Ísafold - 01.09.1906, Síða 2
réttmætum jafnréttiskröfum gagnvart
þeim.
Hún hefir ennfremur lyft Islandi
skör hærra í áliti meðal annarra þjóða,
þar sem konungur þess sýndi fulltrú-
um þjóðarinnar þenna sóma, og hún
hefir kent oss að þekkja dönsku þjóð-
ina betur en fiestir af oss höfðu áður
átt færi á.
Alt þetta ætti fremur að verða til
þess að flýta fyrir góðum málalokum
í viðureign vorri við samþegna vora,
er kemur til jafnréttiskrafa vorra and-
spænis þeim. Og með þeirri von, að
svo verði, bind eg enda á þetta mál.
7 8 1905
Ef'tirtektarvert dæmi um
berklayeikislækniug.
Merkilegu dæmi þess og alleftirtekt-
arverðu, að ekki er það neinn hégómi,
sem læknar kenna um lækning þeirr-
ar voðaveiki, berklaveikinnar, sbr. bækl-
ing Guðm. héraðsl. Björnssonar, kann
skilvís maður hérlendur frá að segja
af sjálfum sér, Bergur Helgason
búfræðingur.
Hann fekk veikina í Khöfn síðari
part vetrar 1904. Hann stundaði þá
nám við Landbúnaðarháskólann, og
mun hafa lagt mikið á sig, við lítinn
kost heldur. Honum var komið á
sjúkrahælið fyrir berklaveika í Silki-
borg á Jótlandi, og var hann þar
nokkra mánuði. Fór síðan þaðan
sæmilega hress orðinn og tók til lest-
urs af nýju, en þoldi ekki. Kom þvf
næst hingað heim í fyrra sumar og
hélt til átthaga sinna, austur á Síðu.
J>á var hann svo lasinn, að hann þoldi
ekki að ganga nema lítinn spöl, 15—
20 mínútur í einu. Veikin var sýni-
lega að magnast óðum aftur. En
hann hafði numið vel rétta heilsubót-
armeðferð á sér tímann, sem hann
hafðist við í Silkiborg, og tók nú það
ráð, sem hér segir frá.
Hann lót gera sér ofurlítið heilsu-
hælisskýli spölkorn frá bænum, þar
sem móðir hans býr, Fossi á Síðu, og
hafðist þar við allan veturinn dag og
nótt, hverju sem viðraði, fyrir opnum
dyrum eða gluggum eða hvorutveggju
í Benn, stundum í 12—14 stiga frosti.
Hann lýsir skýlinu sem hér segir:
Stærðin á því er 7 X 4 álnir og rúm-
ar 4 álnir er það á bæð (4 áln. að
norðan, 4:/3 alin að framanj. það
stendur uppi í brekkunni, spölkorn fyr-
ir ofan bæinn (á Fossi á Síðu). það
er gert af tré og járni, þ. e. járnvar-
ið alt utan. Fjórar álnir af austur-
endanum eru hafðar fyrir svefnher-
bergi, þar er borðum slegið innan á
grindina og innan á borðunum er pappi,
málaður ljósblár, og er honum haldið
föstum með trélistum, sem negldir eru
innan í herbergið neðanvert við miðju
alt í kring og svo upp og niður með
álnar millibili; þeir halda pappanum
því annars færi hann af í stormi, vegna
þess að ekki er pappi utan á grind-
inni og ekki heldur borð. Tré-gólf er
í öllum skálanum; á suðurhliðinni er
gluggi á svefnherberginu, það stór, að
hann tekur yfir meiri hlutann af fram-
þili þess, rúma alin frá gólfi. í glugg
anum eru því nær allar rúðurnar á
hjörum (þrír neðri gluggarnir hver
með 2 rúðum og annar helmingurinn af
efri glugganum). Frá þeim er svo geng-
ið, að þeir geta verið opnir, þótt hvast
sé. Inn í svefnhergið eru dyr innst
á millivegnum. I þessu herbergi eru
tvö rúm og 1 steypibaðsáhald, ásamt
jitlu borði og einum stól. Vesturend-
inn af skálanum er opinn að framan,
að undanskilinni álnarhárri »skans-
klæðningu* að neðan, og fortjaldi sem
draga má niður þegar verst er veður.
