Ísafold - 15.09.1906, Page 2

Ísafold - 15.09.1906, Page 2
liggur austur Hellisheiði, vegna bratt- lendis, að töluvert skagi upp í vega- lengdarnouninn, ef lítið þarf að sneiða á hinni leiðinni: um Mosfellsheiði o. s. frv. Styttri leiðin getur með öðrum orð- um orðið alt eins dýr, og hefir þann tilfinnanlegau annmarka umfram, að svo mikið af henni liggur um óbygð- ir og öræfi, — alt frá Lækjarbotnum niður í bygð í Olfusi. Um kostnaðinn vill hr. þ. Kr. ekk- ert uppi láta að svo stöddu. Kveðst enga hugmynd geta sér um hann gert, fyr en eftir vandlegar mælíngar og ítarlegar rannsóknir. jþetta sem hann hefir nefnt, 25 þús. krónur á röstina — sama sem um 187 þús. kr. á míluna — á ekkert skylt við þessa ráðgerðu járnbrautarlagning, heldur hefir hann að eÍDS látið þess getið, að þess séu dæmi í öðrum lönd- um, að járnbrautir hafi verið lagðar fyrir það verð þar, sem m j ö g v e 1 hefir hagað til, eftir torfærulausri flat- neskju og með hægum aðdráttum á efni í brautina. |>að er með öðrum orðum, að kostn- aður h 1 ý t u r að verða miklu meiri á þessari leið, hver stefnan sem valin er. Sennilegt að gizka á, að hann verði miklu nær 40,000 kr. á röstina en 25,000 kr. En hr. f>. Kr. vill ekkert láta eftir sér hafa um það að svo stöddu. Sé gert ráð fyrir 40 þúsundum, kostar 75 rasta járnbraut 3 m i 1 j ó n i r. Kostnaðurinn yrði nær 2 milj. og og 700,000 kr. með 35 þús. kr. verði á röstina; en minna virðist harla ólík legt að brautin geti kostað. Með v i s s u er raunar ekkert hægt um það að segja að svo vöxnu máli. En hvað sem um það er, þá er mjög villandi að gera ráð fyrir e n n minni kostnaði en 25 þús. kr. á röst- ina yfir flatlendið frá Ölfusá austur á Eangárvöllu austanverða, í Hvolhrepp, þ. e. austur að þverá, með járnbraut arbrúm á 3 stórám: þjórsá og Eang- ánum báðum. því brúna, sem nú er á þjórsá, er ekki hægt að nota und- ir járnbraut. J>að nær alls engri átt, að miða hér við lægsta verð á torfæru- lausu jafnlendi annarsstaðar. Meira að segja getur verið að telja megi með 4. brúna, sem sé járnbrautarbrú á Ölfusá. En vitaskuld er full snemt að svo stöddu að fara að bollaleggja kostnað á framhaldi brautarinnar, austur frá Olfusá. Enda alls óvíst, að það fram- hald yrði látið liggja þann veg: beint austur um Flóann þveran, en ekki of- ar, yfir um Sog t. a. m., ef takast mætti með því móti að láta brautina þá koma meiri bygð að notum án óhæfilegs kostnaðarauka og án veru- legs ógreiða fyrir Plóabygðina. En það bíður alt síns tíma. Bíltludalss-lækiiishérað hefir ráðgjafinn veitt 18. f. mán. héraðslækni í Nauteyrarhéraði J>or- birni J>órðarsyni. Brauðauppbót hafa feDgið þ. á., i kr:: Auðkúla í Svinadal 200, Barð í Fljót- urn 100, Bjarnanes 100, Brjánslækur 150, •DesjarmýrilðO, Fjallaþing 150, Grimsey 100, Grundarþing 150, Hjaltastaður 150, Holt undir Eyjafjöllum G00, Hólmar í Keyðarf. 300, Kálfafellsstaður 125, Kálfatjörn 125, Kviabekkur 250, Landeyjaþing 250, Land- prestakall 430, Lundur 175, Otradalur 400, Olafsvellir 275, Prestshakki í Hrútaf. 