Ísafold - 04.08.1906, Síða 2

Ísafold - 04.08.1906, Síða 2
198 ÍS AFOL D ar ástsældar hans. Taldi beztu horfur á, aS eftirmaður hans, hans hátign Fiið- rik konungur VIII., mundi taka að erfðum sæti föður síns í hjörtum Islend- inga, eins og hann hefði erft mannkosti hans og hamiugjumikið hjúskapar- og heimilislíf. Hann hefði vel byrjað, á þingmannaheimboðinu, er hann væri áreiðanlega frumkvöðull að. Eu það mundi hafa þau áhrif, að laða hugi hvorra að öðrum, konungs og alþingis- manna, til ávaxtarsamrar samvinnu, víkka sjóndeildarhring þingmanna, er þeir kyntust meðal annars hinum miklu framförum, er bræðraþjóð vor hefði tek- ið síðustu 20 árin, sórstaklega í land- búnaði og listum, og eyða misskilningi og misþokka milli þjóðanna, sem væri mjög að kenna ókunnugleika á báðar hliðar. Hinn nyi konungur, sem ræðum. hefði talað við nylega, væri hið mesta ljúfmenni, alveg yfirlætislaus, hámentað- ur maður, með víðtækri þekkingu og viðtækum áhuga á almennum málum. — Nífalt húrra. þá mælti mag. art. G u 5 m. F i n n - b o g a a o n fyrir minni íslands. Heyrt kvaðst hann hafa orð á því haft, að þjóðminningardagarnir væru orðnir leiðinlegir, og að við mundi helzt eiga að raula um þá að kveldi: Síðan fóru seggir heim til sinna kofa Flestir voru fegnir af þeim að fara að sof a En sjálfum oss væri um að kenna, ef svo væri. þann dag gengjum vér upp á sjónarhól og lituðumst um fram og aftur. þá værum vér ekki með sjálfum 088, ef vér sæjum ekki við oss brosa margt fagurt og ánægjulegt úr liðinní æfi landBÍns og ef ekki bæru fyrir oss fagrar hillingar upp af framtíðar- innar landi. það yrði að vísu mörg- um íslending fyrir, er hann kæmi til annarra landa og liti hin miklu mann- virki, sem þar væri að sjá, mikinn auð og hvers konar menning, að hann yrði feiminn fyrir hönd sinnar litlu og fátæku þjóðar. Og þeir væri ekki af lakara tæginu eða óhreinskilnara, er þann veg yrði innan brjósts. Bn er þá niðurlæging, að vera íslend- ingur? Er það ekkert gleðiefni? Frægur heimspekingur hefir sagt, að þá sé manni fulllýst, er svarað er rétt þremur spurningum: 1. hvað er hann; 2. hvað á hann; 3. hvað er hann í annarra manna augum. það er ekki hætt við, að þeim, sem maður er í, takist ebki að afla sér fjármuna, og reynslan, álit annarra, sker úr, hvort heldur of mikið hefir verið úr honum gert eða of lítið. því dómstóll ræður við ra na hvel, sem reynir hvern svikahnút. Hverju svarar þá íslendingur, er að honum veizt í ókunnu landi með lítilsvirðingu vegna smæðar þjóðar hans, ef farið er að honum eins og gert var á Englandi forðum við lík- neski þorláks biskups hins helga, rétt að honum mörbjúga og sagt: éttu mörbjúgað, þú ert mörbiskup? 