Ísafold - 08.08.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.08.1906, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 203 i Aí þingmanna-utaiiföriniii á ísafold von á dálitlum fréstapistlum innan skamms, frá einum þingmann- inum, um það, er e k k i segir frá í blöðunum (dönsku), sem full eru af frá8Ögnum um það, er talað var, étið og drukkið í veizlunum, og hvað lítið sem þingmenn hreyfðu sig, langt eða skamt, svo og förunautar þeirra um Danmörku, viðlíka margir ríkisþing menn úr báðum þingdeildum. Pistlar þeir verða um hitt og þetta annað, er fyrir augu bar eða eyru, og almenningi hér á landi getur orðið gagn að eða garnan. En það er í stuttu máli af því ferða- lagi að segja, að ekkert var til sparað, að landanum fyndist til um stórmann- lega gestrisni og eftir því hugvitsam- lega, og frámunalega alúð. Enda er mælt að kostnaðurinn fyrir ríkissjóð einan muni nema 100,000 kr. f>ar í 30,000 kr. til flutniogs þingmanna fram og aftur á s/s Botnia. En þar við bætist það sem bæjarsjóður Khafnar ko8taði til og ýms félög eða einstakir menn. Ríkisþingmenn fylgdu alþingismönn- um út f Eyrarsund og gáfu þeim að skilnaði drykkjarhorn forkunnarfagurt, gert af hinum mesta hagleik og list. Hver annari snjallari voru tölur þær flestar eða allar, er fluttar voru af Dana hálfu í hinum miklu heimboðum. En upp og niður hjá landanum; máttu varla tilkomuminni vera en þær voru hjá sumum þeirra. Það voru stjórnar- menn einir, sem fyrir þeim voru látnir hafa. Hinir leiddu sinn hest þar frá alveg, þ. e. þjóðræðismenn. Höfuðveizlurnar og fjölmennustu voru voru 3: ríkisþingsveizlan í Oddfellov- höllinni 22. júlí, konungsveizlan í Amal- ienborg (ekki Fredensborg) 28. júlí, og loks bæjarstjórnarveizlan í bæjarstjórn- arhöllinni 29. júlí, daginn áðnr en þing- menn lögðu á stað heimleiðis. í þessum veizlum öllum voru mörg hundruð manns (300—450) t'lest hið mesta stór- menni í Khöfn. Raflýsing’* Guðm. læknir Hannesson segir frá meðal annars í sínum fróðlegu ferða- pistlum frá Danmörku (í Norðurl.) raf- lýsing í þorpinu Aars á Jótlandi, þar sem heima á landi vor Stefán Stefáns son læknir, er G. H. heimsótti. f>ar er hvergi rennandi vatn nærri, og er þó bærinn allur raflýstur, úti og inni. En hann erminni en minstu kaupstaðirn- ir hér, ekki nema 900 íbúar. f>ó hefir hann gert það alveg af sjálfs sín ramm- leik, að koma þar á raflýsing og sjá bæjarbúum jafnframt fyrir hreyfiafli á vinnuvélar. Gert það með sarna ráð inu og Danir nota til flestra fram- kvæmda: ítölufélagsskap. Diesel-motor knýr rafmagnsvélarnar. |>að er steinolíu-gangvélin, sem lýst er í ísafold 25. apríl þ. á. og Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur legg- ur einmitt til að notuð sé hér í Reykja- vík til raflýsingar og til að knýja vinnu- vélar. f>essi Diesel-motor í Aars hefir 25—30 hesta afl og getur séð fyrir Ijósi á 600 lampa. Hann hefir kost- að 10 þúsund kr., en lýsing þorpsins ineð öllum útbúnaði 25 þús. |>etta ber sig mikið vel. Trésmiður gætir gangvélarinnar í hjáverkum sínum fyrir 300 kr. ársþóknun og ókeypis afnot hennar til að hreyfa smíðavélar sínar. það lætur nærri