Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 1
aíermir át ýmist eina ginni eöu tvisv. i vikn. YerÖ árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eÖa l‘/» doll.; borgist fyrir miöjan jnli (erlendÍB fyrir fram). ISAFOLD. Uppaögn (skrifleg) bnndin viö áramót, ðgild nema koraín sé til átgefanda fyrir 1. október og kanp- andi sknldlaus við blaðiö. Afgreiðsla Austurstrœti 8. XXXIII. árg. Reykjavík miðvikndaginn 21. oktober 190ö 70. tölublað. I. 0. 0. F. 88102681 /2 Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. kl. 2—8 i spital Forngripasafn opið A mvd. og ld. 11—12. 'Hlutabankinn opinn 10—2 V* og u>/*—7* , K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frA 8 Ard. til 10 sibd. Alm. ftmdir fsd. og sd. 8 */* siod. Landakotskirkja. Gubsþj.91/* og 6 A helgidögum. Landakotsspitali f. sjúkravitj. 101/«—12 og 4—6. Landsbankinn 10 */a—:tf1/*. Bankastjórn við 12—1. Landsbókasafn 12—B og 6—8. Landsskjalasafnið A þrd^ fmd. og Id. i2—1. Lækning ók. i læknask. þrd. og fsd. 11—12. NAttúrugripasafn A sd. 2—8. Tannlækning ók. í Pósthússtr. 14, l.ogS.md. 11—1 Landpóstar nv8:ll al2:ll nval9:ll nv3:!2 a7:l2 nval4:12. Póstskip 21:101 25:10 29:10t 30: Otst 1:11 3:11 7:11 10:11 20:llt 21:111 23. II t vf25: II t 27:11 vf 1:12 • vf2:121 5:12 vf8:12 11:12 12:12 17:12. FaaffiaptiMtiiiiB fiEIÍM fer upp í Borgarnes •23. okt.; 2., 8. og 18. nóv.; 3., 13. og 21. dea Suður í Keflavík m. m. fer hann 27. okt.; 13. nóv. og 18. des. Raflýsingarmálið. Ályktun bæjaretjórnarinnar á síðasta fundi í raflýsingarmálinu studdist við allrækilegt nefndarálit 3 manna úr bæjarstjórninni (Jóns þorlákssonar, Ásgeirs Sigurðssonar og Halldórs Jóns- sonar), er hallaðist að því, að hyggi- legast væri, að reyna að komast að hag- feldum samningum við einhverja þá, er vilja fá einkarétt til að selja raf- magn bænum, en bæjarstjórnin ákveði því að eins að reisa stöðina fyrir reikn- ing bæjarsjóðs, að ekki verði komist æö viðunanlegum samningum um hitt. Nefndin ber fyrir sig þessar ástæður: 1. Verkið getur orðið unnið fyr með "þessu móti; fullkomin tilboð ættu að geta verið komin fyrir marzlok n. á. og samningum lokið svo snemma, að verkið yrði unnið næsta sumar. 2. Æskilegt að bæjarsjóður losni við áhættu þá, sem fylgír því, að taka lán til þessa fyrirtækis, einkum vegna þess, að óhjákvæmilegt er að hann taki á næstu árum stór lán til vatnsveitu, ■skolpræsa og hafnargerðar. Af þessum etórvirkjum er raflýsingin hið eina, sem að ætlun nefndarinnar getur komið til mála að létta af bæjarsjóði með því að leyfa einstökum mönnum að fást við það. 3. Einn r.efndarmaður, Jód þor- láksson, telur það einnig mjög mikils- vert, að ef veitt er einkaleyfi, þá sé líklegt, að bærinn geti fengið gaa til ■eldunar samtímis. Hann telnr eigi tninna um það vert fyrir bæinn en hitt, að fá rafmagnsljós, en býst eigi við að bæjarstjórn sjái sér fært að koraa upp gasgerðarstöð á kostnað bæjar sjóðs. |>að er lausleg áætlun nefndarinnar, að hæfileg rafmagnsmiðstöð fyrir bæinn mundi kosta upp komiu um 200,000 kr. fyrir utau lóð. En hún kveðst •ekki geta gert ábyggilega áætlun um Arlegan kostnað og tekjur af rekstri 'Stöðvarinnar, sízt um tekjurnar. Auk miðstöðvarinnar fer töluverður kostnaður í að veita rafmagninu inn i húsin. Nefndin gerir þann umbúnað 150 kr. fyrir íbúð með 10 glóðarlömp- um, 200 kr., ef lamparnir eru 16, og 230 kr., ef þeir eru 20. þar við bæt- ist 50 a. mánaðargjald fyrir rafmagns- mæli, verð hvers glóðarlampa 50 a. til 1 kr. og loks rafmagnseyðslan, á að gizka 2J eyris á lampann hverja kl.