Ísafold - 08.09.1906, Side 2
226
ÍS AFOLD
fplp"5* Tvisvar i viku
kemur Isafoltl út næstu vikurnar
og að jafnaði áfram það sem eftir er
ársins, miðvikudaga og laugardaga.
Skuldamál
þessi 3 hafa dæmd verið nýlega í
landsyfirrétti:
1. Jón Jónsson f. kaupm. frá Borg-
arnesi dæmdur eins og í héraði (á
bæjarþingi Evíkur) til að greiða Weyer-
gang timbursala í Mandal (Egg. Claes-
sen fyrir hans hönd) 700 kr. eftir-
Btöðvar frá því er J. J. hafði uniboðs-
8ölu fynr á timburfarmi hér 1902, auk
vaxta og málskostnaðar.
2. Kaupmannsekkja Kristín Arna-
dóttir á Akureyri dæmd til að greiða
H. B. Fogtmanns Efterflg. í Khöfn
848 ^ kr. skuldareftirstöðvar frá tíð
manns hennar, Árna heit. Pétursson-
ar, auk 6 /> vaxta.
3. J. V. Havsteen konsúll á Odd-
eyri dæmdur fyrir báðum réttum til að
greiða H. Jensen bakara 16ð kr. með
5 °/o vöxtum frá sáttakærudegi. Konsúll
hafði rekið bakarann úr visi hjá sér
ólöglega. Landsyfirréttur lét máls-
kostnað falla niðnr fyrir báðum réttum.
Eyrarbakkaliéraði
þjónar í vetur læknaskólakand. Eirík-
ur Kierulf, í fjarvist héraðslæknis Ásg.
Blöndal, sem dvelur vetrarlangt í
Silkiborgar heilsuhæli fyrir berklaveikt
fólk.
Dáinn er
hér í morgun Hallgrímur Mel-
s t e ð landsbókavörður — varð bráð-
kvaddur; alheill í gærkveldi. Hann
hafði þrjá um fimtugt. Stúdent 1873.
Verður minst frekara í næsta bl.
Síðdegismessa á morgun i dómkirk-
jnnni kl. 5 (B. H.).
Druknan
er nýfrétt að norðan, 5 manna á
bát í fiskiróðri á Steingrímsfirði, er
K. Riis kaupm. á Borðeyri hafði gert út.
Formaðurinn var Keykvíkingur, Pét-
ur þórðaraon (frá Gróttu), og 2
hásetarnir héðan, Jónar tveir Jóns-
synir, annar kendur við Höll, roskinn
atorkumaður og reglumaður mesti.
Pétur heit. var orðlagður vaskleika-
maður og sjósóknari mikill. Hafði
verið mörg ár fyrir þessum bát frá
Borðeyri, á sumrum. Hann var einu-
sinni næturvörður hér í bæ.
Hinir hásetarnir tveir höfðu verið
annar úr Keflavík, en hinn norðlenzkur.
Sjálfsmorð.
Sá sorgaratburður varð í Hafnarfirði
sunnudaginn var, 2. þ. mán., að fyrrum
bóndi Kristján Jónsson frá
Hliðsnesi á Álftanesi réð sér bana
— gekk í sjóinn milli Hafnarfjarðar
og Garðahverfis, svo nærri Jandi, að
líkið var eigi alveg í kafi, er það fanst
síðar um daginn.
Kristján heit. var sonur merkisbónd-
ans Jóns sál. Kristjánssonar að Skóg-
arkoti í fingvallasveit, en bróðir Pét-
urs blikkBmiðs í Reykjavík. Hann var
fæddur 12. sept. 1844, kvæntist 1871
Kristrúnu Sveinsdóttur, ekkjuSteindórs
Sveinssonar á Ottarstöðum, mesta
kvenskörung, er hann misti 1903.
|>eim varð 3 barna auðið, og er þeirra
elzt Kristinn, stýrim. í Hafnarfirði;
hitt eru nú giftar konur. fau Krist-
ján heit. og Kristrún bjuggu fyrst 12 ár
á Óttarsstöðum, en síðan 20 ár í Hliðs-
nesi. |>eim búnaðist vel, og voru í
fremsta bændafólks röð í sinni sveit.
