Ísafold - 20.10.1906, Side 2

Ísafold - 20.10.1906, Side 2
274 ÍSAFOLD Eftir tíu ár. Úr ferð um landskjálftasvœðid frá 1896 VIII. H ú s a - Sæmilega ítarleg skýrsla b æ t u r. um húsabætur á land skjálftasvæðinu á þeim 10 árum, sem liðin eru frá þvf er þeir gengu yfir mundi verða miklu rúm- frekari en hér er fært, auk þess sem meiri gögn mundi til hennar þurfa en eg hefi í höndum. Eg hélt nokkuð Bpurnum fyrir um nýlega moldarbæi, og fekk viðast það svar, að mjög fáir gerðu sér nú orðið einlæga moldar- veggi að baðatofum sínum og með torfþaki yfir, jafnvel ekki blásnauðir kotungar. Flestir reyndu þeir að hafa framhlið íbúðarinnar að minsta kosti úr timbri og járnþak yfir. Hins vegar hirða þeir, sem efni hafa á að koma sér upp reglulegum timburíbúðarhúsum, hvergi nærri allir um það. Þeir kjósa heldur torfveggi áveðra, til akjóls eða eldiviðarsparnaðar. Heyblöðum fjölgar árlega; þær eru allmargar orðnar í hverri sveit hér um bil. Kauptúnin eru og að losna að mestu við moldarkofa til fbúðar. J>au eru nú ekki nema t7ö á þessu svæði öllu, eins og kunnugt er, bæði í annari sýslunni (Árn.), en ekkert í hinni. Stokkseyri orðin allstórt þorp, á ekki mörgum árum. Og hitt, Eyrarbakki, vaxið um helming á að gizka á 10 árum. Fjölskyldur orðnar þar hátt upp í 200. Fyrir 12—14 árum var óbygð auðn milli búðarinnar gömlu (Lefolii) og h ú s s i n 8. Nú er þar hús við hús. H ú 8 i ð heitir það, og annað ekki. Enginn mundi villast á því, þótt íbúðarhúsatalan á Bakkan- um kæmist upp í 1000. |>að er líkt og þegar sagt var fyrrum : h e i m að H ó 1 u m. Allir vissi, hvaða Hóla þar var átt við. Sendibréf með ekki ann- ari útanáskrift en t. d.: Frúin í h ú s i n u , er mér nær að halda að komast mundi til góðra skila hvar sem statt væri segjum milli Bröttu- brekku og Breiðamerkurjökuls, og þótt lengra væri til tekið. Svo er húsið það frægt, fyrir sína takmarkalausu, sérkennilega alúðarmiklu, ættgengu gestrisni, — ættgengu í tvo knérunna að minsta kosti, alt að 60 árum. Steinhús hefi eg hvergi heyrt um getið á öllu Suðurundirlendinu frá síðari árum. Enda væri óráð að hafa þar annan sið um húsagerð en .Japanar hafa, Suðurameríkumenn vestanmegin yfirleitt og fleiri landskjálftahéraða íbúar. Vel gerð timburhús hanga uppi nærri því hvernig sem jörðin lætur. Prýðilega er hýst orðið á hinum meiri háttar prestsetrum, svo sem á Stóra-Núpi, í Hruna, Odda, Hraun- gerði, og víðar, að eg ætla. Heldur ólfkt umhorfs nú á Stóra-Núpi eða er eg kom þar fyrir 10 árum um sama leyti árs, og alt var í rústum, nema kirkjan. Kveldverður búinn mér og öðrum gestum og heimamönnum (húsráðend- um) á flöt úti í túni, og var þó komið rökkur. |>ar hafði jörmungand- nr sýnt í tvo heimana þá, ef mæla skyldi máli Snorra: prófasthjónin áttu líf sitt að þakka þeirri tilviljun, er vér menn svo köllum, að torfveggur- inn við rúm þeirra féll út, en ekki inn. Hentara er og að hafa góð húsakynni þótt ekki væra nema fyrir bókasafn prófasts fV. Br.), sjálfsagt hið langstærsta og eigulegasta í eins manns eigu á öllu landinu utan Beykjavíkur. f>ar, í því húsi, eru