Hinir veggirnir af þessum parti eru úr
þakjárni, sem slegið er utan á grind-
ina, með glugga norðan á, opnum, og
svo milliveggurinn á eina hliðina.
I þessum parti skálans er legubekk-
ur, 8iníðaður úr tré, með líku lagi og
legubekkir, sem notaðir eru í heilsu-
hælum erlendis. (þeir eru úr járni,
en þessi úr tré). þar er (í bekknum)
hvílupoki úr loðnum sauðskinnum og
undir honum feldur úr sama og sömu-
leiðis annar sauðskinnsfeldur ofan á,
ásamt einni ullarábreiðu og kodda.
þessi skáli var gerður handa mér í
október í fyrra og hefí eg hafst við í
honum síðan, þar til nú 4.' ágúst í
sumar, að eg þá þóttist vera svo hraust-
ur, að mér væri óhætt að leggja út í
þessa ferð.
í fyrstu var heilsan veik, svo að
eg gekk ekki meira en sem svarar
15—30 mín. tvisvar á dag. Hinn tím-
ann af deginum lá eg í legubekknum,
sem fyr um getur, þar í leguskál-
auum, og á nóttunni lá eg svo í rúmi
mínu í svefnherberginu og Páll bróðir
í hinu rúminu á móti. Hann var hjá
mér um næour mér til skemtunar.
Fyrstu nóttina var heiðskírt veður
með talsverðu frosti, og samkvæmt
heilsuhælisreglum höfðum við bæði dyr
og glugga opið. Páll hafði þá loðhúfu
á höfði og prjónaða ullarpeysu utan
yfir skyrtum sínum, er hann gekk til
rekkju, en brátt lagði hann niður þau
óvanalegu náttklæðí. Við lágum svo
þarna fyrir opnum gluggum í allan vetur
og var ekki laust við að snjóaði inn á
okkur stundum, því opin var hurðin
og því gegnumblástur.
Um daga lá eg, í fötum, í leguskál-
anum, og bafði hann alopinn, nema í
verstu snjóbyljum. þá dró eg tjaldið
fyrir, og snjóaði þó ærið inn á mig.
þegar á mig sótti fótakuldi, gekk eg
oft út í snjóinn berfættur eða óð stund-
arkorn í bæjarlæknum, einnig berfætt-
ur eða þá á sokkaleistum, og hitnaði
mér jafnan vel á eftir. Annars má brúka
heitar vatnsflöskur til að hita sér og
hafa þær þá í hvílupokanum.
Eg hafði hjá mér skriðljós á kveld-
vökum til að lesa við.
þegar eg fór að frískast, en það
varð brátt, gekk eg oft alt að sex
stundum á dag, fjórum sinnum, lj
stund í einu. En oft varð eg þó að
hafa göngutímann styttri, vegna storma
og illviðra.
Eg laugaði mig 1 sinni í viku, stund-
um oftar, fyrst úr heitu, en þá köldu
vatui ofan á; hafði til þess steypi-
baðsáhaldið.
Mér leið altaf vel í skálanum mínum.
Og þótt hélað væri stundum á mér
skeggið, þegar eg vaknaði um nætur,
kom okkur bræðrum ásamt um, að
heldur vildum við sofa þar en í heitu
og innilokuðu baðstofulofti; enda var
okkur jafnan heitt. Og hefir reynsl-
an sýnt mér, að hreina loftið er dýr-
mætt fyrir heilsuna. Mér fanst eng
inn ábati að byrgja það úti, þótt SDjór
kæmi öðru hvoru í rúmið og á gólfið
inni í herberginu.------
Svona segir hr. B. H. frá.
Hann var hér á ferð fyrir skemstu,
fýlhraustur orðinn, og fór utan í vik-
unni núna, að létta sér upp og vitja
heitmeyjar sinnar á Jótlandi.
Heldur hafði nágrönnum á Síðunni
orðið tíðrætt um þetta tiltæki, skála-
vistina þeirra bræðra, og fullyrtu sum-
ir, að þeir mundu drepa sig á þessu,
eða Bergur að minsta kosti, svo heilsu-
bílaður sem hann var. Nágrannarnir,
sem ganga dúðaðir margföláum trefl-
um um hálsinn jafnvel í frostleysu og
þora fráleitt að opna glugga á bað-
stofum sínum allan veturinn.
