Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 3
I S A F 0 L D 219 Báðgjafinn kom heim hingað á Hunnudaginn úr skemtiferð sinni norðan um land frá Seyðisfirði; hann fór þar á land úr s/s Botníu á heimleið úr þingmannaleið- angrinum. En ekki stóð hann lengi við heima, heldur þaut austur á Seyðisfjörð aftur á Fálkanum í fyrra dag, til þess að vera þar við landtöku sæsímans og geta símtalað þaðan við konginn fyvstur manna, eins og Færeyingaamtmaðurinn gerði um daginn, er sæsíminn komst þangað frá Hjaltlandi. Þá stóð og til hátíðarhald mikið á Seyðisfirði til að fagna þeim miklu tíðindum. Þetta átti að vera i dag — landtaka sæsímans dagsett þá. Eu nú segir sagan, að þessu víki öðru vísi við: engin landtaka nú vegna þess, að sæsíminn sá lagður f r á Seyðisfirði, byrjað þar, þ. e. kaflinn milli íslands og Færeyja. Hitt má vera, að í dag hafi hann átt að vera kominn alla leið til Færeyja héðan (frá Seyðisf.), og þá geti ráðgjafintt samt sem áður fengið að símtala við konginn í d a g. Sá veit mikið um það! Ráðgjafinn var í veizlunni, sem bœ- jarstjórnin gerði um daginn í móti hafn- arfræðingnum frá Kristjaníu. Þar flutti Halldór Jónsson skjallræðu fyrir honum, þakkaði honum meðal annars fyrir »næntan skilning á frantfaramálum bæ- jarins« (í hverju sá skilnings-næmleiki hefir lyst sér, mun hann hafa verið sagnafár um) og hafði »fundið út«, að hinn góði árangur af þingmannaförinni væri einkum að þakka ráð - h e r r a n- u m ! Þau ummæli bæjarfógetans í ræðu fyrir minni íslands, að sig og aðra hefði einkum glatt þau orð ráðgjafans í ríkis- þingskveldveizlunni, að íslendittgar vildu alt í sölur leggja fyrir sjálfstæði sitt, notaði ráðgjafinn til að hreinsa sig at’ öllum grun um nokkurt skilnaðarhttgar- slangur — fyr má nú vera spéhræðsla! —, enda kvað hann skilnaö (við Danmörku) vera fjarstæðan óskum og vilja mikils meiri hluta þjóöarinnar. Sá veit nú mikið nnt það! Hafnarmálið. Ekki hefir hann enn birt úlit sitt, hafnarfræðingurinn norski, hr. Smith, yfirumsjónarmaður hafnarmála f Kristjaníu. það eitt hefir hann lát- ið á sér skilja, að ekki muni vera ráð að hafa höfniua neinstaðar annarsstaðar en nú er hún, bvorki við Skerjafjörð né inni í Sundum ; mundi hvorki verða að mun ódýrri þar né heldur eins mikið notuð, en minni notkun fylgi tekjurýrnun af henni. Honum leizt bezt á, að hlaða ofan á grandann út í Orfirisey og þaðan aftur öldubrjót í stefnu á Arnarhól, og annan garð- stúf þar í móti, út frá Skanzinum. þá fara allir sjóir um Engeyjatsund fram hjá hafnarmynninu, en úr annari átt er alveg sjólaust, þegar búið er að hlaða ofan á Grandann, þ. e. iir land norðanátt, innan úr Sundum, einu áttinni, sem standa mundi upp á hafnarmynnið. Eftir lauslegri áætlun eða ágizkun hr. Smiths á að mega girða höfn- ina svo sem hér segir fyrir ekki fulla 1 milj. kr. Meira ekki brýn þörf í bráð. Hitt, sem gera þarf höfninni til umbóta, má gera smámsaman eftir því, sem efnin leyfa og þörf kall- ar eftir Paulli hinn danski, sem hér kom fyrir nokkrum árum til hafnarrannsókna, hélt að þessu lík hafnarmannvirki mundi kosta alt að 5 miij. Bæjarstjórn hólt hr. Smith veizlu á þriðjudaginn. — Hann fer héðan á mánudaginn heimleiðis aftur. Bæjarstjórn samþykti á fundi f gærkveldi stefnu hr. Smiths í hafnar- málinu, og að fá hjá honum nákvæm- lega útlistaða og útreiknaða áætlun um kostnaðinn, og tilboð í vinnuna frá norskum verkfræðingum. Um Flóa-vatnsveituna ráðgerðu og Skeiða vill maður sá frá Heiðafólaginu danska, hr. G. Thalbitzer verkfræðingur, er lokið hefir nú rann- sókn sinni þar í sumar, að svo stöddu láta