8ag- an segir, að stirðnað hafi hönd þess, er þann strákskap framdi. Og hafi dautt líkneskið svo miklu um valdið, ætti ekki lifandi manni, ungum, rösk- um íslending að vera um megn, að taka mannlega á móti viðlíka ávarpi. Yæri honum storkað með því, að hann ætti heima í landi, sem lægi »norður við heimskaut í svalköldum sævi« með- al þjóðar, Bem ætti ekkert til, byggi í kumböldum, en engum höllum, ætti sér engin stórmenni, og hefði ekki einu Binni einn ryðgaðan fallbyssuhólk til að hleypa úr þjóðminningardag sinn, þá mundi hann að vísu kannast við, að hið suðlægara land, er viðmæl- andi hans ætti heima í, væri sólsælla og auðsælla, en spyrja í móti, hvort hann eða hans landar hefði skapað sólina og ráðið halla jarðmöndulsins. Sér eignar smalamaður féð. þótt enga eigi hann kindina, — mundi hann svara ennfremur, og benda á, að auðsafnið og mannvirkin, sem hinu væri að stæra sig af, væri mjög að þakka öðrum og eldri kynslóðum. Hann mundi vilja spyrja, hvort hinn gæti bent á aðra þjóð jafnfámenna, er meira lægi eftir. þjóðin þessi hin smáa og lítilmótlega hefði þó lifað þúsund ár og haldið við tungu sinni og þjóðerni, og ætti sér frægar bókmentir. það væri verið að kenna oss, og mikið að því gert, að strika yfir stóru orðin. Eæðum. taldi 088 miklu hollara að vera elikert feim- nir við stór orð, heldur reyna að standa við þau. Hann vildi halda því fram, að réttur mannjöfnuður við aðrar þjóðir væri oss alls ekki hættu- legur, t. d. samanburður á bændastétt vorri og sjómanna við þær stéttir í öðrum löudum. þjóðin væri ódrep- andi, ef hún héldi rétt á kröftum sínum, ef hún neytti allrar orku til að yrkja og verja alt sem gott væri í sálu þjóðarinnar og í þessu landi. Og gleymdi ekki æskunni, æskulýðn- um, er landið ætti að byggja og bæta eftir vorn dag, hinna fullorðnu. Vér ættum að taka upp hér þann þjóð- minningardagSBÍð Norðmanna, að láta börn ganga sér undir merki í broddi fylkingar í hverri bátíðargöngu og syngja ættjarðarljóð vor, gera þau þann veg hjartgróin hinni uppvaxandi kynslóð. þegar skorið var á festina fyrir Guðmundi biskupi góða, er hann vfgði Drangey, vann eigi skálmin á insta þættinum, af því að sá var þaulvígður. Slíkur vfgður þáttur, sem ekkert bit- vopn vinnur á, er ástin á því sem bezt er í þjóð vorri og landi og trúin á það.-------- Sungin voru í þessarar ræðu lok ný Ijóð eftir Guðm. Guðmundsson. íglaDd! ísland! söngva land með sögu’ og IjóO ísland! ísland! Helgum þér vort hjartablóð! Fósturfoldin góða svo fögur, björt og bá, við brjóst þitt hjörtun heitu slá af helgri þrá. :,: ísland! ísland! Set þitt merki’ á himin hátt! Island! Island! Hlusta’ á barns þins hjartaslátt! Trygga, fasta friðinn, vér fáum gegnum stríð, — :,: oss ristir aldrei napurt níð hin nýja tið. :,: ísland! ísland! Slit af þér hvert þrældómsband! ísland! ísland ! Yertu stolt sem sær við sand! Enginn heigulsháttur í hjörtum feðra bjó, — :,: því sérhvert þeirra af sannleiksást með sæmdum sló :,: ísland! Island! Frjálsra vona föðurland! Island! ísland! Æsku vorrar draumaland! Framtið þín sé fögur sem fjöll þín himinblá, :,: er aldrei nokkur skyggi ský né skuggar á! :,: Halldór Jónsson bankagjald- keri mælti fyrir minni Ileykjavíkur. Kvað hana vera heldur illa uppalda stelpu, á marglitum búningi, meðallagi þrifna, með því hana vantaði vatn að þvo sér úr, feður hennar tímdu ekki að kosta til þvottavatns handa henni. Margt vantaði hana og annað, þar á meðal almennilegan söng og hljóðfæra- slátt, mannlífið