Ísafold - 08.08.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1906, Blaðsíða 2
ÍS AFOLD Stjórumálaviötal danskra þingmanna og íslenzkra. Um það höfum vér fengið þessa skýrslu frá nokkrum þingmönnum, þeim er í utanförinni voru: A leiðinni til Iíaupmannahafuar var á ÍÍOTNÍU haldinn stjórnmála-samtals- fundur af öllum þingmönnum, samkvæmt áskorun Þjóðræðismanna og Lögkéttu- manna, til þess að ræða um, hvernig nota ætti ferðina til að hreyfa stjórnmála- kröfum Islendinga, er kemur til sam- bands Islands og Danmerkur. Urðu menn þar — að minsta kosti Þjóðræðis- menn og LöGBÉTTU-menn — sammála um, að krefjast þess, að stöðulögin frá 2. janúar 1871 væru endurskoðuð, og jafnframt tekin fram /ms atriði, sem menn urðu ásáttir um að breyta skyldi, og enn fremur að hin nvju lög skyldu lögð bæði fyrir alþingi og ríkisþingið til samþykkis. — Sameiginlegu málin skyldu upp talin í lögunum, tillagið úr ríkissjóði útborgað í einu lagi með höf- uðstói o. s. frv. Enn. fremur skyldi farið fram á, að nafn íslands væri tekið upp í titil konungs, með því að slíkt mundi geta aukið virðingu landsins gagnvart öðrum þjóðum. Af stjórnarmönnum og Lögréttu- mönnum var því þó fastlega haldið fram, að ekki mætti, fyrir kurteisi sakir, hreyfa þessum málum opinberlega, t. d. við peðuhöld, heldur að eins skjóta þessu fram í samræðum við sessunauta sína af Dana hálfu, og ráðgjafinn tók það fram í fundarlok, að alls ekki gæti átt við, að géra sendinefndir á fund danskra stjórnmálamanna í þessum ■ erindum. Þessu mótmæltu þó stjórnarandstæðing- ar, og kváðust taka ifyp á sig alla ábyrgð á, að hreyfa þessum málum á hvern þann hátt, sem þeim virtist bezt henta, nema hvað þeir kváðust ásáttir um, að hreyfa ekki stjórndeiluatriðum í •skálarræðum þeim, er haldnar kynnu að verða, en þær yrðu þá líka hins vegar að vera þannig orðaðar, að ekkert væri móðgandi fyrir neinn þingflokk. Þegar til Danmerkur kom, var svo þétt á skipað hátíðahaldi óg ferðalögum, að varla virtist unt að fá nokkurn tíma til þess að ná dönskum r/kisþingmönn- um til samtals í næði; en óhætt er að segja, að stjórnarandstæðingar gerðu sér alt far um, að nota hvert tækifæri til samtals við þá, sumpart á ferðum á járnbrautum, og sumpart með því, að stefna ymsum flokksleiðtogum og öðr- um málsmetandi mönnurn t.il viðtals sérstaklega. Jafnframt skrifaði og S k ú 1 i ritstjóri Thoroddsen grein í blaðið Politikbn, þar sem hann sk/rði fiá kröfum íslendinga frá sjónarmiði stjórnarandstæðinga, sem sé: endurskoðun stöðulaganna, er samþykt yrði bæði af alþingi og ríkisþingi, og að danskir ráðgjafar hefðu e n g i n afskifti af ís- lenzkum sérmálum, í^endingar yrðu látnir einir um, að ráða fyrirkomulaginu á sérmálastjóru sinni, eftir eigin geð- þótta, o. s. frv. Fyrir hönd stjórnarandstæðinga höfðu þeir s/slumaður J óh. J óhannesson, S k ú 1 i ritstjóri I' li o r o d d s e n og dr. Valt/r tíuðmundsson sérstaka samtalsfundi við flokksforingja jafnaðar- manna, hinna óháðu vinstrimanna og miðlunarmanna, jafnframt því, er þeir töluðu einstaklega við ymsa af hinum helztu mönnum í flokki hægrimanna, með því að atvikin leyfðu eigi, að flokks- stjórnin sjálf gæti átt. samtalsfund. — Tóku allir þessir flokksleiðtogar mál- um vorum yfirleitt vel, og kváðust hlyntir endurskoðun stöðulaganna með fullum atkvæðisrétti bæði