það eitt eftir sér hafa, að hana megi framkvæma, í tvennu lagi: úr Þjórsá yfir Skeiðin og úr Hvítá yfir Flóann. Nákvæm áætlun stendur til aö gerð verði í vetur. Hann segir það hafa greitt mjög fyrir rannsóknum þessum í sumar, að land- mælingadeild herstjórnarráðsins hefir af góðvild sinni og til stuðnings fyrirtæk- inu mælt í surnar einmitt þetta svæði, þótt ekki hefði ætlað sór það, og hefir því hr. Thalbitzer getað varið öllum tímanum til að rannsaka halia, jarðveg o. fl., í stað þess að hann hefði að öðr- um kosti orðið að verja sumrinu að mestu leyti til að gera uppdrátt af því. REYKJAVÍKUR-ANNÁLL. Adkomandi hér i hæ i þessari viku hafa verið meðal aunarra Björn f. alþm. Sigfús- son frá Kornsá og þau hjón bæði, Gnð- mundur prófastur Helgason í Reykholti og Magnus próf. Andrésson á Gilsbakka. Brunabótavirðing samþykt á hæjar- stjórnarfundi i gær á húseign H. P. Duus, bnð og íbúðarhúsi (Aðalstr. 2) kr. 19,277, og geymslnhúsi sama þar hjá 20,723. Bcejarbrygyjan er nokkuð langt komin, þ. e. breikkunin á henui úr 6 áln. i 15 áln. Verður liklega húin seint i næsta mánuði. Dánir i þ. m. m. Guðný Þormóðsdóttir (73 ára) ekkja Lindarg. 34, f 23., Sigríður Sigvaldad. frá Hafnarf. og 5. Þórður Olafs- son tómthúsm. i Njálsg., 50 ára. Elliðaárnar, sem nú eru orðnar hæjar- ins eign, eru nú boðnar á leigu næsta ár, og var nefnd kosin (Ásg. Sig., Kr. J„ J. M.) á fundi 16. þ. m. til að semja við mann, Englending, er hafði gefið sig fram, S. M. Lamhert. En á fundi i gærkveldi var skýrt frá, að þar hefði ekki gengið saman. Nefnd- inni var falið að ráða fram úr, hvort og að hve miklu leyti leigja skuli sjóhirtinga- veiði í ánum fyrir neðan fossa nú i haust. Ferðamenn útlendir komu hér 36 á s/s Botniu í fyrra dag, flestallir enskir. Hjónaefni, nýlega orðin : Jón Hermanns- son skrifstofustjóri og yngismær Ásta Thor- steinsson (kaupmanns frá Bíldudal); Sig- urður Eggerz cand. jur. og yngism. Solveig Kristjánsdóttir yfirdómara; Sigurður Sig- urðsson lyfsalasveinn og yngismær Anna Pálsdóttir frá Arnarholti. Hjónavígslur i sumar (nokkrar). Bryn- jólfnr H. Bjarnason kaupm. og yngismær Steinunn Hjartardóttir (frá Ansturhlíð) */,. Eirikur Stefánsson prestur að Torfastöð- um- og yngismær Sigurlaug Erlendsdóttir, i júni. Fan0e (L. A.) stórkaupm. frá Khöfn og yngism. Jóna Valg. Björnsdóttir (kaupm. Kristjánssonar) 8/„. Hans Ingi Hoffmann Bjarnason verzlun- armaður og yngism. Guðrún Kristjánsdóttir (kaupmanns Þorgrlmssonar) */6. Matthías Einarsson spítalalæknir og yng- ismær. Ellen Ludvika Johannessen ’/6 borgaral. hjónav. Newman (A. G.) loftskeytamaður frá Lundúnum og yngism. Ingigerður Zoega 10/6. Olafur Olafsson prentari og yngism. Anna Sigriður Hafliðadóttir- saumakona Steingrimur Matthiasson læknir og yngis- mær Kristín Katrin Thoroddsen u/8. Hrossakaupaskip kom hingað seint i f. viku, s/s Friðþjófur, frá Zöllner í Newcastle; farþegi Jón Jakobsson forngripav. og alþm. Skipið er ófarið enn. Húsasmiði hefir naumast verið nokkurn tima eins mikið um hér i bæ og þetta ár. Þau skifta mörgum tugum, húsin sem reist hafa verið frá því i vetur eða verða full- húin i haust. Atvinna afarmikil fyrir húsa- smiði, miklu meiri en þeir komast yfir, og skifta þó sjálfsagt mörgum hundruðum. Lántáka. Bæjarstjórn samþykti i gær- kveldi tilboð frá Hlutabankanum um 108,C00 kr. lán til 40 ára gegn 4s/4°/0 vöxtum. Póstgufuskipin. Hér kom 21. þ. m. s/s Thyra frá Samein. fél., i ferð þá, er Láru var ætluð, ef ekki hefði bilunin á s/s Ceres gert þar glundroða á. Hún hafði meðferðis nokkuð af útlendum ferðamönn- um, og nokkra hérlenda, þar