Kjarngóða fæðu hafði hann altaf og
drakk 3 potta af nýmjólk á dag.
Yms ©rleiKÍ tidindi.
Markonisk. 28/8
Uppreisnin á Cuba. Upp
reisnarmönnum hefir veitt betur fram
an af. þeir hafa unnið borgina San-
luis eftir afarharða sókn. Margir
mikils háttar menn hefa gengið í upp-
reisnina. Gorvez hershöfðingi hefir ver-
ið höndlaður. Uppreisnarhershöfðing-
inn Bandera er fallinn, hinn frægi leið-
togi fyrri byltingarinnai;. Uppreisnar-
menn hafa tekið járnbrautarstöðina í
San Juan—Martinez og látið þá vita,
sem fyrir járnbrautinni ráða, að þeir
mundu spilla brúm á leiðinni, ef flytja
ætti herlið eftir brautinni. Eyjamenn
hafa nú augun á (bænum) Pinardelrio,
og er haldið, að það ráði forlögum
uppreisnarstjórnarinnar, ef hann vinst.
Stórskotalið hefir unnið aftur járn-
brautarstöðina í San Juan—Martinez.
Byltingarmenn eru 2000. Til sveita
er fólk hlynt uppreisnarmönnum. í
bæjum er það þjóðræknara. Tilhlutun
af Baudaríkja hálfu ósennileg.
T y r k i r hafa slakað til við Frakka,
en þeir aftur kvatt heim herlið það,
er þeir höfðu sent suður í Djanet-
landbrot í Tripolis-upplöndum.
Pátt með Rússum og Búlgörum,
vegua þess, að stjórnin í Búlgaríu
hefir ekki viljað banna samhygðarfundi
þar í landi við rússneska byltingar-
menn.
Ekkjudrotningin í K í n a kveður
embættisstéttarhöfðingja til fundar til
að ræða um að lögleiða þingbundna
stjórn.
Yfirkonsúll Bandaríkja í Honkong
(í Kína) hefir beðið jarlinn í Kanton
að bæla niður samtök um að firrast
öll verzlunarviðskifti við Bandamenn.
J apansstjórn hefir tilkynt
stórveldunum, að Dalny sé viðskifta-
frjál8 höfn frá 1. sept.
Vafasamt hvort Wellman norðurfari
leggur á stað í heimskautsleit sína
þetta ár (frá Spitsbergen).
Roosevelt forseti hefir aðhylzt staf-
setningarumbótarhreyfinguna og skip-
að að hafa hina umbættu stafsetning
á stjórnarskjölum.
Rússneskum stjórnarerindreka, er
Greger heitir, hefir verið haldið eftir í
Brest (á Frakklandi), og er kent um
stuld á dýrmætum demantshring frá
Rodelles greifafrú, sem er amerísk að
ætt og hét áður Mrs. Stears; hann
var gestur hjá henni.
KonungshjónÍD frá S p á n i eru kom
in til Finisterre á heimleið frá Eng-
landi og var von á þeim í dag til
Bilbao. En þar er alvarlegt ástand,
með því 12,000 manns hafa gert verk-
fall og lenti þeim saman við herlið
þar. Margir fengu sár. þetta hefir
verið tilkynt konungshjónunum. Að-
komumenn í bænum flýja þaðan svo
þúsundum skiftir. — Síðari fréttir
segja, að verkfallinu haldi enn áfram.
Hervörzlulög eru í gildi í bænum.
Borgaraleg yfirvöld hafa sagt af sér.
Konungshjónin hafa og hætt við að
koma.
Botnía og Lára
fóru héðan til útlanda 27. f. mán.
Með Botníu fór talsvert hrafl af útlend-
ingum en með Láru fjöldiun allur af
stúdentum, útskrifuðum í ár og eldri.
Guöm. próf. Helgason
í Reykholti tók sér og far með Láru
og býst við að dvelja erlendia vetrar-
langt sér til heilsubótar. Með honum
fór dóttir hans Laufey.
Skipaskoðuu í Reykjavík.