ísiendinga og Dana, en álitu hins vegar, að naumast mundi unt að finna aðra leið til að losa sérmálastjórn vora við ríkisráðið en að taka upp hjá oss landsstjórafyrirk'omu- lagi, með sérstöku iandsráði, enda kom og sama fram í grein, sem fólksþingis- maður dr. B i r c k skrifaði nm málið í blaðið Nationaltidende um það leyti, er þingmenn komu til Kaupmannahafnar. Hinir sömu þrír menn höfðu og gert ítrekaðar tilraunir til að fá .foringja stjórnarliðs Dana (umbótaflokksins) til samtalsfundar, og komst jafnvel svo langt, að búið var að ákveða, hvenær hann skyldi haldinn, en þegar á átti að herða, þótti þeim /sjárvert að ræða málið við stjórnarandstæðinga eina sér, eri kváöust fúsir til þesp, ef fulltrúar úr stjórnarliðinu íslenzka tækju þátt í sam- talinu. — Gripu þá stjórnarandstæðingar til þess úrræðis, að fá hina dönsku þingmenn til að stefna til almenns sam- talsfundar meðal allra ísl. þiugmanna og þeirra ríkisþingmanna, sem kosnir höfðu verið til að vera með þeim á ferð- um í Danmörku, og studdu Lögbéttu- menn að því sama, og stjórnarliðið í heild sinni varð því þá og sinnandi. Þessi fundur var haldinn 1 þinghiísi Dana að morgni dags hins 29. júlí. — Á þeim fundi töluðu af íslendinga hálfu : Lárus Bjarnason, Yalt/r Guð- mundsson, Guðmundur Björns- son, og Skúli Thoroddsen; G u ð 1. Guðmundsson og Þór- hallur Bjarnarson gerðu og nokkrar stuttar athugasemdir. Allir ræðumenn forðuðust að láta nokkuð bera á nokkrum ágreiningi þeirra á meðal, svo að kröfur þeirra kæmu fram sem einróma álit alþingis og Islendinga gagn- vart Dönum. Jafnvel um »undirskrift- armálið« tóku stjórnarliðar það fram, að það væri æskilegt og mundi gleðja íslendinga, að fá leiðréttingu á því, þó að sumir þeirra létu í Ijós, að »undir- skriftin« hefði að eins formlega þyðingu. Af hálfu Dana töluðu forsætisráðgjaf- inn, J. C. Christensen, dómsmála- ráðgjafi A 1 b e r t i og fólksþingsmenn- irnir Anders Nielsen (stjórnarliði, formaður umbótaflokksins), / a h 1 e (óháður vinstrimaður, formaður þess flokks), og Harald Jensen og P. K n u d s e n (jafnaðarmenn). Forsætis- ráðgjafinn kvaðst ekki geta að svo stöddu gefið nein ákveðin loforð, en kröfur vorar skyldu verða atbugaðar og þeim tekið með fullkominni velvild og sanngirni. Að útborga ríkissjóðstillagið með höfuð- 8tól mundi naumast miklum erfiðleikum bundið, og sama virtist uppi hjá hon- um um endurskoðun stöðulaganna yfir- leitt. En mikil tormerki taldi hann á því, að breyta titli konungs, og tilgreindi rök fyrir þvi. I einni af ræðum sínum gaf hann og í skyn, að verða mætti, að leiðrétting fengist á »undirskriítinni« við næstu ráðgjafaskifti, en ráðgjafinn, sem nú er, yrði að sitjat við gömlu »undir- skriftina«, unz íslendingar sjálfir steyptu honum úr völdum. Þeir, sem töluðu af hálfu hinna óháðu vinstrimanna og jafnaðarmanna, vildu aftur vinda bráðan bug að því, að sinna kröfum Is/endinga, og gerðu jafnvel til- raun að fá það þegar samþykt á fund- inum, en fundarstjóra (foifseta fólks- þingsins, Anders Thomsens, úr stjórnar- liðinu) þótti ekki við eiga að atkvæða- greiðsla færi fram, með því að ekki væri viðstaddur nema nokkur hluti ríkisþing- manna, og varð þvi ekki úr neinni at- kvæðagreiðslu; en fundurinn endaði með húrrahrópi fyrir góðri samvinnu og góðu samkomulagi meðal Islendinga og Dana. Lárusar-málaferliu. Það