fúlnaði ult, ef það vant aði — lúðrana hérna hefði bæjarstjórnin kæft í 700 kr. feni —, ekki kynni hún að tala almennilega, skólapiltar og stú- dentar hefði fyrir henni hrognamál. (Ræðum. sór sig sjálfan í þá ætt — tal- aði um að gera kúr, um rúnna hand- leggi, að innprenta o. fl.). Eftir þá ræðu var sungið Reykjavík- tirminni Einars Benediktssonar frá í hitt eð fyrra: Þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband þeir reistu Reykjavik, o. s. frv. Þá mælti cand. theol. H a r a 1 d u r N í- e 1 s s o n fyrir minni Islendinga er 1 e n dis. Hann kvað osa vera orðið helzti tamtað hafa yfir orðþjóðskáldsins: Yér er- umfáir, fátækir og smáir, og samsinna þar með þeirri skoðun stórþjóðanna, að vér værum ekki færir um að halda uppi sjálfstæðu þjóðerni og tungu. En ekki væri alt undir stærðinni komið. Smá- þjóðirnar hefði sitt hlutverk, eins og hinar stærri. Yér værttm og töluvert flbiri en þeir, er þetta land byggja, þar á meðal um eða yfir 20,000 í Vestur- heimi. Að vísu hefði verið ntikil eftir- sjá í þeim burt t'rá fósturjörð vorri; þar væri margur bletturinn, er þarfnaðist mannvits og mannshandar til ræktunar. En hart væri að lá þeim, er ekki gætu sofið áhyggjulausir fyrir örbirgð, þótt þeir leituðu fyrir sór annarsstaðar, eða gengjust fyrir frægðar og frama vott í annari heimsálfu. Það kendi þrællund- ar- og kúgunaranda, að vilja kyrsetja menn heima, og heimskra foreldra hátt- ur væri það, að meina börtmm sínum að fara heiman að; þau væru mörg svo gerð, að aldrei yrðu að manni að öðrttm kosti. ltót það, er komist hefði hér á hugi manna með Vesttuheimsferðunum, hefði eytt óhollu dauðamóki og þröng- sýni. Það væri óvíst, hvort Glúrour hefði orðið svo mikill kappi, sem hann varð, og varið svo vasklega lattd móður sinnar, ef hann hefði aldrei farið utan. En forðast skyldi jafnt fyrir því allar Ameríku ginningar. — Gretti þótti mikið til koma, er Ásdís móðir hans seldi hon- um í hendur sverðið dýra, ættargripinn. Landar vorir vestan hafs hefðu fengið seldan í hendur af móðnr vorri og þeirra eigulegt sverð, ættargrip, þar sem væri tunga vor ög bókmentir, og þeir hefðu sýnt, að þeim þætti vænt um það og að þeir hefðu allan vilja á að halda því óryðgttðu. Með því að beita því vask- lega héldu þeir við þjóðerni sínu og forðuðu því frá að sogast niður x þjóða- hafið og farast í hringiðu annarlegrar þjóðmenningar. Þeir haldi uppi íslenzk- utn blöðum og tímaritum, ísl. kirkju og ísl. mentastofnun. Og íslenzkan söng heyrum vér hingað alla leið þaðað, með alís- lenzkunt hreirn, meðal awnars nú nýlega frá öðrum eins Ijóðasnilling og Stefáni G. Stefánssyni. Menn geta verið góðir synir ættjarðar sinnar, þótt heima eigi í Amer- íku. Oss geti í rauninni enginn bagi verið að eiga þar útbú, sem geri þjóð vora fjöl- mennari, efnaðri og mentaðri. Annað útbú eigum vór í Khöfn; og hvað sem um það er sagt, verður því eigi neitað, að þar h e f i r verið einn fegursti gróðrarreitur íslenzkrar tungu og íslenzkrar menningar. Þar h a f a átt heima margir hinir þjóðræknustu og atkvæðamestu skörttngar, er vér