Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 1
SCemur át ýmist einn einni efJa •stvisy. í vikn. YerÖ irg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/í doll.; borgist fyrir miðjan jáli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (aferifleg) btindin v’B áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlaus við blaðið. Afgreiðsla Austurstræti 8 XXXIII. krg. Ueykjavík laugardaginn 25. ágúst 1906 55. tölublað. Nýir kaupendur að ÍSAFOLD 3 4. árgangi, 1907, sem verftur minst 80 ankip stórar, fá í kaupbæti siðasta ársfjórðung ]þ. á., þeir sein gefa sig fram og borga í byrjun lians, og sögnrnar Heljar greipar, í 2 bindum og Fórn Abrahams i 3—4 bindum jafnóðum og út kemur, um 50 arkir alls. Þenna stórkostlega kaupbæti fá allir -skilvísir kaupendur, nýir og gamlir, um leið og þeir borga blaðið og vitja hans eða láta vitja. Sjálft er blaðið Isafold alt að því helmingi ódýrara, árgangurinn, en önnur innlend blöð flest, eftir efnis- mergð. IZzs’ Forsjállegast er að gefa sig fram sem fyrst með pöntun á blaðinu, áður en upplagið þrýtur af sögunum. Þetta eru hin langmestu vildarkjör, ■sem nokkurt íslenzkt blað hefir nokkurn tíma boðið. ÍSAFOLD er landsins langstærsta blað og eigulegasta í alla staði. ÍSAFOLD er þó ekki dýrari en sum önnur hérlend blöð, sem eru ef til vill fullum fjórðungi minni árgang- urinn. ÍSAFOLD er því hið langódýrasta -blað landsins. ÍSAFOLD gefur þó skilvísum kaup- endum sínum miklu meiri og betri kaupbæti en nokkurt hérlent blað annað. ÍSAFOLD gerir kaupendum sinum : sem allra-bægast fyrir með því að lota þeim að borga í innskrift hjá kaup- mönnum hvar sem því verður kom- ið við. ÍSAFOLD er og hefir lengi verið kunn að því, að flytja hinar vönduð- ustu og beztu skemtisögur. ISAFOLD styður öfluglega og ein- dregið öll framfaramál landsins. ÍSAFOLD stendnr djarflega á verði fyrir réttindum landsins, og heldur sérstaklega fram og berst fyrir pjóð- ræðiskröjum almennings hvort heldur er við útlenda valdhafa eða innienda. ÍSAFOLD er fús til góðrar sam vinnu við hvaða landstjórn sem er, Þá er rækir skyldu sína og vinnur ^ýggilega að framförum landsins. ÍSAFOLD vílir hins vegar mjög einarðlega og skörulega hvers konar niisfer!i i stjórn landsins, hvort held- er af þingsins hálfu eða umboðs- stjórnarinnar, æðri embættismanna eða lægri. :xxxxixxixxxixxxjxxxJXXXxxxTX2xxjxxraxxx;iXiLXXixxLU333 Verzlunin Edinborg. Mais! Mais! Mais! Alt af er kúnum að fjölga í Reykjavík og nágrenni, og að sama skapi aukast roais-birgðirnar í Edinborg, enda hafa þær aldrei verið meiri en nú og verðið aldrei betra. Þeir sem nota mikið af mais ættu því sem fyrst að koma í verzlunina Edinborg og semja um kaup á vetrarforða af þessu ágæta skepnufóðri. Orðafjöldinn í augl., sem á átti að gizka, var 1025. Verðlaunin hlutu: Jósefína J. Waage, Bergstaðastr. 41 (1025) 15 kr. Björn Þórhallsson, Laufási..........(1036) 10 kr. Friðrik K. Magnússon, Hverfisg. 44 (1012) 5 kr. t. 0. 0. F. 88989 Augnlækning ók. 1. og 8. þrd. kl. 2—B í spítal. Forngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. Hlutabankinn opinn 10—2 x/» og öx/a—7. K. F. U. M. Lestrar- og skritstofa frá 8 Ard. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 x/a síðd. Landakotskirkja. Gubsþj.S1/^ og 6 á lielgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravit,}. 10x/t—12 og 4—6. Landsbankinn 10 x/a—2x/t. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8. Landsskjalasafnið á þrd^ fmd. og Id. 12—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripasafn á sd. 2—8. Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogB.md. 11—1 fer upp í B o r g a r n e s 28. ágúst. 5., 17. og 23. sept., 3., 10., 18. og 23. okt.; vestur að Búðum 31. ágúst; til Straumfj. 12. og 15. sept. Suður í Keflavík m. m. fer hann 10. og 27. sept., og 6., 15. og 27. okt. Húsaleigu- kvittanabækur fást í bókverzlun ísa- foldarprsm. Mjög hentugar fyrir hús- eigendur. Frá Danmerkurföriiini. Eftir alþingismann Sigurð Stefánsson. I. j?á er nú þessari Danmerkurför vor þÍDgmannanna lokið. Margt var um hana skrafað áður en löggjafarnir lögðu upp, og töluvert verð- ur að líkindum um hana talað eftir á. f>að yrði of langt mál fyrir blöðin okkar og almenningi enda lítt hug- næmt, ef segja ætti vandlega frá öllu þvi, er gerðist í förinni þessa tólf daga, er vér dvöldum í Danmörku. f>eim tíma, er vér stóðum við í Khöfn, var mest varið í veizlur og raannfagn- að. f>ótt vér lifðum þar í dýrlegum fagnaði, mundum vér allflestir hafa unað því vel, að hvíldirnar frá þvf starfi, að sitja 8—9 stundir að sumbli dag hvern, hefði verið nokkuð lengri. En um það er ekki að fást. Vér sluppum víst allir heilir á húfi frá þeirri viðureign vorri við matinn. Hátíða- brigðin að þessu leyti verða sjálfsagt engum af oss minnisstæðasti þátturinn í för þessari, þótt ríkmannlega væri veitt og af góðum hug; við þeim höfðum vér búist, þar sem jafntignir heim- bjóðeudur áttu hlut að máli, og því er auk þess svo farið í Danmörku, eius og hér hjá oss, að enginn mannfagn- aður á hærri stöðum þykir fullsæmi- legur, ef ekki er um Ieið ríkulega séð fyrir þörfum manna á mat og drykk.------ f>að sem oss verður öllum minnis- stæðast, er það velvildarþel og sá bróð- urandi, sem lýsti sér í öllum viðtök- unum. Að þessu voru viðtökurnar hinar sömu frá sjálfum konunginum og höfuðborginni alt til minstu sveita- bæjanna á Jótlandsheiðum. f>að var auðaéð á öllu, að þjóðin hafðí gripið fegins hendi við þessari heimboðshugmynd konunga vors, og talið sér bæði ljúft og skylt, að styðja að þeirri ósk hans, að förin yrði oss að öllu leyti sem skemtilegust. f>etta varð oss hvað bersýnilegast í Jótlandsferðinni. f>ótt vér hefðum komið úr dýrlegri sigurför með fullar hendur fjár og frægð- ar til hauda dönsku þjóðinni, gátu viðtökurnar ekki verið innilegri. Karlar og konur, börn og gamal- menni, lærðir og leikir fögnuðu oss hjartanlega og buðu velkomnabræðurna frá gamla Sögulandinu; í nær því bverjum kveðjuorðum var þess minst, hve Danmörk ætti íslandi mikið gott upp að inna, að því leyti sem Islend- ingar hefðu varðveitt hina norrænu tungu og bókmentir, er átt hefðu svo drjúgan þátt í endurreisn þjóðlegra