Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.10.1906, Blaðsíða 2
Eftir tíu ár. Vr ferð um landskjdlftasvœðið frd 1896 IX. Herkúles Nokkuð svipar þeim samau, og Ormur Herkúles Seifssyui og Ormi Stórólfssou. Stórólfasyni. Buda munu aflrauDÍr þeirra beggja vera álíka sannsögulegar. En bér 6r nú ekki átt við þann Herkúles, heldur nýja sláttuvél, er avo nefnist, hina einu, að mælt er, sem hér á landi hefir reynet nýtileg að bvo atöddu. Sumir láta þó ekki illa af annari, er nefnist Deering. Freyr segir að þær séu 9 til hér á landi, Herkúles-sláttuvélarnar, og meiri hlutinn á Suðurlendinu. Blaðið hefir það eftir Sturlu kaupmanni í Reykjavfk, er fekk í vor handan um haf 7 af þessum 9 vélum, að bústjóri hans Jón Jónatanasonf Brautarholti hafi ðlegið f sumar á einum degi, 11 atundum, þann teig í túni, er 8 menn slái á tæpum 3 dögum. Eg veit um 2 Rangæinga, er fengu eér sinn Herkúles hvor f vor. Annað var |>orateinn á Móeiðarhvoli. Hann sendi son sinn vestur að Brautarholti, að læra á vélina. En ekki notaði hann hana fyr en á engjum; þótti hestarnir ekki nógu vanir að hleypa þeim með hana á túnið. Hann segir hana hafa slegið hjá sér á 20 hesta engi 100 hesta á dag; en 20 hesta engi kallar hann þá slægju, er meðalmaður slær 20 hesta á dag. f>ess þarf ekki að geta, að verðið sitt borgaði hún á fyrsta sumri og vel það. Var þó ekki notuð nema lftinn tfma. jþví fyr en varði tók fyrir slátt. Og ekki verður hún notuð nema á sléttu fremur en aðrar sláttuvélar. Hún slær svo vel, að ekki skilur hún efti nema j/4 þuml. af stráinu. Tveir hestar ganga fyrir. Ekkert er því til fyrirstöðu, að sláttuvélar þessar eða aðrar eigi lakari verði viðlfka algengar hér á landi á 10 árum hinum næstu, eins og skil vindur hafa orðið á undanförnu 10 ára tímabili, — ekki nema e i 11. En þetta eina e r örðugur þröskuld- ur. |>að er að gera a 11 slægjuland hér um bil alveg slétt, ræktað land (tún) og óræktað. fm' verðið á vélunum er sama sem ekki neitt. Einhverstaðar á öðru hundr- aði kr., Ifklega ofarlega nokkuð að svo stöddu. En mikið ska) til mikils vinna. Og hér e r til mikils að vinna. Sé það rétt, sem eg hefi heyrt marga jarðabótamenn segja, að einn maður slái á slóttuðu túni viðlíka teig á dag og 3—4 voru fullhertir með áður, í þýfinu, hve ódæma-vinnusparnaður yrði þá ekki aó vél, sem slægi á við 5 menn ? Hún slægi þá á dag á við það, sem 15—20 menn slá í þýfi. Allir kannast við, hvernig Ormur Stórólfsson fór að slétta. Heitir enn Ormsvöllur síðan í Stórólfshvolslandi, rennsléttur. f>ví hefir nú verið varpað fram, auð- vitað fremur í gamni en alvöru, að snjallasta ráðið til að gera kleift að slétta grjótlaust þýfi væri að fá sér sterkan Herkúles, úr því að Ormur er kominn uudir græna torfu fyrir margt löngu, og að sá Herkúles hefði sama lag og hann á að slétta: slægi af þúfur allar og færði saman í múga. Gróa mundu þær