er síðast frásagnar af alltíðum málaferlum út af háttsemi Snæfellinga- yfirvaldsins, að hann var í fyrra dag dæmdur í landsyfirétti í 4 málum í senn, í 6 0 k r ó n a s e k t í einu þeirra (eða 15 daga einf. fangelsi) auk máls- kostnaðar, en 3 0 k r. m á 1 sk o s t n- a ð í h v é r j u hinna. Fyrsta málið, millr hans og síra Helga Árnasonar í Olafsvík, hefir ekki gengið þrautalaust. Það var höfðað fyrir 3 árunr og Lár- us sektaður þá í héraði um 80 kr., en þ&nn dóm og alla aðferð málsins dæmdi landsyfirétturinn ómerkt fyrir einhverja smáyfirsjón *dómarans (Halldórs heit. Bjarnasonar syslumanns.) Þá var það tekið upp aftur og dæmt af n/ju í héraði á áliðnum vetri 1905, af stjórnarerindreka Guðm. Eggerz, en þanti dóm dæmdi landsyfirréttur ómerk- an í fyrra haust og vísaði málinu heim aftur til nyrrar dómsáleggingar. — N/nefndur settur héraðsdómari hafði vísað málinu frá fyrir þá sök, að stefndi, Lárus s/slumaður, hefði eigi farið út fyrir ávítunar- og aðfinningarrétt sinn sern yfirvald, er hann brá fyrir sig umstefndum meiðyrðum um síra Helga — því hafði L. haldið fram —; en landsyfirréttnr sagði það vera s/knu- ástæðu, ef rétt væri, en ekki frávísunar. Setudómarinn fór þá enn á stúfana og dæmdi málið að efni til, úr því að ekki mátti frávísa því. Þá s/knaði hann Lárus af öllum kærtim og kröfum andstæöings hans, Helga prests, en lét málskostnað falla niður. Það var þessi nvi heraðsdómur, frá 30. nóv. f. á., sem landsyfirréttur end- urskoðaði í fyrra dag, með þeim árangri, að Lárus var nú loks s e k u r dæmdur, svo sem fyr segir. Meiðyrðin, þessi sem Lárus er nú sektaður fyrir, lét hanti úti á s/slunefnd- arfundi. Hann sætti því færi, að síra H. A. leitaði máls um lausn frá hrepps- nefndaroddvitastörfum, og tjáði syslu- nefndinni, að hann hefði »syht af sér óhl/ðni, vanknnnáttu og trassaskap, er bakað hefði hreppnum tilfinnanlegan skaða og jafnvel farið með ósannindi«. Þetta birti hann því næst á prenti, í sysjunefndargerðunum. Ekkert af þessu segir yfirréttur að stefnda (Lárnsi) hafi tekist að sanna, »þótt hann hafi gert sér ítarlegt far um það;« »allar skyrslur málsins lúta að því, að áfryjandi« (síra H. Á.) »hafi verið samvizkusamur og ötull hrepps- nefndaroddviti«. — — — Auk fyrnefndrar sektar, 60 kr., dæmd- ist á áfryjanda (Lárus) allur málskostn- aður fyrir báðum dómum, eins og málið hefði ekki verið gjafsóknarmál, þar á meðal málssóknariaun til hins skipaða sækjanda fyrir yfirdóminum, Odds Gísla- sona% £0 kr. Tildrög næsta málsins, milli Alexand- ers E. Valentínussonar, hreppsnefndar- manns í Ólafsvík, ogLárusar (ásamt ráðgj. fyrir landssjóð hönd) var sakamálshöfð- un gegn honum og 3 hreppsnefndar- mönnum öðrum fyrir það, að þeir höfðu krafist þess, að Lárus viki úr dómara- sæti, af því að hann hefði ásamt s/slunefndinni í Snæfellsness- og Hnappa- dalss/slu komið til leiðar og ályktað ólögmæta sakamálssókn gegn þeim, »þrátt fyrir það þótt honum væri með öllu alkunnugt, að við værum saklausir«. Fyrir þetta hafði Alexandir verið dæmd- ur í landsyfirrétti 6. nóv. f. á. í 20 kr. sekt, og til að greiða ásamt 2 samnefnd- armönnum sínum s/4 málskostnaðarins. S/slumaður (Lárus) lét birta honum og þeim fólögum dóminn þriðja f jólum og ritaði síðan skömmu eftir n/ár (9. jan.) fjárnámsskipun, er framkvæma skyldi »þegar í stað«, ef