á meðal kaupm. Th. Thorsteinsson og frk. Kristínu Péturs- son (gjaldkera). Þá kom i fyrra dag eða nóttina fyrir s/s Botnia aftur frá Skotlandi 3 daga á eftir áætlun. Meðal ferðamanna á nenni var hin góðkunna Mrs. Disney Leith, sem hér befir komið mörg ár. S/s Laura kom í fyrra dag úr strandferð sinni, (i staðinn fyrir Ceres), með mikinn fjölda farþega af ýmsum höfnum kringum land. Thorefélagið. Tryggvi kongur kom frá útlöndum 22. þ. m. fullfermdur vörum, með 32 farþega, Þar á meðal voru: sira Jób. Þorkelsson dómkirkjuprestur, síra Sigtr. Guðlaugsson (háðir úr Finnlandsförinni), trésmiðameistari Magnús Blöndahl, steinsm. Jul. Schau með konu, Björn Stefánsson prestaskólakennari, Eiríkur Kjerúlf læknir með konu, skipstjóri Olafur Einarsson, frú Maria Guðmundsson, frökenarnar Þóra Friðriksson, Lilja Petersen, Guðrún Smith og Hedvig Bartels, 2 nunnur til Landa- kotsspitalans. Frá Vesturheimi komu syst- urnar frú Ingibjörg og frk. Soffía Helga- dætur (Helgasonar). Útlendir ferðamenn nokkurir. Vegagerð. Talsvert er að henni nnnið hér i bænum. Nú er loks Vonarstræti full- gert, alla leið milli Lækjarins og Suður- götu. Það var skirt fyrir nál. 20 árum. En var þá nær alt i sjó, þ. e. tjörninni. Ekki er þó bygð komin fram með þvi alla leið enn — stórt sund autt um miðhik þess. Tjarnargata er nú komin alla leið suður Mela, fyrir neðan Tjarnarbrekkuna, nær fullgerð. Tvð herbergi með húsgögnum til leigu í miðbænum. Ritstj. ávisar. Síöasta syniuu í Iðnaðarmannaliúsimi. Af því að eg komst ekki til Seyðis- fjarðar sýni eg á laugardaginn kl. 8J og sunnudaginn kl. 4: Líf frelsarans. f>etta verða áreiðanlega síðustu sýn- ingarnar í þetta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 7 laug- ard. og kl. 2 sunnud. Sæti að eins 0,50. Börn 0,25. Nord. Biograf Co. Margarine, tvær tegundir, alveg nýtt, og hér áð- ur óþekt, selt afar-ódýrt hjá Gísla Jónssyni. Fundur í hlutafélaginu VÖLUNÐUR verð- ur haldinn þriðjudaginn 27. þ. m. kl. e. m. í verksmiðjuhúsi félagsins. Lagður fram reikningur félagsins fyrir fyrsta reikningstímabil þ. á. Rædd ýms fleiri áríðandi mál. Rvík 25. ágúst 1906. Stjjórnin. Frem fæst í bókverzlun ísafoldarpr.sm. Þeir sem vilja fá til vetrarins, verða að vera komnir með pantanir sínar fyrir kl. 9 árd. á mánudag (27. þ. m.). Sýnishorn eru til staðar. B. A. J. Þórðarson, Laugaveg 23. Aííætir gólfdúkar fást i hegniugarhús- inu fyrir mjög gott verð. Úthey gott og sinulaust selnr og útvegar Guðm. J. Diðriksson Hverfisgotu 47. I kvenslifsa- og kramvöruverzlunina í Ingólfsstræti nr. 6 eru nýkomner margar góðar og ódýrar vör- ur, t. d. margs konar silki- og kjólatau, barnakápur og önnur barnaföt, höfuðföt, enskt vaðmál, vasaklútar, skrautlegur bréfa- pappir og umslög, mjög ódýrar vasabækur og margt fleira. — Það er ómaksins vert að lita þar inn, áður en annarstaðar er keypt. HSteensen }sm»~t y' Si. ;<V■' '• *•’' ■ —a ]v[argarw *r aCiið dert ficdst p Boka £ pappírsverzlun Isafoldarprentsmiöju selur flestar íslenzkar bækur, sem nú eru fáanlegar hjá bóksölum, hefir auk þess til sölu talsvert af dönskum bókum og útveear útlendar bækur og blöð svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur hefir verzlunin til sölu höfuðbíekur, prótokolla, skrifbækur og viðskiftabækur af ýmsri stærð, og þyki þær eigi hentugar, sem til eru, þá eru þær búnar til á bókbandsverkstofu prentsmiðjunnar eftir því sem óskað er. Pappír, alls konar, er til sölu og um- slög stór og lítil, ágætt blek a storurn og smáum ílátum, og alls konar ritfnög og ritáhöld.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.