eftir þessu, sem hr. H. G. áætlar, að hér í Rvík þurfi afls- uppsprettu með rúmra 300 hesta afli, með því að bærinn þessi er 10 sinn- um stærri en Aars. Hann segir að duga muni 2 vænir Diesel-motorar. £eir kosta aðeins 7 sinnum meira en aá f Aars, ebki fullar 70,000 samtals. Slíkar vélar hafa 2 mikla kosti fram yfir gufuvélar, auk þess sem þær eru þó nókkru ódýrri: 1., eldiviðareyðslan er 3—4 sinnum minni, með því að hafa má í þær hina óvönduðustu, óhreins- aða steinolíu; 2., stjórn þeirra eða gæzia er mjög vandalítil, ekki of vaxin viðvaning eða liðlétting. — — Er það nú annað en frámunalegt framtaksleysi og áræðisleysi, að höfuð- staður Islands er í þssu eftirbátur um- komulítils þorps f Danmörku, smábæ- jar, sem stendur að e n g u leyti bet- ur að vígi, nema síður sé?* Með vélarbát nýjan komu 3 menn beina leið frá Svíþjóð hingað á sunnudagskveldið, reykvískur skipstjóri: þórarinn Guð- mundsson frá Ánanaustum, og 2 íofirð ingar, Karl Love og Sturla Eriðrik Jónsson. þeir voru ekki nema 9 daga á leiðinni, frá Smagen, nokkuð fyrir norðan Gautaborg. þeir segjast mundu ekki hafa verið nema viku, ef þeir hefðu ekki hrept storm, sem varnaði þeim að ná í olíu á vélina á 3. sólar- hring — treystust ekki að opna lest ina í því skyni á meðan; fóru þá fyrir seglum eða létu reka á reiða. Báturinn hefir annars 7 mílna hraða, fyrir steinolíuvélinni (motor); hún hefir 16 hesta afl. |>að er Alfa-vél. Hann er nær 20 álnir á lengd, 7 á breidd. Ristir 5 fet. Ér 6 smál. nto. en um 12 brto. J>eir eru 4, sem bátinn eiga f félagi, Helgi Sveinsson bankastjóri, Karl Love fyrnefndur og 2 aðrir. Tveir einir héldu þeir áfram ferðinni f gær á bátnum til ísafjarðar, Karl Love og Sturla. Bjuggust við að verða 26—30 klstundir. |>eir voru 20 daga að komast héðan til Svíþjóðar, á gufuskipunum (Cere3 o. fl). Meira en helmingi lengur en hingað þaðan. Alveg ótrúlega ört hefir vélarbátnm fjölgað við ísafjarðardjúp sem víðar á örfáum missirum. |>eir eru orðnir 80 —100 í veiðistöðunum Bolungarvík, Hnífsdal og á Skutulsfirði (kaupstaðn- um). Þeir byggja út á skömmum tíma róðrarbátum til fiskjar, og líklega einn- ig minni háttar þilskipum. Meira að segja líklegast, að steinolíugangvélar fari að þykja ómissandi í allar segl- skútur, til þess að geta fært sig til á fiskimiðum í logni og komist ínn og út af höfnum (hjálparvélar). Verðið á algengustu . vélarbátum er 1500—4000 kr. J>eir eru þá með 2—8 hesta afli. þessi, sem nú kom frá Svíþjóð, með, 16 hesta vél, mun kosta um eða yfir 700C kr. J>essi skjóta viðkoma vélarbátanna er auðvitað þvf að þakka, hve vel þeir þykja hepnast. J>eir eru ákaflega fólk- sparir og aflinn fljóttekinn. S/s Ceres (Gad) er ókomin enn; átti að koma í gær, og ekkí að standa heitt við í Færeyjum, skila þar að eins póstsendingum. Franski sendiherrann í Kaupmannahöfn, P. M. C r o z i e r, kom hingað á sunnudaginn með franska herskipinu, sem hér hefir strandgæzlu; það sótti hann til Leith, eftir fyrirskip- un í Marconiskeyti. Það fer með hann aftur til Leith og leggur á stað í nótt. Þetta ferðalag sendiherrans kvað vera kynnisför og ekki annað. Fórn Abrahams. (Frh ). — J>að er satt að vísu, aðKaffarverða dálítið óstýrilátir, þegar þeir fá að vita, að þið hafið engar" byssur framar; þeir skemta sér óefáð eitthvað við konur ykkar og dætur; en slíkt verð- ur oft á sæ og þið skuluð eigi vera að kvarta. J>að samir illa karlmenn- um. Hí, lií, hf! lagsmaður sælí, þú ert ekkert glaður í bragði, þér líkar ekki þessi saga. Nú, það undrar mig eigi að þú hrukkar augabrynnar og uístir tönnum;en þú ert þó ekkjumað- ur og átt ekki eftir nema hann ísak litla. Hvern skrambann koma þér þá við smáglettur Kaffaskrílsins ? J>að var með óvenjulegum herkjum að van der Nath hepnaðist að sökkva reiði sinni. Og til þess að freistnin að grípa til ofveldisverka yrði eigi ofsterk, sueri hann sér undan, því ekki þurfti hann nema að líta snöggvast framan í Blenkins, er gljáði af viský og afskræmdist af hatri, til þess að hann mÍ8ti valdið yfir sjálfum sér; hann fann, að sér riði á umfram alt að hafa hemil á sjálfum sér. Hann þóttist vita, að Blenkins gengi það til aðallega, að láta hann hlaupa á sig. — Já, Abraham minn sæll! J>etta er lagið í hernaði. En það var eigi um það mál sem eg vildi tala við þig. Svo sem þú víst skilur, þá á eg annað erindi. Hyggur þú svo sem, að eg sitji hérna xnasandi til þess eins, að auka þér ánægju? J>að er misskilningur, lagsmaður, heldur mikill misskilningur. I sannleika sagt er mér öldungis sama hvað þú hugsar og heldur, eg er hérna til að skemta sjálfum mér og koma fram hefnd. Hann lamdi hnefanum fast í borðið og tók þetta upp með þeim svip ögr- andi mannvonzkii, að van der Nath varð ennþá tortryggari og ásetti sér að auðsýna enn meiri varkárni — Að koma fram hefnd, heyrir þú það, Abraham van der Nath.--------- Koma fram hefnd; þú hefir sparkað f mig og ógDað mér með nykurskinns- keyrinu ; það krefst dæmafárrar hefnd- ar. Eg hefi beðið lengi; en nú skaltu taka út gjöld þess, að þú gerðir það < áheyrn bæði hvítra manna og svartra, að kalla mig þjóf. Nei, kunningi, mað- ur kallar eigi frjálsan mann þjóf, nema hann hafi í höDdutn auðsæjar og ómót- mælanlegar sannanir, en þú hafðir ekkert þess kyns. Van der Nath horfði beint í augu hans og sagði með greinil6gustu fyrir- litningu: — J>jófur! Blenkins spratt upp af stólnum og öskraðiíæði: Segðu það aftur, segðu það einu sinni enn, ef þú þorir! — Kallaðu á þá inn, þessa sex menn, sem standa þarna úti; eg skal hafa það yfir aftnr f viðurvist þeirra, ekki einu sinni, heldur tíu sinnum. Blenkins þaut alt í einu til dyranna og fálmaði eftír hurðarhúninum. Hann var náfölur af heift; nefbröddurinn einn var rauður og vottaði »veikleik manusins og styrkleik*. 1 blindum ofsa Bfnum fann hann eigi húninn undir eins, og það atvik veitti honum ráðrúm til að verða rólegri og beindi þessu einkennilega samtali í nýja stefnu. Hann stundi þungan nokkrum sinnum, ypti öxlum og hló fllmannlega. — Nei, sagði hann, nokkuð hátt; það er engin þörf á að kalla á vitni, eg tala helzt án áheyranda við þig Abrabam, he, he, he,! J>ú ert eigi svo heimskur, en leikur samt ekki á mig. Umbreytingin, sem á honum varð, var svo gagngerð, að van der Nath spurði sjálfan sig ósjálfráttt, hvort