hinir dæmdu gnjiddu eigi málskostnaðinn. Hreppstjórf gerði það. En fullnægingarfrestur dómsins, 8 vikur, var hvergi tiæri liðinn, — það þurfti að flyta sór þessi ósköp —; og áfr/jaði Alexander því fjárnámsgerð- inni til ómerkingar og til þess að fá sér dæmdan málskostnað, annaðhvort hjá ráðgjafanum fyrir landsjóðs hönd, eða sj^slumanni, eða báðum í sameiningu. Fjárnámsgjörðina hafði Lárus sjálfur ónytt, er hafinn var málarekstur út af henni og hann áttaði sig á vitleysunni. En landsyfirrétturdæmdi hann þó í 30 kr. málskostnað. Að öðru leyti syknaðí hann þá báða, ráðgjafa og syslumann, með því áfr/jandi (Valentínus) hafði eigi uppl/st, að hann hefði beðið neitt tjón af fjárnáminu, meðan það stóð. Þriðja málið var milli Lárusar og Bjarna Sigurðssonar hreppsnefndarmanns, ‘alveg eins undir komið eins og hitt við Alexander, og fekk sömu afdrif. Og í fjórða málinu átti Lárus við- Sigurbjörn Guðleifsson hreppsnefudar- mann, með sömu málavöxtum og sömu afdrifum. Fimta málið, sem margnefnt yfirvald' er við riðið, var og dæmt eigi alls fyrir löngu í landsyfirrétti (2. apríl), tíundar- svikamálið á hendur vini þess, síra Helga Árnasyni í Ólafsvík. Það stóð mikið til, þegar það var höfðað. Stjórn- arblöðin hlökkuðu drjúgum fyrir fram yfir væntanlegum glæsilegum »heimastjórn- ar«-sigri: að þar yrði einum meiri háttar stjórnarandstæðing komið á kné. Ett heldur varð þar lítið úr högginu sem hátt var reitt. Síra Helgi hafði dregið frá í tíundarframtali eitthvað af föstum umboðskúgildum, áleit sér ekki bera að greiða af þeim t/und. En það sannað- ist í málinu, að hann hafði »sk/rt hrepp- stjóra greinilega frá (þeim) kúgildafrá- drætti sínum og með því móti lagt á’ vald hans að leiðrét(a tíundargjörðina«r sem hreppstjóri gerði ekki. Tíund áleit þó bæði héraðsdómur og yfirréttur að prestur liefði átt að greiða af umrædd- um innstæðukúgildum, hún nam 3—4 kr. alls á 3 árum, og dæmdi hóraðsd. hann í allan málskostnað, en enga ábyrgð- ella. Landsyfirréttur breytti dómnum þaðr að hann lét 8/4 málskostnaðarins koma á landssjóð, en J/4 að eins á síra Helga. S v o glæsilegur varð »heimastjórnar«- sigurinn sá : landssjóði bakaður að þarf- lausu eigi alllítill kostnaður, — stjórnar- erindrekinn, Guðm. Eggerz, var marga mánuði að vasast í þeim málum, auð- vitað með góðfúslegri handleiðslu hins reglulega yfirvalds. Að þarflausu var það gert vegna þess, að síra H. hafðí frá upphafi verið boðinn og búinn til' að greiða tfundina, ef svo þætti vera eiga. Mislingar hafa gert vart 'við sig nylega við Eyjafjörð, bæði á Akurej’ri og víðar, Stungið sór niður í stöku húsi. Hafa fluzt frá Færeyjum. Er svo að ' heyra að hömlur hafi verið lagðar fyrir að sj'kin færðist út. Alt er undir því komið, að dyggilega sé rækt sú Jaga- skylda, að segja jafnan til þegar í stað sérhverra grunsamlegra veikinda. Sam- göngur eru svo tíðar orðnar nú millí landa, að aldrei er hægt að ábyrgjast, að sóttnæm veikindi berist ekki tií j landsins, þá er minst vonum varir. Norskir konsúlar. Björn Guðmundsson kaupmaður í Reykjavík er skipaður aðalkonsúll Norð- mauna hér á landi. Ennfremur 3 undirkonsúlar: Pótur A. Ólafsson verzlunarstjóri á Patreksfirði; Friðrik Kristjánsson banka- stjóri á Akureyri; Stefán Th. Jónsson kaupmaður á Seyðisfirði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.