- stund. Lamparnir endast 600—700 stundir. Ekki er hægt að komast af með minna en 2 lampa í meðalstofu, 6 álna á hvern veg. Lampahjálmar, Ijósakrónur og því um líkt er hér ótal- ið; sá kostnaður fer eftir því, hve mik- ið er slíkt borið. Lampana sjáffa, rafmagnseyðsluna, leiguna eftir rafmagnsmælinn ber að telja með árlegum kostnaði. Hitt er frumkostnaður, í eitt skifti, og auðvit- að viðhald umfram. Ymsar málaleitanir og tilboð hafði bæjarstjórnin fengið um rafmagnsstöð hér og raflýsing handa bænum, en ekkert sem henni likaði eða leizt vel á. Nefndin hafði fengið í hendur skýrslu frá 26 minni háttar bæjum brezkum, flestum með 8—15 þús. íbúum, er komið hafa upp hjá sér raflýsingu fyrir 4—8 árura, um kostnað og ábata á því fyrirtæki. Sú skýrsla sýnir, að þeir hafa allir skaðast á því, nema 3. |>eir hafa haft 60—200 pd. st. ábata. En hinir alt upp að 1600 pd. skaða. jþetta gerði bæjarstjórnina deiga að taka sjálf að sér stofnun og starfrækslu rafmagnsmiðstöðvar. Bæjarstjórnin hefir, eins og sjá má í síðasta bl., tekið upp í sína ráðagerð í þesBU máli að koma hér upp þar að auki gasgerðarstöð, til eldunar. og býður sömuleiðis upp á einkarétt til þess, með því að hún treystir sér ekkf til að eiga við það á kostnað bæjar- sjóðs. Verkfræðingurinn í nefndinni, Jón jporláksson, hafði talið það eigi síður mikilsvert en raflýsinguna. Og annar af verkfræðingum vorum, þorv. Krabbe, hefir haldið þv< fast fram í blaðagrein (í Lögr.), að snjallast mundi fyrir Rvík að afla sér hvorstveggja, rafmagns og gass, jafnvel til lýsingar, en þó eink um að hafa gaaið til að elda við. Hann fullyrðir, að gas og gasáhöld til eldunar mundu verða ódýrari en kolin og kolaeldavéiarnar, sem nú eru notaðar hér, ásamt hinum daunillu olíueldavélum. Segist geta talað þar af sjálfs sfn reynslu. Hann komst af með 37^/2 kr. um árið í gasi til að elda og baka, við 3. mann í heimili fullorðinn. En gasinu fylgir miklu meira hreinlæti við eldamensku en ef kynt er kolum, auk mikils vinnusparn- aðar. Með gasgerðinni fæst kóks, úr kolunum, sem til hennar eru notuð, 5 tunnur úr hverri smálest kola ásamt 40 pt. af tjöru. Gasgerðarstöð mundi og verða gróðavegur fyrir bæinn, eftir því sem reynslan sýnir annarsstaðar, þar á meðal í Khöfn, þar sem vörið sé nú að koma upp nýrri gasgerðarstöð fyrir 7 milj. kr.; auk þess hafi mikill hluti hinna dönsku kaupstaða nú á síðustn árum ýmist reist uýjar gas gerðarstöðvar eða þá endurreist hinar eldri. Fyrir fám árum (1902) hafi í Khöfn verið varið 965 milj. tenings- feta af gasi til eldunar, 479 milj. til lýsingar og 8 milj. til iðnaðar. þetta sýnir, hve gas er ákaflega mikið Dotað i eldhúsnm; það þykir þar alveg ómiss- andi. Gasljós segir hann séu töluvert ódýrari en rafljós, og því notað af fá- tækara fólkinn, en rafljósin noti nær eingöngu auðmenn og höfðingjar. Ritsímafréttir fá í samlögum öll Reykjavíkurblöð- in, þau er slíkar fréttir flytja nýjar, nema eitt (auglýsingablaðið), bæði er- lendar og innlendar. Líklegast ganga og Akureyrarblöðin bæði í það banda- lag. En óvíst um hin austfirzku. Reynslan sýnir það, sem varla var við búist áður, — áður en kostur var á daglegum fréttum hvaðanæfa —, að býsna-langt líður oft milli þess, er nokkuð gerist, það er hér þykir tíðind- um sæta, utan lands eða innan, — margir dagar, ef eigi vikur jafnvel stundum. Megnið af Marconiskeytunum, sem hiugað bárust 2^/3 missiri, voru tíðindi fyrir Breta og Vesturheimsmenn aðal lega eða eingöngu, en ekki fyrir oss. Eftir því voru þau og sniðin J>að 6r kunnugra en frá þurfi að segja, að þau voru aldrei oss ætluð sérstaklega, sem og ekki var við að búast, er vér guld- um eogan eyri fyrir þau. Viðtöku- stöðin hér hirti þau, af því að þau voru á ferð um loftið ekki fjær en svo, að til næði, og með því að hún var samstilt við sendistöðina í Poldhu, svo