þessi skepna, er sneri nú við með hægð og nærri því skreið aftur í sæti sitt við borðið, væri sami maður og stóð rétt áður við dyrnar í tryllings ofsa. — Nú, sagði hann aftur í sama háðslegum róm, sem hann hafði ásett sér að halda, er hann sá hvílíka yfir- burði ofsabræði hans veitti hinum manninum. Eg vil þér ekkert ilt; það skaltu fljótt fá að heyra. Ojá, gamli Abraham, þú ert löngum upp- stökkur að lundarfari, en eg vorkenni þér; sigurvegarinn á einmitt að reyna ávalt að sýna hinum sigruðu nokkurt umburðarlyndi. J>ið eruð minni mátt- ar en við, góðir hálsar. J>ið eruð komn- ir svo djúpt niður, að þið komist aldrei upp framar. J>ið Búarnir hafið verið nokkuð drambsamir, en við skiftum okkur eigi af smámunum. Hann settjst niður hlæjandi, rétti frá sér fæturna og klóraði sér hugsandi í rautt nefið. — Hvernig á eg nú að byrja? spurði hann í lægra róm. Jú! nú veit eg það. Til þess að þú skiljir mig vel, hverf eg spölkorn aftur i tímann. Hér um bil til þess tíma, er þú sparkaðir í mig, -Abraham. Sonur þinn sá það, Piet Muller var einnig viðstaddur, biblíu- málsþvoglarinn van Delft gamli var í nánd, tveir aðrir af ykkur sáu þáð einnig og tveir auðvirðilegir Kaffar hlógu dátt að hvíta manninum, sem fleygt var út á sléttuna einmana og yfirkomnum. Já, eg var sannarlega eigi mjög glaður á þeirri stundu; en eg hét sjálfum mér þvf, að koma fram hefDd á Abraham van der Nath. Mér finst til um ómótmælanlegan vaskleik minn f þá átt. Blenkins horfði upp í loftið með ranghvolfdum augum, og andlit hans lýsti ánægju með sjálfan hann. — Heyrðu, kunDÍngi! van Delft er húsnæðislaus, Muller er dauður og nú ert þú næstur. Van der Nath hrökk upp við það, að Blenkins sló hnefanum grimdarfast f borðið; hann grunaði, að Blenkins byggi yfir einhverju, sem hanu ætlaði fyrir sér. Alt til þessa hafði hann haldið, að skrum þorparans hefði verið spunnið saman eingöngu af illgjarnlegri löngun til að særa og móðga, og því hafði hann svo lítið skeytt orðum hans. Hann varð ósjálfrátt niðurlútur, og starði dapurlega fram undan sér. Ostar eru beztir í verzlun Einars Árnasonar Telefón 49. lirúnn hestur tapaðist úr Hafnarfirði 23. júli, mark: bvatrifað li., litill, vabur, óafrakaður; ættaður úr Húnavatnssýslu. Hver sem hitta kynni hestinn, geri svo vel að gera Guðjóni Sigurðssyni á Ottarstöð- um viðvart. Víravirkisnaela með þremur laufum, hefir tapast á götum hæjarins. Skila má í afgreiðslu ísafoldar. Tapast hefir grár sumarfrakki, merktur B. 0., á leiðinni inn að Elliðaánum. Finn- andi vin6amlega beðinn að skila i Yestur- götu 26 A, niðri. Öllum þeim, sem með návist sinni og ann- ari hjálp heiðruðu jarðarfor Bjarna sál. Jakobssonar snikkarar, flytja hér með inni- legasta þakklæti börn oy vandamenn hins látna. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að móðir min Sigurveig; Benedikts- 8011, andaðist á heimili minu (Grjótag. 5) þ. 6. þ. m. Jarðarförin fer fram þriðjud. 14. þ. m. og hefst kl. 12. JúIía Norðfj ö rð. Iltgerðannenn, munið eftir að vátrygging á allri út- gerð þilskipa ásamt væntanlegum afia fæst i Suðurgötu 7. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.