upp, þ. e. skellan eftir þær, á ekki mörgum árum. Og minni yrði tikostnaðurinn, að grasmissinum á meðan meðtöldum, heldur en ef höfð væri algenga sléttunaraðferðin. Marga hesta nokkuð mundi þurfa fyrir það bákn. En að bregða fyrir sig aflvél rafmagns t. a. m.? segja þeir. Gamninu því fylgir sú alvara, að hafi nokkurn tíma legið á að klífa þrftugan hamarinn til að eyða öllum þúfum úr ljábæru landi hér, þá er það nú, er fengin er sláttuvél við vort hæfi. Eystri Allar líkur eru til, að farið áveitap. verði að ráðgera hana í fullri alvöru, áveituna úr Rangá eystri á sandana fyrir vestan hana, þessa sem Einar Benediktsson hefir komið upp með. því skoðað hafa landið þar í því skyni að hans undir- lagi f sumar þeir Kofoed Hansen skógfræðingur, Thalbitzer áveituverk- fræðingur, sá er rannsakaði í sumar Flóaáveituna, og Sigurður Sigurðson ráðunautur. Sigurður hefir meira að segja gert þar mælingar að undirlagi Landsbúnaðarfélagsins eða með þess leyfi, og sent þær Thalbitzer, en hann ætlar að gera eftir þeim lauslega kostn- aráætlun. það er jafnvel haft eftir Sigurði, að ekki skilji hann í, að kostn- aðurinn fari fram úr 15 þús. kr. En það væri lítilræði. Tvent er þessari áveitu ætlað að vinna: a ð hefta sandfok, og a ð bæta og efla gróður þar, sem gras er iyrir, eins og aðrar áveitur gera. Bezt lízt þeim, er skoðað hafa, á að taka ána upp fyrir o f a n Hafra- fell. þar fundu þeir sýslumaður og Thalbitzer í sumar gamlan árfarveg þurran örskamt fyrir vescan Rangá, og kvað vera í lófa lagið að veita henni þangað, en sá farvegur gerir aftur kleift að koma vatninu niður um vell- ina, Rangárvöllu. Fyrirhleðslugarður gamall kvað fund- ist hafa langt fyrir ofan Keldur, og rústir af sundpolli fyrir ofan Hof. Vatn f hann þykir mönnum sem sem muni hafa orðið að fá úr Rangá. Og eitthvað merkir fyrirhleðslugarðurinn. Fornmenn kunnu til áveitu betur miklu en vér höfum gert til skamms tíma, og voru meiri athaÍDarmenn en vér í því sem fleira. VÍDnufólks- Vinnnufólkseklan, óyndið eklan. í sveitinni, fíknin í að komast að sjónum og í kaupstaðarlífið — hvernig á að lækna það mikia mein, þann tálma, sem það gerir landbúnaðinum? Kaupamönnum er goldið nú orðið 16, 18 og 20 kr. um vikuna, auk fæðis og þjónustu og ferðakostnaðar aðra leiðina. En þó vilja þeir heldur vinna á eyrinni í kaupstað fyrir sama kaup á n fæðis, húsnæðis og þjónustu, eða þá vera á fiskiskútu með ekki betri kjörum. það er von að bændum finnist þetta harla óeðlilegt. En svona er það. þarfur maður væri það, sem fyndi ráð tii að láta verkafólk una í sveit. Sjálfu væri því það mun hollara og landinu stórum hagfeldara. Mikið muD þar um valda heldur langur og eÍDkum mjög óákveðinn vinnutími til sveita, sá eldgamall ávani, að ætla fólki svo sem engan tiltekinn hvíldartíma f sólarhringnum utan svefns og máltíða. Bændum væri fráleitt meiri óhagur að þvf, að hafa