viðhafnarher- bergin eða gestastofurnar hafðar uppi, í efri lofthæðinni. Eins er hjá þeim bræðrum, Kjartani prófasti í Hruna (eða undir Runa) og Ágúst í Birtinga- holti. Eg heyri sagt, að það sé Ágúst, sem tekið hefir það upp fyrstur manna, að hafa daglegu hibýlin heldur niðri en uppi. Gestina munar minna um, segja þeir, að ganga upp stiga eitt skifti hver, en heimafólkið 10—20 sinn- um á dag. Og það er alveg rétt. Svo skyldu aðrir haga hfbýlum hjá sér. J a r ð a - Um þær er eg lítt fróður. b æ t u r. f>ar skortir og eigi skýrslur, bæði í Búnaðarritinu og víðar. Mér fanst einna mest um, að koma varla svo nærri lækjarsprænu í Hreppunura t. a. m., að þar gæti ekki að líta einkennileg mannvirki og harla fágæt fyrir eigi mörgum árum: áveitu- garða í ýmsar áttir, jafnvel úr alldjúp- um farvegi sumstaðar og óárennilegum. f>eir eru ekki fyrirferðarmiklir, nema á stöku stað. En arð munu þau mann- virki bera á við mörg hin, þau er meira láta yfir sér. — f>jóttumýri heitir allstórt engi í Hrunamanna- hreppi. Fyrir nokkrum árum kostuðu bændurnir, sem mest eiga í henni (eða hana alla?), Jón Jónsson í Syðraseli og Magnús Magnússon í Hvítárholti, í samlögum til mörg hundruð faðma tréstokks til áveitu á hana, og fengu í sumar af blettinum þaim 1400 hesta af töðugæfu heyi. Hugurinn á þess kyns jarðabótum o. fl. hefir vaxið ótrúlega. Búmenn hafa rekið sig á það auk annars, að áveitan eyðir elting hvar sem er. f>að eitt fyrir sig gerir hana tilvinnandi, segja þeir. Naumast hefði verið í annað eins ráðist fyrir. 10—20 árum og verið var að afla fylgis meðal bænda í Gnúp verjahreppi, er eg var þar á ferð: að girða þar milli heimahaga og afréttar- lands alla leið milli f>jórsár og Laxár með 6000 kr. gaddavfrsgirðingu. f>ar þykir vera óþolandi ágangur af afréttar- fé, bæði hreppsmanna og ekki sfður utanhrepps (Flóamanna). Fyrir 5—6 árum voru 5 jarðir yfirgefn- ar á einu vori í Biskupstungum, þeim eina hreppi. f>eir fluttust að sjónum, til Reykjavíkur, ábúendurnir. Nú lætur enginn maður slíkt til sín beyra þar um slóðir að minsta kosti. Nú fá færri jarðnæði en vilja. Og þeir sitja jarðirnar yfirleitt eins og þær þola frekast. f>eir kváðu eiga allstór sauða bú nú orðið þar í upphreppunum. Vinnufólksekla nokkur þar sem annars- staðar, en stórbagaleg ekki þó. Bænd- ur leggja mikið á sig og sitt skyldulið. Ekki kannske meira í skorpunum en áður gerðist. En jafnara miklu. Og stökkva akki frá heimilum sfnum allar vertíðir, eins og áður tíðkaðist. f>að eitt fyrir sig er mikil framför. En syni sína senda þeir til sjávar margir undir eins og árinni valda eða mat fá að sjóða á fiskiskútu. f>að legst von- andi niður lfka smámsaman. f>ví aldrei blómgast atvinnuvegir hér al- mennilega fyr en á kemsc hæfileg greining atvinnubragða og nauðsynleg. Fyr fylgir og vinnubrögðunum naum- ast nægileg alúð, — mér liggur við að segja: einlæg ást. En svo þarf að vera, ef vel á að farnaBt og landið að blómgast til hlítar. f>að sagði mér gjörhugall Eyrbekk ingur, að öllu betur vegnaði almenn- ingi þar síðan er sjávarafli fór að verða þar stopull, en