höfum átt. Þar hefir verið ríkastur ylurinn í ljóðum skálda vorra; þar hefir bergmál þeirra Ijóða verið hvellast. Hvergi hafa synir fósturjarðar vorrar unnið að því af meiri alúð, að raða perlum í kórónu moður sinnar. Lógaðu eigi landinu, þótt þröng- vað verði kosti þínum, sagði Glúmur við móður sína að skilnaði. Sama metn- að hafa landar vorir í Khöfn enn fratn- á þennan dag í fremsta rnæli. Engum væri annara en þeim um, að ekki væri gengið á rótt landsins. Það sannaðist a þeim,sem skáldið kvað (J. H.) að »góð- ur sonur gettir ei séna« o. s. frv. Enn eigum vér fegursta kvistinn á meið ís- lenzks þióðernrs þar suður í Khöfn. Annað mál væri það, hvort nú væri ekki kominn tími til að færa útbúið það heim. Það mundi meðal annars geta Reykjavík ríkari að andlegum auð. Einhvern tíma kæmi að því, að móðirin kveddi syní sína heim, skoraði á þá að duga sér h é r, líkt og segir í kvæði, er ræðutn.- hafði borist nýlega í hendur: Á hverju vori ber á bárum sinum blærinn að heiman kveðju góðrar móður- kveðjuna þá, að sérhver sonur góður svifta vilji' af þér mæddri viðjum þinum.- Þ á tráum við svo vart á gamlan vana, að varla muni lýsa’ af fegra degi, að forlög þessa lands sé, að það eigi að eiga skjól við tungurætur Dana. Það heldur uppi brostnum bogastreng, og biður, eins og Guunar dreyrastokkinn.. að strenginn bæti hollvin sér við hlið. Og það á margan vænan, vaskan dreng. Hver vill nú fyrstur neita því um lokkinn,. þegar það kallar: Lif mitt liggur við? Niðurlagsárnaðaróskir ræðumanns tií handa íslendingum erlendis var tekið undir með níföldu húrra, og því næst sungið: Eldgamla ísafold. Loks mælti síra Matthías Joch- u m s s o n skáld fyrir minni kvenna,- fjörugt og skemtilega, og var sungiS eftir: Fósturlandsins freyja. Fyrir g 1 í m u r fekk Jónatan Þor- steinsson söðlasmiður fyrstu vei'ðlaun,- 10 kr. og heiðurspening úr gulli; Hall- grímur Benediktsson (að norðan) önnur, 10 kr. og heiðurspening úr silfri; og Guðm. Guðmundsson verzlunarmaður (hjá Zimsen) þriðju, 10 kr. Glímumenn voru 17, allir úr Reykjavík, ixr Glímufólaginu og stýrði glímunum formaður þess, Pétur Jónsson blikksmiður. — Jónatan hefir hlotið verðlauix oft áður. K a p p h I a u p voru þreytt á þar til ætluðu svæði á Landakotstúninu. En- þau munu hafa verið heldur ómerkileg. T o m b ó 1 a var haldiu í sambandí við þjóðhátíðina á hátíðarsvæðinu, til ágóða fytir Barnahælið, og munu hafa hafst saman nær 1 £ þús. kr. Hátíðinni lauk skömmu fyrir miðnætti,- rneð flugeldum, sem lítið kvað þó að. Tíðarfar. Góður þerrir hefir verið hér þesss* viku þangað til í dag, að er töluverð rigning. Töður hafa náðst í þeim þerrJ' kafla. Snjóað hafði ofan í miðjar hlíðar á Austfjörðum í kastinu, sem gerði uiö' miðjan f. mán. Sinjör fyrir 100,000 kr. kvað kaupmaður einn í Danmörku hafa pantað héðan frá rjómabúunum' sunnlenzku, og lagt það fé hér í banka fyrir fram. Gestur í Hæli Einarsson er að safna smjörinu þessa dagana austur um sveitir. Boðið fyrir það eins og þa® selst á Englandi, að kostnaði frádregnum.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.