunlaust um kláða. Kláðagrun8-sögusögn Dannebrogs-til- berans er með öðrum orðum alveg til- hæfulans uppspuni, sjálfsagt tilbúinn í því skyni að ryra orðstír frumkvöðuls hinnar stórfeldu kláðaútrymingartilraun- ar hór, Páls heit. Briem, með því að hann var e k k i af »heimastjórnar«- sauðahúsinu. En ekki horft í hitt, þótt landinu sé skaði gerður með því rnark- leysufleípri. Pórn Abrahams. (Frh.l. þriðji líkaminn lá flatur á jörð og Víbsí upp náhvítt andlitið. Tungl8kinið hjúfraði það með blíðu, dreifði frá dimm- tttmi nauðugri, og tafði sem forviða yfir þessum manni. Það kannaðist við beinabert andlitið á prestaskóla atúdentinum, er rósemd dauðans hafði »ú lagst yfir, og þó var hann umbreytt- "tr. Hvernig var háttað í honum aug- tttm? það var að Bjá sem þau væru þrjú, — tvö, er lokast höfðu að eílífu, °g enn hið þriðja í miðju enni; það Var galopið og svart. Jpar hafði dauð- ,nn brotÍ8t inn, þegar lífið var rekið út. Tunglið fól sig aftur að skýja baki, það hafði litið þrjá syni Erasmusar ■^icka alla dauða. 22. kapítuli. ^aður b em kann að nota valdið. . Nei — ei! þið bölvuðu, dramb- Búar. Nú er sú tíð úti, að þið u°úuð mann milli tveggja hesta og ^8r®Uð hann héraðsrækan þann veg, af að hann hafði snúið hænu úr háls- eða tekið fáein úldin egg. Bað er úti um ykkar hábölvaða stór- ^r°ha; nú eru aðrir orðnir húebændur iundinu, og nú akuluð þið verða að gei-a ykkur að góðu að lifa á bónbjög- 'lta- Biblfuhjalið ykkar og eálma- ^örsin geta engri agnarögn umbreytt Pví efni. |>ið eruð nú uudirlægjur 8kuluð halda áfram að vera það. > þeir eru nú hjáiiðnir, góðu dagarn- ir, og hérna stendur einn þeirra, sem völdin hafa höndlað. Blenkins lamdi sig drambsamlega utan og glotti framan í hinn manninn. — Eg get farið til hershöfðingjans og sagt honum, hver só merkisvaldur, ha, ha, hæ! Eg hirði eigi um að heyra þvaðrið úr ykkur. Nei, nú skul uð þið steinþegja og þakka guði fyrir að þið fáið að hlu»ta á. Hann var genginn inn á mitt gólf með hattiun á höfðinu og bar ekki við að heilsa. Eldur mannvonzkunnar brann úr augunum smáum og illilegum, ogallur ekrokkurinn titraði af væskilmannlegu drambi. það kom af meðvitundinn- um vald það, er honum hefði veitt verið. Van der Nath hafði staðið upp frá sæti sínu við borðið undir eins og hann sá manninn koma inn. Hann ætlaði að kveðja hann með handabandi. En höndin seig niður. Hann grunaði, að eitthvað ílt væri á ferðum. En hann var maður sem ekki gugnar við fyrsta stormkast, hversu hart sem það er. Hann benti á dyrnar og mælti í anöggum róm : — Ut — farðu! — Já, þegar eg er búinn að segja það sem eg þarf að segja. Manstu eftir, þegar eg stóð neðan við riðið hjá þér og bað auðmjúklega um matarbita til að sefa hungur mitt: manstu það, spyr eg? |>ú gafst mér að eta, en eins og maður gefur hundi bein, og þú lokaðir dyrunum og lézt mig sitja þarna úti á steininum og tönla seigt harðkjötið og beinharðar maiskökurnar við. |>ú gafst mér eigi nokkurn mjólk- ursevtil. þ>ér fanst vatnið í skurðin- um vera fuilgott handa umrenningnum. Eg hefi eigi gleymt, hvernig þú hlóst að görmunum, sem eg var í, og ekki því, að þú sigaðir hundunum á mig. Nei, því hefi eg ekki gleymt — Eg kannast ekkert við þetta. — Eg spyr ekki um, hvað þú veizt. þú eða Kaffastrákarnir þínir, það er alveg sama. Eg var þreyttur og ban- hungraður og bað um mat, en þú sagðir: Sá sem ekki vill vinna, á eigi heldur mat að fá. — Nú, láttu mig þá fá vinnu, sagði eg. — Hvað getur Euglendingur unnið? spurðir þú. — Eg get veitt syni þínum tilsögn i mínu göfuga móðurmáli, svaraði eg. Hér er maður, sem hefir kannað dýpstu námur lærdómsins. Eg hefi verið kennari. Og svo sagðir þú, að eg hefði átt að halda áfram að vera það, og settir mig við vinnu hjá Köffunum; mitt á meðal skftugra og fitugljáandi niðja Kams settir þú frjálsborinn ensk- an borgara til að hirða kláðarollurnar þínar. Og af því að að eg tók gamla hænu horaða, og ofurlítið af viský úr hornskápnum þarna, var eg bundinn á milli tveggja hesta og rekinn til að hlaupa ellefu mílur enskar áður en þú sleptir mér lausum og sparkaðir í mig. Beinlínis hérna — hann benti á magann á sér - hitti stígvél þitt, og þú skildir við mig með hótun