Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.08.1906, Blaðsíða 2
í S A F 0 L 1) Danmörk er gott land; það er satt; en hún er það af því, að synir hennar hafa lagt fram fé og krafta til að gera hana að einu hinu be/.t ræktaða landi í Norðurálfu; og þetta hafa þeir gert, af því, að þeir unna landinu sínu og hafa óbiluga trú á gæðum þess. |>að er að þakka þeirri trú og ræktar- semi við landið, að Danir eru á frem- ur skömmum tíma komnir langt fram úr nágrannaþjóðum sínum í öllum bún- aðarframförum. |>að þarf ekki langa viðkynningu við landsfólkið í Danmörku til að verða þess var, hve heitt bændur þar unna landi sfnu og hve ant þeir láta sér um ræktun þess. f>að eru því ekki orðin tóm, er Danir segja, að Danmörk sé hið bezta land, er sólin skíni á; þeir gera sitt til að láta það verða sannmæli; og vissulega getum vér Islendingar mikið af þeim lært í þessu efni. (Niðurl.) Hollenzk síldarverkun. Héðan fór í vetur íslenzkur styrimað- ur, .J ó n Bergsveinsson, til Hol- lands í því skyni að kynnast hollenzkri síldarverkun og læra hana verklega. En að því væri stórmikil framför og gróðavon fyrir oss, ef vór kæmumst upp á hana. Hollendingar verka síld allra þjóða bezt í heimi, enda koma henni fyrir bragðið í miklu mett verð. Til dæmis að taka fengu þeir í sumar 36 kr. (= 24 gyllini) fyrir tunnuna um sama leyti sem síld héðan seldist í Björg- vin fyrir 21 kr. Jón Bergsveinsson er nú kominn aft- ur, eftir missiris dvöl í Hollandi, og hefir gengið mikið vel. Hann vann Jiar hæði á sjó og landi alla óbrotna vinnu að fiskiveiðum, síldar og þorsks, og að verk- un á aflanum. Að öðrum kosti hæpið, að hann hefði fengið að læra þetta. Því Hollendingar h a f a legið á síldarverk- unarlist sinni eins og ormur á gulli. Hann segir, að aðalmunur á verkun- araðferð Norðmanna og Hollendinga sé hreinlætls-munurinn. Hann er mjög mik- ill. Hollendingar eru hin mesta hrein- lætisþjóð í heimi, og kemur það fram í þessu sem öðru. Norðmenn salta síldina vanalega með ínm'fl unum í; draga ekki úr henni mag- ann nema hann só fullur af átu. Hollendingar taka alt af úr henni bæði tálkn og maga, nvernig sem á stendur. Þeir aðgreina síldina miklu vandlegar en Norðmenn. Norðmenn aðgreina hana ekki að jafnaði öðru vísi e>i eftir stærð. En Hollendingar flokka sömu stærðina í þrent, eftir gæðum. Hollendingar greiða síldina úr netjun- um jafnóðum og þau eru dregin, og kverka hana m. m. og salta þá undir eins. Norðmenn láta hana liggja í net- junum þangað til þeir halda heimleiðis, og greiða hana úr á innsiglingu. Hollendingar hætta að draga þegar full eru hjá þeim ílátin, sem þeir salta í; láta netin liggja kyr með hinu þang- að til þeir eru búnir að koma frá sér aflanum svo verkuðum sem vera ber, og þeim líkar. Margt smávegis annað gera Hollend- ingar til þess að varan verði sem bezt, það er hór yrði of langt, upp að telja. Heimboðs-annállinn eða þing- mannautanfararinnar bíður næsta blaðs, með því og að nú eru komnir í þess stað hinir fyrirhuguðu, ágætu ferðapistl- ar síra Sigurðar í Vigur. Jasou eða Iugólfur? Ekki er ofsögum sagt af vinarhót- um Dana oss til handa í sambandi við þingmannaförina. Ofan á hinn mikla veizlufagnað og hvers kyns dálæti við þá hafa þeir tekið upp í það sinn þann fornmanna- sið, að leysa boðsgesti sína út með gjöfum. Drykkjarhornið mikla og dýra hefir áður verið á minst. |>á hafa þeir í annan stað gefið hingað veggjamyndirnar úr ríkisþings- veiziunni í Oddfellow-hölliuni, eftir Carl Lund; og hefir þeirra einnig get- ið verið hér í bl. Nú hafa þeir í ráði eina gjöf enn, og hana þessa stórmannlegasta: stand- mynd af eiri af Jason kappa hinum gríska, gerða eftir hinni heimsfrægu frummynd Alberts Thorvaldsen, þess- ari sem ávann honum fé og frama fyrst allra hans mörgu og miklu lista- verka. Og er hugmyndin að láta hana prýða Austurvöll, í viðbót við Thorvaldsensmyndina þar með vonar- gyðjuna. Um myndar-valið hefir þó komið fram önnur tillaga í dönskum blöð- um (Nationaltid. og Politiken, 