vinnu- tímann styttri og umfram alt ákveðn- ari. En vitaskuld með þeim fyrirvara, að eiga tilkall til lengingar á vinnu- tíma, er mikið Iiggur við, jafnvel helgidagavinnu þá, ef t. d. ætlar að koma ofan í eða því um líkl. Bæði þykir vera reynsla fyrir því, að betur 8é unnið, ef vinnutíminD er skaplegur, og eins hitt, að verkafólk uni vel vist, þar sem höfð er góð regla á henni, með ákveðnum hvíldartíma í hverjum sólarhring utan svefns og máltfða, þó a ð töluverð vÍDnuharka sé annars veg- ar. Annars er vinnutíminn óvíða eins langur nú orðið f sveit eins og kaupstaðarfólk gerir orð á. f>að mun vera miklu fremur ónóg reglufesta á vinnu og hvíld, sem að er. Sláttuvélar, plæging, sáning, akbraut- ir og vagnar, — þetta á alt fyrir sér að gera vistina f sveit og vinnu þar fýsilegri. það á Dokkuð í land, en kemur smásaman. Enginn samjöfnuð- ur er á því að öðru leyti, hve miklu sveitalífið er hollara að viðurværi, lofti ogviðurgjörningi öllum en malarvinna og húsnæðisþrengsli ásamt kjarnlitlu kaup- staðarfæði. B. J. Jiœktumirsjóðurinu. Meiri hluta vaxtanna af þeim sjóði, sem stofnaður var með lögum 2. marz 1900 af andvirði seldra þjóðjarða og er nú orðinn hátt á annað hundrað þúsund kr., er varið til verðlauna fyrir frábæran dugnað í jarðabótum, eftir tillögum Landsbúnaðarfélagsins. þe8sir 45 búendur hafa fengið verð- laun þ. á., eftir því sem Fbeyr skýr- ir frá: 150 kr. hefir einn fengið: Páll Signrðs- son í Jöykkvabæ í Skaftaf. 125 kr. sömuleiðis einn : Sveinn Árnason i Felli í Skagaf. 100 kr. hver þessara sex: Árni Gnðmnnds- son á Þórustöðum f Þing.; Björn Jónsson á Veðramóti í Skag.; Björn Sigfnsson á Kornsá; Guðmundur Klemenzson f Bólstaðarhlíð; Páll Pálsson, Eystra-Fróðholti i Rang.; Signrður Ólafsson, Núpi í Rang. 75 kr. þessir átta: Einar Gestsson í Hæli, Árn.; Einar Jónsson á Brimnesi i Skagaf.; Jóhannes Þorkelsson i Ytra-Holti í Eyjaf.; Jón Þorkelsson i Seglbúðum i Skaftaf.; Ólafur Briem prestur á Stóra-Núpi i Árn.; SigurðurGuðmundsson, Helgafelli í Eyjaf.; Stefán Signrðsson á Þverá i Skagaf.; Vilhjálmnr Einarsson, Bakka i Eyjaf. 50 kr. þessir 29: Árni Flóventsson í Hörgsdal i Þing.; Benóní Jónasson i Laxárdal í Strand.; Bjarni Jóhannesson í Þorsteinsstaðakoti í Skagaf.; Daniel Jónsson á Eiði í Þing.; Elín Arnljótsdóttir á Hafgrímsstöðum i Skagaf.; Erlendur Gunnarsson á Sturlu-Reykjum i Borgarf.; Gisli Jónsson prestur á Mosfelli í Árn.; Guðjón Magnússon á LaugarhÖkkum i Arn.; Gnðmundnr Vigfússon á Kílhamri i Árn.; Jens Sigurðsson i Rifi i Snæf.; Jón Jónsson, Galtarholti i Mýr.; Jón Jónsson á Reynishólum í Skaft.; Jón Þorsteinsson á Kalastöðum i Mýr.; Júlíus Danielsson í Syðra-Garðshorni i Eyjaf.; Kolbeinn Eiiiksson i Stóru-Mástungu i Árn.; Kristinn Guðmundsson á Miðengi i Árn.; Loftur Magnússon i Gröf i Dal.; Lúðvik Lúðvíksson á Karlsst. i S.