Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 3
ISAFOLD 279 Ritsímafréttir erlendar til ísafoldnr. Iíhöfn 24/io kl- 8r'2 árfl- Ráðgjafaskifti á Frakkiandi. Clemenceau orðinn yfirráðgjafi. Picquart hermálaráðgjafi. Sömuleiðis í Austurriki. Goluchowski utanríkisráðgjafi frá völdum þar. Stössel Stöasel hershöfðingi í Pétursborg, sá er gaf upp Port Arthur, vikinn frá em- bætti eftirlaunalaust. Burðargjaldslækkun milli íslands og Danmerkur hefir inn- anríkisráðgjafinn danski boðað. Börnin kunnu ekki lexíuna. Svo var að sjá á blaði yðar. herra rit- stjóri, að þér rengduð Þjóðólfstetur um hinn mikla(!) viðburð, er varð í Stykkis- hólmi, nokkrum dögum áður en Lárus sýslu- maður fór alfari(?) þaðan. Þér hugðuð, að einhver gárunginn hefðí látið hann hlaupa með einhvern markleysu tilbúning. Sussu nei! Það eru sannar fregnir af þvi, að flest heldra fólkið i Stykkishólmi — óþarfi mun þó vera að nefna prófastinn, Svein sniakara og gamla Ricbter — reið með Lárnsi upp i Helgafellssveit, og er beim kom, var sezt að sumbli; höfðu veizlugestir verið um 30. Templarar unnu það til, að iána hús sitt til veizlubaldsins, og hafði þó eigi verið neytt þar eintóms blávatus. í veizlunni voru, að sögn, margar og fagrar ræður haldnar. Fyrir minni heiðursgestsins höfðu eink- nm mælt þeir Ingólfur verzlunarstj. Jóns- son [Finns bróðir] og Lorange lyfsali, dansk- nr; auk þeirra fleiri, er ekki höfðu verið kunnir að því til þess tima, að >halda messudag< Lárusar. Þeir liöfðu i ræðum þessum borið þar óspart lof á sýslumaun, en kunnu þó eigi að nefna nein afreksverk hans; alt almenn orðatiltæki. Gamansamur veizlugestur sagði um þetta eptir á: Börnin kunnu ekki leocíuna. En úr þessu hafði bráðlega verið bætt, þvi heiðursgesturinn stóð þá upp og rakti rækilega sjálfur sundur afreksverkin !! Einn var sá veizlugestanna, er kosið hafði sér hið góða hlutskif'tið, en það var, að kveðja amtmannsfrú Kr. Hafstein og dóttur- börn hennar. Hafi hann þökk fyrir, þvi ekki getur betri konu en frú Hafstein er. Fenginn hafði verið gamall skósveinn gýslumanns utan kauptúns til að smala sveitina í >útreiðartúrinn«. Hann hafði saman 4—5 bændur alls. Þeir áttu og að vera i veizlunni. En með þvi að það hafði ekki verið fyrir búist, var ásett orðið áður en þeir komu. Húsnæðið — veizlusalur- inn — tók aldrei nema um 30. Einna ötulastur að smala i veizluna var annars lyfsalinn danski. Hann hafði það upp í 25 eða 26. Sést höfðu þeir kýma að þvi eftir á, for- sPrakkarnir og sýslumaður sjáfur, hve auð- teymt fólk væri út i svona >forestilling«, °S vita ekki einu sinni, sögðu þeir, hvort yfirvaldið vœri þá alfarið. Snœf. Símslitum segir Norðurl. 6. þ. m. ag mikii brögð nafi að orðið þá fáu daga, er búið var að nota hann þá þar um álóðir. Við Reykjavík Blitnaði sam- bandið 4. okt. síðari partinn og komat ekki í lag fyr en 6. s. tn. stundu fyrir hád. Brunar og lögreglustjórn. Hér hefir ónefnt biað tekið sig til og lýst mörgum orðum og óvægilegum ódugnaði bæjarfógeta að koma upp íkveikjum eða brunum hér af manna- völdum. Sannleikurinn er nú sá, að á tveim stöðum alls hefir brunnið hér sýniÞga af mannavöldum síðari árin, bvo að ekki hefir upp komist; í Sjávarborg (Ásg. Sigurðssonar) og Grettisgötu 1 í vor, — sem varð þó ekki úr verulegur eldur, og gerðist í utanför bæjarfógeta H. D. Um hina brunana suma er grunur, en ekki á neinum rökum bygð- ur; getur eins verið rangur. Enginn kunnugur mun bera á móti því, að ekki liggi bæjarfóg. H. D. á liði sínu að reyna að koma upp glæp- um, fremur en við önnur embættisstörf. |>að stendur ekki á því, að hann yfir- heyri rækilega alla, sem nokknr átylla er til. Dómurttm er mislagið að fá glæpa- menn til að játa. Sumum tekst jafn- vel að fá saklausa menn til þess. |>að er kostur