Nokkuru eftir lát konu sinnar fluttist
Kristján frá Hliðsnesi til Hafnarfjarðar
og fór að verzla þar. |>að hepnaðist
miðlungi vel, og gengu efni hans held-
ur til þurðar. Loks seldi hann í sum
ar verzlun sína. Féþurðurinn mun
hafa bakað honum áhyggju, og hafði
hann verið eigi mönnum vel siunandi
síðustu vikurnar sem hann lifði. —
í eftirmælum eftir hann (Fr. Fr.) segir
meðal annars:
Ljúfur með likn og dáð
Lengi var sveitar&toð,
Grandvar með góðri lund,
Gætinn i orði’ og hug.
Um smjörverð
á Englandi barst hingað 3. þ. mán.
sæsímaskeyti til konsúls Jes Zimsen,
er sent hafði verið 27. f. mán. til
Seyðisfjarðar frá J. W. Faber & Co. í
Newcastle, hin fyrsta símritaða verzl-
unarfrétt hingað, um að íslenzkt smjör
hafi síðast sel8t á 89 — 100 aura fyrir
pd. hér á höfn (fob.), og þá hafi ekkert
íslenzkt smjör verið þar fyrirliggjandi,
en töluverð eftirspurn og von um enn
hærra verð.
Lantlmælingameimirnir
dönsku, sem hér hafa unnið að land-
mælingum í sumar, eru nú farnir héðan
heimleiðis, hinir sfðustu á s/s Tryggva
kongi. þeir mældu f sumar Skeið og Flóa,
og ennfremur austursveitir Rangár-
vallasýslu, vestur að |>verá. |>eir hafa
og gert nokkrar mælingar í uppsveit-
um Árnessýslu, í Kjósarsýslu, Borgar-
fjarðar- og Mýrasýslu, Dalasýslu og
Snæfellsnessýslu.
Um árið 1920 er gizkað á að mæl-
ingum landsins muni verða lokið.
Byrjað var á þeim 1900.
Af Austfjörðum. Þar hefir tíðarfar
verið mjög stirt í snmar; sife'.dir knldar
og úrkomur; hefir í hverjnm mánuði snjóað
meira og minna, stundnm kafaldshylnr
dægrum saman. Má heita að ekki hafi þar
orðið nokkurs sumars vart, nema fyrri hluta
mánaðanna júni og júli. Heyskapur hefir
því gengið illa, einkum við sjávarsíðuna.
En kuldunum er það þó að þakka, að hey
hafa ekki skemst til muna.
Aflabrögð hafa og gengið tregt; er það
þeim mun bagalegra, sem sjávarútvegurinn
hefir verið aukinn að stórum mun á þessu
ári, með fjölgun vélarbátanna. Á Seyðis-
firði ganga t. d. 24 vélarbátar til fiskjar í
sumar, og allmargir hæði á Norðfirði, Mjóa-
firði, Reyðarfirði og Yopnafirði. Yfirleitt
munu fiskiveiðár á Austfjörðum þ. á. vera
reknar að helmingi á vélarbátum. — Að
eins 4 eða 5 daga i fyrri hluta júni var
uppgripa-afli; sást það á þeim fáu dögum,
hve miklu auðteknari er auður hafsins með
vélarhátunum, þegar vel gengur á annað
horð. Annars hefir aflinn i sumar verið
tiltölulega mun rýrari á vélarbátana en á
smærri háta; það stafar af þvi, að fiskur-
urinn hefir gengið á grunnmið, upp undir
land; en þar er víða straumasamt og ilt
aðstöðu fyrir stóra og fólksfáa háta. Smá-
bátarnir hafa stutta lóð, beita hana hvað
eftir annað, færa sig til og leggja aftur
þar sem fiskurinn hefir gefið sig að. Yél-
arbátarnir fara hins vegar af stað að heim-
an með langa lóð beitta, halda til djúps,
þar sem straumar eru minni, leggja þar
alla lóð sina í einu og fara síðan til lands,
hvort sem nokkuð hefir aflast eða ekki. —
Það þykir sérstaklega erfiðleikum bundið,
að halda þeim með hæfilegri ferð og stefnu
við fóð i grunnum sjó, þar sem straumar
eru miklir.