um, að eg skyldi verða skotinn sem hundur, ef eg dirfðist að koma aftur. — f>ú staUt líka peningum. — Geturðu sannað það, Abraham van der Nath? Blenkins leit kringum sig til að sjá, hvort nokkur óviðriðinn væri nærri staddur, og er hann sá, að þeir voru tveir einir, blístraði hann hróðugur, smelti fingrunum og hélt áfram. — Nei, heyrðu kunningi! Enginn hefir séð mig taka þá. |>ar er hnútur- inn. Lög míns lands — ykkar met eg sem sorp — banna að koma fram með ákæru á hendur nokkrum manni, ef kærandi getur eigi sannað sökina; annars er honum hegnt fyrir rangar sakargiftir. Já, þannig er því máli háttað. Hann hailaði sér fram á borðið og hvíslaði lágt: — Nú, okkar á milli sagt var það eg sem tók skildingana þina til láns. Eg er einn af þeim, sem eiga að verða drotnar laudsins; hvað getur bölvað bóndakvikindi sagt um það, hvað ? Eg hafði réttinn til að taka peningana, og í biblíunni þinni stendur engu síð- ur en í minni, — ef eg ætti nokkra — að sá sem á, skuli miðla hinum, sem ekki á. Gjörðir þú það? Nei, þú gafst mér eigi að bragða svo mikið sem einn dropa af Viskýinu, þótt eg segði þér að víhandi væri nauðsynleg- ur fyrir heilsu mína. f>ú varst að þvaðra um drykkjuskap, það gjörðirðu; en Viskýið sazt þú við á kveldin og drakst sjálfur, kvikinzkur mannhund- urinn þinn. Nú, eg tók af því, þar sem eg fann það, því að eg get eigi lifað nema eg hafi vínanda; það er nú einu sinni veikleiki minn, og styrkleiki þó um leið. Já, eg tók það og sá hrúgu af peningum liggja hjá því. Brjóstslírn. Eftir að hafa brúk- að 4 flöskur af hinu nýja, bætta seyði af Elixírnum, get eg vitnað það, að hann er helmingi sterkari en h?nn var áður og hefir linað þrautir minar fljótar og betur. Vendeby, Torseng, Hans Hansen. Magakvef......... leitað læknis- hjálpar árangursiaust og varð alheill af því að neyta Elixírsins. Kvisle- mark, 1903. Julius Christensen. V o 11 O r ö. Eg get vottað, að Elixirinn er ágætt meðal og mjög nytsamur fyrir heilsuna. Kaupmanna- höfn, marz 1904. Cand. phil. Marx Kalckar. Kina Lifs Elixír er því aðeins ekta, að á einkennismiðanum sé vörumerkið, Kinverji með glas í hendi og nafn verk- smiðjueigandans: Waldimar Petersen, Frederikshavn—Köbenhavn og sömu- V P leiðis innsiglið j " í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt flösku við hendina innan og utan heimilis. Fæst hvarvetna á 2 krónixr. Cacaopulver er bezt hjá Jes Zimsen. SKANDINAVISK Exportkaffl-Surrogat f Kobenhavn. — F- Hjorth & Co. 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 1. ágúst. Ritstj. visar á. Nýreyktur lax fæst í kjötbúð Jóns Þórðarsonar. Yflr 40 tegundir af regnhlífum og sólhlífum, verð frá kr. 1,50 til 12 kr., og um 50 tegundir af göngustöfum, verð frá kr. 0,40 til 3 kr. í verzlun Jóns þórðarsonar, þingholtsstræti 1. Hvergi eins raiklu úr að velja. Margar tegundir aí fínu útlendu brauði eru seld- ar í brauðabúð Bjöi*ns Símonai'sonar 4. Vallarstræti 4. Vagnhjól. Ef þér viljið kaupa vönduð og ódýr vagnhjól, þá komið og skoðið þau á Laugaveg 38. Guðm. Egilsson. SkemtiYagn fæst leigðúr hjá Nic. Bjarnason. Skrautleg sjöl, sem eru hér alls óþekt; sömu- leiðis mikið úrval af slifsum, eru seld í húsi gullsm. Björns Síinonarsonar 4. Vallarstræti 4. F e r 11 i s 0 1 í a hj á Jes Zimsen. T a p a s t befir frá Reykjavik iarpskjóttur hest- nr, 4 vetra gamall, lítið taminn, stór, vak- ur, aljárnaður, eyrnamark: blti aftan hægra, sneitt framan vinstra; ný- keyptur undan Eyjafjöllnm. Hvern sem hitt- ir hest þennan, eða fréttir til hans, bið eg að skila honum til min eða gera mér við- vart gegn borgui'. Reykjavlk 10. júlí 190G. Gisli Þorbjarnarsson. Iunilegt þakklæti færuin viö liérmeö ölinni þeim er sýndu okkur hluttekning við fráfall Hauks litla sonar okk- ar og heiöruðu útför hans með návist sinni og blóm- skrauti. Rvlk 14. júlí 1906. Jensína Matthiasdóttir, Ásgeir Eyþórsson. Takiö eítir! þeir bæjarmenn, sem vilja kaupa þægilega reiðhesta og reiðhestaefni, snúi sár til Indriða Indriðasonar, Vina- minni, Bvík. hiun vinsæli og holli óáfengur Bvaladrykkur, 7 er seldur í stærri og smærri kaupum hjá Birni Símonarsyni 4. Vallarstræti 4.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.