-Múl.; Ólafur Erlendsson á Jörfa i Hnapp.; Ólafur Guðmundsson á Sviðngörðum i Árn.; Pálmi Sigurðsson á Æsustöðum i Hún.; Rósa Finnsdóttir á Háafelli i Dal.; Salómon Sigurðsson i Stangarholti i Mýr.; Sigurður Guðmundsson í Litlu-Hildisey i Rang.; Sigurður Jónsson i Litla-Lambhaga í Borgf.; Skúli Guðmundsson á Þambárvöllum í Strand.; Tómas Jónsson á Litln-Hvalsá i Strand.; Vigfús Magnússon á Þórólfsst. í Dal.; Þórarinn Baldvinsson á Svarfhóli í Dal. Síldarveiði Norðmanna hér við land segir í blaði frá Man- dal 4. þ. m. að gizkað só á að nemi eftir sumarið 1 m i 1 j. k r. Akureyrarbnmine Sum sbeyti vilja gera tjónið alls nól. 250,000 kr. En líklega er það orðum aukið, sem betur fer. það hefir heyrst, að bæjarfógeti hafi gert- skaðann í skýrslu til ráðgjafans nál. 190,000 kr. og sagt þar af hafa verið í brunaábyrgð 145,000 kr. Kolbeinn Árnason kaupmaður hafði verið nýbúinn að selja hús sitt hið nýja og veglega Halldóri nokkrum Jónassyni. f>að var efst húsanna, sem bruDnu, og þar er sagt að kviknað hafi eldurinn. Sjálfur átti Kolbeinn nú aðeius þriðja- húsið að ofan, ekki stórt, en tvílyft þó. Svolátandi símskeyti fekk ráðgjafinn frá k o n u n g i á laugardaginn, annan> dag eftir brunann (þýðingin er eftir Isafold): Fredensborg 20/l0 ’06, kl. 9 árd.. Mig tekur sárt að frétta um hinn mikla bruna, sem Akureyri hefir orðið fyrir, og votta eg að svo stöddu hjart- anlega samúð mina, og bið yður að' senda mér hið fyrsta skýrslu um, hve~ miklu slysið nemur og nánari atvik þar að lútandi. Friðrik R. * * * f>að er auðskilið á ummælum kon~- ungs (»að svo stöddu*), að hann hugs- ar sér að gera eitthvað meira en að sendaþessakveðju, þ.e. veitagjafahjálp.. En bæjarstjómin á Akureyri eða odd- viti hennar hafði svarað því ráðgjafan- um, er hann grenslaðist eftir um tjónið,. að hún (bæjarstjórn) hugsaði ekki til að leita hjólpar utan bæjar; og var það drengilega mælt og hugsað. það hafði verið í skýrslu oddvita, er ráðgjafi mun hafa tjóð konungi, að um 10,000 kr. skaði af tjóninu öllu hafi lent ó félaus- um verkamönnum og 2 fátækum fjöl- skyldum. Meira ekki. Maöiir clruknaði miðvikudaginn var, 17. þ. mán., á leið úr Vestmanneyjum upp undir Eyjafjöll, hrökk útbyrðis af vélarbáts- þiljum, sem kvartað er um að oft séu ekki vel girtar á þeim bótum. Hann hét Magnús Magnússon, frá Landamótum, vaskleikamaður, um þrítugt, kvongaður, en barnlaus að sögn. Skipstrand. Fyrra sunnudag, 14. þ. mán., í of- viðrinu þó, sleit upp á Ólafsvíkurhöfn eina fiskiskútu Einars kaupmanns- Markússonar og rak á land. Hún hét Clarina, um 30 smól., og átti heima áður hér á Seltjarnarnesi. Hún kvað vera óbætandi. Skipverjar 5 björguð- ust klaklaust. Maður liengdi sig á Stokkseyri núna á sunnudaginn, í Ranakoti, í útihúsi þar, J ó n að nafni P á 1 s s o n, ókvæntur, 52 ára. Hafði verið geðbilaður nokkur ár. Var áður" glímumaður og skotmaður með af- burðum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.