Svarið frá þeim herrum Hannesi
Hafliðasyni og þorsteini þorsteinssyni
(Bakkabúð) í 47. tbl. ísafoldar, út af
því, að eg dirfðist að birta vottorð, sem
þeir höfðu sent hingað með skipinu
Engey í vor, vottorð, sem var svo gagn-
stætt sannleikanum, sem frekast mátti
vera, á að vera tilraun að fegra að
slíkt sé rétt, og hvetja með því aðra
til að fara líkt að eða sýna kæruleysi
við skoðun skipa. Eg hefi leitað í
grein minni að orðum, sem þeir hafa
eftir mér og finn hvergi. þeir klóra
ekkert yfir sínar gerðir, þótt þeir ætli
að sýna raönnum, með útúrsnúning-
um, hve vitlaus eg sé, en þeir skyn-
samir og samvizkusamir. þeir muna
máske eftir þessum orðum — það sem
eg hefi skrifað, það hefi eg skrifað.
Mest af öllu furðar mig á, að þeir
skuli sýna sig svo fávísa og skilnings-
lausa sjómenn, að geta ekki skilið, að’
framtoppurinn á Engey hafi getað
brotnað, einkum er eins hagar til og
þar.
Eg skal reyna að útskýra, hvernig
slíkt getur auðveldlega að borið.
þegar bómudirkur stendur eins hátt
uppi og hér um ræðir og millistagurinn
er festur efst í báða siglutoppana, og
ekkert er framtoppnum til stuðnings út
á klýverbómuna, og bóman er dirkuð,
og stopptalían slök, sem hér mun hafa
verið, þá hlýtur að reyna á toppana,
þegar slingur kemur á bómuna og
mest á framtoppinn, þar sem ekkert
styður.
I grein sinui segja hinir heiðruðu,
að á leiðinni hingað hafi reynt mikið
á toppinn; stór sönnun fyrir mig, því
að öllum líkindum hefir toppurinn
verið brotinn, áður en skipið hafnaði
sig og verið orðinn laus fyrir. Furða
er að toppurinn var ekki fokinn,
ef það þýðir hið sama hjá hinum
heiðruðu skoðunarmönnum og sögnin
»að brotna«. Slíkum nýgerfingum ætti
ekki að glata, þegar verður farið að
segja fyrir á íslenzku. það er ekki svo
ljótt að heyra: Við urðum að snúa
við vegna þess að greipiráin fauk.
Tilraun þessi til að gera mig hlægi-
legan í augum almennnings, verður
því eitt voldugt vindhögg.
þar eð skoðunarmenn eru svo gagn-
kunnugir þilskipum hér, eins og þeir
láta í veðri vaka, þá muna þeir máske
eftir því, að einu sinni datt toppurinn
af Brunnastaðabátnum niður á þilfar,
með öllu tilheyrandi; það gerðist fyrir
sunnan Jökul í blæjalogni.
Fauk hann?
Smiðunum á Bíldudal mun ekki
hafa litist á siglutróð, eftir því sem
heyrst hefir.
Um þessa skoðun mína á Sleipni,
sem þið berið á borð fyrir leseDdur,
skal eg skýra frá, að eg hefi aldrei
skoðað Sleipni; hann fór frá Stykkis-
hólmi án þess að skoðun hefði farið
fram. Hér átti að skoða skipið og
lögskrá mennina, sem ráðnir voru, en
hingað komst hann aldrei. —
þetta var annað vindhöggið.
Frá Sleipni gamla get eg þó heils-
að ykkur sem gömlum kunningjum og
segist hann vera ykkur reiður sökum
þess, að þið séuð að skrifa í blöð, að
hann hafi farið í spón, þar sem hið
sanna er, að hann liggur á höfninm í
Stykkishólmi og líður vel.
Er nokkur ástæða fyrir skoðunar-
mennina að ráðast á útveg herra Ein.
Markússonar, þótt þeir verði styggir
við mig?
Vonaudi svarar hr. E. M. fyrir sig
— og sín skip.
Hinn 5. maí þ. á., Bendi hr. kaup-
maður Einar Markúgson eftir mér og
skipstjóra Pétri Finnssyni hér á staðn-
um; hann bað okkur að akoða skipið