tekið til að hugsa meira um landið og að sýna jörðinni sóma. B ú f r æ ð - Enginn vafi er á því, j n g a r n i r. að mjög eru búnaðar- L a n d r æ k t a r- framfarir á þessu stórvirki. svæði að þakka bú- fræðingum vorum,þótt lítið geri margir úr þeim eða hafi gert til skamms tfma. Ráðunautar Lands- búnaðarfélagsins hafa getið sér ágætan orðstfr. f>eir hafa og, eða Landsbún- aðarfélagið, lagt sérstaka rækt einmitt við þennan hluta landsins, Suður- undirlendið. f>að e r svo framfara vænlegt í landbúnaði, jafnvel án Flóa- áveitunnar og Skeiða, hvað þá heldur ef bún kæmist á eða þ e g a r hún kemst á, með þeim stórstígu framför- um, sem því stórvirki munu fylgja. Og ef þar færi á eftir önnur áveitan austar betur, úr Rangá eystri og Fiská yfir sandana á Rangárvöllum og harðvellið í Hvolhreppi, eins og hinn ungi, stór- huga sýslumaður Rangæinga hefir látið sér detta f hug og margan sundlar við nú, en enginn getur þó að svo stöddu ábyrgst að ókleift sé. Verðhækkun Vonin um Flóa j a r ð a. áveituna og jafnvel járnbraut austur yfir fja.ll er fario nú þegar að hleypa upp verði á jörðum f Flóanum. Kot, sem fengust fyrir fám árum fyrir sama sem ekki neitt, eða varla vildi neinn maður eiga, eru nú varla föl fyrir minna en hálfa eða heila þúsund kr. eða þaðau af meira. Eitt höfuðbólið þar, sem selt var fyrir 9 árum á 15 þús. kr., með hjáleigum og timbur- íbúðarhúsi á heimajörðinni, og þótti mikið, er nú ekki falt fyrir minna en 40—50 þús. kr. Sá maður yrði ekki blásnauður, sem verið hefði svo framsýnn, að eignast nú fyrir 10—12 árum kot í Flóanum, er þau fengust fyrir lítið sem ekkert. H ö f n e ð a Eg ráðgerði í aths. jarnbraut. aftan við 1. pistihnn, að minnast á hafnar- gerð á Eyrarbakka. Nú hefir annar maður (V.) gert það miklu betur og rækilegar en eg mundi gert hafa (ísaf. 10. þ. m.). Eg hleyp því yfir það, með þeim ummælum þó, að það væri hinn mesti fáráðlingsháttur, að rannsaka ekki vandlega hafnarstæði, bæði þar og á Stokkseyri (sbr. ísaf. 17. þ. m.), áður en lagt er út í að gera járnbraut austur yfir fjall fyrir einar 3 milj. kr. að eins t i 1 bygða þar eða sem þvf svarar, ekki meiri not en að henni yrðu svo stuttri; það er nokkuð líkt og að gera brú út í miðja á, en ekki lengra. Ekki skiftir það máli, á hvorum staðnum höfnin er heldur höfð, Eyrar- bakka eða Stokkseyri. Sjálfsagt að taka þá höfnina heldur, sem minna þarf fyrir að hafa í bráð og lengd, og líklegri er að koma að notum. Varast skyldi og þá heimsku, að j ætla sér að gera höfn, á hvorum staðaum sem væri heldur, jafn-vel úr garði eins ogtíðkast í mikils háttar verzl- unarborgum erlendis, þar sem ekki skortir fé og hundraðfaldur mannfjöldi hefir hafnarinnar not. f>að er oss fullnóg og verður lengi vel, að höfnina megi nota meinbugalaust i hverju því veðri, er fært er um útsjóinn, eins og hr. V. tók fram í sinni grein. Og vitaskuld það með, að skipum sé við- líka óhætt inni á legunni sjálfri, hvaða veður sem koma, eins og gerist á þeim höfnum öðrum, sem hér eru allgóðar taldar. Gjalda verður og varhuga við því, að Reykjavfk ráði of miklu um þetta