200, Presthólar 75, Reynistaður 300, Sandfell 125, Saurhær á Hvalfjarðarströnd 50, Stað- ur í Grindavik 50, Staður i Grunnavík 120, Staður i Súgandafirði 200, Stafafell i Lóni 150, Stöð i Stöðvarfirði 100, Svalbarð í Þistilfirði 150, Torfastaðir 300. Loftskeytafréttir U/9 Frá Rússlandi. Byltingarmenn í Sidelece á Póllandi réðust á lögreglumenn og herlið. Her- mennirnir tryldust og veittu Gyðingum atgöngu. J>rjú stræti gereydd og menn fengu bana eða sár hundruðum saman. Ráðist á Urguahart, varakonsúl Breta í Baku (við Kaspíhaf), og hann særður eex marghleypusárum, en eng- um miklurn. Stjórnin rússneska hefir tjáð sér þykja það illa farið. Stórskotaliði var fyrir beitt í gær í Sidelece. Fyrir því fengu bana 100 manna og 300 urðu sárir. Jmsund manna voru hýddir miskunuarlaust, mest Gyðingar. Uppreisnin á Cuba. Palma forseti hefir úrskurðað, að beitt skuli hervaldslögum í borgunum Pinardebrio og Santa Claia. Sömu- leiðis í Havana. Önnur rikisforseta- fyrirskipun, um að varpa öllum upp- reisnarmönuum í varðbald, tekur í framkvæmdinni til allra meiri háttar frelsisvina, enda hafa margir af þeim horfið á brott jafnharðan. Uppreisnarmenn á Cuba réðust á brynjaða járnbrautarlest nærri bænum Consolaciondels, en biðu þar mikinn ósigur. Mælt er að fallið hafi af þeim 200 manna. Frá ýmsum löndam. Uppreisn í Marokko. J>að bar til í Marokko, að Kaid Anfluss upp- reisnarhöfðingi hertók borgina Maga- dore vestur við Atlanzhaf. Herlið keisarans gekk í lið með honum. Gyð- ingar flæmdir frá heimilum sínum og reknir með valdi burt úr Gyðingahverfi borgarinnar. Allmjög ókyrt í Bengal á lad- landi. Uppreisnarbæklingum dreift út meðal heimalýðsins og hann eggjaður á þar að taka höndum saman og flæma Breta úr landi. Samningar með Rúsaum og Japans- mönnum um fiskiveiðar við S a k h a- I i n e y sunnanverða ganga stirt, vegna þess, að yfirvöld þar í eynni frá Japan virða vettugi réttindi þau, er Rússum Voru heitin í friðarsáttmálanum í Ports- mouth í fyrra, og hefir það bakað þeim (Rússum) stórtjón. Lögfræðingar hafa uppgötvað. að stafsetningar - umbót Roosevelts forseta er ólögmæt, með því að til eru 25 ára gömul lög frá sambandsþinginu um að fara skuli eftir stafsetningunni í Websters orðabók. Ofsastormur óvenjulegur með rign- ingu gekk yfir New-York í gær. Vatn- ið flóði yfir sporbrautirnar og umferð varð að hætta. Eldingar voðalegar. Tíu manns fluttir í sjúkrahús. Höfðu orðið fyrir alvarlegum rafmagnsrykk jum. Konsúiar. Konungur hefir 11. f. m. viðurkent norska vice-konsúla þá hér á landi, sem fyr hefir verið frá skýrt hér í blaðinu, og að auki Edv. Har. Tang kaup- mann á Isaf. Landinu er skift i niilli þeirra til afskifta af þeim málum, er konsúlum her: Pétur A. Olafsson verzlunarframkvæmdar- stjóri á Patreksfirði hefir til umsjónar alt i milli Snæfell8jökuls að Önundarfirði, E. H. Tang ÖnuDdarfjörð og alt að Blönduósi, Fr. Kristjánsson á Akureyri Blönduós og alt að Langanesi, Stefán Th. Jónsson á Seyðisfirði þaðan suður fyrir Hornafjörð. Suðurland alt, þaðan og að Snæfells- jökli, mun vera ætlað aðalkonsúlnum i Reykjavík, en hann er enn óskipaður, — frásögn um það hér í sumar var tekin eft- ir norðlenzku blaði, sem hefir farið rangt með. Skoplegur samsetningur. Einhvsrn