Síldveiði hefir engin verið á Austfjörð-
um í sumar, er teljandi sé; hafa menn því
orðið að kaupa beitusild af skipum, er hana
hafa veitt í hringnætur úti á hafi. Hluta-
félagið A 1 d a n á Seyðisfirði leigði um
tíma í sumar norskt fiskiskip, hélt því út
til sildveiða og aflaði um 1000 tunnur.
Nú hefir félag þetta keypt einn af hval-
veiðabátum Ellefsens í Mjóafirði og heldur
honum út til síldarveiða. Skip þetta er
eitt af elztu hvalveiðaskipum Ellefsens, heitir
N o r a og er rúmar 80 smálestir að stærð.
Ekki láta þeir alt fyrir brjósti brenna,
Seyðfirðingar, um fjárframlög, þó ekki
séu þeir nema um 800. Vatnsveitu hafa
þeir fengið um aðalbæinn, og mun hún
hafa kostað þá um 10,000 kr. (Vatnið
tekið úr uppsprettulind rétt við aðalbæinn)
Hafskipabryggju á kaupstaðurinn hina beztu,
sem til er á landinu, með sporbrautum,
vögnum og vörugeymsluhúsum; bærinn
keypti þá eign eftir Grarðarsfélagið fyrir
25,000 kr., en hefir bætt hana mikið siðan.
Vatnspípur liggja fram á bryggjuna og geta
skip tekið þar 20 smálestir vatns á klukku-
stund.
Raflýsingu eru Seyðfirðingar farnir að
undirbúa hjá sér; var Th. Krabbe verk-
fræðingur þar eystra i sumar að fram-
kvæma undirbúningsrannsóknir þar að lút-
andi. Hann hefir ekki látið neitt uppi um
kostnaðaráætlun enn, en allvel mun honum
hafa litist á fyrirtækið. Aflið á að fram-
leiða með því að húa til foss í Ejarðará
skamt innan við Öldnna (aðalbæinn); á að
reka niður staura í ána og negla þar á planka.
Þegar vatnið hækkar í ánni innan við stifl-
una, verður þar allstórt stöðuvatn, sem með
timanum mun þykja mikill kostur að hafa
þar, t. d. til sundkenslu á sumrum, skauta-
ferða á vetrum o. fl.
Þá ætla Seyðfirðingar að reisa stórt
barnaskólahús fyrir bæinn á næsta ári, og
eru farnir að undirhúa það mál. Húsið á
standa milli sjúkrahússins og lyfjabúðar-
ínnar (sem næst miðjum bænum). Hingað
til hafa skólarnir verið tveir, annar á Ejarð-
aröldu, en hinn á Vestdalseyri; það hefir
þótt nauðsynlegt vegna fjarlægðar milli
bæjarhlutanna. En það fyrirkomulag er
mjög kostnaðarsamt. Nú á skólinn að
verða einn og væntanlega með heimavistum
fyrir börn af Vestdalseyrinni. A. J.
REYKfAVÍKUR ANNÁLL.
Aðkomandi í þessari viku: Andrés
héraðslæknir Féldsted frá Dýrafirði, Björn
Bjarnarson Dalasýslum. og hans frú, Einar
sýslum. Benediktsson með sinni frú, Eyólfur
prestur Kolbeins frá Staðarb., Jóhann pró-
fastur Þorsteinsson i Stafholti, Jón Blöndal
héraðsl. f Stafholtsey, Maríno Hafstein
sýslum., og Sigurður sýslum. Olafsson í
Kallaðarnesi með sinni frú.