6. þ. m.): sú að láta það heldur vera standmynd af Ingólfi Arnar- syni, eftir Einar Jónsson. það er kunnugt, að Einar hefir gert eitt eða tvö frumvörp að slíkri mynd, og var hugsunin sú, að Reykvíkingar reyndu að eignast hana, láta gera hana hæfilega stóra og með viðeigandi umbúnaði, og reisa hér á Aruarhól. En lengra hefir ekki sú hugmynd komist. Ekki er nokkur hinn minsti efi á því, að ættu Reykvíkingar að kjósa sjálfir — og ekki einungis Reykvíking ar, heldur allir landsmenn, allir íslend- ingar, innan lands og utan, — mundu atkvæðamunurinn þar í milli, milli Ingólfs og Jasons, verða eins og 100 á móti 1 að minsta kosti. Svo marg- falt meiri hugur leikur þeim á land- námsmanninum, »lngólfi Arnar bur, föð- ur landsins« okkar. þar kemst enginn 8amjöfnuður að. Harla fagurt og tilkomumikið og stórum frægt listaverk fengjum vér, þar sem Jason er, og hugnæmt er 08S það, að höfundurinn, hinn heims- frægi snillingur, var af íslenzku bergi brotinn. En hitt vegur stórum meira, margfalt meira, að líkneskið jartegni ekki suð- ræna, gríska goðfræðishetju, heldur nor- rænan víking og þar á ofan frægasta manninni í sögu þessa lands, annan en Snorra Sturluson, — Kólumbus íslands. Staðinn undir Ingólfs mynd eigum vér og hinn ákjósanlegasta, og enn ónot- aðan, til allrar hamingju. f>að er Skanzinn, mannvirkið, sem kallað er vanalega, með útl. afskræm- isheiti, Batteríið eða Battaríið, og er eftir því ófrægilegt að uppruna, en í lófa lagið að umbreyta því svo, að litlar sem eDgar menjar sjái hín3 fyrra sköpulags og upprunalegrar tilætlun- ar. Hvilftina ofan í það er lafhægt að fylla, og bæta má við hóliun aust- an og vestan, eöa á þrjár hliðar ef vill. jþá er hann orðinn að sélegum fornmannahaag, og mundi að sjálfsögðu verða skýrður Ingólfshvoll. Með myndarlegum stalli undir mundi bera sæmilega á Ingólfslíkneski þar, þótt ekki væri ýkjastórt. Skemtistíg mætti því næst gera utan um hólinn neðan til og einstigi upp á hann, upp að mynd- inni. Væri því næst gerður dálítill skemtigarður þar sunnan við, um norð- urskák Landshöfðingjatúnsins, stærri þó til muna en Alþingishússgarðkrílið, hefði höfuðstaður vor fengið mjög ánægjulega bæjarprýði. Nýr landskjálíti mikills háttar. Eydd mestöll borgin Valparaiso í Suður-Ameríku, o. fl. Marcou iskeyti frá því á mánu- dagiun flytur þá frétt, að fyrra fimtu- dag kl. 8 um kveldið hafi komið land- skjálfti í Valparaiso, einni helztu borg- inni í Chileríki í Suður-Ameríku. Tjón ekki mikið þá. En fólk flyði úr hús- unum. En þá kom rétt á eftir annar kippur, sem ekki stóðast ramgerðustu húsa-undirstöður. og hrundu þau hrönn- um. Því næst kviknaði í borginni. Bæjarmenn lágu úti um nóttina. Fjöldr manna flyði upp á fjöll. Sagnir ógreini- legar að svo stöddu og hvað í móti öðru. En haldið, að 400 manna hafi beðið bana í Valparaiso og að hálf borgin muni vera eydd. Þrjátíu fengu bana í borginni Santiago, skamt frá Valparaiso og fjártjón þar 4 milj. dollara. Borg- irnar Quillota og Limache og aðrar smá- borgir hafa og hrunið eða eyðst. Framhald fréttanna flytur Marconi- skeyti frá f gær, og er þess getið þar, að landshöfðinginn í Valparaisofylki hafi skýrt ríkisforsetanum í Chile frá, að minst 300 manna muni hafa lífi týnt í landskjálftanum, og 800 meiðst, en aðrir að 1000 rnanns lrafa farist í minsta lagi, og að fullyrt só, að tjónið hafi orð- ið meira en í San Francisco. Land- skjálftakippir halda enn áfram. Eld hefir loks tekist að kæfa, mest með sprengitundri (hús sprengd í loft upp til að stöðva hann). Herlið hefir varð- gæzlu á strætum. Margir ránsmenn skotnir að hermenskulögum. Bjargráðanefndin í San Fraucisco hefir sent 10,000 dollara til líknar nauðstödd- um. Mesti bjargarskortur vegna þess, að járnbrautarferðir hafa tepst, og er það mikill voði. Landskjálftinn hefir eytt eynni Juan Feruandez, þarsemDefoeskáld lætur sögu Robinsons Crusoe hafa gerst. (Hún lá langt út í Kyrrahafi vestur undan Val- paraiso). Landskjalftakippir fundust í eynni Martinique, en