fyrir sig. Hvert bæjarfóg. H. D. er afreksmaður í þessu eða ekki, skal ósagt látið. En kunnugt er ekki um neinn slæleik í þeirri grein hjá honum. Einkennilegan vott ber það um þekkingu téðs blaðs á því, er það er hér að ræða um, að það veit ekki betur en að bærinn, Eeykjavík, ábyrg- ist enn húsbrunatjón hér að þriðjungi, þ ó a ð liðiu séu 15 (fimtán) ár sfðan er hann losnaði alveg við þá ábyrgð! Iðgjaldahækkun hjá brunabótafélög um vita kunnugir að stafar mest af brunum víðs vegar út um land, þar sem eftirlit er sama sem alls ekki neitt. þar hefir verið miklu meiri grunur um íkveikjur, og þó ekki kom- ist upp nema í 3 skifti (1 f ísafjarðars. og 2 í Suðurmúla); enda þar að ákveðn um mönnum að ganga. Ekki er ólfklegt að miklu öflugri næturvarzla gerði fremur að afstýra brunum hér. En þá kemur til kasta bæjarsjóðs að kosta fé til þess. Leynilögreglu til að koma upp glæp um hefir verið reynt að beita fyrir sig hér. En þeir menn þekkjast óðara, af því að bærinn er of lítill til þeas, að slfkt komi að haldi. Kunnugra er það en frá þurfi að segja, hve þrásinnis leynast erlendis ekki einungis íkveikjur, heldur og enn meiri glæpir, þar á meðal manndráp svo tugum skiftir og ýms verstu hryðju- verk. Fróðlegt væri, ef blaðið vildi aug- lýsa nöfn þeirra, er það segir að farnir séu að iðrast undirskriftanna í fyrra undir áskorun til bæjarfógeta H. D. um að segja ekki af sér embætti. Annars kostar mun óhætt mega telja það sömu markleysu og hitt um þriðj- ungsábyrgð bæjarsjóðs á öllum hús- brunum hér. Hitt er auðráðin gáta, að kjötkatla- gráðugum stjórnardilkum — fyrir sig eða 8ína venzlamenn — komi betur að þeim sé gefið nóg rúm við þá (katlana), bæði með góðu raóti og illu, og ekki verið að hugsa mikið um það, þótt köttur komi í ból bjarnar. Saltfisksmarkaðurinn. Nýfrétt kvað vera handan um haf, með ritsímanum, að Spánarfiskur hafi hækkað í verði til muna um eða eftir miðjan þ. mán. Faxaflóafiskur kom- nin upp í 91 rm. (nál. 81 kr.) hér á höfn, í stað þeRS að ekki fengust fyrir hann nema 70—72 kr. 1 fyrra mánuði og framan af þ. mán. Fórn Abrahams. í Frh.l. Van der Nath sat við borðið og las hátt í biblfunni sinni. Hann var ekki skjálfraddaður, þótt blandinn væri rómurinn beiskjugráti og harmakveini; hann fletti sí og æ við sama blaðinu, og er haun kom að ellefta versinu, byrjaði hann jafnan aftur á upphafinu. Hann vissi eigi, hve oft hann hafði haft orðin yfir aftur og aftur þá stund- ina. En það var honum fullkomlega ljóst, að þar væri ekkert framhald. f>að var óraskanlegt, að ættjörðin heimtaði að hann héldi eið sinn, og eitthvað, sem líktist ölsvima, lagði þoku yfir heila hans. Hann las sömu orðin upp aftur og aftur, og honum fanst það mikið þrekvirki af hinum gamla Gyðingaforföður, að hann hlýddi skipun drottins hiklaust og tafarlaust. Hurðin laukst upp og ísak kom inn. Van der Nath ýtti bókinni frá sér og stóð upp. — Spurðirðu manninn? sagði hann, og rómur hans var stiltur, eins og hann væri að taia eitthvað um dag- inn og veginn. — Já. |>að er satt. Van der Nath greip höndum fyrir augun, eins og hann þyldi ekki birt- una. Svo spurði hann aftur eftir litla stund: — Hvernig fekst þú að vita það? — J>eir voru að tala um fallbyss- urnar, gömlu mennirnir, hann Flick og hann Zimmer. Eg var inni hjá honum Davíð, og------- Hann þagnaði og leit undan. — Meira, ísak! — Þeir vissu að við vorum þar inni, og þegar Zimmer sagði að það væri ekki gott, að börn hlustuðu á tal þeirra, þá svaraði Flick : — Eg þekki Abraham van der Nath og son hans; þeir svíkja eigi föður- landið sitt; þeir deyja heldur. — Sagði Erasmus Flick það? — |>eir deyja heldur, sagði hann. — Og;hinn? Eg á við manninn sem þú reiðst á eftir og náðir. — Hann kom hingað, og eg lofaði honum að vera. Það