Brunabótavirðing á þessum húseignum
var staðfest á bæjarstjórnarfundi í fyrra-
dag, i kr.:
Árna Jónssonar trésm. við (xrettisg. 3944
Bjarnh. Jónssonar járnsm. (endurb.) . 4517
Guðm. Jónss. skósm. við Bergst.str. 3498
Jóns Bjarnasonar við Bræðrab.stig . 3172
Jóns Sigmundssonar við Laugaveg . 4300
Jóns Teitssonar við Spítalastig . . 7802
Ólafs Davíð8s. bankabókara (Laufásv.) 9588
Sigurgeirs Jónssonar við Njálsg.. . 3480
Brunabótavirðingamenn hefir hæjar-
stjórn endurkosið um næsta ár þá Hjört
Hjartarson og Sigvalda Bjarnason trésmiði.
Bœjarbryggjan. Hana er nú afráðið
að hækka um 1 alin, og fól bæjarstjórn það
Tr. G. bankastj. fyrir 3 kr. 65 a. tenings-
alin.J; en það verða 1263 ten.áln. á gömlu
bryggjunni og viðbótinni að samanlögðu.
Svo á hann og að gera við vesturkant
bryggjunnar, 100 ferálnir, fyrir 1500 kr., og
steinleggja gömlu bryggjuna ofan fyrir nál.
900 kr.
Dánir. Eiríkur Helgi Eiríksson þbm. i
Eiriksbæ (44 ára) Elin Jónsdóttir frá-
skilin kona 26/8. Guðný Þormóðsdóttir
ekkja (73) 23/8. Hallgrímur Melsteð lands-
bókav. (53) 8/9. Helga Jóhannsdóttir ráðsk.
á Suðurklöpp (64) 28/8. Ingunn Jónsd. ekkja
(81)5sl/s-Á Jón Jónsson b. á Litlubrekku á
GrimsstaðaDolti 6/9. Magnús Símonarson
vinnum. frá Sogni(?) i Ölfusi s/9. Margrét
Þorláksdóttir, kona Jóns kaupm. Helga-
sonar frá Hjalla í Ölfusi s/e. Sesselja Ei-
ríksdóttir ekkja (74) 2/9.
Fasteignasala. Þessum húsakaupum og
lóða hér i bæ var þinglýst í fyrra dag:
Sigurður fangavörður .Tónsson selur Páli
Magnússyni og Páli Jónssyni húsið nr. 5 á
Skólavörðustíg fyrir 8000 kr.
Páll Guðmundsson trésm. selur Gunnari
Björnssyni skósm. 600 Q ál. af lóðinni nr.
3 við Spitalastig fyrir 900 kr.
Kristinn Jónsson trésm. selur Einari
Einnssyni 91 □ al. af lóðinni nr. 11 við
KlapparBtíg fyrir 500 kr.
Einar Finnsson selur Kristni Jónssyni
92 □ ál. af lóðinni nr. 13 A við Klappar-
stíg fyrir 500 kr.
Jón Magnússon selur Kristni Jónssyni
trésm. húseignina nr. 11 við Klapparstíg
fyrir 3,250 kr.
Guðriður Tómasdóttir selur Sigvalda Há--
konarsyni trésmið húseignina nr. 17 við
Laufásveg fyrir 4500 kr.
(Lóðirnar fylgja húsunum).
Fátœkrafulltrúa skipaði bæjarstjórn 6.
þ. m. Jóna8 steinsmið Guðbrandsson frá
Brennu í stað Arinbj. Sveinbjarnarsonar
bókbindara, er beiðst hafði lausnar.
Götulóðir lceyptar. Undir Tjarnargötu
samþykti^bæjarstj. i fyrra dag kaup á ióð-
nm af Stefáni Egilssyni múrara á 1 '/„ kr.
feralin, erfingjum Björns Hjaltested á 2'/2,
kr. og Þorsteini kaupm. Sigurðssyni á l'/4
kr. þó svo, að frá gengur 10 álna breið
ræma ókeypis. Ennfr. af Eiríki Bjarnasyni
fyrir|,2 kr. á'feralinpndir götuna sjálfa.