tjón ekkert. Síðustu hraðskeyti frá Valparaiso segja, að ekki séu það færri en 3000 manna, er bana hafi beðið þar í Val- paraiso, og að eignatjónið nemi ekki minna en 100 miljónum dollara. Meiri hluti borgarinnar þurkaður burtu, og hitt óbyggilegt — alt hrunið eða eytt af éldi. Miklir landskjálftakippir halda áfram. Einn afarstór á mánudagskveldið. Borgin Quilloto, upp frá Valparaiso, er sögð gjöreydd. Hægur hristingur fanst í Lima, höfuð- borginni í Chile. Sagan segir, að lík liggi ójörðuð hundruðum saman, þar á meðal 200 í borginni Limache einni. , Valparaiso er önnur mest borg í Chile, strandlengjurlkinu (um 500 m. danskra) vestan á Suður-Ameríku, á stærð við Þýzkaland, en landsbúar ekki nema eitt- hvað á 4. miljón. Þar eru 23 eldfjöll. Fólkstala var í Valparaiso (þýðir Para- dísardal) um 150,000 fyrir nokkrum árum. Það ei sögð mest verzlunarborg við Kyrrahaf austanvert önnur en San Francisco. — Merkilegt, að þær tvær borgir hafa orðið fyrir sama áfallinu sama árið, og er þó óravegur í milli, 1000—1100 mílur danskar. Ynis erlend tíðindi. þetta eru helztu M ar k o n i s k e y t í" vikuna þá arna : Frá Rússlandi. Fólk ákaflega- óttaslegið í Varsjá og nálægum borg- um fyrir hin hræðilegu ósköp, sem á- gengu á miðvikudagínn, er herliðið' sendi skothríðardembur í allar áttir.. Mannfall í Varsjá á miðvikudaginn' 226. þar á eftir réðust hermennirnir á Gyðinga, og fengu 250 bana eða- sár. Skelfingarstjórn almenn um Rúss- land. Lögreglan magnlaus. Mörgum sprengikúlum var hent og. skotum hleypt að landshöfðingjanum Varsjá, en ekki sakaði hann. Frá öðrum löndum. Lögregl- an í Marseilles á Frakklandi hefir uppgötvað samsæri um að myrða Falliéres ríkisforseta, er hann kæmi þar nú bráðum. Lögreglan hefir höndl að italskan mann, er hafði sprengiefni' í vörzlum sínum. Ýmsir helztu menn í frjálslynda- flokknum á Cuba hafa verið höndum teknir og komst við það upp alvarlegt- samsæri, þar sem haftvaríráði meðak annars að myrða forsetann, Palma. Tyrkjasoldán beldur hátíðlegt vegna- batans, sem hann hefir fengið, og hefir skipað að sleppa bandingjum, þeim er tekið hafa út 2/8 ídæmdrar hegningar. Vagnlest af sprengitundri (dýnamít)? sprakk á einuœ stað í Mexiko og tætti- í smátt 30 þarlenda verkamenu og, marga verkstjóra norðan úr Bandaríkj- um. Svertingi var af lífi tekinn dómlaust í tíreenwood f Suður-Karólínu fyrir að hafa veitt tilræð ihvítum kvenmannh og svertingjastúlku. Ríkisstjórinn var viðstaddur og hét á skrílinn að hætta við það fólskuverk, en það hreif ekki> hót. Verkfallsmenn í Argeutínu brutu með grjótkasti glugga í járnbrautarlest Roote- Bandaríkjaráðgjafa (utanríkis), og, meiddu margt fólk. Root sakaði ekki- Ibrahim Egipta prinz hlaut bana af bifreiðarslysi. Svertingi veitti enskri stúlku árás- í Lake Georgía í Ameríku, og erm þúsund manns í eftirleit eftir hann- um landið. Twangfang hinn kínverski, einn úr Norðurálfusendiförinni, er heim kom- inn aftur úr því ferðalagi. Hann hafði* með sér kvikmyndavél (ljósmynda) til að skemta ekkjudrotningunni. Vélim sprakk og olli mikilli skelfingu. Serbíukonungur hefir veitt viðtaí Whitehea sendiherra, og er hann fyrsci brezkur sendiherra sem hann hefir heimsótt síðan er Alexander kon- ungur var veginn. Alexandra drotning er komin tif Iíristjaníu að heimsækja dóttur sína og tengdason, konungahjónin norsku. Mannskaðasamskotin. Landar í Vesturheimi taka drengileg- an og stórmannlegan þátt í peninga- hjálp handa ekkjum og munaðarleys- ingjum eftir mannakaðana miklu hér f vor. Þeir voru búnir að skjóta samaa í öndv. þ. m. um 8,000 kr. (2200 dolk). Aðalfrumkvöðull þess mun hafa verið ágætismaðurinn sira Friðrik J. B e r g- m a u n. Barn brann til bana á Ölvaklsstöðum í Borgar- hreppi 13. þ. m., einkabarn eins bónd- ans þar, Jóns Bergssonar og þeirra hjóna. Mun hafa verið á þriðja ári. Hafði kviknað í fötum þess frá eldavél,. en enginn inni og var brunnið til ösku hér um bil, er að var komið.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.