var svo voða- leiðinlegt að heyra ekki annað en bullið í henni Bettý gömlu; hann bjálpað mér oft; hann las í biblíunni okkar og 8agðist vera trúaður. — Eg er vinur þinn ísak, mælti hann, og þú ert karlmaður. Karlmenn halda ekki í nein leyndarmál fyrir vinum síaum. Eg vil vera í vinatölu yðar og mig langar til að vita eitthvað og varðveita það sem dýrmætan fjár- sjóð í hjarta mínu. Hann sagði einnig margt annað, sem eg man eigi. Eg trúði honum og lýsti fyrir houum staðnum þar sem Flick gamli hafði sagt að fallbyssurnar væri fólgnar. Reykjavíkur-annáll. Dáin 21. þ. m. i Landakotsspltala úr lungnatæring konan Rósa Kristjánsdóttir (Brbstig 21), tvitug. Hjúskapur. Björn Sumarliði Jónsson og yngismær Guðrún Brynjólfsdóttir (Grettisg. 34), 20. okt. Hannes Helgason trésm. og ym. Sigr. Gunnlaugsd. s. d. Jóhann Ármann Jónasson úrsmiður og ym. Olöf Jónsdóttir frá Álftanesi á Mýrum (Laugaveg 20 B) 21. okt. Jón Árnason skipstj. og ym. Þorbjörg Jónsdóttir 20. okt. Magnús Guðmundsson kaupmaður og ym. Lydia Anna Steinunn Camilla ThejU s. d. Stefán Björnsson og ym. Margrét Jóns- dóttir (Frakkastig 6A) s. d. Þorsteinn Magnússon stýrimaður og ym. Oddný Jónadóttir (Njúlsg. 43) s. d. Thorefélag. S/s Tryggvi kongnr kom i gær morgun vestan að. Hafði legast mikið á höfnum, vegna illviðra. Margir farþegar. Fer í kveld áleiðis til Khafnar. Þrælmenska við skepnur. Eitthvert ill- menni befir nýlega skaðskemt hesta hér nótt eftir nótt, fyrst inni á Biskupstúninu, skelt neðan af tagli á hesti sem þar var aðra nóttina, en stýft ofan af eyrum á hon- um hina. Þriðju nóttina var annar hestur i Hólakotstúni tagiskeltur, stýft ofan af eyr- um á honum og hann stunginn 8 hnifst.ung- um um búkinn ningað og þangað, en þó hvergi á hol. Alþektur drykkjuslarkari og óknyttamaður við öl hefir verið grunaður og yfirheyrður árangurslaust, maður, sem lög þyrftu að vera til að hafa i geymslu alla tíð, með því að hann er mesti skaða- maður við öl. En hann er manna leikn- astur að þræta. Frá Norvegi (Mandal) kom í gær ein fiskiskútan G. Zoega kaupmanns, V i c t o r y, er hafði orðið að senda þangað í sumar til viðgerðar, af því að svo mikið var að gera í viðgerðarhrófinu hér (Slipp- num, sem þeir kalla); félagið það kaupir að sögn gömul skip og ónýt, til viðgerðar, og verður fyrir það að vísa öðrum frá. Blað eitt í Mandal segi^ skipið vera sem alveg nýtt orðið, eftir viðgerðina, svo úr sér gengið sem það hafi verið áður. Blaðið læcur og þess getið um skips- höfnina, 5 manns, að hún hafi kynt sig eiustaklega vel þenna tíma, sem hún hafi haft viðdvöl í bænum, meðan á viðgerðinni stóð. jþeir hafi gert landi sínu og útgerðarmanni sóma með reglu- semi og hóglæti. — Fyrir skipinu var Jón ÁrnaBon ekipstjóri. Væri bindindi svo algengt hér sem skyldi, mundu allar skipshafnir héðan, sem koma til annarra landa, fá svona góðan orðscír. Annarra þjóða skips- hafnir fá hann naumast alment. Skipið kom með viðarfarm til B. Guðmundssonar. Biðjið kaupniaiin yðar um ASTR0S I (LJ I D CIGARETTCN 1 U VlP TOP og önnur algeng nöfn á vindlum vor- um, cigarettum og tóbakstegundum og verið vissir um, að þér fáið jafnan vörur af beztu tegund. Karl Petersen & Co. Köbenhavn. Hérmeð þakka eg öllum, sem með návist sinni heiðruðu útför minnar elskulegu konu Guðrúnar sál. Steinadóttur, og sérstaklega þakka eg konunum Ásu Indriðadottur og Jakobinu Jakobsdóttur, fyrir alla þá hjálp, sem þær veittu konu minni meðan hún lifði og svo mér siðan hún dó til þessa dags. Reykjavik 12. okt. 1906. Stefán H. Stephensen. Strokleður er langbezt og ódýrast eftir gæðum í bókverzlun ísafoldarprentsmiðju. Mjög mörgum tegundum úr að velja nú þeg- ar og fleirum í uæstu viku. Ritstjóri Björn Jónsson. Igafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.