HFyrir breikkun á Laufásvegi og Bókhlöðu-
stig fær Sveinn Jónsson trésm. s/4 kr. og
Jón Jensson yfird. 2‘/s kr. á feralin, og
Jón Ólafsson ritstj. 600 kr. fyrir 200 fer-
álnir, með skilyrði. En mats krafist á lóð-
um undir sömu götur frá Þorleifi Jónssyni
póstafgrm. og Halldóri Sigurðssyni trésm.
Hjónavígslur. L. Chr. Cortsen og Margr.
Chr. IJNielsen, bæði frá Khöfn, 20/8. Egil
Jacobsen kaupm.'j og ungfrú Sigríður Ein-
arsdóttir Zoega ’/9. Sveinn Ingjaldsson frá
Nýlendu á Akranesi j og;; yngismær Ólafína
Ásmundsdóttir frá Háteig 4/9,
~Höfnin. j:Bæjar8tjórnin hefir út af bréfi-
frá Smith hafnarumsjónarm. i Kristjaníu
falið hafnarnefnd að gera það sem gera
þarf tila undirbunings hafnarmálinu eftir
bendingum hans.
i' Kvennaskótanum iERvík [hefir/ bæjar-
stjórn veitt 100 kr. styrk./V^ * méíVtr.i
$[Slökkviliðsstjóri$ verðuríj liklega Rost-
gaard|velast.jóriaviðjYölund.)—jBæjarstjórn
leikuUhugurgáponum ogj,fól síðast bruna-
malanefnd að^halda áfram samningum við
hann.
Thorefélagsskipið Tryggvi kongur (Em.
Nielsen) kom hingað af Vestfjörðum mið-
vikud. 5. þ. m. að morgni með margt far-
þega og fór um kveldið til útlanda full-
fermdur vörum og með um 75 farþega,
Þar á meðai: kapt. Hammershöj og 28
landmælingarmenn með honum (11 yfir-
menn og 18 undirmenn); 18 ritsimamenrr
danskir; ennfr. jústizráð Fr. 'Wendel frá
Dyraf. og frú hans; J. Frederiksen kaupm.
frá Mandal; Charles Nielsen ljósm.; Har-
aldur Ámason verzlm.; Magnús Sigurðsson,
cand. jur.; stúdentarnir: Geir G. Zoega,
Guðm. Einarsson (Flekkudal), Gunnar Egils-
son, Jón Sigurðsson (Ólafssonar sýslum.),
Stefán Scheving, Vilhj. Finsen, Þorst. Þor-
steinsson; ungfrúrnar Halldóra Bjarnadóttir
(kenslukona, frá Moss), Emilía Sighvat.s-
dóttir (bankastj.), Guðlaug Hjörleifsdóttir;
tvær franskar hjúkrunark. frá fr. sjúkahús-
inu hér; tvær nunnur frá Landakoti; Jónas
Andrésson verzlm. (áleiðis til Kolding); 6
útlendir ferðamenn. Enn fremur til Vest-
manneyja um 15 manns.
V erzlunarskólinn
byrjar með októberbyrjun. Timar byrja
1. okt. Inntökuskilyrði til neðri
bekkjar er kunnátta sú er veitt er i barna-
skóla Reykjavíkur, eða jafngildi þess.
I efri og neðri bekk verða teknir þeir
sem upp voru fluttir í þá bekki i vor, er
leið, eða nú standast sams konar próf.
S k ó 1 a g j a 1 d verður 20 kr. fyrir skóla-
árið, og greiðist fyrirfram.
Á undirbúningsken8lu verður kostur.
Umsóknir um upptöku, stílaðar til skóla-
nefndarinnar, afhendist bókara Karl Niku-
lássyni í Tbomsens Magasini.
Þeir sem vilja taka að sér tímakenslu
við skólann, sendi umsóknir til sama.
Skölanefndin.
Tapast hefir kapsel með mynd af konu
og barni. Finnandi skili í afgreiðslu ísaf.
Frem
fæst í bókverzlun ísafoldarpr.sm.
SKANDINAVISK
Exportkaffi-Surrogat
í Kobenhavn. — F- Hjorth & Co