mál, — Reykjavík með sín 15 atkvæði af 40 á þingi, auk 2—3 á næstu grös- um, og með þá ímyndun, að hætt er við, að hafnargerð austanfjalls horfi beint höfuðstaðnum til hnekkis. Slík stórmál sem þetta ber að leggja á þá vog, er reiðir annars vegar hagsmuni landsins alls, en ekki eins héraðs eða kaupstaðarfélags. |>ví ábyrgðar-byrðina er landinu öllu ætlað að bera. Auk þess sem ósannað er, að Reykjavfk stæði eigi jafnrétt, þótt bætt yrði dálítið úr hafnlaysinu á Suður-undir lendinu. (Niðurl. næst) B. J. Ritsíinafiéttir erlendar til ísafoldar. Khöfn ,9/10 kl. 849 árd,- Kcisarinn og Bismarck. Nybirtir æfiþættir Hohenlohe fursta eftir hann sjálfan hafa að geyma og ljósta upp ýmsu sem Ieynt átti að fara um það, er Bismarck var látinn fara- frá völdum (1890). Keisarinn æfur. Ógnaröldin á línsslamli. Nú er við það kannast, að mistekist hafa að bæla niður óaldarástandið þar,- Landsstjórn í Brúnsvík. Stungið er upp á millibilsstjórn þar. Fáninn íslenzki. Blaðið Vort Land Ieggur á móti sór- stökum íslands fána meðan sambandið stendur (milli íslanda og Danmerkur). Heimboö ríkisþingmanna. RíkÍ8þingið hefir þegið heimboðið' frá alþingismönnum. Danmork og Austurasía. Valdemar prinz, N. Andersen, Deunt- zer og Gliickstadt leggja á stað í dag. til Austurasíu. * 'Jf, sfc Hér mun vera átt við Hobenlohe- Schillingsfiirst, þriðja ríkiskanzlara þýzkalands (frá 1894) og áður jarl í Elsass-Lothringen, dáinn fyrir nokkr- ura árum. það hefir lengi verið á margra vitorði, að Vilhjálmur keisari II rak Bismarck frá völdum (1890), þ. e. skipaði honum barðri hendi að segja af sér. En því hefir hann viljað leyna. Nú munu þessir æfiþættir Hohenlohes hafa flett greinilega ofan af atferli keisarans þá. Blaðið Vort Land í Khöfn er ein- dregið hægrimannablað, mjög hand- gengið H. Matzen prófessor. Líklega hefir símskeyti héðan flutt frétt um ályktun Stúdentafélagsins hér í fána- málinu, og er blaðið þá að svara þvf nýmæli. Auscurasíuför Valdemara prinz o. fl. stendur í sambandið við Austurasíu- félagið mikla í Khöfn, sem er nú að færa út kvíarnar á nýjan leik. þeir eru í stjórn þess meðal annarra, Deuntzer prófessor, fyrrum yfirráðgjafi ; N. Andersen etazráð, stórauðugur kaupmaður í Khöfn; og Gliickstadt baukastjóri (Landmandsb.). Póstar og póstskip. Hún mun koma sér vel, viðbótin nýja við minnisskrá Isafoldar, allra- fremst í blaðinu, ágripið fyrir Reykjavíkaf ferðaáætlun landpósta og póstskipa til ársloka. Má vera, að hún þyki óvaningum heldur ógreið úrlestrar, svo örstutt sem hún er. En mjög fljótt munu þeir komast upp á að gera sér hana tama; enda veitir fráleitt neina fyrirstöðu þeim, sem mikið nota póstsamgöngur. Sjötugsafmœli íyrrum landshöfðingja Magnúsar Stephensen var á fimtudaginn, 18. þ. m. þess var minst með alvana- legri fánaviðhöfn í borginni, en frekara ekki. Enda mun hann vera sjálfur ófíkinn í þess háttar. Hann er ern og heilsugóður. Hann hefir verið mikilhæfur maður að ýmsu leyti, og er stjórnarandstæðingum hans jafnt sem öðrum ljúft að árna- honum góðrar elli.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.