skoplegasta samsetning, er sést hefir nýlega á prenti, hefir maður skrifað upp úr aðalhjálpræðis málgagni snæfelska valds- m a n n s i n s hér um daginn og sent ísafold. J>að á að vera frásaga um dýrlega skilnaðarveizlu, er þeim sæmdarmanni hafi verið haldin fyrir skemstu, áður en hann lagði á stað þaðan alfarinn að sinni (missiri? eða ár?l til þess að gera sér gott af 5000 kr. fjárlagabitlingnum, Bem mágur hans ráðgjafinn stakk að honum í vor. Fyrnefndur samsetningur, aðalatrið- in úr honum, er á þessa leið, — og eru svigale8trarmerkin þar eftir Isa fold: .... »héldu bæjarbúar honum (L. H. B.) mikilsháttar (!) skilnaðarveizlu . . . kváðust seint mundu fá jafn-röggsamt (!) og skörulegt(!) yfirvald eða jafn-þokka- sælt allri alþýðu manna(!!) enda er það sannast sagt, að L. sýslum. hefir unnið sér œikla hylli sýslubúa sinna þau 12 ár, sem hann hefir embætti þjónað (!!!) . . . Munu og Snæfelling- ar seint fá mikilhæfari (!!!) sýslumann en L. H. B. og ötulli þingmann geta þeir að minsta kosti ekki fengið (!!!), enda munu þeir naumast hugsa um breytíngu í þá átt, er til kemur, ef þeir ættu hins sama kost (!!!). Ymsum getum er að því leitt, hvern- ig þessi ritsmíð muDÍ vera undir komin. Sumum hafði fyrst orðið það fyrir að ímynda sér, að e i n h v e r flugu- fótur væri fyrir þessari forkostulegu frásögn, býsna-fjarstæður þó, og þá sá helzt, að skugginn hans svo nefnd- ur,þessi sem hann hefir látið kalla sýslu- .mann að jafnaði f fjarveru sinni og gengist hefir svo upp við það hefðar- heiti, að haDn kvað hafa látið sér lynda að fá ekki 1 eyri nokkurn tíma fyrir »embættisreksturinn«, — að h a n n hafi haldið vini sfnum og náðugum herra eitthvert skilnaðarsumbl, er þeir hafa skírt þvf nafni og boðið til eða hóað sarnan f það fáeinum kunning- jum sínum. Hafi þeir félagar því næst lagt saman um Bkrásetning fyrnefndr- ar ritgerðar! Kunnugir þykjast þekkja á því helzt handbragð »yfirvaldsins mikla« sjálfs. Önnur »vísindaleg« ágizkun er sú, aðhann sjálfur hafi skáldað þotta alveg upp úr þurru og út í bláinn. Loks hefir verið komið upp með það, að einhver gamansamur hrekkja- lómur hafi sett þetta saman í blóra við manninn, og »hjálpræðið« glæpst á því, en muni nú eiga von á gófl- unni, þegar upp kemst um þennan prett og *mikilmennið« er hnept þann veg í gapastokk almeuningi til skemtunar. Fleiri tilgátur hefir ísafold ekki heyrt að svo stöddu. En vera má að einhver reyni skarp- leik sinn á enn fleiri úrlausnum. N áttúrugripagj nfir. Hr. P. Nielsen verzlunarstjóri á Eyr- arbakka er sjálfsagt mestur velgerða- maður Náttúrugripasafnsins hér. Hann gaf því fyrir mörgum árum islenzkt eggjasafn, »mjög fullkomið, og fágæta fugla og fiska«, segir formaður safns- stjórnarinnar, adjunkt Bjarni Sæmunds- son. Mælt er, að ekki hafi sú gjöf verið hirt svo vandlega sem skyldi, þótt ótrúlegt sé. En alt um það hefir hr. P. N. ekki leiðst gott að gera, og hefir hann fyrir skemstu reitt hingað sjálfur og gefið safninu nýtt eggjasafn,. 