fræða í Danmörku og þjóðernistilfinn- ÍDgar Dana. Einkum var lögð áherzla á þetta atriði af lýðháskólamönnum, enda rekur dönsk lýðháskólahreyfing upptök sfn til þessa endurreisnartíma- bils, en sú hreyfing hefir reynst Dön- um eitt hið sterkasta lyfti-afl í þjóð- menning þeirra á síðustu tímum. II. Flestir af oss höfðu áður komið til Danmerkur oftar eða sjaldnar og séð meira og minca af dönsku eyjunum. En um um meginland Danmerkur, Jótland, höfðu örfáir af oss áður ferð- ast. Vér könnuðum þvf ókunnuga stigu, er vér fórum yfir þvert Jótland frá Kolding vestur í Esbjerg og þaðan norður eftir miðju landi alt norður til Vébjarga, einnar hinnar elztu borgar í Danmörku, og þaðan austur í Arósa, en það er önnur stærsta borg í Dan- mörku (með 50—60 þús. ibúa). Dagarnir 24.—26. júlí, er vér vörðum til þess ferðalags, verður víst mörgu'm af oss minnistæðustu dagarnir í allri ferðinni. Veðrið var ágætt, oft sólskin og heiðríkja með dálítilli golu, er dró úr mesta hitanum. Föruneytið var einkar- skemtilegt: 30ríkisþingmenn, auk þeirra ísIandBVÍnauna prófessors Prytz og C. Ryders höfuðsmanns, er var leið- sögumaður vor allan tímann bæði á sjó og landi. |>ar kynoumst vér því af eigin sjón, hve mikla rækt Danir leggja við landið sitt og hve blessun- arríkan ávöxt þau þrekvirki sannrar þjóðrækni og ættjarðarástar hafa borið, sem þar þafa unnin verið á síðustu öld. — Miðbik Jótlands á þessu svæði milli Esbjerg og Vébjarga var á öndverðri 19. öld að mestu leyti gróðurlausir lyng móar (heiðar), þar sem ekki þreifst nokkur nýtileg fóðurjurt. En nú ókum vér tímunum saman gegnum þétta skóga, er ræktaðir hafa verið á margra mílna svæði og teygja limar sínar hátt í loft upp yfir höfuð ferðamönDum, en milli skóganna brosa við iðgræn engi og tún, bleikir akrar og afarstórir majurtagarðar. Jarðvegurinn var þar í öndverðu mjög ófrjór, miklu ófrjórri en jörðin okkar á íslaodi; en með óþreytandi elju og dugnaði samfara hagsýni og þekk- ingu hefir tekist að gera þessi ófrjóu heiðaflæmi að frjósömum grasblettum, arðmiklum akurbreiðum og fögru skóg- lendi, sem fæðir margar þúsundir manna Mér rann til rifja að hugsa til órækt- armóanna og illa ræktuðu túnblettanna okkar hér á voru landi, og skógarleif- anna, sem vér spillum og eyðum ár frá ári, er eg dag eftir dag horfði á þessi prýðilegu þrekvirki bræðra þjóðar vorrar. Sú þjóð, sem ræktar landið sitt jafu rösklega, er á bráðri framfarabrauc og menningarleið. Hvílíkur munur, að skila niðjum sín- um landinu í slíku blómskrúði, eða fá þeim það í hendur gróðurlítið og upp- rifið, sem úr víkingahöndum væri. Mikið á núlifandi kyaslóð á Jótlandi og öll danska þjóðin þeim mönnum að þakka, er fyrstir hófust handa að færa józku heiðarnar í þennan skrúða; hún metur og starf þeirra að verðleik- um með því að halda ræktununni áfram með einstakri atorku og hagsýni, og nöfn þessara manna, svo sem t. d. Dalgas, stofnanda Heiðaræktunarfélgs- in8 og hins mesta skógræktarfrömuðs á Jótlandi, lifir í þakklátri endurminning hjá hverjum bónda á Jótlandi.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.