vel sem hægt var. Meira var aldrei til ætlast. Hefði átt að velja fréttirnar við vort hæfi, hefði þurft meðal annars þar til fallinn mann erlendis. Slíkan mann höfum við nú útvegað oss, í Khöfn, frá því er ritsfminn tók til starfa, íslending, sem veit vel, hvað hér þykir tíðindum sæta Cg vinzar það úr öllum þeim kynstrum, sem rit- símar eru látnir flytja landa í milli út um heim. En það er mestalt ofur- smávægilegt < vorum augum og ósögn- þrásinnis tómar missagnir nærri því, spár um, að svo eða svo muni það eða það mál fara, röklaus orðrómur og þar fram eftir götum. Ritsíma-tíðindamað- ur vor hefir sýnilega verið í vandræðum að tína til hér fréttnæma viðburði þess- ar 3 vikur, sem síðan eru liðnar, og því látið fljóta þar innan um sumt, sem alls ekki getur fréttnæmt kallast frá voru sjónarmiði, — heldur en að senda ekki neitt. Símnæm tíðindi g e t a vel að borið dag eftir dag stöku sinnum. En þess í milli g e t n r og vel liðið svo heil vika, ef ekki lengur, að slík tfðindi geiist engin. Fyrir því þarf engan að undra, þótt útlendar ritsímafréttir geti orðið strjál- ar með köflum. Almenningi er nóg, að hann veit, að það er tíðindaleysi að kenna og ekki öðrn, ef svo fer, en ekki hinu, að þau fari fram hjá blöðum vorurn, ef nokkur gerast. Vér fáum þau áreiðanlega öll, þau er frétt næm þykja, ef ekki hamla símslit eða önnur óviðráðanleg forföll. Fána-málið. Stiidentafélagið samþykti á fjölmenn- um fundi í fyrra dag svolátandi tillögu með flestöllum atkvæðum: Kaupfáni íslands skal vera blár feld- ur óklofinn með hvítum krossi; álmu- breidd krossins skal vera £ af breidd fánans, þá er mælt er við stöngina; bláu reitirnir nær stönginni skulu vera réttir ferhyrnÍDgar og bláu reitirnir fjær stönginni jafn breiðir þeim, en tvöfalt lengri. jþjóðfáni íslands (fáni alþjóðlegra stofnana) skal vera eins og kaupfáninn, nema klofinn að framan. Samþykt var þar að auki, a ð félag- ið beittist fyrir að afla því fylgis meðal þjóðarinnar, að hún tæki alment upp þetta merki, einkum félög, a ð félagið fengi kaupmenn til að láta gera fána með þessu lagi og litum og hafa þá til sölu, að það stofnaði til almenns borgarafuDdar um málið hér í Reykja- vík, a ð þeir, sem fáoann vilja taka upp um land alt, dragi hann á stöng fyrsta sinn einhvern tiltekinn dag, a ð búa skyldi málið til alþingis á sumri komanda, og skyldu áður sendar áskor- anir um það til þingmálafunda um land alt, og loks, a ð skora skyldi með almennri undirskrift kjósenda hér í Rvík á þingménn Reykvíkinga. að flytja málið á alþingi að sumri. * * * Fánann þennan, sem virðist vera mjög vel til fundinn og ríður ekki bág við nokkurrar þjóðar fána annarrar, er hverjum manni heimilt að nota á húsi sínu eða skipi. En til hins þarf lög, að láta hann koma í stað danska fán- ans i millilandasiglingum eða á em- bættisbústöðum eða alþjóðarhíbýlum o. s- frv. Sérstakur fáni er sýnilegt sjálfstæðis- mark, sem enginn villist á, og hefir að vitni reynslunnar átt ólítinn þátt í að glæða sjálfstæðisþrá þjóða og sjálf- stæðÍBþrek. Valsmerkið er óhagfelt f fána, þótt svo hafi notað verið, mjög hjáleitt því sem tíðkast með öðrum þjóðum heims. En þetta hið Dýja merki er öðrum fánum samfelt, látlaust og mjög svo óbrotið. Aflabrögð í bezta lagi í baust við ísafjarðar- djúp, einkum í Bolungarvík, þegar á sjó hefir gefið; en gæftir hafa verið stop- ular. Síldveiðaskúta ein ísfirzk, E 11 i ð i, hefir fengið í haust 160 tunnur af síld, í 3 ferðum og í 17 net aðeins (þar af 6 léleg), og selt hana blauta á 24 kr. til beitu í íshúsin á ísafirði. J>að eru nær 4000 kr. Góð atvinna fyrir 6 menn; fleiri voru ekki á skútunni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.