240 egg alls, undan flestum þeim fugl- um, er hér verpa, 57 alls, og kváðu: sum eggin vera mjög fágæt. Eggjun- um fylgdu öskjur, og dúnn öllurn and- areggjunum. Safn þetta hafði verið sýnt á Tivolisýningunni f fyrra og þóttr mikið til koma. J>að er sagt mörg, hundruð króna virði. Annar mestur styrktarmaður safns- ins mun hafa verið héraðslæknir þor- steinn Jónsson í Vestmanneyjum. Hann hefir, segir B. S. (í Lögr.), gefið því marga fugla og egg, og einkum margs konar sædýr úr sjónum kring- um Vestmanneyjar, margt af því mjög fágætt. J>essir menn og Ben. Gröndal hinn þriðji hafa verið gerðir heiðursfélagar Náttúrufræðisfélagsins. Stórgjöf fekk safnið fyrir mörgum árum frá þeirn mag. Helga Jónssyni og Stefáni Stefánssyni gagnfræðakenn- ar og alþm. það er íslenzkt jurta- safn, gefið á 10 ára afmæli Náttúru- fræðisfólagsins (1899). — Stefán kenn- ari er frumkvöðull félagsins og safns- ins og aðalstofnandi. Skipströnd nokkur og fleirri skaðar hafa orðið hingað’ og þangað um land í aftakaveðri á sunnan aðfaranótt fimtudags 13. þ. m. Norskt kolaskip, E m a n u e 1, sleit upp á Sauðárkróki og brotnaði, ec- manntjón ekkert. Sömu leið fór kaupskip eitt á Stokks eyri, nýkomið til Ólafs Arnasonar,. fullfermt vörum. þar varð og mann- Björg. það er þriðja vöruskipið hans^ er strandað hefir á þessu sumri. Enn fór eins um s/s N j á 1, gufubát Lefoliis-verzlunar á Eyrarbakka. Hann rak hátt á land upp, í stórstraums- flóðfar. Menn björguðust allir ómeidd- ir. þetta var skamt fyrir utan búðina (Lefolii), af miðlegunni sem kallað er. — Ekki kvað neitt skip hafa slitnað upp af skipalegum Lefoliis-verzlunar fyr en þetta um fjórðung aldar, eða síðan 1882. Báturinn (Njáll) er sagður lítið eða ekki brotinn. Gufuskip rak á fiskiskútu, Mo r n i n g S t a r, er Aug. Flygenring kaupm. f Hafnarfirði á og lá þar á höfninni, og braut hana eitthvað. Einar kaupm. þorgilsson í Óseyri við Hafnarfj. misti út stóran uppskip- unarbát. Hann rak yfir í Garðaland. og brotnaði þar. Marga uppskipunarbáta og ýmsa opna báta aðra stóra og smáa sleifr upp á Eyrarbakka og Stokkseyri, eða tók upp, ef á landi lágu, sendust lang- ar leiðir og fóru í spón. Húsaskemdir hafa og orðið þessa nótt hingað og þangað, og heyja sjálfsagt einnig. þar á meðal hafði járuþak fokið af öllum bæjarhúsum í Skeiðháholti, og sömuleiðis þak af bað- stofu 1 Auðsholti í Ölfusi. Veðrið var hér austanfjalls eitt hið mesta í manna minnnm. Laus læknislióruð. Vopnafjarðar- kérað meö 1500 kr. árslaunum og Naut- eyrarhérað 1300 kr. Umsóknarfrestur til 20. okt. Konungsveiting á Vopnafjarðar- héraði, en ráðgjafa á hinu. Landlæknisembættið er auglýst laust. Umsóknarfrostur til 20. okt. Laun 4000 kr. Landsyfirréttur. Þar er laus önnur málfærslumannssýslanin, sú er Guðm.Eggerz hafði. Umsóknarfrestur um hana til 30. þ. m. Henni fylgir /4)0 kr. ársþóknun úr landssjóði. Landsbóltaíiaftiið. Ráðgjafinn hefir í gær sett aðstoðarbókavörðinn þar, cand. phil. Jón Jakohsson, aðalhókavörð, meðan sýslanin er óveitt, og auglýst hana lausa til 30. nóv., með 1800 kr. árslaunum. Síðdegismessa á morgun í dómkirk- junni kl. 5 (J. H.). Jarðarför landshókav. Hallgríms Mel- steðs fer fram fimtud. ^ 20. þ. m. Hefst á heimilinu, Suðurg. 2, á hád.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.